Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 5
MORqUNBLAQIÐ'gU^NUDAGU|l 17, MAÍ 1992 5 Skagaströnd: Síðasta sjóferðin Skagaströnd. ÞAÐ er óneitanlega dapurlegt þegar bátar í fullkomnu lagi eru tekn- ir og sagaðir niður til að rýma fyrir nýrri skipum. Það eru þó örlög margra skipa á Islandi í dag og virðist stundum sem skipin séu verðmætari til að saga þau niður heldur en til að róa á þeim til fiskjar. Arnarborg HU 11 sem er 71 tonns bátur fór sína síðustu sjóferð úr höfninni að sliþpnum 10. maí. Þar verður hirt af henni brúin og Kirkjubæjarklaustur: Fiskeldis- fræðingar útskrifast hún síðan söguð niður. Vélina og annað sem henni tiiheyrir á einnig að hirða en skrokkurinn verður sennilega brenndur á næstu ára- mótabrennu. Arnarborgin sem var í eigu Hólaness hf. var úrelt upp í nýjan rækjutogara, Guðmund Guð- jónsson BA 205 sem er í eigu Barð- strendinga hf. en þar er Hólanes hf. meðal hluthafa. Guðmundur Guðjónsson var keyptur 4'rá Græn- landi og er 230 tonn. Hann er gerð- ur út frá Skagaströnd og núverandi skipstjóri er Guðjón A. Kristinsson. - Ó.B. issmsíi Morgunblaðið/Ólafur Bernðdusson Síðasta sjóferð Arnarborgarinnar. Kirkjubæjarklaustri. FISKELDISBRAUT FSU var slit- ið við hátíðlega athöfn laugar- daginn 9. maí sl. Við deildina stunduðu nám í vetur 17 nemend- ur og af þeim útskrifuðust nú fimm. Kom fram í máli skólastjóra að eftir erfið ár í fiskeldi telja menn nú að botninum sé náð og aftur farið að glæðast atvinnan, enda nú orðið um fjölbreyttara eldi að ræða en áður var. Skólinn hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknum og verk- efnum tengdum fiskeldi og má þar m.a. nefna rannsóknarverkefni á ál í tengslum við atvinnumálanefnd Skaftárhrepps og Byggðastofnun. í máli útskriftarnema kom einnig fram bjartsýni varðandi atvinnu- veginn og allir fara þeir beint til starfa í greininni. Umsóknarfrestur um skólavist næsta vetur er til 1. júlí og hafa margar fyrirspurnir borist síðustu daga varðandi þetta nám. H.S.H. V estmannaeyjar: ísfélagið fær Coldwater- skjöldinn Vesjtmannaeyjum. ÍSFÉLAG Vestmannaeyja, elsta frystihús landsins, hlaut fyrir skömmu viðurkenningu frá Coldwater í Bandaríkjun- um fyrir frammúrskarandi gæðaframleiðslu fyrirtækis- ins á síðasta ári. . Coldwater heiðrar árlega þau fyrirtæki sem ná meira en 95% af framleiðslu sinni í gæð- aflokk. A síðasta ári voru gæði framleiðslu ísfélagsins ofan þessara marka og því hlaut fyrirtækið Coldwaterskjöldinn í viðurkenningarskyni. Páll Pétursson, gæðastjóri Coldwater í Bandaríkjunum, kom til Eyja og afhenti Isfélag- inu viðurkenninguna sem Guð- rún Agústsdóttir starfsmaður ísfélagsins tók við fyrir hönd fyrirtækisins. Grímur Hafnarfjörður: Vinnumiðlun EYFIRÐINGAR - SUÐURNESJAMENN NÝR OG GLÆSILEGUR MITSUBISHI NÝTT OG STEFNUMARKANDI ÚTLIT KYNNING UM HELGINA HJÁ HÖLDI AKUREYRI HJÁ BÍLANESI NJARÐVÍK > Meira innirými > Betri hljóðeinangrun > Aukinn öryggisbúnaður > > Aflmiklirhreyflar með rafstýrðri fjölinnsprautun > Styrktarbitar í hurðum > > Aukin þægindi > Enn betri aksturseiginleikar > / fyrir skólafólk VINNUMIÐLUN skólafólks í Hafnarfirði mun hefja starfsemi sína í félagsmiðstöðinni Vitanum nk. mánudag, 18. maí. Miðlunin * er ætluð skólafólki á aldrinum 16 til 25 ára. Þetta mun verða fjórða starfsárið sem nú fer í hönd. Síðastliðin ár hefur fjöldi hafnfirskra námsmanna fengið vinnu í gegnum þessa miðl- un. Fyrirtækjum í Hafnarfirði og víðar er bent á þessa þjónustu sem að sjálfsögðu er endurgjaldslaus. Opið er frá kl. 10 til 12 og 14 til 16. (Fréttatilkynning frá Æskulýðs- og tóm- stundaráöi Hafnarfjarðar.) DÆMIÐ SJÁLF AÐ LOKNUM REYNSLUAKSTRI Verð frá kr. 897.600 HVARFAKÚTUR MINNI MENGUN A MITSUBISHI MOTORS m HEKLA LAUGAVEG1174 SÍMI 695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.