Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 23 Borgarráð: Yesturbæj- arlaugin lok- ar í mánuð Toyota Carina E frumsýnd um helgina NÝ gerð af Carina E frá Toyota verður frumsýnd nú um helgina, en þessi nýja gerð verður fáanleg í tveimur útgáfum, stallbak og hlaðbak, með nýjum aflmiklum vélum. Á frumsýningunni um helgina, sem opin verður frá kl. 10-17 á laug- ardaginn og 13-17 á sunnudaginn, mun Nýja kökuhúsið bjóða upp á kaffí og franskar pönnukökur, og allir sem reynsluaka Carina E kom- ast í lukkupott Toyota og Samvinnu- ferða-Landsýnar. Dregið verður úr pottinum í júní, og hlýtur sá heppni ferð að eigin vali að andvirði 60 þúsund króna. -----» ♦ ♦--- VEGNA framkvæmda við Vestur- bæjarlaug í sumar hefur verið ákveðið að laugin verði lokuð í einn mánuð frá og með 4. ágúst. í bréfi íþrótta- og tómstundaráðs til borgarráðs kemur fram að vegna framkvæmda við laugina sé nauðsyn- legt að loka henni um tíma. Lagt er til að það verði í ágústmánuði. Eina einkasjúkrahúsið í Danmörku: Fólk á að eiga val um þessa þjónustu - segir eigandi Mermaid Clinic HÉRLENDIS er nú staddur Sten Christensen eigandi Mermaid Clinic, eina einkasjúkrahússins í Danmörku. Sjúkrahúsinu kom hann á laggirnar árið 1989 í bænum Ebeltoft. Á sjúkrahúsinu eru 69 rúm og það veitir alhliða þjónustu allan sólarhringinn en samtals komu 11.000 sjúklingar þangað á síðasta ári. Sten segir að hann tejji að fólk eigi að geta valið um hvort það vill leggjast inn á einkasjúkrahús eða notfæra sér þjónustu hins opinbera á þessu sviði. „Þegar við ákváðum að koma þessu sjúkrahúsi á fót á sínum tíma var gerð skoðanakönnun meðal Dana um hvort þeir væru hlynntir eða andvígir þessum rekstri. Niður- staðan var sú að um 50% voru hlynntir og 50% á móti,“ segir Sten Christensen. „Fyrir fáeinum mán- uðum var gerð samskonar skoðana- könnun og þá kom í ljós að 66% voru hlynntir einkasjúkrahúsi en 34% voru því andvígir. JafnVel með- al. jafnaðarmanna var meirihluti hlynntur rekstrinum." Sten Christensen er staddur hér- lendis í fríi ásamt konu sinni Elisa- bet, en þetta er í fyrsta sinn sem þau koma hingað til lands. íslend- ingar hafa aftur á móti notið þjón- ustu Mermaid Clinic og raunar seg- ir Sten að um 10% sjúklinga hans séu erlendir, að mestu frá hinum Norðurlöndunum. „Það eru tvær meginástæður fyr- ir því að einkasjúkrahús eins og Mermaid eiga rétt á sér,“ segir Sten. „í fyrsta lagi eru langir bið- listar eftir ýmsum aðgerðum í Dan- mörku og á hinum Norðurlöndun- um. Hjá okkur er aðeins 1-2 vikna bið eftir algengum aðgerðum til dæmis á hné, mjöðm eða baki. Og í öðru lagi getum við veitt ýmsa þjónustu sem ekki stendur til boða að ráði annars staðar á Norðurlönd- unum eins og til dæmis glasafijóvg- anir.“ Að mati Sten er það einnig kost- ur við einkasjúkrahús að þau létta álaginu af hinum ríkisreknu á þann hátt að ef fólk kýs að gangast und- ir einhveija aðgerð og borga fyrir það af eigin fé kemst einhver annar sjúklingur fljótar að í opinbera kerf- inu. „Sjúkrahús eins og okkar er til þess fallið að auka valmöguleika fólks hvað lækningar varðar og við verðum að gera strangar kröfur um hæfni lækna sem starfa fyrir okkur og gæði þess tækjabúnaðar sem til staðar er,“ segir Sten Christensen. Morgunblaðið/Emilía Sten Christensen eigandi Mermaid Clinic og kona hans Elisabet eru stödd hérlendis í fríi. Loftorka malbikar á Reykjanesi ■LOFTORKA hf. í Reykjavík átti lægsta tilboð i malbikun vega í Reykjanesumdæmi í útboði Vegagerðarinnar. Tilboð fyrir- tækisins var 70,2 milljónir kr. sem er 80% af kostnaðaráætlun sem var 87,9 milljónir. Úboðið var lokað. Eitt annað fyr- irtæki skilaði tilboði, Hlaðbær-Col- as hf. í Hafnarfirði, 76,1 milljón kr. sem er 87% af kostnaðaráætlun. Áætlað er að leggja malbik á 101 þúsund fermetra og klæðingar á axler eru áætlaðar 35 þúsund fer- metrar. ISLENSKUR IÐNAÐUR METNAÐUR OKKAR ALLRA íslendlngar verða að standa vörð um samelginlega hagsmunl. Vlð bætum lífskjör okkar allra með því að velja elgln framlelðslu. Þetta gera aðrar Iðnaðarþjóðlr. Stöndum saman og byggjum upp fjölskrúðug- an og kraftmlkinn iðnað. ÍSLAND ÞARFNAST IÐNAÐAR. LANDSSAMBAND IÐNAÐARMANNA Samtök atvlnnurekenda i Iðnaðl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.