Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
27
Finnsk stéttarfélög
mótmæla niðurskurði
300.000 launþegar taka þátt í verkföllum víða um landið
Hclsinki. Frá Lars Lundsten, fréttaritara Morg-unblaðsins.
UM 300.000 finnskir iaunþegar
tóku í gær þátt í mótmælaverkföll-
um víðs vegar um landið. Til mót-
mælanna var efnt sökum niður-
skurðar á útgjöldum til félags-
mála sem ríkisstjórn Esho Aho
hefur ákveðið. Þótt einungis sjötti
hver félagi í stéttarfélögunum
hafi tekið þátt í verkfallinu er
engu að síður litið á þetta sem
tímamótatviðburð í Finnlandi;
stéttarfélögin hafi tekið þá stefnu
að hafa bein afskipti af stjórnmál-
um.
Esko Aho forsætisráðherra segist
skilja afar vel áhyggjur launþega
af efnahagskreppunni í Finnlandi en
kveðst á hinn bóginn ekki fá séð
hvaða tilgangi slík mótmæli geti
hugsanlega þjónað. Um önnur opin-
ber viðbrögð var ekki að ræða.
í borginni Vasa bar mest á þeirri
gagnrýni að ríkisstjórnin hefði tekið
fjármuni af launþegum og gefið
bönkum í Finnlandi sem eru í litlum
metum meðal almennings nú um
stundir. í vetur ákvað ríkisstjórnin
að koma bönkum landsins til bjargar
og var lögð fram upphæð sem svar-
ar nokkurn veginn til þeirra tíu millj-
arða finnskra marka sem nú á að
spara á vettvangi félagsmála.
Verkalýðsleiðtogar lögðu í ræðum
sínum einkum áherslu á að ný staða
hefði skapast í samskiptum ríkis-
stjórnar og aðila vinnumarkaðarins.
Um áraraðir hefði ríkt samstaða
meðal vinnuveitenda, ríkisvaldsins
Þessi spá fjármálaráðuneytisins
er mun neikvæðari en hagspá
sænsku þjóðhagsstofnunarinnar,
sem birt var fyrir nokkrum vikum.
Stofnunin spáði því að enginn hag-
vöxtur yrði á þessu ári en að þjóðar-
framleiðsla myndi aukast um 0,8%
á næsta ári. Ríkisstjórnin reiknar
með 0,2% samdrætti á þessu ári og
og launþega um helstu áhersluatriði
á sviði félagslegra umbóta. Nú hefði
ríkisstjórnin með einhliða ákvörðun
gert samkomulag þetta að engu og
tekið sér rétt tii að segja launþega-
samtökum fyrir verkum.
0,5% vexti á því næsta.
Spá stjórnarinnar gengur út frá
því að neysla muni halda áfram að
minnka og að rauntekjur Svía fari
lækkandi á árinu. Það er ekki fyrr
'en á næsta ári sem stjórnin telur
að neysla og rauntekjur muni ná
jafnvægi.
Svíþjóð:
Ríkisstjórnin spá-
ir samdrætti áfram
Stokkhólmi. Frá Erik Lidén, fréttaritara Morgunblaðsins.
SÆNSKA ríkisstjórnin gerir ráð fyrir, samkvæmt skýrslu sem lögð
verður fyrir þingið í vikunni, að áfram verði samdráttur í efnahagslíf-
inu á þessu ári. Þar er því einnig spáð að atvinnuleysi muni aukast í 5%
á næsta ári sem þýðir það að um 300 þúsund Svíar verði þá án atvinnu.
Reuter
Píanóið hans Beethovens
Píanóleikarinn Melvyn Tan er hér að leika á 174 ára gamalt hljóð-
færi, píanóið, sem snillingurinn Ludwig van Beethoven átti á sínum
tíma. Er það í eigu ungverska þjóðminjasafnsins og hefur verið tek-
ið rækilega í gegn. I maí á að gera víðreist með það um Evrópu og
það er vel tryggt, fyrir um hálfan milljarð íslenskra króna.
Reuter
Nokkur hópur kommúnista safnaðist saman í Moskvu í gær til
að minnast þess, að þá voru 122 ár liðin frá fæðingu Vladímírs
Leníns. Borgarbúar létu sér þó yfirleitt fátt um finnast og því
er æ oftar haldið fram, að í Lenín sé að leita upphafsins að
afturför Rússlands í 70 ár.
Rússland:
Lenín lítill sómi sýnd-
ur á afmælisdeginum
Moskvu. Reuter.
FÆÐINGARDAGUR Vladímírs Leníns, stofnanda Sovétrílq-
anna, er ekki lengur almennur frídagur í Rússlandi og þeim
fækkar stöðugt, sem leggja leið sína að grafhýsi hans við
Rauða torgið. Fyrir flesta skiptir hann engu máli, nema
kannski minjagripasalana, sem hagnast vel á viðskiptunum
við útlenda ferðamenn.
„Ég kom hingað til að segja
Lenín hvað mig tekur það sárt
hvernig búið er að fara með hann
og arfleifð hans,“ sagði Tatjana
Nadezhdína, gömul kona og ein
fárra í grafhýsinu þennan daginn
en myndir og styttur af Lenín
þar sem hann stendur með óljóst
bros á vör, húfuna í annarri hendi
en hina teygða í átt til glæstrar
framtíðar eru að heita má horfn-
ar í Moskvu. Myndir af honum
eru einnig að hverfa af peninga-
seðlunum.
Kommúnistar og lýðræðissinn-
ar notuðu afmælisdaginn í gær
til að senda hver öðrum tóninn
og Pravda, nokkurs konar mál-
gagn kommúnista, líkti núver-
andi valdhöfum við Júdas. Réðst
blaðið hart að Borís Jeltsín for-
seta og sérstaklega að innanrík-
isráðherra hans, umbótafrömuð-
inum Gennadíj Búrbúlís.
„Núverandi innanríkisráð-
herra var áður við kennslu í
marx-lenínisma í heimabæ sínum
í Uralfjöllum. Hvenær laug hann
— þá eða nú?“ spurði Pravda en
umbótasinnarnir iétu ekki sitt
eftir liggja. Dmítríj Volkogonov,
sem var áður háttsettur embætt-
ismaður í kommúnistaflokknum
og sovéska hernum en nú ákafur
talsmaður lýðræðislegra stjórn-
arhátta, segir í Izvestíu, að það
sé Lenín að kenna hvernig komið
sé í Rússlandi. Hann hefði aldrei
getað gert sér grein fyrir afleið-
ingum kommúnismans, „þessi
maður, sem litið var til sem snill-
ings“.
Weetab/x $
HJARTANS
TREFJARIKT
ORKURÍKT
FITUSNAUTT
HOLLT...
og gott með
mjólk, súrmjólkp
AB mjólk v6
og jógúrt.
Einnig með sykri,
sultu og hunangi,
eða blandað
ferskum
og þurrkuðum
ávöxtum.
WetabTx
Whnt Brtokfoit Cmol ,
MAL
Wéetabix
Wholt Whial Briahfait Cirial
TREFJARlKUR MORQUNVERDUR