Morgunblaðið - 23.04.1992, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992
Minning:
Anna Bjamadóttir
frá ísafirði
Fædd 9. júlí 1899
Dáin 15. apríl 1992
Þegar hin mikla upprisuhátíð
kristinna manna var að ganga í
garð kvaddi mikil merkiskona
þennan heim. Með nokkrum fátæk-
legum orðum langar mig til þess
að minnast systur minnar, Önnu
Bjamadóttur. Hún fæddist í
■ Súgandafirði og bjó þar fyrstu
æviárin en ólst upp hjá föður sínum
og stjúpu í Hjarðardal í Önundar-
firði allt þar til hún giftist Ólafi
Jakobssyni, skósmið, sem varð lífs-
förunautur hennar. Þau Anna og
Ólafur bjuggu fyrst á Flateyri við
Önundarfjörð en flestir minnast
þeirra hjóna á hlýlegu heimili þeirra
við Urðarstíg 11 á Isafirði. Síðustu
æviárin bjó Anna á dvaiarheimilinu
Hlíf á ísafirði.
Ég tel mig varla halla á neinn
þó ég fullyrði að Anna systir mín
hafi verið ein kærleiksríkasta
manneskja sem ég hef kynnst. I
huga hennar er ekkert ilít til og
hún hafði þann fágæta eiginleika
að sjá alltaf björtu hliðar tilverunn-
ar og taka málstað þeirra sem
minna máttu sín. Því kynntist ég
sannarlega þegar ég var lítil stúlka.
Betri systur hefði enginn getað
óskað sér. Anna systir mín var ein-
staklega vel gerð manneskja. Hún
var alla tíð mjög trúuð og kvaddi
aldrei neinn án þess að biðja honum
guðsblessunar. Hún var ákaflega
sviphrein og falleg kona sem hélt
reisn sinni og glæsileika allt fram
til síðasta dags. Þrátt fyrir litla
<skólagöngn var hún góðum gáfum
gædd og víðlesin og auk þess vel
hagmælt.
Þau Ólafur og Anna voru mjög
samrýnd hjón sem ólu bömin sín
upp við kærleika og hlýju. Þeir eig-
inleikar hafa án efa skilað sér enda
eru bömin þeirra og allir afkom-
endur, hið mesta mannkostafólk
sem öll hafa komist til mennta og
spjarað sig vel í lífínu.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég Önnu systur mína með
virðingu og þökk fyrir að hafa
miðlað mér af lífssýn sinni og
mannkærleika. Guð blessi minn-
ingu systur minnar.
Bergljót Bjarnadóttir.
Miðvikudaginn 22. þ.m. var borin
til hinstu hvílu tengdamóðir mín,
Anna F. Bjamadóttir, sem lést á
Fjórðungssjúkrahúsinu á ísafírði
15. þ.m. eftir stutta sjúkdómslegu.
Anna Filippía Bjamadóttir, en
svo hét hún fullu nafni, fæddist á
Norðureyri við Súgandafjörð 9. júlí
1899. Hún var annað bam Guð-
bjargar Sigurðardóttur og Bjama
Jónatanssonar, en þau slitu síðar
samvistir. Tveggja vikna gamalli
var henni komið fyrir í fóstur til
Stefaníu Friðbertsdóttur og Guð-
mundar Guðmundssonar í Vatna-
dal. Áttu þau hjón 17 böm. Þar var
hún til fjögurra ára aldurs er hún
fer aftur til foður síns sem þá var
kvæntur Stefaníu Amgrímsdóttur.
Bjuggu þau fyrst um sinn í Hjarð-
ardal og síðar á Þórustöðum í Ön-
undarfírði. Mikil fátækt og bama-
- mergð var ríkjandi á þessum ámm
og þurfti Anna því snemma að taka
til hendinni í lífsbaráttunni. Níu ára
að aldri var hún send í vist til hjóna
á Flateyri sem ráku gistihús og
fékk að launum fæði og húsnæði
gegn því að sinna húsverkum sam-
hliða námi. Anna var samt langt í
frá döpur er hún minntist þessara
ára, sagðist alltaf hafa verið lánsöm
í lífínu og verið hjá góðu fólki. Ell-
efu ára gömul fer hún að nýju í
vist til hjóna á ísafírði. Ég minnist
þess er hún sagði svo frá komu sinni
þangað að henni hafí orðið starsýnt
á mynd sem þar hékk á vegg eftir
Lárus Thorarensen þar sem eftir-
farandi ljóð var áletrað:
Ég tel mig vera tárið smátt
í tilverunnar undrahyl
en lífið er bæði sorg og sæid
en samt er gott að vera til.
Fannst Önnu sem þessi orð væru
töluð frá hennar hjarta. Ljóð voru
henni alla tíð ákaflega hjartfólgin
og var hennar uppáhaldsskáld Dav-
íð Stefánsson.
Árið 1918 kynntist Anna eigin-
manni sínum, Olafí Jakobssyni skó-
smið, og gengu þau í hjónaband
6. september 1919. Ólafur dó árið
1963, 70 ára að aldri. Þau eignuð-
ust níu börn: Andvana dóttur 8.
október 1918; Bjarney, fædd 20.
október 1923, var gift Guðmundi
Sveinssyni frá Góustöðum sem lést
Á morgun, 24. apríl, kveðjum
við aldna heiðurskonu, Rebekku
Þiðriksdóttur, sem fædd var 27.
október 1890 og hefði hún því orð-
ið 102 ára á þessu ári.
Rebekka var fædd að Hurðar-
baki í Hálsasveit í Borgarfírði, en
ólst upp á Rauðsgili í sömu sveit,
hjá hjónunum Helga Sigurðssyni
og Pálínu Pálsdóttur. Foreldrar
Rebekku voru Þiðrik Þorsteinsson
og Guðrún Sigurðardóttir, en Guð-
rún var systir Helga fósturföður
Rebekku. Uppeldisbróðir og náf-
rændi Rebekku var hinn þjóðkunni
Islendingur, Jón _ Helgason skáld
og prófessor við Ámasafn í Kaup-
mannahöfn. Mjög kært var alla tíð
með þeim frændsystkinum. Re-
bekka var mjög góðum gáfum
gædd og tvítug að aldri braust hún
til mennta og sótti nám sitt í Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði. Seinna
sótti hún námskeið í Kennaraskól-
anum í Reykjavík.
Þar með voru örlög Rebekku
ráðin. Hún réðst sem farkennari
vestur í Ketildali í Amarfirði. Þar
kynntist hún manni sínum, Magn-
úsi G. Magnússyni og hóf þau
búskap í Feitsdal í Ketildölum.
Rebekka og Magnús eignuðust 6
böm og fæddust þau öll í Feits-
dal, Ingibjörg, Páll, Helgi, Magn-
ús, Svanlaug og Skúli. Fimm þeirra
lifa móður sína en Helgi lést af
slysförum langt um aldur fram.
Varð hann móður sinni og syskin-
um mikill harmdauði, en faðir hans
hafði látist tveimur áram áður.
Helgi var hvers manns hugljúfi og
öllum harmdauði.
Eftir nokkurra ára búskap í
Feitsdal fluttust þau hjónin með
Fæddur 8. september 1921
Dáinn 11. apríl 1992
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinimir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guð sé lof fyrir liðna tíð.
1987; Guðbjörg, fædd 18. ágúst
1927, gift Gísla Guðbrandssyni;
Dagrún, fædd 6. nóvember 1929;
Guðrún, fædd 3. febrúar 1932, gift
böm sín til Reykjarfjarðar í Suður-
fjörðum í Arnarfirði, þar sem þau
bjuggu í ellefu ár. Þá fluttust þau
til Bíldudals, þar sem Magnús
stundaði almenna verkamanna-
vinnu meðan heilsa hans leyfði, en
Rebekka tók að sér kennslu yngri
bama sem voru að feta fyrstu spor-
in á þekkingarbrautinni. Hún hafði
einstaka hæfíleika til kennslu sem
skilaði sér vel til þeirra sem nutu
tilsagnar hennar. Hún tók ást-
fóstri við börnin og þau við hana.
Tryggð þeirra við hana kom best
í ljós er þau fengu námsvitnisburð
úr skólanum. Þá fóra þau gjarnan
til Rebekku til að sýna henni
árangurinn.
Rebekka var mikil félagskona
og starfaði lengi í kvenfélaginu
Framsókn á Bíldudal. Hún sat í
stjóm þess félags um árabil sem
ritari og var unun að hlýða á hana
lesa upp fundargerðir á fundum,
svo vel vora þær ritaðar og flutt-
ar. íslenskan, bæði töluð og rituð,
var henni afar hugleikin og talaði
hún og ritaði mjög gott mál. Re-
bekka ritstýrði einnig blaði kven-
félagsins Framsóknar, Vetrar-
brautinni, og era þar margar ómet-
anlegar perlur eftir hana. Kven-
félagskonur allar bára mikinn hlý-
hug til Rebekku og minntust henn-
ar gjaman á merkum tímamótum
í lífi hennar. Ber það vitni vinsæld-
um hennar að þær gerðu hana að
heiðursfélaga félagsins. Einnig
starfaði Rebekka í kvennadeild
Slysavarnafélags íslands á Bíldu-
dal um árabil.
Rebekka var ekki hávaxin kona,
en svo mikill var persónuleiki henn-
ar, að hún vakti alltaf athygli hver
sem hún var. Hún var létt í spori
og létt í lund og sérstök reisn var
alltaf yfír þessari elskulegu konu.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Sb. 1886 - V. Briem)
Kristjana Ellertsdóttir.
Magnúsi Jóhannessyni; Arndís,
fædd 7. júní_1933, gift undirrituð-
um; Anna Ólafía, fædd 20. maí
1935, dáin 11. janúar 1956; Jakob,
fæddur 19. febrúar 1937, kvæntur
Pálínu Adolfsdóttur; Fjóla, fædd 9.
júlí 1941, sambýlismaður hennar
er Þorsteinn Eggertsson. Auk þess
ólu þau upp dótturdóttur sína,
Steinunni Kjartansdóttur, dóttur
Dagrúnar og Kjartans Ólafssonar,
fædd 9. janúar 1950. Sambýlismað-
ur Steinunnar er Friðrik Friðriks-
son.
Anna og Ólafur bjuggu fyrstu
hjúskaparárin á Flateyri. Síðar
fluttust þau til ísafjarðar þar sem
þau bjuggu á ýmsum stöðum, lengst
af á Urðarvegi 11. Þar komu þau
upp börnum sínum til manns í
þröngum húsakynnum sem þó kom
ekki að sök því glaðværð, hlýja og
ótakmarkað hjartarými var til stað-
ar á þeim bæ.
Anna var góðum eiginleikum
gædd, vel gefin, jákvæð, geðgóð
og nægjusöm. Þá var hún mjög trú-
uð og veitti trúin á Guð henni ómet-
anlegan styrk í lífinu. Hún bjó yfír
Eftir að Rebekka varð ekkja
hélt hún heimili með Páli syni sín-
um, á Bíldudal. Árið 1969, þá nær
áttræð, hætti hún að halda heimili
vestra og fluttist til eldri dóttur
sinnar, Ingibjargar og hennar
manns, sem búsett era í Borgar-
nesi. Þar átti hún skjól í full sautj-
án ár og naut þar ástúðar og
umhyggju. Síðan fluttist hún til
Reykjavíkur og dvaldi hjá Svan-
laugu dóttur sinni og hennar
manni. Hjá þeim naut hún alls hins
besta, þar til hún lést á hjúkrunar-
heimilinu Skjóli í Reykjavík, hinn
11. apríl sl.
Við sem þessi fátæklegu kveðju-
orð ritum, voram svo lánsöm að
vera vináttu hennar aðnjótandi.
Það gerir alla að betri manneskjum
að hafa umgengist og átt slíka
vinkonu sem þessa öldnu heiðurs-
konu, sem nú hefur kvatt þetta líf
eftir langan vinnudag. Við erum
þess fullviss að hennar heimkoma
hefur verið góð. Hafi hún kæra
þökk fyrir einlæga vináttu og
tryggð í gegnum árin. Minningin
um hana mun lifa meðal okkar.
Með þessum orðum vóttum við
börnum hennar og öðrum aðstand-
endum innilega samúð. í Guðs
friði.
Fríða Pétursdóttir,
Brynjólfur Eiríksson og
Sigríður Pálsdóttir frá
Bíldudal.
Hinn 11. apríl síðastliðinn lést
Rebekka Þiðriksdóttir á vistheimil-
inu Skjóli, en þar dvaldi hún síð-
ustu mánuðina. Átti annars heimili
síðustu sex árin hjá Svanlaugu
dóttur sinni og manni hennar, Guð-
jóni Ásgrímssyni, við frábæra
umönnun, sem ekki verður full-
þökkuð. Síðustu misserin var svo
sem hún væri að nokkru tveggja
heima, væri að smáflytja. Samt
slitnaði hún aldrei úr tengslum við
sín áhugamál, fór enn með löng
kvæði hárrétt og svaraði gjarnan
með vísum, sem féllu að umræðu-
efninu. Þó vakti mér það meiri
furðu, að enn bætti hún í sjóðinn.
Á hundrað ára afmælinu heimsótti
hana góður vinur, Jóhannes Benj-
Minning:
Rebekka Þiðriks-
dóttir frá Rauðsgili
Fædd 27. október 1890
Dáin 11. apríl 1992
Einar Hálfdán Krist
jánsson - Kveðja
miklum kærleik sem hún miðlaði
öðrum með hjálp trúarinnar. Mál-
tækið segir: „Þótt Guð gefí byrinn
verð ég að draga upp seglin." Eftir
þessum heilræðum tókst henni að
lifa og gætum við sem yngri erum
dregið mikinn lærdóm af því hvern-
ig henni tókst að mæta aðsteðjandi
erfíðleikum og mótlæti í lífinu.
Anna flutti í íbúðir aldraðra á
ísafirði að Hlíf II. árið 1987. Þar
bjó hún síðustu æviárin við góðan
aðbúnað. Ég átti því láni að fagna
að kynnast dóttur hennar, Arndísi,
árið 1953 og í framhaldi af því
þeim Önnu og Ólafí. Samband mitt
við þau var alla tíð eins og best var
á kosið og bar þar aldrei skugga
á. Á þessari stundu er mér efst í
huga þakklæti til tengdamóður
minnar fyrir allar samverustundirn-
ar sem hún hefur veitt mér og fjöl-
skyldu minni. Þær stundir era
ógleymanlegar og dýrmætar okkur
öllum sem eftir lifa og geyma munu
minningu hennar.
Fari hún í Guðs friði.
Sigurður Th. Ingvarsson.
amínsson, og færði henni ljóð, sem
henni voru lesin nokkur skipti. Svo
lauk, að mamma kunni ljóðið og
furðaði okkur stórlega. Þá var hún
enn fljót að bregða við og leiðrétta
ef viðstaddir létu sér um munn
fara orð, sem hún taldi ekki vera
„rétta“ íslensku. Málið stóð henni
alltaf hjarta nær.
Átthagatryggð var sterkur þátt-
ur. Árin, sem hún dvaldi hér í Borg-
arnesi fór hún iðulega með okkur
í lengri eða skemmri ökuferðir um
fagran Borgarfjörðinn, stundum
stefndum við fram til dala, æsku-
stöðva hennar. Önnur skipti vestur
Mýrar. Yrði vesturleiðin fyrir valinu
spurði hún,,hvað við vildum þang-
að. í átt til Eiríksjökuls var hugur-
inn. Naut líka vel lengri ferða og
vildi þá fræðast um allt, sem fyrir
augu bar. Þessi ár var hún á níræð-
is- og tíðræðisaldri, en starfslöngun
enn rík og var stundum leitun að
verkefnum. Ég hafði beðið hana
þess lengstra orða að ryksuga ekki
stigann því ég óttaðist að hún dytti
við þá sýslan. Eitt sinn er ég kom
heim úr vinnunni og opnaði úti-
dyrnar mætti ég mömmu og ryk-
sugunni, sem ultu báðar niður stig-
ann. Mér brá í brún og hugsaði:
Nú hefur hún brotnað. Ónei, hún
stóð hvatlega upp eins og henni
var lagið og sagði: „Heldurðu, að
ryksugan hafí skemmst?"
Þessi árin voru hjá mér nokkur
forskólabörn til lestrarnáms. Sinnti
hún nokkrum þeirra með góðum
árangri.
Ekki skal því gleymt að minnast
með þakklæti, hve rækilega hún
fylgdist með námi okkar systkin-
ana, hlýddi okkur yfir lexíurnar og
veitti tilsögn. Aldrei var þó sleppt
niður verki. Ég man, að ég lærði
kvæðið „Fanna skautar faldi
háum“ úti í fjósi, eitt erindi á kvöldi,
meðan hún var að mjólka og ég
gaf kálfínum. Þá var hún hafsjór
af sögum og ævintýrum og nutum
við óspart af því. Held raunar, að
hún hafi búið til sumar sögurnar
þegar okkur fýsti nýrra ævintýra.
Seinna nutu barnabörn og barna-
barnabörnin ríkulega þessara fjöl-
breytilegu sagna.
Skömmu eftir að Ríkisútvarp var
sett á stofn hér á landi kom við-
tæki á æskuheimili mitt. Mér er til
efs, að útvarpið hafi átt nokkurn
betri né þakklátari hlustanda en
móðir mín var, svo fróðleiksfús sem
hún var, enda unnu við stofnunina
vel menntir afburðamenn.
Móðir mín mótaðist á fyrstu dög-
um ungmennafélagshreyfingarinn-
ar og að þeirri mótun bjó hún a'lla
tíð síðan. Hún var þeirri hugsjón
trú og vann henni eftir því sem
umhverfí og aðstæður leyfðu.
Nú er langri göngu lokið. Ég vil
leyfa mér að ljúka þessu með fjór-
um línum úr afmælisljóði Jóhannes-
ar Benjamínssonar.
Veit ég, að enn er áttin vís
efst í minningarsjóði
Eiríksjökull í austri skín
æskuvinurinn góði.
Ingibjörg Magnúsdóttir.