Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 44

Morgunblaðið - 23.04.1992, Page 44
44 rr~ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. APRIL 1992 fclk í fréttum Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Eitt atriði frá árshátíð yngri nemenda. Morgunblaðið/Ámi Helgason ARSHATIÐ Horft til vorsins og sólarinnar Grunnskólinn í Stykkishólmi hélt árshátíð fyrir nokkrum dög- um. Með því að skólinn er fjölmenn- ur þótti rétt að hafa árshátíðina í tvennu lagi og virtist gefast vel. Eldri deildir skólans voru með sína árshátíð á föstudagskvöld og var þar að venju margt til fróðleiks og skemmtunar, leikþættir, upplest- ur og söngur og þótti skemmtun og fróðleikur þessi hinn ákjósanleg- asti. Yngri deildir skólans voru síð- an á laugardegi kl. 3 og var þar eins og á hinni árshátíðinni hver bekkur með sín atriði með söng, hljóðfæraleik, sýningar o.fl. Kennarar stýrðu árshátíðinni ásamt skólastjóra og efni frá Tón- listas'kólanum var í höndum skóla- stjóra hans og kennara. Það er alltaf mikill svipur yfir þessum árshátíðum og vel sóttar af aðstandendum barna og ungl- inga. Með þeim er horft til vorsins og sólarinnar enda farið að líða á skóladaginn þegar þær eru haldnar. - Arni. ^m^m^mmmmmmmmmm^ KEFLAVIKURFLUGVOLLUR: Islenskir starfsmenn fengu viðurkenningfu NÝLEGA fengu um 300 ís- lenskir starfsmenn hjá vam- arliðinu á Keflavíkurflugvelli viðurkenningar fyrir árvekni í starfí fyrir eitt ár eða meira. og voru nokkir einstaklingar í hópn- um sem nú eiga tvo til þrjá tugi slysalausra ára að baki. Að sögn Magnúsar Guðmunds- sonar, forstöðumanns vinnueftir- lits vamarliðsins, hefur þessi at- höfn nú farið fram um nokkurra ára skeið. Hún hefði mælst vel fyrir og örvað menn til að halda árverkni og aðgæslu í starfí sínu. Það var yfirmaður flotastöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli, James I. Munsterman, sem afhenti hóp- um og einstaklingum viðurkenn- ingarskjöl og þar á meðal voru tveir bílstjórar, Pálmi Guðmunds- son og Maris Gíslason, sem hafa ekið fyrir varnarliðið í 35 ár án þess að hafa verið valdir af tjóni eða slysi. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Frá athöfninni á Keflavíkurflugvelli. Yfirmaður flotastöðvarinnar, James I. Munsterman, er lengst til vinstri, en Iengst til hægri er Magnús Guðmundsson, forstöðumaður vinnueftirlits varnarliðsins. A milli þeirra frá vinstri til hægri eru Theodór Þorvaldsson verk- stjóri, Terry Com öryggisfulltrúi og Guðfinnur Sigurvinsson, ör- yggisfulltrúi birgðadeildar, en þeir fengu viðurkenningar fyrir vel unnin störf á sviði öryggismála. Meira en þú geturímyndaó þér! Sigurvegararnir á skólaskákmótinu. SKOLASKAK Nemendur frá Hellu stóðu sig best Skólaskákmót Rangárvallasýslu fór fram í Héraðsbókasafni Rangæinga á Hvolsvelli sunnudag- inn 4. apríl sl. Alls kepptu 18 manns á mótinu, tv.eir frá hveijum skóla í sýslunni. Nemendur í Grunnskól- anum á Hellu stóðu sig best að þessu sinni og lentu í flestum verð- launasætum. Úrslit urðu þessi í flokki 13 ára og eldri: 1. sæti Björn Grétar Stef- ánsson, Grunnskólanum á Hellu, með 7 vinninga, 2. sæti Davíð Guð- jónsson, Grunnskólanum á Hellu, með 6 vinninga, 3. sæti Þorsteinn Magnússon, Skógaskóla, með 5 vinninga. í flokki 12 ára og yngri urðu úrslit þessi: 1. sæti Björgvin R. Helgason, Grunnskólanum á Hellu, með 7 vinninga, 2. sæti Birk- ir Jónsson, Hvolsskóla, með 5‘/2 vinning, 3 sæti Jóhann Jensson, Fljótshlíðarskóla, með 5 vinninga. Sigurvegarar á sýslumótum fara í kjördæmamót. Mótsstjóri var Ein- ar Magnússon kennari. Skáksam- band íslands sér um skipulagningu skólaskákmótanna. - SÓK Morgunblaðið/Ingibergur Jónasson Eldri borgarar létu ekki sitt eftir liggja í keppni við æskuna. GRINDAVIK Fjölskyldan í fyrirrúmi á knattspyrnudegi Knattspymudeild UMFG stóð fyrir knattspyrnudegi nýlega. Margt var til gamans gert sem ekki er gert dags daglega í knatt- spyrnu. 7. flokkur lék t.d. gegn mæðrum sínum, öfum og ömmum og voru sýnd góð tilþrif, feðgar léku knattþrautir. Þá kepptu feður gegn dætrum sínum úr 3. flokki en til að jafna leikinn voru þeir látnir leika í ullarsokkum. Margt fleira var á dagskrá og fjöldi manns kom í íþróttahúsið til að fylgjast með og hafði af deginum hina bestu skemmtun. - FÓ COSPER COSPER -Maðurinn minn gerir ekkert annað en hrista nefið, þegar ég , kem í heimsókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.