Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 29
28
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Skáld
sumarlandsins
Halldór Laxness er níræður
í dag. Af því tilefni send-
ir Morgunblaðið skáldinu og
fjölskyldu hans innilegar
heillaóskir og sumarkveðjur.
Það sem hér fer á eftir, í til-
efni þessara merku tímamóta,
styðst við þær greinar sem
ritstjóri Morgunblaðsins hefur
skrifað um skáldið og verk
hans, bæði hér í Morgunblaðið
og annars staðar.
Við þurfum ekki lengi að
velta vöngum yfir markmiðum
Halldórs Laxness svo glögga
grein sem hann gerir sjálfur
fyrir þeim í Sjömeistara-
sögunni en þar fjallar hann
um takmark sitt í lífi og verk-
um. Ungur sagði hann: „Það
starf sem ég gæti hugsað mér
væri að leita að upptökum
Nílar.“
Sú Níl sem hefur heillað
könnuðinn Halldór Laxness á
sér margar kvíslar - og
kannski er hún ekki til nema
í skáldskap; eða eins og skáld-
ið segir í kaflanum þegar hann
kemur með handritið að Barni
náttúrunnar til föður síns:
Dáið er alt án drauma ...
Um þessa vísu sagði Guð-
jón, faðir Halldórs: „Þetta er
þekkileg vísa, ég vissi alltaf
þú værir dálítið hagmæltur,
Dóri minn.“ Og seinustu orð
Jóns prímusar við Umba í
Kristnihaldi undir Jökli eru:
„Sá sem ekki lifir í skáldskap
lifir ekki af hér á jörðinni.“
Milli þessara rita liggur silfur-
þráður enda eru þessi orð
einskonar sannkenning um
skáldskap Halldórs Laxness
sjálfs.
Allt hverfur til upphafs síns
og uppspretta Nílar í þessu
tilfelli er í skáldinu sjálfu.
Fjallræðufólkið er einn fín-
asti strengurinn í samanlögð-
um skáldskap Halldórs Lax-
ness. Mannúðarstefna þess er
holdtekin staðfesting á því
hvar raunveruleg verðmæti
leynast í umhverfí okkar, þau
eru hvorki fólgin í boðskap
né kennisetningum sem slitna
'eins og gamlar flíkur. Um-
hverfi okkar ber þess vitni
eins rækilega og unnt er. Sá
heimur sem var er ekki lengur
og ný veröld rís á rústum
hans, eins guðsblessunarlega
kennisetningalaus og framast
getur verið og vonandi að svo
verði enn um hríð.
Boðskapur fjallræðufólks
Halldórs Laxness er ærið
veganesti og okkur er ekki
sízt nú á dögum hollt að sækja
viðhorf og viðmiðanir í líf
þessa fólks og umhverfi. Það
gerði Halldór Laxness ungur
og það er í fjallræðufólkinu
sem skáldskapur hans hefur
risið hæst. Það er í því sem
veruleikinn hefur vitjað okkar
með þeim hætti að okkur hef-
ur stundum dottið í hug að
við stæðum á mörkum tveggja
heima, þess sem við byggjum
og svo þessara dularfullu
hulduheima sem okkur finnast
hvísla til okkar í eftirminnileg-
ustu _ athugasemdum skálds-
ins. íslenzkur veruleiki er að
vísu kastalinn í draumum
þessa fólks en það hefur
ávallt fundið sér verðugt skjól
í höll sumarlandsins. Það er í
skáldskap sem veruleikinn
birtist. Þeim skáldum sem
mark hafa tekið á þessum
draumi hefur auðnazt að
renna stoðum undir fyrirheit
mikilla hugsjóna.
íslenzkur veruleiki er
sprottinn úr kunnuglegri und-
irstöðu þessa garralega um-
hverfis okkar en vegna
draumsýnar og skáldlegrar
reynslu gerði það umhverfi
sem ér vettvangur skáldskap-
ar Halldórs Laxness sér lítið
fyrir og togaði himneska Jór-
sali niður á þetta plan sem
er daglegt viðfangsefni okkar.
Það er okkur nærtækt um-
hugsunarefni að gefa gaum
að því fólki sem innblés Hall-
dóri Laxness ungum inntak
Fjallræðunnar og þá ekki síð-
ur skáldinu eina, Olafi Kára-
syni Ljósvíkingi, en hann flutti
þá ræðu sem frægust er á
Islandi, þótt hún hafi aldrei
verið flutt inní veruleikann,
og hollt er að hafa orð hans
í minni þegar menn leiða hug-
ann að skáldverkum Halldórs
Laxness: Skáldið er tilfinning
heimsins og það er í skáldinu
sem allir menn eiga bágt. En
því má svo bæta við með Jóni
prímusi í Kristnihaldinu að sá
sem ekki lifir í skáldskap lifir
ekki af hér á jörðinni.
Skáldverk Halldórs Lax-
ness, list hans og markmið,
eru staðfesting þessara orða
og hafa verið harla mikilvægt
leiðarljós á erfiðum tímum.
Þessi orð eru enn í fullu gildi
og mættum við vel íhuga þau
í þeirri plastveröld sem hvar-
vetna blasir nú við.
Þjóðfélag íslendinga sagna
er löngu horfið. Samt lesum
við fornar sögur af meiri
nautn en nokkru sinni. Ekki
vegna umgerðarinnar, þessa
miskunnarlausa þjóðfélags
vopna og valdbeitingar, held-
ur vegna þeirrar óviðjafnan-
legu listar sem er boðskapur
í sjálfu sér.
Halldór Laxness hefur fært
okkur heim sanninn um
hvernig íslendinga sögur voru
skrifaðar úr minnum og arf-
sögnum, sprottnum úr um-
hverfi höfundanna, flöktandi
og næsta óáþreifanleg stað-
.festing á einhverju viðburða-
ríkasta mannlífi sem saman
hefur verið sett á bækur. Og
það sem meira er, þrátt fyrir
eðlisgróna auðmýkt Halldórs
Laxness gagnvart þessum
mikla arfi verður ekki framhjá
því litið á stund sem þessari
að sjálfur hefur hann ritað
bækur sem ber jafn hátt og
þær sem nefndar hafa verið.
Það er ekki sízt virðingin
fyrir skáldum þessara gömlu
rita, virðingin fyrir verki
þeirra og vinnulagi, sem skip-
ar honum nú á bekk með þeim.
Það er í þessum skáldskap,
þessum draumkennda veru-
leika, sem við höfum lifað af.
Án hans værurri við hálfheim-
ilislaus. Og til þess er engin
von að heimurinn eigi eftir
að breytast svo til batnaðar
að skáld verði óþörf og éngin
hætta á því að veröldin verði
svo átakslaus og miskunnar-
söm paradís að verk Halldórs
Laxness úreldist af þeim sök-
um. Líf okkar verður ævinlega
sú tvísýna glíma sem sækir
aflið í kraftbirti'ngu mikillar
listar - og þá ekki sízt i rit-
snilld Halldórs Laxness, sem
héðan í frá verður í för með
þessari litlu þjóð inn í eftir-
væntingarfulla framtíð ef við
-á annað borð höfum metnað
til að lifa af þá hversdagslegu
meðalmennsku sem er þrátt
fyrir allt hvimleiður fylgikvilli
fjölmiðlaaldar.
Svo mikilvægur hefur
skáldskapur Halldórs Laxness
verið, svo krefjandi áskorun
er lífsstarf hans.
Það er í þessari áskorun
sem við munum lifa af þá
ásókn, sem við þurfum nú
öðru fremur að veijast og þá
munu engin vopn betur duga
en þau sem Agli og Ólafi
Kárasyni voru inngróin og
eiginleg.
í dag er sumardagurinn
fyrsti. Hann er séríslenzkt
fyrirbrigði og lýsir vel innstu
óskum þjóðarinnar um betri
tíð með blóm í haga svo vitn-
að sé í fyrsta ljóðið í Kvæða-
kveri afmælisbarnsins. En þar
er einnig talað um „sæta
lánga sumardaga“. Verk Hall-
dórs Laxness eru í ætt við
þessa daga og inntak þeirra.
Þau eru fíngerður gróður og
sumargóð viðbót við þann
ómetanlega fjársjóð sem arf-
leifð okkar er. Það er því ærin
ástæða til að óska þjóðinni til
hamingju með skáld sitt um
leið og Morgunblaðið óskar
lesendum sínum og allri ís-
lenzku þjóðinni gleðilegs sum-
ars.
Laxness-
veisla og
heiðurs-
ganga
HALLDOR LAXNESS
NÍRÆÐUR
eftir Gylfa Þ. Gískison
I.
„Þar sem jökulinn ber við loft hættir
landið að vera jarðneskt, en jörðin fær
hlutdeild í himninum, þar búa ekki fram-
ar neinar sorgir og þessvegna er gleðin
ekki nauðsynleg, þar ríkir fegurðin ein,
ofar hverri kröfu.“
Þessi orð Halidórs Laxness í Fegurð
himinsins eiga við um innsta kjarna verka
hans. Halldór Laxness er mestur rithöf-
undur íslendinga síðan á söguöld og einn
víðfrægastur maður, sem ísland hefur
alið frá upphafi sögu sinnar. Verk hans
hafa orpið frægðarljóma á nefn hans og
þjóðar hans um víða veröld. Án Halldórs
Laxness væri íslenzk menning ekki það
sem hún er nú, hvorki í augum heimsins
né okkar sjálfra, — án hans værum við
íslendingar ekki það sem við erum.
II.
Saga þessarar þjóðar er furðulegt æv-
intýri, heillandi af því að það er ótrúlegt,
lærdómsríkt af því að það er satt. í sögu
íslendinga hafa skipzt á með undarlegum
hætti reisn og niðurlæging, sjálfstæði og
undirokun, velVnegun og örbirgð. Þeir
þáðu ríkulegar gjafir af náttúrunni í einn
tíma, en þoldu grimmilegar hamfarir
hennar í annan. Á öldum velmegunar
fjölgaði þjóðinni, en æ ofan í æ urðu
hungur og drepsóttir miklum hluta henn-
ar að aldurtila. Eftir þúsund ár örðu ís-
lendingar jörðina og sóttu sjóinn á sama
hátt og á söguöld.
Halldór Laxness fæddist á umbrotatím-
um upp úr síðustu aldamótum. Þjóðin var
að öðlast sjálfsforræði. Hún var að læra
að nota nýja tækni. Nokkrar tugþúsundir
manna norður við heimskaut hófu djarfa
tilraun. Þær hófust handa um að koma
á fót sjálfstæðu nútímaríki við rætur víð-
áttumestu jökla í Norðurálfu, á storma-
sömustu strönd Atlantshafs. Ef þeim
hópi manna, sem á heimsvísu hlaut að
teljast hlægilega fámennur, átti að heppn-
ast þessi tilraun, var ekki aðeins nauðsyn-
legt að kunna að hagnýta gæði lands og
sjávar, ekki aðeins að skilja gildi frelsis
og fijálslyndis, heldur varð þjóðin einnig
að finna, að hún væri andlega sjálfstæð,
skapaði ekki aðeins nýjan auð, heldur
einnig nýja menningu.
Saga Islendinga hafði ekki greint frá
orustum eða öðru, sem talið verði til ver-
aldarsögu. En hún greindi ekki aðeins frá
þrotlausu stríði við óblíða náttúru, frá
valdastreitu og baráttu gegn erlendum
yfirráðurh. Kjarni hennar var frásögn af
andlegu starfi, fornum bókmenntum, sem
urpu ljóma á Norðurlönd, af aldalangri
sambúð örbirgðar og skáldskapar. Þetta
samhengi íslenzkrar menningar mátti
ekki rofna. Hefðum við íslendingar getað
orðið fyllilega sjálfstæð þjóð, ef við í
menningartilliti hefðum orðið eftirbátar
forfeðranna, sem þrátt fyrir fátækt settu
saman merkar bækur? Hefðum við íslend-
ingar haldið sjálfsvirðingn okkar, ef tutt-
ugasta öldin hefði aðeins fært okkur
meiri mat, fegurri klæði, betri hús, en
ekki nýjar bókmenntir, enga andlega end-
urreisn?
Og hefði heimurinn talið það fullgilda
sönnun þess, að fífldjörf tilraun þessa
fámenna hóps á eyjunni undir norðurljós-
unum til þess að verða sjálfstætt fólk
hefði heppnast, þótt hann hefði þar nóg
að bíta og brenna, ef hann hefði ekkert
til menningar heimsins að leggja?
Af þessum sökum er það okkur íslend-
ingum ómetanlegt, að við skulum nú, á
tuttugustu öld, hafa eignazt rithöfund,
sem sýndi ekki aðeins okkur sjálfum,
heldur heiminum öllum, að gildi þjóða fer
ekki eftir höfðatölu þeirra, að sú barátta
íslendinga fyrir sjálfstæði sínu, sem ýms-
um þótti á sínum tíma vonlítil og öðrum
jafnvel heimskuleg, var réttmæt. Ekki
aðeins við, sem nú iifum, heldur allar
óbornar kynslóðir íslendinga eiga Hall-
dóri Laxness þakkarskuld að gjalda fyrir
það að hafa á byltingartímum tæknialdar
skrifað bækur, sem varðveita tengslin við
fornan menningararf þjóðarinnar og
varpa nú sams konar ljóma á íslenzkt
nútímalýðveldi og fornbókmenntirnar
urpu á gamla þjóðveldið. Mesti rithöfund-
ur íslendinga til forna, Snorri Sturluson,
lifði á þeirri öld, er forfeður okkar förg-
uðu sjálfstæði sínu. Afrek hans og ann-
arra höfunda sögualdar voru löngum rök
íslendinga fyrir rétti sínum til þess að
endurheimta það. Það er mikil gæfa, að
íslendingar skuli nú á þessari öld, er þeir
hafa endurheimt sjálfstæði sitt, hafa eign-
azt rithöfund, er ber nafn íslands út um
heiminn á borð við Snorra Sturluson,
þannig að rök íslendinga fyrir íslenzku
sjálfstæði eru nú ekki aðeins reist á fornri
frægð, heldur einnig á nýjum afrekum.
III.
Hvað hefur gert Halldór Laxness að
miklum rithöfundi?
Auðvitað verður enginn mikill lista-
maður án mikilla hæfileika. En jafnvel
guðleg náðargáfa er listamanni ekki ein-
hlít. Innblásturinn einn skapar ekki snilld-
arverk. En þegar hann er beizlaður af
sterkum vilja og lýtur stjórn miskunnar-
lauss sjálfsaga, þegar náðargáfu er beitt
af andlegum þroska og leiftrandi hugar-
flug tamið með rólegri skynsemi, getúr
listamaðurinn skapað snilldarverk. Hall-
dór Laxness hefur skapað snilldarverk.
Þau eru öðrum þræði ávöxtur mikilla
hæfileika, hins vegar árangur mikils
starfs. Halldór Laxness hefur aldrei setið
auðum höndum og beðið þess að andinn
kæmi yfir sig. Hann hefur ávallt tekið
starf sitt alvarlega. Að baki verkum hans
liggur þrotláus vinna. Hann hefði ekki
orðið það, sem hann er, ef hann hefði
hlífzt við að leggja mikið að sér. Vinnan
ein hefði og ekki heldur skapað þau skáld-
verk hans, sem ávallt munu lifa. Þau eru
annars vegar afleiðing óskýranlegs hug-
arleifturs, sem lýsir öðrum til skilnings
og skemmtunar, og hins vegar árangur
þeirrar hversdagslegu staðreyndar, að
enginn heill hlutur né sannur verður til
án erfiðis og fyrirhafnar.
Það er einkenni góðra bókmennta, að
þær eru sannari en sjálft lífið. Sagt hefur
verið, að sá sé munur á lífi og list, að í
lífinu verði að leita gullkorna sannleikans
á stórgrýttri strönd hversdagsleikans, en
í listinni sé hægt að raða þeim fyrir fram-
an mann. Þess vegna sé auðveldara að
finna sannleikann í listinni en í lífinu,
auðveldara að segja hann í sögu en raun.
Merkustu persónur, sem Halldór Laxness
hefur sýnt okkur í sögum sínum, eru
sannari og skemmtilegri en flest það fólk,
sem við kynnumst á lífsleiðinni. Salka
Valka, Bjartur í Sumarhúsum, Ólafur
Kárason, Snæfríður íslandssól og Steinar
bóndi í Hlíðum, allt eru þetta sannar
persónur, einlægar. Halldór Laxness er
heimsmaður og hefur alltaf verið. En
flestar söguhetjur hans eru íslenzkt al-
þýðufólk, sem hann lýsir af djúpum skiln-
ingi og einlægri samúð. Fá lífsreynsla er
ánægjulegri og verðmætari en sú að hitta
fyrir sannan mann og eignast vináttu
hans og sálufélag. Það er aðall góðra
bókmennta að opna augu lesandans fyrir
því, sem er satt og einlægt í mannlífinu,
auðvelda honum að komast í tengsl við
það og þó umfram allt að hjálpa honum
til þess að verða sannur og heill sjálfur.
Að þessu leyti hafa bækur Halldórs Lax-
ness orðið íslendingum tuttugustu aldar
gulli betri.
IV.
Ef Halldór Laxness hefði lagt ljóðagerð
fyrir sig, kynni hann að hafa orðið eitt
mesta ljóðskáld íslendinga. Lítil ljóðabók
hans, Kvæðakver, hefur skipað honum á
bekk með beztu skáldum samtímans.
Ungur fitjaði hann upp á framandi ný-
mæli í ljóðformi, er hann orti Únglínginn
í skóginum. Hann hefur sjálfur kallað það
kvæði „dýrasta kvæði mitt metið í pening-
um“. Birting þess olli því, að efri deild
Alþingis synjaði honum um ferðastyrk,
sem neðri deild var búin að samþykkja.
Síðar orti hann ljóð, sem verða sígild.
íslenzkt vögguljóð er meðal fegurstu
kvæða á íslenzku. Svipað má segja um
kvæðin Þótt form þín hjúpi graflín, Vor
hinsti dagur er hniginn og Hvert örstutt
spor. Halldór Laxness hefur lagt litla
stund á kveðskap. Samt er skerfur hans
á þeim vettvangi ómetanlegur.
Halldór Laxness er einnig merkilegt
leikritaskáld. Straumrof var tímarnóta-
leikrit. Og síðari leikrit hans munu eflaust
vekja vaxandi athygli, er fram í sækir.
Jafnframt hefur Halldór Laxness skrif-
að ritgerðir um bókmenntir og listir.
Margar þeirra eru meistaraverk, svo sem
ritgerðin Um Jónas Hallgrímsson og Inn-
gángur að Passíusálmurh.
V.
Halldór Laxness hefur í ýmsum verkum
sínum fjallað um þjóðfélagsmál og stjórn-
mál. Ýmsum hafa orðið skoðanir hans í
þeinr efnum ásteytingarsteinn, sumum
jafnvel hneykslunarhella, einkum fyrr á
árum. En mér hefur alltaf fundizt afstað-
an til stjórnmála vera algjört aukaatriði
í verkurn Halldórs Laxness. Sögur hans
eru sögur um fólk. Jafnvel þegar svo
kann að virðast í upphafi, að tilætlunin
sé að skrifa um. atburði í stjórnmálum,
eru persónurnar og líf þeirra fyrr en var-
ir orðin aðalatriði, og samúð höfundar
með þeim og nærfærni hans við að túlka
þær verður yfirsterkari andúð hans á
þeim skoðunum sem hann lætur þær
boða. Halldór Laxness mun ekki lifa í
hugum Islendinga sem áróðursmaður,
heldur sem skáld.
Mér er næst að halda, að hann hafi í
raun og veru aldrei haft verulegan eða
einlægan áhuga á stjórnmálum, allra sízt
á síðari árum, utan þeirrar lífsskoðunar
í þjóðfélagsmálum, sem hann í nóbelshá-
tíðarræðu sinni sagði, að amma sín hefði
innrætt sér barni: að gera engri skepnu
mein; að lifa svo, að jafnan skipuðu önd-
vegi í huga sér þeir menn sem kallaðir
eru snauðir og litlir fyrir sér; að gleyma
aldrei að þeir menn sem hafa verið beitt-
ir órétti eða farið góðra hluta á mis, þeir
sem hafa verið settir hjá í tilverunni og
þeir sem öðrum mönnum sést yfir, — ein-
mitt þeir væru mennirnir sem ættu skilið
alúð, ást og virðingu góðs drengs umfram
aðra menn hér á Islandi.
VI.
„Það er aðeins til einn tónn, sem er
allur tónninn, sagði Garðar Hólm; sá sem
hefur heyrt hann, þarf einskis að biðja.
Minn saungur skiptir ekki máli. En
mundu mig um eitt: þegar heimurinn
hefur gefið þér allt; þegar miskunnar-
laust ok frægðarinnar hefur verið lagt á
herðar þér og brennimarki hennar þrýst
á enni þér, óafmáanlegu eins og þess
manns sem varð uppvís að heimsglæp,
mundu þá að þér ér ekki athvarf nema
Morgunblaðið/Ól.K.M.
í einni bæn: Guð taktu það allt frá mér
— nema einn tón.“
Þessi orð skrifaði Halldór Laxness í
Brekkukotsannál, fyrstu bókinni, sem
hann birti eftir að hann hafði hlotið bók-
menntaverðlaun Nóbels. Ef leitað er að
einum tón í verkum Halldórs Laxness,
þá syngur hann um veg þess og vanda
að vera íslendingur. Halldór Laxness
sjálfur er fyrst og fremst íslendingur,
þótt hann sé rithöfundur á heimsmæli-
kvarða. Hann hefur dvalið mikið erlendis.
En hugur hans hefur ávallt verið heima,
á íslandi, hjá því, sem er íslenzkt. Allar
persónur hans eru rammíslenzkar. Bjart-
ur í Sumarhúsum er islenzkur bóndi, með
öllum kostum þess og göllum að vera
íslendingur á íslandi. Salka Valka hefði
hvergi getað vaxið upp nema í íslenzku
sjávarþorpi. Og hversu sannir og miklir
íslendingar eru þeir ekki báðir tveir: Am-
as Arnæus og Jón Hreggviðsson? Halldór
Laxness hefur ekki aðeins sýnt okkur
Islendingum sannar og skemmtilegar
myndir af sjálfum okkur. Hann hefur
gert það á hreinni og tærri íslenzku.
Þannig hefur hann stuðlað að því að gera
íslendinginn og tungu hans ódauðlega.
Þetta er tónninn í ævistarfi Halldórs Lax-
ness.
Allt, sem er íslenzkt, á hug hans og
hjarta. Hann veit sjálfur, hvað hann á
íslandi að þakka. í kvæðinu Hallorms-
staðaskógur segir hann:
hann sem var áður afglapinn á torgum
er orðinn skáld í Hallormsstaðaskóg.
Við Islendingar eigum að vita, hvað
við eigum Halldóri Laxness að þakka.
Hann hefur aukið skilning okkar á því,
að það, sem er íslenzkt, má aldrei glat-
ast. Og hann hefur stuðlað glæsilega að
því, að Islendingar skipa veglegan sess
meðal menningarþjóða.
HALLDÓR Laxness er 90 ára í
dag. Afmælisins verður minnst
með margvíslegum hætti. Heið-
ursganga verður að Gljúfrasteini
og Laxness-veisla hefst í Þjóðleikg-
húsinu. í tilefni afmælisins eru
gefnar út bækur, hér og erlendis,
og samkomur. og kynningar á
verkum skáldsins verða á nokkr-
um stöðum erlendis. Á afmælisár-
inu eru leiksýningar víða um land
og afmælisins minnst á ýmsan
annan hátt.
Rithöfundasamband Islands og
Bandalag íslenskra listamanna efna
til heiðursgöngu að heimili Halldórs
Laxness á Gljúfrasteini í dag. Lagt
verður af stað með fólksflutningabíl-
um frá Kjarvalsstöðum klukkan tíu
árdegis, ekið upp í Mosfellssveit og
síðan gengið síðasta spölinn mpð
kyndla og veifur.
Laxness-veisla
Þjóðleikhúsið fagnar með fjögurra
daga hátíðahöldum sem bera samheit-
ið Laxness-veisla og verða helguð
skáldinu og verkum hans. Laxness-
veislan hefst í dag klukkan 16.30 með
leiklestri á Straumrofi í Leikhúskjall-
aranum. Ríkisútvarpið mun útvarpa
leiklestrinum. Klukkan 20 í kvöld
hefst tveggja tíma hátíðardagskrá á
stóra sviðinu. Leikin verða stutt atriði
úr leikritum og leikgerðum af verki&o
Halldórs, lesið úr skáldsögum og ljóð-
um auk þess sem söngflokkurinn Blái
hatturinn og félagar úr Þjóðleikhús-
kórnum syngja ljóð eftir Halldór.
Húsið verður opnað kl. 19.30 og
munu iistamenn verða með uppákom-
ur úti á tröppum, í anddyri og á
göngum áður en dagskráin hefst.
Á morgun, föstudag, kl. 20 verður
leiklesið á stóra sviðinu leikritið
Prjónastofan Sólin. Um kvöldið verður
leikritið Strompleikur einnig leiklesið
á Smíðaverkstæðinu. Lesturinn hefst
klukkan 20.30. Þá verður leiklestur á
smásögunni Veiðitúr í óbyggðum á
dagskrá í Leikhúskjallaranum laugar-
daginn 25. apríl kl. 15.30. Um kvöld-
ið verða Prjónastofan Sólin
Strompleikur aftur á dagskrá. Lax-
ness-veislunni lýkur sunnudaginn 26.
apríl með því að Straumrof og hátíðar-
dagskráin verða endurflutt.
Á meðan Laxness-veislan stendur
yfir í Þjóðleikhúsinu verður sýning á
Leikhúsloftinu á þriðju hæð á ljós-
myndum úr uppsetningu á leikritum
Laxness auk þess sem spilaður verður
upplestur skáldsins úr verkum sínum.
Þá verður efnt til Hnallþóruveislu aé
hætti Kristnihalds undir Jökli í Leik-
húskjallaranum. Fólki gefst kostur é
að leggja inn tertur skáldinu til heið-
urs. Bakarar bæjarins munu leggj:
til stórar Hnallþórur. Ennfremur ei
ráðgert að koma fyrir spjaldi í and-
dyri aðalbyggingarinnar þar seix.
starfsfólk hússins mun skrifa eftirlæt-
istilvitnanir sínar úr verkum Halldórs
og ef plássið leyfír mun leikhúsgestum
einnig gefast kostur á að færa inn
sínar tilvitnanir.
Þrjár bækur
I tilefni afmælisins gefur Vaka-
Helgafell út sérútgáfu af sögunni um
Jón í Brauðhúsum með vatnslita-
myndum Snorra Sveins Friðrikssonai
og nýtt og aukið Kvæðakver. Síðar á
afmælisárinu gefur Vaka-Helgafel
einnig út myndabók um ævi Halldórs
Stofnun Sigurðar Nordals gengífe'
fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um ritstörl
Halldórs í tilefni afmælisins. Ráð
stefnan verður haldin í tengslum vii
Listahátið og fer fram í Háskólabíó
12.-14. júní.
„Halldór Laxness í austurvegi
nefnist lítil ljósmyndasýning sem opn
uð verður á laugardag kl. 14 í húsr
kynnum MÍR, Vatnsstíg 10, i tileft
af níræðisafmæli skáldsins. Sýningi
verður til 1. maí.