Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLEIUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 Þing Landssambands iðnverkafólks: Nauðsynlegt að taka lí feyríssj óðakerfið til endurskoðunar Verkalýðshreyfingin þarf að vera vel á verði til að tryggja að mark- mið nýgerðra kjarasamninga um kaupmáttaraukningu til handa tekju- lágu fólki verði ekki að engu gerð, annað hvort með stefnu stjórn- valda eða öðrum þáttum í efnahags- og atvinnulífi, segir meðal annars í kjara- og atvinnumálaályktun þings Landssambands iðnverkafólks, sem haldið var i Borgarnesi fyrir skömmu. Auk ályktunar um kjara- og atvinnumál samþykkti þingið einnig ályktanir um málefni lífeyris- sjóða, heilsuvernd í fyrirtækjum, menntunarmál, jöfn laun, EES-samn- inginn, umhverfismál og velferðarmál. í ályktun um kjara- og atvinnu- mál segir ennfremur að ríkisstjórnin hafi verið óbilgjöm í garð launa- fólks, ekkert frumkvæði sýnt í kjara- málum og yfirlýsing hennar í tengsl- um við miðlunartillögu ríkissátta- semjara sé fremur rýr. Þó sé eftir- gjöf hennar á ýmsum sviðum mjög mikilvæg, eins og hvað varðar vexti í félagslega íbúðakerfinu, óskertan rétt til atvinnuleysisbóta og fæðing- arorlofs, ríkisábyrgð á iaunum og lífeyrisiðgjöldum og fleira. Þá er þeim tilmælum beint til stjórnvalda að þegar verði grípið ti! beinna að- gerða í atvinnumálum og er gerð sú krafa til atvinnurekenda að þeir noti það svigrúm sem stöðugleiki efna- hagslífsins hefur gefið þeim til at- vinnuuppbyggingar. í ályktun um lífeyrismál segir að nauðsynlegt sé að taka lífeyrissjóða- kerfíð til gagngerrar endurskoðunar. Það hafi lengi verið Ijóst að kerfi rúmlega 80 sjóða þar sem margir sjóðanna séu smáir og getulitlir sé afar óhagkvæmt. Hagur sjóðfélaga sé betur tryggður í stærri og öflugri sjóðum. Þá er þess krafíst að lífeyris- réttindi landsmanna verði jöfnuð og að fyrirliggjandi frumvarp um starf- semi lífeyrissjóðanna verði að lögum. Það sé óviðunandi að ekki sé til heild- stæð löggjöf um viðamesta trygging- arkerfí landsmanna að almanna- tryggingunum undanskyldum. For- tíðarvandi sjóðanna er gerður að umtalsefni. Vitað sé að margir sjóð- anna komi ekki til með að geta stað- ið við skuldbindingar sínar um lífeyrisgreiðslur í framtfðinni í sam- ræmi við það sem lofað sé. Að lokum segir: „10. þing Landssambands iðn- verkafólks leggur ríka áherslu á mikilvægi þessara mála og nauðsyn þess að niðurstaða náist í nærfellt tveggja áratuga umræðu um endur- skipulagningu lífeyrissjóðakerfísins. Verkalýðshreyfíngin getur ekki stað- ið að því að skylda verkafólk til að greiða í lífeyrissjóði, sem ekki fá ris- ið undir þeim lífeyrisloforðum sem þeir gefa.“ í ályktun um heilsuvernd í fyrir- tækjum er þeim tilmælum beint til Vinnueftirlits ríkisins að atvinnurek- endum verði gert skylt að fullnægja ákvæðum laga um heilsuvernd en samkvæmt þeim skal heilsuvemd starfsmanna falin heilsugæslustöð eða sjúkrahúsi. Vinnueftirlitinu beri að sjá svo um að samningar séu gerðir milli atvinnurekenda og heilsugæslustöðvar um heilsuvernd- ina og jafnframt er það skylda Vinnueftirlitsins að setja reglur um læknisskoðanir. Þá tekur þingið undir ályktun Al- þýðusambands Islands um að þjóðar- atkvæðagreiðsla fari fram um EES- samninginn og hvatt er til víðtækari kynningar á honum. Einnig telur þingið að verkalýðshreyfingunni sé nauðsynlegt að móta skýra stefnu í umhverfismálum og beinir því til ASI að efna til fræðslu- og kynningar- funda meðal verkafólks um umhverf- ismál með það að markmiði að móta stefnu verkalýðshreyfíngarinnar í þessum mikilvæga málaflokki. Eftirtalin voru kjörin í stjóm Landssambands iðnverkafólks næsta kjörtímabil: Guðmundur Þ. Jónsson, Reykjavík, formaður, Kristín Hjálm- arsdóttir, Akureyri, varaformaður, Hildur Kjartansdóttir, Reykjavík, rit- ari, og Sigurgeir Stefánsson, Húsa- vík, gjaldkeri. Morgunblaðið/Sverrir Keppendur í reiðhjólakeppninni, sem fór fram við Perluna 9. maí síðastliðinn. Svo sem vera ber báru allir keppendur öryggishjálma reiðhjólamanna, enda voru reiknuð refistig fyrir að bera ekki slíkan hjálm. 4400 böm í reiöhjólakeppni Endanleg úrslit fást er sigurvegarar riðla hittast í haust ÁRLEG reiðhjólakeppni grunnskóla fór fram við Perluna á vegum Umferðarráðs 9. maí og sigraði þar lið Grunnskólans í Grindavík, en númer tvö í keppninni varð lið Austurbæjarskóla. í þriðja sæti var svo Engidalsskóli. Alls tóku 35 skólar þátt í keppninni, þar af 15 skólar úr Reykjavík. Fjöldi keppenda var 140. Þetta var keppni fyrir riðil, sem nefndist Suður- og Suðvesturland, en í haust keppa síðan sigurvegarar í hveijum 5 riðla af landinu öllu saman og fæst þá niðurstaða í því, hveijir séu beztir reiðhjólamenn. Tilhögun keppninnar var breytt frá því sem áður hafði verið, þar sem um sveitakeppni var að ræða. í fyrstu voru keppendur fundnir frá hveijum skóla með því að láta nemendur 7. bekkjar gangast und- ir próf og gerðu það alls 4400 nemendur. Keppni fyrir Norðurland fór fram á Akureyri og fyrir Austur- land á Reyðarfírði 30. apríl. Keppnin á Vesturlandi var haidin í Borgarnesi 25. apríl, en keppni í Vestfjarðariðli hefur enn ekki verið dagsett. Þeir nemendur, sem sigruðu í Suðurlands og Suðvesturlandsriðl- inum voru Axel F. Sigursteinsson og Benný Ósk Jökulsdóttir, sem sáu um bóklega þáttinn og Birgir R. Jónsson og Óli Jón Kristinsson, sem sáu um góðaksturinn. Þau eru frá Grindavík. í öðru sæti varð Austurbæjarskóli, þar sem Hólm- fríður Steinþórsdóttir og Valgerð- ur Einarsdóttir sáu um bóklega þátt keppninnar, en Björn Krist- jánsson og Ingólfur Guðmundsson um góðaksturinn. í þriðja sæti varð svo Engidalsskóli, þar sem Anna Lind Kristjánsdóttir og Ragnar Pétursson sáu um bóklegt, en Jón Vignir og Eiríkur Ingvars- son um góðaksturinn. í Norðurlandsriðli urðu sigur- vegaraar Grunnskóli Sauðárkróks, í öðru sæti Síðuskóli á Akureyri og í hinu þriðja Oddeyrarskóli. Sig- urvegarar í þeim riðli heita: Bryn- hildur Stefánsdóttir, Dagur Þór Baldvinsson, Gunnar Páll Krist- jánsson og Kristín Rós Magnadótt- ir, öll frá Sauðárkróki. í Austurlandsriðli sigraði Eiða- skóli, í öðru sæti varð Egilsstaða- skóli og í hinu þriðja grunnskólinn á Seyðisfírði. í Vesturlandsriðli urðu úrslit þannig að grunnskóli Eyrarsveitar í Grundarfirði sigraði, en keppend- ur hans voru Heiðar Þór Bjarna- son, Vigdís Gunnarsdóttir, Sindri Sigurjónsson og Valgeir H. Kjart- ansson. I öðru sæti varð Klepp- járnsreykjaskóli, en keppendur hans voru: Einar Reynisson, Þór- mundur Blöndal, Ásmundur Sveinsson og Steinunn Einarsdótt- ir. í Þriðja sæti varð Varmalands- skóli með keppendurna: Björk Sig- ursteinsdóttur, Hákon Þorsteins- son, Halldóru Kristjánsdóttur og Margréti Jómundsdóttur. Vegir á Vesturlandi ver á sig komnir en annars staðar Hvannatúni í Andakíl. Á FUNDI um vegamál á Vesturlandi kom fram að vegir á á þeim lands- hluta er ver á sig komnir en annars staðar á landinu. Samþykkt var ályktun á fundinum þar sem segir að núverandi ástand vega á svæðinu sé algjörlega óviðunandi ogþegar farin að hafa neikvæð áhrif á nýsköp- un í atvinnulífi héraðsins. Áformuð uppbygging vegakerfisins eins og hún komi fram í vegaáætlun og langtímaáætlun um vegagerð sé ekki í neinu samræmi við umferðarþunga og mikilvægi samgangna fyrir byggðina og er skorað á ráðamenn að endurskoða þær áætlanir. Á annað hundrað manns sótti fundinn í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. Fundarboðendur voru Samtök sveitarfélaga Borgarfjarðar norðan Skarðsheiðar. Þingmönnum Vesturlandskjördæmis var boðið á fundinn og voru þeir allir viðstaddir, svo og Vegagerð ríkisins, Borgar- nesi. Frummælandi f.h. samtakanna var Magnús B. Jónsson oddviti And- akílshrepps. hann dró heldur dökka mynd af ástandi vega í kjördæminu og sótti tölur þar að lútandi úr skýrsl- Harður árekst- ur í Kópavogi HARÐUR árekstur tveggja bif- reiða varð á mótum Nýbýlavegar og Dalbrekku um kl. 18 á föstu- dag. Okumaður annarar bifreiðarinnar slasaðist og kvartaði undan miklum eymslum í hálsi. Hann var fluttur á slysadeild, en meiðsli hans voru ekki talin alvarleg. um Vegagerðar ríkisins. Aðeins um 4,5-5% heildarfjárveitinga var og er ætlað að verja til Vesturlandskjör- dæmis árin 1991 til 1993. Hlutfall bundins slitlags á landinu er næst- lægst þar, eða 22%. Umferðarþungi jókst á Vesturlandi um 5,5% meðan landsmeðaltal var 1,1% milli áranna 1989 og 1990. Aðeins Qórðungur vega á landinu er með meiri umferðarþunga en 200 bíla á dag, á meðan þrír þjóðvegir, Borgarfjarðarbraut (frá Seleyri að Haugum í Stafholtstungum), Akra- nesvegur og Geldingadragi ná þess- um þunga utan Vesturlandsvegar norður og vestur á Snæfellsnes. Af hálfu Vegagerðarinnar skýrði Birgir Guðmundsson langtímaáætlun Alþingis og undirbúning að vegaá- ætlun og Auðunn Hálfdánarson sýndi fyrstu hugmyndir að vegastæði Borgarfjarðarbrautar úr Andakíl á Kleppjámsreykjum. Bjarni Guðráðsson afhenti þing- mönnum og oddvitum undirskrifta- lista með nöfnum 829 manna sem skora á Vegagerð og þingmenn að bæta nú þegar úr slæmu ástandi vega í Borgarfírði norðan Skarðs- heiðar. Auk þess tóku yfir 20 manns til máls. - D.J. Frá fundinum í félagsheimilinu Brún. Morgunbiaðið/Diflrik Jóhannsson Morgunblaðið/Ólafur Bernódusson Benni og Gummi fá grásleppu hjá körlunum á Helgunni til að hengja upp og láta síga. Skagaströnd: Mísjafn afli á grásleppu- vertíðinni það sem af er Skagaströnd. Grásleppuvertíðin er nú í full- um gangi við Húnaflóann en veið- in hefur verið fremur dræm það sem af er. Mikill munur er þó á fiskiríinu austan við flóann og vestan. Þannig hafa bátarnir sem stunda veiðarnar að vestanverðu gert það nokkuð gott á meðan þeit' sem eru að austan- verðu hafa fengið mjög lítið. Helga Björg HU 7 sem gerð er út frá Skag- aströnd hefur fengið nokkra góða túra og hefur mest fengið 17 tunnur í róðri í vor. Karlarnir á Helgunni verka hrognin sín sjálfir svo vinnu- dagurinn er oft langur hjá þeim. Þegar þeir koma í land erga þeir eftir að skilja hrognin og koma þeim á sigti yfír nóttina svo hægt sé að salta þau daginn eftir. Þetta er tölu- verð vinna ef aflinn er kannski 10 til 12 tunnur í róðri. Þegar Morgunblaðið leit inn til þeirra félaganna einn morguninn voru þeir að gera sig klára til að fara að salta hrognin. Hrogn í 12 tunnur biðu á sigtunum og það lá vel á körlunum, Grími, Gylfa og Dadda, enda voru þeir fljótir að koma hrognunum í tunnurnar. Daddi sagði að alltaf væri að verða erfiðara að finna pláss fyrir netin með ströndun- um og taldi hann að þar væru nú komin allt að 6.000 net í sjó svo sjá má að þar er þétt setinn bekkurinn. - ÓB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.