Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 12
Bjó vió ofsóknir i fjögur ór eftir sambúóorslit OFSÓKNIRNAR byip'uðu 1988 þegar hún og sambýlismaður hennar slitu samvistir en þau höfðu þá búið saman í sjávar- þorpi úti á landi í þtjú ár. Saman eiga þau þrjú börn en hún átti fyrir eina dóttur. Eftir sambúðarslitin Iagði maðurinn hana í einelti og í fjögur ár bjó hún við símhringingar, hótanir, skemmdarverk, barsmíðar og nauðganir. Konan segist á þessum tíma oft hafa haft á tilfinningunni að hún væri aðalleikarinn í spennumynd. Ofsóknunum linnti fyrir tæplega hálfu ári skömmu eftir að hún hóf sambúð með öðrum manni. Sumarið 1988 segist hún hafa ákveðið að hefja nýtt líf og flutti því með börn- in yfir í annan bæ þar sem henni bauðst bæði vinna og hús- næði. „Allan tímann sem við bjuggum saman beitti hann mig ofbeldi. Ég hélt hins vegar að þegar hann mis- þyrmdi mér i heimkeyrslunni fyrir utan húsið daginn sem ég flutti væri hann að gera það í síðasta sinn. Það reyndist hins vegar ekki raunin því þá fyrst byrjuðu ofsókn- irnar,“ segir hún. Margítrekaðar nauðganir og árásir Þegar hún hafði komið sér fyrir með börnin á nýja staðnum flutti fyrrum sambýlismaðurinn einnig á staðinn. „í útidyrahurðinni á húsinu okkar var gler sem hann plokkaði "úr og kom inn þó það væri læst svo ég vissi ekki fyrr en hann stóð inni í miðri íbúð,“ Hún segir allt bæjarfélagið hafa staðið með sér í að reyna að losna við manninn. „Það gekk hins vegar ekki upp því að þótt þetta væri bara einn maður var við ofurefli að etja.“ Fljótlega segist hún því hafa átt- að sig á að ein með börnin fengi hún engan frið svo hún flutti til vinkonu sinnar sem bjó annars stað- ar á landinu. Sambýlismaðurinn kom hins vegar fljótlega á eftir og hélt ofsóknunum áfram. „Þar bytjaði hann á að bijótast inn í bílinn minn og ég leitaði til lögreglunnar sem flokkaði þetta undir heimiliserjur þó við værum sannanlega skilin og ég byggi hjá vinkonu minni,“ segir hún. Hún segir það bráðlega hafa orð- ið sálarstríð að þurfa að fara út úr húsi og hún hafi reynt að halda börnunum sínum inni til að hann næði ekki til þeirra. Hún segist hafa þurft að þola margítrekaðar nauðganir og árásir með verkfær- um eða berum höndum eftir því hvað til féll í hvert skipti. „Sannfærð um að sjá börnin ekki framar“ Yfirleitt sat hann fyrir henni þeg- ar hún mætti til vinnu. Hún segist hafa gripið til þess ráðs að mæta fyrr á morgnana, jafnvel kl. 6 en alltaf hafi hann beðið fyrir utan vinnustaðinn. „Eitt sinn þegar ég kom til vinnu um hádegisbilið var hann í bílnum fyrir utan og skipaði mér að setjast inn. Næsta sem ég vissi var að skrúfjárni var beint að hálsinum á mér og hann ók með mig á afvikinn stað þar sem hann hótaði að drepa mig. Þarna hélt hann mér til kl. 8 um kvöldið þegar hann sleppti mér eftir að ég hafði rætt við hann á rólegu nótunum í marga klukku- tíma og lofað honum öllu sem hann fór fram á. Þennan dag var ég sann- færð um að ég fengi aldrei að sjá börnin mín aftur,“ segir hún. Eftir þetta atvik hafði hún sam- band við félagsmálafulltrúa á staðnum og í framhaldi af því hafði sýslumaðurinn afskipti af mannin- um. Eftir það fékk hún frið um tíma. Hún segir að nokkrum mánuðum síðar hafí maðurinn hafið sambúð með annarri konu. Hún hafi þá tal- ið sig hólpna og í stakk búna til að búa ein með börnin svo hún hafí flutt út frá vinkonu sinni. „Eft- ir slys sem varð í fjölskyldu sambýl- iskonu hans þurfti hún að flytja burt um tíma og þá var eins og hann umturnaðist. Hann hringdi fullur og hótaði að koma heim til mín sem ég bað hann að gera ekki. Þá sagðist hann myndi eyðileggja bílinn minn. Ég snaraðist með bílinn til hjóna sem bjuggu í nágrenni við mig og fékk að geyma hann í bíl- skúrnum þeirra. Um nóttina var hins vegar brotist inn í skúrinn og bíllinn gjöreyðilagður, allt gler mölvað og bíllinn barður að utan með hamri. Bíllinn var fjögurra mánaða gamall,“ segir hún. Fyrsta skemmdarverkið kært Þetta var fyrsta atvikið sem hún kærði. Daginn eftir hafði hún einn- ig samband við Kvennaathvarfíð í fyrsta skipti. „Þá var hann að hring- sóla í kringum húsið hjá mér og ég þorði ekki að hleypa börnunum út. Eftir þetta var hann hins vegar til friðs nokkuð lengi,“ segir hún. Á páskum nokkrum mánuðum síðar var bankaði maðurinn upp á með páskaegg handa krökkunum. „Þá höfðum við haft frið svo lengi að krakkarnir áttuðu sig ekki á að kanna hver væri fyrir utan áður en þau opnuðu. Hann komst því auð- veldlega inn og byijaði á að læsa krakkana inni í herbergi en fór með mig inn í næsta herbergi þar sem hann nauðgaði mér. Næstu mánuði átti það eftir að gerast æ ofan í æ að hann ryddist inn og nauðgaði mér,“ segir hún. „Eitt tækifæri til að komast undan“ Um haustið flutti maðurinn inn á íjölskylduna. „Ég reyndi að herða mig upp í að fá hann til að fara og minntist á það við hann. Hann brást hins vegar við með því að hætta að vinna og vera inni á heim- ilinu allan sólarhringinn. Alltaf gætti hann þess að hafa minnst eitt barnanna hjá sér því að á með- an vissi hann auðvitað að ég færi ekki langt.“ Hún líkir þessu við umsátursástand sem ríkt hafi um nokkurra mánaða skeið. Kvöld eitt var hringt í manninn og honum boðið að taka að sér til- tekið verkefni daginn eftir, sem hann þáði. „Ég sá að þetta var mitt eina tækifæri til að komast burt en vissi ekki hversu mikinn tíma ég hefði. í snatri klæddi ég krakkana í pollabuxur, pakkaði því allra nauðsynlegasta niður í tösku og tók rútuna í bæinn.“ Þegar komið var til Reykjavíkur | leitaði konan til Kvennaathvarfsins þar sem hún dvaldi næstu mánuði. Sifjaspell gagnvart fimm ára barni Maðurinn flutti skömmu síðar til Reykjavíkur en hafði í millitíðinni eyðilagt ýmsa innanstokksmuni í íbúð konunnar. Á meðan hún dvaldi í Kvennaathvarfínu stakk maðurinn á dekkin á bíl hennar tvisvar. Þá skar hann í sundur bremsuslöngu í bílnum svo lá við stórslysi þegar hún ók af stað og áttaði sig á að bíllinn var bremsulaus. 011 atvikin voru kærð en þótt lögreglan lýsti síðasta atvikinu sem manndrápstil- raun var ekkert hægt að gera þar sem engin vitni voru að atburðum og maðurinn neitaði sakargiftum. Konan hefur nú búið með börn sín í blokkaríbúð í Reykjavík í rúmt ár. Eftir að hún flutti hefur maður- inn tvisvar framið skemmdarverk á bíl hennar á bílastæði fyrir utan heimili hennar. í fyrra skiptið braut hann rúður en í síðara skiptið hellti hann vökva yfir bílinn sem leysti lakkið upp. Konan hóf sambúð með öðrum manni fyrir nokkrum mánuðum og eineltinu er nú lokið. í heild lagði hún fram ellefu kærur á hendur fyrrum sambýlis- manni sínum, síðast fyrir sifjaspell gagnvart dóttur hennar sem upp um komst á síðasta ári. Stúlkan var fímm ára gömul þegar maðurinn framdi verknaðinn. Það mál er nú til meðferðar hjá Sakadómi Reykja- víkur. „Ekkert sem heitir að láta ekki bjóða sér“ Konan segir að þeir sem ekki hafi lent í slíkum aðstæðum átti sig ekki á því að það sé ekkert sem heiti að henda út, láta ekki bjóða sér eða neita að gera það sem manni sé sagt að gera. Óttinn við að deyja eða að börnunum verði gert eitthvað yfirgnæfi alla aðra hugsun og fólk sitji og standi eins og því sé sagt án þess að mótmæla. Hún segist enn vera full ótta. Ef dyrabjalla eða sími hringi þegar hún ekki eigi von á því segist hún oft ekki hafa kjark til að svara. Hún segist hrökkva við við hvert aukahljóð sem heyrist í íbúð hennar og hafa ríka þörf fyrir að allir dag- ar séu nákvæmlega skipulagðir svo ekkert komi á óvart. „Það svíður sárast hvað lítið er gert í þessum málum og hvað fáir hlusta. Það er litið á þetta sem eink- amál tveggja aðila en það getur ekki verið einkamál þegar ijögur börn geta ekki farið út að leika sér nema hafa nákvæm fyrirmæli um að víkja ekki úr augsýn, fara aldrei út úr garðinum og koma aldrei nálægt neinum götum af ótta við að þau verði tekin,“ segir hún að lokum. RHEINLAND-PFALZ - Ferðaævintýri í eigin bíl WM Tysk Turist Information Vesterbrogade 6 d, DK-1620 Kbh. V. Simi: (90) 45 3312 70 95 Spennandi sumarleyfisland í hjarta Þýskalands. Luxemborg er hliðið að hinum rómantísku héruðum Rheinland-Pfalz. Þangað er um 1-3 tíma akstur með bíl. Njóttu þess að ferðast um Mosel- og Rínarhéruðin. Flug og bíll í A-flokki til Luxemborgar verð frá 28.200 kr. á mann m.v. tvo í btl. Flugvallarskattur kr. 1.250.- er ekki innifalinn í ofangreindu verði. FLUGLEIDIR Traustur fslenskur feröafólagl Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína. Söluskrifstofur okkar og umboðsmenn um allt land eða í síma 690 300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8:00-18:00),

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.