Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.04.1992, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 1992 Sönghátíð í Kópavogi SÖNGHÁTÍÐ í tilefni „Árs söngsins" og sumarkomunnar verður haldin í Kópavogi, íþróttahúsinu Digranesi í dag, á sumardaginn fyrsta. Hátíðahöldin hefjast með skrúð- göngu frá Menntaskólanum klukk- an 13,30. Skólahljómsveit Kópa- vogs leikur fyrir göngunni og skát- ar sjá um fánaborg. Sönghátíðin hefst síðan klukkan 14 og munu 500 böm úr leikskólum, skóladag- heimilum og grunnskólum Kópa- p/ogs syngja og leika. Ljóð Halldórs Laxness munu skipa sérstakan sess í söngnum, þar sem hann er níræð- ur sama dag. Nemendur úr Tón- skóla Kópavogs munu leika undir fjöldasöng og er þess vænst að Kópavogsbúar fjölmenni og taki hressilega undir. ----» ♦ ♦---- Þjóðarráð Bahá’ía á íslandi: Hátíðardag- ^krá í tilefni 20 ára afmælis HALDIN verður hátíðardagskrá í Álfabakka 12 (2. hæð) í Mjódd laugardaginn 25. apríl í tilefni af 20 ára afmælis Andlegs þjóð- arráðs Bahá’ía á íslandi. Dag- skráin hefst kl. 16.00. Hátíðardagskráin er þáttur í ár- legu landsþingi Bahá’ía en að þessu sinni sitja 19 fulltrúar frá 12 kosn- ■"mgasvæðum af landinu þingið auk fjölda gesta. Eitt af verkefnum full- trúanna er að kjósa nýtt Þjóðarráð en kosningin fer fram um morgun- in. Dr. Halldór Þorgeirsson ritari þjóðarráðsins mun rekja 20 ára sögu Þjóðarráðsins en hann verður fulltrúi Bahá’ía á umhverfis- og þróunarráðstefnunni sem haldinn verður í Ríó í Brasilíu. Silkiprentaðir límmiðar AUGLYSINGAR - SKILTAGERÐ SILKIPRENTUN SKEIFUNNI 3c- 108 REYKJAVlK SlMI: 68 00 20 - FAX: 68 00 21 Kór Átthagafélags Strandamanna á tónleikum 1991. Strandamenn í Reykjavík fagna sumn KÓR Átthagafélags Stranda- manna fagnar sumri og heldur tónleika á laugardag, 25. apríl í Breiðholtskirkju í Mjódd. Tón- leikamir hefjast klukkan 17. Á efnissrká eru innlend og er- lend sönglög, en einnig mun Hanna Björk Guðjónsdóttir syngja einsöng með kórnum. Stjómandi er Erla Þórólfsdóttir og undirleik annast Pavel Smid. Um kvöldið verður vorfagnaður Átthagafélagsins í Domus Medica og hefst hann klukkan 22. Þar mun hljómsveitin Strandaglóp- arnir, skipuð Strandamönnum leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Skákmót á Akureyri og í Hafn- arfirði SKÁKFÉLAG Akureyrar gengst fyrir helgarskákmóti frá 23.-26. apríl nk. í félags- heimilinu við Þingvallastræti 18. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad-kerfi og öllum er heimil þátttaka. Helgaratskákmót í Hafnarfirði Dagana 24.-25. apríl gangast Skákfélag Hafnarfjarðar og Tafl- félagið Hellir fyrir atskákmóti í húsnæði Skákfélags Hafnarfjarð- ar, Tómstundaheimilinu á horni Suðurgötu og Lækjargötu (bak við Hafnarfjarðarkirkju). Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad- kerfi, og umhugsunartími er 'h klst. á mann á skákina. Mótið hefst kl. 20 föstudaginn 24. april og er öllum heimil þátttaka og innritun er á skákstað. Verðlaun verða: Fyrstu 20.000 kr., önnur 12.000 kr. og þriðju 8.000 kr. Hrossaræktarsamband Vesturlands: 11 hestar verða í notkun í sumar Ellefu stóðhestar standa Vestlendingum til boða hjá Hrossaræktar- sambandi Vestlendinga í sumar. Allir hafa hestamir hlotið fyrstu verðlaun að tveimur fjögurra vetra folum undanskildum. Efstur á blaði er heiðursverð- launahesturinn Ófeigur 818 frá Hvanneyri en hann verður í hús- notkun að Skarði í Lundarreykjad- al, fyrra gangmál í Skáney í Reyk- holtsdal og seinna gangmál að Fellsöxl í Skilamannahreppi. Kol- fínnur 1020 frá Kjamholtum verður í húsnotkun í Stykkishólmi og fyrra gangmál að Fellsöxl. Geysir frá Gerðum verður fyrra gangmál að Fellsöxl og Goði frá Sauðárkóki fyrra gangmál að Hólslandi á Snæ- fellsnesi og seinna gangmál í Strandasýslu. Viðar 979 frá Viðvík verður í húsnotkun í Nýjabæ í Andakíl, fyrra gangmál í Lundi í Lundareykjadal og seinna gangmál F OKEYPIS HEIMSENDINGAR- ÞJÓNUSTA FRÁ KLUKKAN 11:30 TIL 23:00 ALLA DAGA BRAGAGATA 38A í Reykholtsdal. Dagur frá Kjarn- holtum verður fyrra gangmál á Sámsstöðum á Hvítársíðu og seinna gangmál í Fellsöxl. Stjarni frá Mel- um verður seinna gangmál í Hraun- hreppi. Hósías frá Kvíabekk verður fyrra gangmál í Stafholtstungum og Dugur frá Mosfellsbæ sem er fjögurra vetra verður fyrra gang- mál á Hvítárvöllum í Andakíl og Fengur frá Stokkseyri sem einnig er fjögurra vetra verður fyrra gang- mál Reykholtsdal. Þá er ótalinn Blakkur 977 frá Reykjum en hann verður í Hallkels- staðahlíð á Snæfellsnesi í húsnotk- un en á félagssvæði Dreyra á Akra- nesi fyrra gangmál og seinna gang- mál í Bjarnarhöfn. Stefnt verður að afkvæmasýningu á Blakki á fjórðungsmótinu á Kaldármeluin í sumar en hann fótbrotnaði sem kunnugt er fyrir tveimur árum en meðferðin hefur tekist það vel að hann er vel fullfær um að gagnast hryssum þótt ekki sé hann nothæf- ur til reiðar. --— ">»r..•>..: .... ..A.V..Í6 Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Blakkur 977 frá Reykjum verður væntanlega sýndur með afkvæmum á fjórðungsmótinu á Kaldármelum ef hann nær tilskilinni kynbótaein- kunn samkvæmt BLUP-kerfinu. Knapi er Sigvaldi Ægisson. Tveir stóðhestar sem Hrossa- ræktarsambandið á sameiginlega með Húnvetningum og Skagfírð- ingum þeir Goði frá Sauðárkróki og Þengill frá Hólum verða sýndir sem einstaklingar að því tilskyldu að þeir nái lágmarkseinkunn en sá þriðji sem þessi aðilar eiga saman, Stígandi frá Sauðárkróki, mun ekki koma fram á fjórðungsmótinu. Að sögn Guðmundar Sigurðssonar for- manns Hrossaræktarsambands Vesturlands lögðust Skagfírðingar eindregið gegn því að hann yrði sýndur þar sem þeir vildu ekki missa hann úr húsnotkun. Taldi Guðmundur líklegt að hann kæmi þess í stað fram á fjórðungsmóti Norðlendinga 1993 eða jafnvel að hann yrði sýndur með afkvæmum á Landsmótinu 1994. Benti Guð- mundur á að mjög líklega kæmu fram í forskoðun í vor afkvæmi undan honum og vænti hann þess að eitthvað af þeim kæmist inn á mótið í sumar. V elfer ðarkerfið - nútíð - framtíð „Velferðarkerfið — nútíð - fram- tíð“ er yfirskrift opinnar ráð- stefnu sem Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands stendur fyrir laugardaginn 25. apríl á Hótel Loftleiðum. Dagskráin hefst kl. 13.00 með setningarræðu Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra. Að því loknu munu Sigurður Snævarr hag- fræðingur, Þorkell Helgason að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra, Bragi Guðbrandsson aðstoðarmað- ur félagsmálaráðherra og Jón Torfi Jónasson dósent við H.í. hafa fram- sögu um ólík svið velferðarkerfis- ins. Fundarstjóri verður Valgerður Gunnarsdóttir sjúkraþjálfari og varaþingmaður Alþýðuflokksins, sem mun gefa ráðstefnugestum kost á að taka þátt í umræðum. -----»--♦.♦---- Fundur um loftræsikerfi FRÆÐSLUFUNDUR Lagnafélags íslands um loftræsikerfi, sem frétt var um í Morgunblaðinu í gær, verð- ur haldinn á morgun, föstudag eins og raunar kom fram í blaðinu í gær. Fundurinn verður haldinn á Hótel Loftleiðum og hefst klukkan 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.