Morgunblaðið - 23.04.1992, Side 38

Morgunblaðið - 23.04.1992, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 SUMARKOMA Gúrkur og tómatar Skyldi sumarið vera komið? Þulur tilkynnti eins stigs frost kl. 6 að morgni 14. apríl. En hvað skyldi skordýrinu, sem stakk mig í legginn á göngu minni áðan, finnast eða var það bara reiði yfir kuldanum, sem réð þessari vonsku þess. En fallegt er veðrið og sumarið hlýtur að vera á næsta leiti — bara rúm vika í sumardag- inn fyrsta. Ég vakna á hvetjum morgni við þrastarsöng, þeir ætla að byrja snemma á hreiðurgerðinni núna, ætla líklega að koma sér upp tveimur ungahópum þetta sumarið. Jörð er líka löngu orðin frostlaus og nóg um ánamaðka og flugur og köngulær komnar á kreik. í gær, pálmasunnudag, heyrði ég í lóunni niðri á Garðatúni um það leyti, sem seinni ferming dagsins fór fram og lét sá söngur blítt í eyrum. Öðru vísi er gargið í hett- umávunum, sem farið er að heyrast í á Garðaholti, en á þeim fugli hefí ég illar bifur eftir að hafa iðulega í fyrrasumar horft á hann laumast í kríuvarpið og grípa kríuunga í gogginn. Krían er væntanlega lögð af stað yfir hafið. í stórmarkaðinum glömpuðu fallega rauðir íslenskir tómatar og þarna voru grænar íslenskar gúrkur við hlið þeirra. En þessar tvær grænmetistegundir eru líka sumarboðar í mínum huga. Ég las í Morgganum áðan að íslensk papríka væri að koma. Ég skellti nokkrum tómötum í poka og byrjaði strax að bíta í einn á leiðinni heim. Og nú verður grænmet- isdiskur fullur af vítamíni á borðum hjá mér á hverjum degi. Meðan ég gæði mér á þessu holla ljúfmeti horfi ég á Snæfellsjökul snjóhvítan gegnum ólaufgað birkið. — Gleðilegt Einn fagran tnorgun vors það vat ég vatt mér upp í hlíð. 0g sá í blíðu sólskins þar, hvað sveit var orðin frið. Stg,r. Th. Tómat/gúrkusalat 'h meðalstór gúrka 8 litlir tómatar 1 dós sýrður ijómi 3 msk. hrein jógúrt 1 msk. sítrónusafi salt milli fingurgómanna nýmalaður pipar 1 msk. klipptur graslaukur 1. Skerið gúrkuna í sneiðar með osta- skera, skerið tómatana í báta. Setjið í ískál. 2. Setjið sýrðan ijóma, jógúrt og sítr- ónusafa í aðra skál. Setjið salt og pipar útí. Hrærið saman. Blandið lauslega sam- an við grænmetið. 3. Klippið graslauk og stráið yfir. Athugið: Graslaukur er kominn vel á kreik, en hann fæst líka í smápottum í verslunum. Þeir sem vilja geta notað aðra tegund af jógúrt í stað hreinnar. Þá verður sós- an sætari. Tómatar með mozzarella-osti 5 stórir tómatar 150 g mozzarelle-ostur 1 lítill salatlaukur (hvítur mildur) ‘A dl matarolía nýmalaður pipar 12 græn eða blá vínber 1. Skerið tómatana í sneiðar, skerið ostinn í þunnar sneiðar. Afhýðið laukinn og skerið í sneiðar, takið síðan sundur í hringi. 2. Raðið tómötum og osti á víxl á fat, raðið laukhringjum yfir. Hellið matarolíu yfír. Malið síðan pipar yfir. 3. Skerið vínberin í tvennt, takið úr þeim steinana. Stráið síðan yfir. Gúrkusalat 1 meðalstór gúrka ‘A dl matarolía safi úr 'h sítrónu 2 tsk. hunang 2 msk. shoya-sósa 1 msk. rósapipar (rauður pipar) 1. Afhýðið gúrkuna, skerið hana síðan í stafi. Setjið í skál. 2. Setjið matarolíu, sítrónusafa, hun- ang og shoya-sósu í hristiglas. Hristið saman, hellið síðan yfir. 3. Stráið rósapipar yfir. Athugið: Ef hunangið er mjög þykkt er betra að hita það áður en það er hrist saman við. Það má setja í örbylgjuofn. ÚTBOÐ Útboð Þrastarskógur og nágrenni Vil kaupa gott sumarbústaðaland. Upplýsingar í síma 671171 Tilboð óskast Óskum eftir tilboðum í málun utanhúss á húseigninni Framnesvegi 62,101 Reykjavík. a) Allir húsveggir að utan b) Þrjár útihurðir og bílskýlishurð Ps. Ekki þarf að rhála gluggakarma. Upplýsingar á staðnum í íbúðum nr. 201, 304, 404. Húsfélagið Framnesvegi 62. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Hitaveitu Reykjavíkur, óskar eftir tilboðum í verkið „Stýrihús á Hafnarfjarðar- og Kópa- vogsæð". Verkið felst í að byggja tvö hús úr stein- steypu annarsvegar á Hafnarfjarðaræð í Fífu- hvammi og hinsvegar við Kópavogsæð við Skemmuveg. Húsin eru 52 og 42 fm. í húsun- um skal setja upp pípulögn, stjórnloka o.fl. og tengja Hafnarfjarðar- og Kópavogsæð. Verkinu skal lokið 15. október 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudag- inn 12. maí 1992, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJ AVI KURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Félagsstofnun stúdenta óskar eftir tilboðum í byggingu fyrsta húss af ellefu sem ráðgert er að byggja á lóð Háskóla íslands við Eggertsgötu í Reykjavík. Um er að ræða 3ja hæða hús, liðlega 500 m2 að grunnfleti auk kjallara. Á 1. hæð verður leikskóli, en leiguíbúðir á 2. og 3. hæð. Húsinu skal skila tilbúnu undir tréverk og frágengnu að utan. Verki skal vera lokið eigi síðar en 1. nóvember 1992. Útboðsgögn verða afhent miðvikudaginn 22. apríl 1992 á skrifstofu Félagsstofnunar stúd- enta við Hringbraut, 2. hæð, gegn 8.000,- kr. óafturkræfu skilagjaldi. Tilboð verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. maí 1992 kl. 11.00. Bygginganefnd Féiagsstofnunar stúdenta. I.O.O.F. 1 = 1734248'/2 = 9.0.* I.O.O.F. 12 = 173424872 = Er- Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Fjölskylduskemmtun kl. 18.00. Allir hjartanlega velkomnir. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnirl Gleðilegt sumar. I kvöld kl. 20.30 hefjast fimmtu- dagssamkomur að nýju i Þríbúð- um, félagsmiðstöð Samhjálpar, Hverfisgötu 42. Mikill almennur söngur. Vitnis- burðir. Orð hefur Óli Ágústsson. Allir velkomnir. Samhjálp. §Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Sumarfagnaður í kvöld kl. 20.30. Veitingar og happdrætti. Ágóðinn rennur til trúboðs Mir- iams í Panama. Anna og Daníel Óskarsson stjórna og tala. Allir velkomnir. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvistin í kvöld, fimmtu- dagskvöldið 23. apríl. Byrjunn að spila kl. 20.30 (stundvíslega). Veriö öll velkomin og fjölmennið. Samvera fyrir fólk á öllum aldri annað kvöld í Suðurhólum 35. Bænastund kl. 20.05. Samveran hefst kl. 20.30. Séra Guðni Gunnarsson annast efni sam- verunnar. Eftir kaffihlé verður opinn deildarráðsfundur. Fólk er hvatt til að mæta. Allir velkomnir. Frá Guðspeki- félaginu Ingólfsstrntl 22. Áskrfftarsfml Ganglers er 39573. Annað kvöld, föstudaginn 24. april, kl. 21.00 flytur Einar Aðal- steinsson erindi: „Hverersinnar gæfu smiður" í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag er opið hús frá kl. 15.00 til kl. 17.00 með stuttri fræðslu og umræöum kl. 15.30 í umsjón Einars. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis. Stefánsmót í karla- og kvennaflokki verður haldið í Skálafelli sunnudaginn 26. apríl. Brautarskoðun hefst kl. 10.00. Fararstjórafundur verður föstudagskvöld kl. 20.30 í KR-heimilinu, Frostaskjóli. Stjórnin. Kaffisala Skógarmanna er í dag kl. 14.00-18.00 á Háa- leitisbraut 58-60. Skógarmanna- kvöldvaka kl. 20.30 á sama stað. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLOUGÖTU 3S11798 19533 Árbók 1992 er komin út! Árbók Ferðafélagsins 1992 er komin út. Aðalefni árbókarinnar er að vanda land- og leiðalýsing. Að þessu sinni er farið f eyði- byggðir norður í Suður-Þing- eyjarsýslu (sjá grein í Lesbók Mbl.) Félagar geta náð í bókina á skrifstofu FÍ. Árgjaldiö er kr. 3.000,- (bókin innifalin). Gerist félagar - árbækurnar eru ein besta islandslýsing sem völ er á. Ferðafélag Islands. 0 ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferð sumardaginn fyrsta, 23. aprfl Kl. 13.00: Eldvörp. Gangan hefst við Eldvörp, síðan gengið að útilegumannakofunum í Eld- varpahrauni, þaðan niður í Stað- arhverfi. Skemmtileg ganga um fjölbreytt hraun. Verð kr. 1.100/1.200,-. Sunnudaginn 26. apríl Kl. 10.30: Deildarháls-Selvogur. Kl. 13.00: Herdísarvík-Selvogur. Helgarferðir 1.-3. maf Öræfajökull. Skaftafell-Öræfa- sveit. Fimmvörðuhálsfrá Básum. Sjáumst! Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533 Dagsferðir Ferðafélagsins: 23. aprfl - kl. 13. Sumri fagnað á Keili Keilir er eitt mest áberandi fjall á Reykjanesskaga 379 m y.s., auðvelt uppgöngu og góður út- sýnisstaður. Verð kr. 1.100,-. 26. aprfl - kl. 13. Esja-vest- urbrúnir/R-1a og Kjalar- nestangar-Saurbær/R-1 b Fyrstu áfangar í raðgöngu til Borgarness og sú nýjung er tek- in upp að nú getur fólk valið um tvo kosti: a) fjallahring Hvalfjarð- ar og b) strönd og láglendi Hval- fjarðar. Gengið verður í 10 áföngum til Borgarness og þar lýkur göngunni 19. sept. Helgarferð til Þórsmerkur 1 .-3. mai. Brottför kl. 8.00 Gist í Skagfjörösskála og farnar gönguferðir með fararstjóra. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.