Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 FULLVÍST er talið að um matar- eitrun hafi verið að ræða þegar ■5-upp kom hópsýking á Dalbæ, Dvalarheimili aldraðra á Dalvík í byrjun mánaðarins. Alls veiktust 15 manns, vist- og starfsmenn, þar af 4 alvarlega og voru 2 þeirra lagðir inn á Lyflækn- ingadeild, FSA þar sem annar þeirra lést. Flestir þeirra sem veiktust höfðu borðað saltkjötsrétt í kvöld- verð. Margt bendir til að um clostridium perfringens sýkingu hafi verið að ræða, en það er algengur jarðvegs- sýkill sem myndar harðgerð dvalar- gró. Gróin geta lifað af suðu. Fjölg- un gerlanna getur orðið mjög hröð ef hitastigið er milli 10 og 50°C. Hröð kæling matarafganga er því .,'íjiauðsynleg, en upphitun skal einnig vera hröð, a.m.k. upp í 75°C. Þýð- ingarmikið er að fylgst sé með að kæling sé hröð og upphitun nægileg. Fyrirlestur um kennslu Erindi um lífs- sýn og sorg- arviðbrögð Andrésar andarleikarnir settir muiguuuicunu/ ivuiuii Andrésar andarleikarnir, hinir 17. í röðinni, voru settir við hátíðlega athöfn í Iþróttahöllinni á Akureyri í gærkvöldi. Þátttakendur, sem eru um 740 talsins, gengu fylktu liði frá Lundarskóla, þar sem flestir þeirra dvelja meðan á leikunum stendur, að íþróttahöllinni og með í för voru hinar gamalkunnu söguhetjur, Andrés önd og Guffi, en þeir félagar munu heimsækja keppendur í Hlíðaríjall í dag, sumardaginn fyrsta, en það er fyrsti keppnisdagur leikanna. Keppt verður í alpa- greinum, göngu og stökki, en leikunum lýkur á laugardag. Slysavarnafélagið sér um Happdrætti DAS: • • 011 árin skemmtileg - segir Guðmunda Pétursdóttir, umboðsmaður happdrættisins í 33 ár „ÁRIN voru öll hvert, öðru skemmtilegra, bétra og ánægju- legra,“ sagði Guðmunda Pétursdóttir, en hún hefur verið um- boðsmaður Happdrættis DAS á Akureyri í 33 ár. Hún lætur nú af störfum, en slysavarnádeildirnar á Akureyri taka við umboð- mu. „Þetta var gott og ánægjulegt starf og ég eignaðist marga vini, ég er afar þakklát öllum mínum viðskiptavinum, sem ég átti við gott samstarf árum saman, svo aldrei bar skugga á. Þá var líka ánægjulegt að starfa með þeim Kristjáni Aðalsteinssyni og Björgu dóttur hans, sem voru með umboð fyrir. SÍBS, en þessi tvö happdrætti voru í sama hús- næði til ijölda ára,“ sagði Guðmunda. Sigurður Ágúst Sigurðsson, framkvæmdastjóri Happdrættis DAS, þakkaði Guðmundu fyrir störf hennar í þágu happdrættis- ins og óskaði henni velfarnaðar jafnframt því sem hann bauð nýja samstarfsaðila velkomna til starfa. Deildir Slysavarnafélags ís- lands á Akureyri, Kvennadeild og Sjóbjörgunarsveit hafa nú tek- ið við umboðinu og hefur það flutt starfsemi sína á Strandgötu 11. Deildirnar eru nú að ráðast í húsbyggingu í uppfyllingunni við í tónmennt .s' JÓN Hrólfur Sigurjónsson flytur opinberan fyrirlestur í Háskólan- um á Akureyri nk. laugardag, 25. apríl, kl. 13.15, en hann fjallar um tónmenntakennslu, stöðu hennar í skólakerfinu, eðli og framtíð Fyrirlestur Jóns Hrólfs heitir „Tónlist: nám - kennsla" og þar veltir hann m.a. fyrir sér spurning- um eins og þeim hvernig réttast sé að mennta fólk fyrir framtíðina, hvort tónlistarkennsla sé í samræmi við veruleikann, til hvers kennd sé tónfræði og tónheym, hvað tón- menntakennarar þurfi að kunna og geta og hvort börn nú á dögum læri að vinna með hljóð eins og leir 'og liti. Jón Hrólfur lauk doktorsprófi í tónmenntakennslu frá Háskólanum í Illinois árið 1990 og starfar nú m.a. við tónmenntakennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík. F’yrir- lesturinn verður fluttur í húsi Há- skólans við Þingvallastræti og er öllum opin á meðan húsrúm leyfir. (Fréttatilkynning) Gunnlaugur Garðarsson sókn- arprestur í Glerárkirkju flytur fyrirlestur á fundi Samtaka um sorg og sorgarviðbrögð sem haldinn verður í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. apríl, kl. 20.30. Sr. Gunnlaugur mun fjalla um efnið lífssýn og sorg í erindi sínu. Samtök um sorg og sorgarviðbrögð halda reglulega fundi hálfsmánað- arlega í Safnaðarheimilinu og er að jafnaði flutt erindi á öðrum hvor- um fundi. '0 0 Morgunblaðið/Rúnar Þór Ásgerður Agústsdóttir, starfsmaður Happdrættis DAS á Akur- eyri, Bergljót Jónsdóttir, formaður Kvennadeildar Slysavarnafé- lagsins, Agnar Daníelsson, formaður Sjóbjörgunarsveitar, Svala Halldórsdóttir, fráfarandi formaður, Guðmunda Pétursdóttir, fráfarandi umboðsmaður DAS á Akureyri, og Sigurður Ágúst Sigurðsson framkvæmdasljóri. Strandgötu, þar sem rísa á hús næði undir tæki í eigu þess. til afnota fyrir félagið, þar verður Reiknað er með að framkvæmdir m.a. félagsaðstaða og einnig hús- hefjist í vor. Dalbær: Matareitr- un olli hóp- sýkingn Þrotabú Arvers á Arskógsströnd: Tæplega 190 millj. kr. kröfum lýst í þrotabú verksmiðjunnar Eignirnar verða seldar á nauðungaruppboði í haust LÝSTAR kröfur í þrotabú rækju- vetksmiðjunnar Árvers hf. á Ár- skógsströnd nema tæpum 190 milljónum króna, en alls var lýst 61 kröfu í þrotabúið. Stærsti kröfuhafi í búið er Landsbanki Islands sem Iýsti kröfum að upp- hæð tæpar 90 milljónir króna í búið. Þetta kom fram á skipta- fundi sem haldinn var í gær, en á fundinum var ákveðið að selja eignir þrotabúsins á uppboði. Arnar Sigfússon bústjóri þrota- búsins sagði að á fundinum hefði verið samþykkt, í Ijósi þess að ekki hefði tekist að selja eignir búsins á fijálsum markaði, að setja þær í uppboðsmeðferð og myndi hann því óska eftir því að eignirnar yrðu auglýstar til sölu á nauðungarupp- boði. Slík sala myndi þó ekki fara fram fyrr en næsta haust. Söltunar- félag Dalvíkur tók rekstur rækju- verksmiðjunnar til leigu fyrir nokkru og gildi sá samningur fram í miðjan september. Alls var lýst 61 kröfu í búið, samtals að upphæð.um 190 milljón- ir króna. Forgangskröfur eru 6,3 milljónir króna, veðkröfur eru að upphæð um 145 milljónir og al- mennar kröfur um 35 milljónir króna. Eignir búsins eru nýlegt verksmiðjuhús, vélar og tæki auk nokkurs magns af óseldum afurð- um. Brunabótamat fasteigna og véla er um 126 milljónir króna. Stærsti kröfuhafi í búið er Lands- banki íslands sem lýsti tæplega 90 milljóna króna kröfum í búið, Byggðastofnun lýsti um 32 milljón- um króna og Fiskveiðasjóður um 15 milljónum króna. ♦ ♦ ♦--------

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.