Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992
Björn Guðnason,
Sauðárkróki
Fæddur 27. apríl 1929
Dáinn 11. maí 1992
„Dáinn, horfinn, harmafregn."
Við tökum okkur þessi orð skáldsins
í munn þegar við minnumst Björns
Guðnasonar. Hann andaðist í
Sjúkrahúsi Skagfirðinga á Sauðár-
króki að kvöldi 11. maí sl. eftir
skamma en erfiða sjúkdómslegu.
Með Bubba, ens og ættingjar og
vinir kölluðu hann, en genginn mik-
ill sómamaður.
Hann var fæddur á Hofsósi 27.
apríl 1929 og ólst þar upp. Foreldr-
ar hans voru hjónin Jóhanna Jónas-
dóttir og Guðni Þórarinsson. Hann
var einn af 7 systkinum. Einnig ólu
þau upp dótturdóttur sína, Ragn-
heiði Erlendsdóttur. Ungur nam
Bubbi húsasmíði hjá Sigurði Sigfús-
syni og vann hjá honum þar til
hann stofnaði Byggingafélagið
Hlyn hf. ásamt fleirum árið 1954.
Fyrirtækið átti hug hans allan allt
fram á hinstu stundu.
Bubbi var hagleiksmaður mikill
kem sjaldan féll verk úr hendi.
Hann reyndist mönnum bóngóður
og vildi leysa hvers manns vanda.
Bubbi kvæntist eftirlifandi eigin-
konu sinni, Margréti Guðvinsdóttur
frá Stóru-Seylu, hinn 27. apríl 1954
Hjónaband þeirra var sérstaklega
farsælt og ríkti á milli þeirra gagn-
kvæm ást og virðing alla tíð. Þau
eignuðust fjögur mannvænleg böm.
Elstur er Óskar Guðvin kennari,
kvæntur Erlu Kjartansdóttir kenn-
ara og eiga þau fjóra syni. Þá tví-
burana Lovísu Bimu matreiðslu-
mann, gift Vigfúsi Vigfússyni húsa-
smiði og eiga þau tvö börn og Guðna
uppeldisfræðing, sambýliskona
hans er Anna Marie Stefánsdóttir
röntgentæknir. Áður átti Guðni eina
dóttur með Rögnu Hansen. Yngstur
er Björn Jóhann nemi í íslensku og
fjölmiðlafræði, sambýliskona hans
er Edda Traustadóttir nemi í hjúkr-
unarfræði. Bubbi og Magga bjuggu
öll sín búskaparár á Sauðárkróki.
Bubbi var einstakur heimilisfaðir.
Gott dæmi um það er hversu vel
hann reyndist Guðvin tengdaföður
sínum sem bjó hjá þeim þar til hann
lést árið 1987. Gestrisni og hlýja
einkenndi heimili þeirra hjóna og
vom þau samstíga í því sem öðm.
Bubbi tók virkan þátt í félagsmálum
og valdist til margra trúnaðar-
starfa.
Nú er komið að kveðjustundu.
Öllum er okkur sköpuð þau örlög
að dauðinn kveðji dyra. Bubbi sýndi
einstakt þolgæði og æðruleysi til
hinstu stundar. Kona hans studdi
hann og annaðist af miklum kær-
leika þar til yfir lauk. Hún naut þar
mikils stuðnings barnanna sem öll
vom við dánarbeð föður síns.
Við viljum fyrir hönd Æju, for-
eldra okkar og systkina þakka
Bubba alla hans hlýju og hjálpsemi
í gegnum tíðina.
Elsku Magga, bömin ykkar og
fjölskyldur, þið hafið öll mikið misst.
Við sendum ykkur einlægar samúð-
arkveðjur og biðjum Guð um styrk
ykkur til handa á erfiðum tímum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Anna, Lilja og fjölskyldur.
Spurningar hrannast upp og við
stöndum ráðþrota og sorgmædd.
Hann Bubbi afí er dáinn. Hvers
vegna fór hann frá okkur svona
skyndilega og af hveiju sjáum við
hann aldrei aftur? Hann afí var svo
stór og svo sterkur og alltaf tilbúinn
til að hafa okkur nálægt sér, í fang-
inu eða bílnum sínum. Við vissum
að hjá honum áttum við athvarf og
skjól, hann var eins og kletturinn
okkar, traustur og umhyggjusamur.
Bubbi afí var góður afi og við sökn-
um hans sárt. Við hefðum viljað
hafa elsku afa lengur hjá okkur en
við trúum að hann sé núna hjá Jesú
og að hann muni verða honum eins
góður og hann var okkur traustur.
Við munum aldrei gleyma honum
elsku afa okkar.
Veri hann sæll og minningin um
hann mun lifa.
Barnabörnin.
Traustur, tryggur og höfðingi
heim að sækja, eru þau orð sem
koma fyrst upp í hugann þegar ég
hugsa um tengdaföður minn, Björn
Guðnason. Hann var ætíð til staðar
og við vissum að alltaf var hægt
að leita til hans með öll okkar mál,
stór eða smá. Hann var ekki marg-
máll og lét verkin frekar tala.
Hans ævistarf var á byggingar-
sviðinu. Hann var byggingarmeist-
ari við flestar opinberar byggingar,
auk margra annarra á Sauðár-
króki. Hugur hans var allur við það
þegar veikindin komu upp. Það var
lýsandi fyrir hann að hann mátti
ekki vera að því að setjast í helgan
stein, enda ungur í anda og starfs-
þrekið ótrúlega mikið. Hans draum-
ur var að reisa blokk fyrir aldraða
og það átti að gera einhvern tímann
í framtíðinni. Hann Bubbi hafði
bæði dug og þor til að takast á við
þann vanda sem fylgir að stjóma
byggingarfyrirtæki á erfiðum tím-
um. Mætti margur yngri maðurinn
taka hann sér til fyrirmyndar í þeim
efnum. Ég varð aldrei vör við að
hann væri í þessum „bransa“ til að
græða. Hann var fyrst og fremst
að sjá sér og sínum mönnum fyrir
atvinnu.
Síðastliðin 11 ár hef ég verið
tengdadóttir hans Bubba. Þetta
hafa verið góð ár. Á þessum árum
hafa drengirnir mínir fjórir fæðst.
Þeim var Bubbi góður afí. Sérstak-
lega er söknuðurinn sár fyrir Björn
Inga sem sín tæp 10 ár þekkir ekki
annað en að eiga hann afa Bubba,
geta farið á verkstæðið með honum,
farið með ruslið á haugana, farið
að sjá þegar kveikt er á jólatrénu
við Kirkjutorg, auk allra annarra
samverustunda sem hann átti með
afa sínum. Mín sorg er að missa
góðan vin sem ég átti eftir að kynn-
ast betur og að litlu drengirnir mín-
ir fá ekki að kynnast honum afa
sínum. Þeir eiga ekki minningamar
sem við hin eldri eigum og munu
ylja okkur um ókomna tíð. Minning-
arnar um trausta manninn og
vinnuþjarkinn sem var glaður á
góðri stund og spilaði brids af mikl-
um eldmóð. Það var yndislegt að
dansa við hann Bubba, enda hafði
hann náttúrugáfur í dansmenntinni.
í veikindum sínum sýndi Bubbi
ótrúlegt æðruleysi og tók öllum
áföllum með ró, var alltaf sá sterki,
þannig að eiginlega trúði maður
ekki öðru en að hann kæmist yfir
veikindin. Sterkur var hugurinn allt
til enda. Þannig hélt hann öðrum
tvíburanum mínum undir skírn í
marz sl., þá orðinn fárveikur, en
viljinn svo mikill að aðdáun og virð-
ingu vakti hjá okkur öllum.
Það er til lítils að spyija: Af
hveiju hann, sem átti eftir svo mik-
ið að gera? Hans tími var kominn
og við fáum engu um það ráðið.
En mikið eigum við eftir að sakna
hans.
Þcgar þú ert sorgmæddur, skoð-
aðu þá aftur huga þinn og þá
munt sjá að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.
(Kahil Gibran.)
Guð blessi minningu Bubba og
hafi hann þökk fyrir allt og allt.
Erla.
Nokkur orð geta vart þakkað þá
umhyggju sem Bubbi sýndi mér.
Hann var mér sem sonur og það
er sárt að þurfa að kveðja hann svo
fljótt. Með Bubba er farinn góður
maður sem skilur eftir fallegar
minningar og öll sú hjálp sem hann
veitti mér verður seint þökkuð. Með
von um að hann hafi öðlast frið og
ró eftir erfið veikindi síðustu mán-
uði vil ég kveðja hann með eftirfar-
andi línum:
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(Vald. Briem)
Kveðja frá tengdamóður.
Við sjáum, að dýrð á djúpið slær,
þó degi sé tekið að halla.
Það er eins og festingin færist nær
og faðmi jörðina alla.
Svo djúp er þögnin við þína sæng,
að þar heyrast englar tala,
og einn þeirra blakar bleikum væng,
svo bijóstið þitt fái svala.
Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt,
svo blaktir siðasti loginn.
En svo kemur dagur og sumarnótt
og svanur á bláan voginn.
(Davíð Stefánsson.)
Mágur minn er kominn í annan
heim þar sem bíður hans nýtt hlut-
verk. Handtökin voru mörg og góð
í þessu lífi og fyrir handan móðuna
miklu bíða vonandi enn betri tímar
hjá Bubba. Það á hann svo sannar-
lega skilið því mörg handtökin voru
eftir. Ég á miklu láni að fagna að
hafa kynnst Bubba. Hann var sterk
persóna með stórt hjarta. Blessuð
sé minning Bjöms Guðnasonar.
Hvíli hann í friði.
Stella mágkona.
Ég vil í örfáum orðum minnast
tengdaföður míns, Björns Finnboga
Guðnasonar, sem lést mánudaginn
11. maí sl. í Sjúkrahúsi Skagfirð-
inga, Sauðárkróki.
Það fyrsta sem ég sá til Bjöms,
þegar ég kom ókunnugur til Sauð-
árkróks, var að hann var að vinna
seint um kvöld við uppslátt á nýju
verkstæðishúsi Byggingafélagsins
Hlyns hf., sem hann stofnaði ásamt
fleirum og stýrði allt til dauðadags.
Mér hefur æ síðan verið minnis-
stætt hvílíkt kapp var í honum þar
sem hann stóð og sveiflaði þungum
mótaflekum í kringum sig sem fís
væru.
Seinna, þegar ég var kominn í
fjölskyldu hans, fékk ég að kynnast
þeirri hamhleypu sem Björn var til
verka, er hann aðstoðaði okkur
Lollu, dóttur sína, við að koma upp
okkar eigin heimili. Ótaldar eru þær
stundir og þau heilræði sem hann
veitti okkur við þær framkvæmdir,
enda hafði Björn ríkan metnað fyr-
ir hönd bama sinna.
Á þessum ámm gerðist ég nemi
hjá honum í húsasmíði og vann við
fyrirtæki hans i tæp tíu ár. Björn
var ekki maður mikilla málaleng-
inga, heldur gaf fyrirmæli um til-
högun verka í stuttu máli og var
síðan horfínn aftur til sinna starfa.
Á gleðistundum var hann hins veg-
ar hrókur alls fagnaður, höfðingi
heim að sækja og veitti ríkulega,
enda var oft gestkvæmt á Hólaveg-
inum hjá þeim hjónum, Margréti
Guðvinsdóttur og honum.
Það var mikið reiðarslag fyrir
tæpu ári þegar hann greindist með
þann illkynja sjúkdóm, sem nú hef-
ur lagt hann að velli. Þeir baráttu-
mánuðir sem síðan em liðnir hafa
verið erfiður reynslutími fyrir fjöl-
skylduna en aldrei heyrði ég Björn
minnast á sjúkdóminn, heldur barð-
ist hann hljóður og af æðruleysi
sinni baráttu, og allt fram á síðasta
dag snerist hugur hans um iðn sína,
fyrirtækið og fjölskyldu.
Fyrir hönd fjölskyldunnar vil ég
koma á framfæri innilegu þakklæti
til starfsfólks Sjúkrahúss Skagfirð-
inga fyrir frábæra umönnun í veik-
indum tengdaföður míns. Einnig
vi|jum við þakka Sigurði Björns-
syni, krabbameinssérfræðingi, fyrir
hjálp hans og vináttu í garð Björns.
Ég vil þakka fyrir þau ár sem
ég hef fengið að vera samferða
Birni Guðnasyni og fjölskyldu hans
og að hafa fengið að deila með
þeim bæði gleði og sorgum.
Vigfús Vigfússon.
Látinn er hér á Sauðárkróki
Björn Guðnason byggingameistari,
aðeins liðlega 63 ára gamall. Stórt
skarð er höggvið í raðir okkar sjálf-
stæðismanna á Sauðárkróki við.
ótímabært fráfall Björns. Hann var
um áratugaskeið ein af meginstoð-
um okkar í bæjarlífinu og sat um
árabil í nefndum og ráðum á vegum
Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn
Sauðárkróks. Var hann meðal ann-
ars varabæjarfulltrúi og fulltrúi í
byggingarnefnd bæjarins um lang-
an tíma. Óhætt er að segja að eng-
um hafi dulist að þar sem Björn fór
var á ferðinni óvanalega heill mað-
ur. Maður sem allir báru fullt og
óskorað traust til, hvar í flokki sem
þeir stóðu. Þessu trausti brást Björn
aldrei.
Ævistarf Björns var fyrst og
fremst við fyrirt'æki hans, Bygging-
arfélagið Hlyn hf. hér á Sauðár-
króki, sem hann stofnaði ásamt
nokkrum vinnufélögum sínum fyrir
áratugum síðan. Ég held að segja
megi að þetta fyrirtæki hafi verið
ær og kýr Björns enda hygg ég að
í hugum margra Sauðárkróksbúa
hafi verið samasemmerki á milli
Björns og Hlyns enda var hann síð-
ustu árin framkvæmdastjóri félags-
ins. Við vorum margir unglings-
strákarnir hér á Sauðárkróki sem
áttum okkar fyrstu kynni af verka-
mannavinnu undir stjórn Björns hjá
Hlyni í sumarvinnu okkar. Það var
í raun mikil gæfa að fá að læra að
vinna hjá Bubba Guðna. Sjálfum
féll honum aldrei verk úr hendi og
hann stjórnaði með einstökum hætti
þannig að okkur fannst við vera
bundnir honum með sérstökum
böndum. Hann gaf sér enda tíma
til að annast um hvern og einn
okkar þannig að okkur fannst við
eiga í honum bæði vin og vinnufé-
laga og vildum því alltaf gera eins
vel og við gátum. Það varð enda
eftirsóknarvert að fá að vinna sum-
arvinnu hjá Hlyni. Þannig var um
allt sem Björn Guðnason tók að
sér, hvort heldur það var að kenna
unglingsstrákum að vinna, reka
stórt byggingarfyrirtæki eða gegna
trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélagið
sitt: Öll störf hans voru unnin af
trúnaði og samviskusemi þannig að
eftir var tekið.
Nú þegar Björn er allur og kom-
inn til austursins eilífa færi ég hon-
um innilegar þakkir frá okkur sjálf-
stæðismönnum hér á Sauðárkróki
fyrir öll þau mikilvægu störf sem
hann vann fyrir okkur í bæjarlífínu
af sinni alkunnu hógværð og trú-
mennsku. Persónulega þakka ég
honum fyrir ómetanlegan þátt hans
í uppeldi mínu þegar ég fór að vinna
sem unglingur, þeir tímar eru mér
ómetanlegir.
Eftirlifandi eiginkonu hans, Mar-
gréti Guðvinsdóttur, og mannvæn-
legum bömum þeirra hjóna, sem
stóðu sem klettur við hlið hans í
erfíðum veikindum og baráttu und-
anfarna mánuði færum við hjónin
og allt sjálfstæðisfólk á Sauðár-
króki okkar innilegustu samúðar-
kveðjur og biðjum hæstan höfuð-
smið að styrkja þau og blessa á
erfiðum tímum.
Blessuð sé minning Bjöms Guðn-
asonar.
Þorbjörn Árnason.
Þegar ég fyrir 18 árum ákvað
að flytjast nær heimahögunum og
koma á Krókinn, hafði ég samband
við Björn Guðnason byggingar-
meistara hjá Byggingarfélaginu
Hlyni. Það var auðsótt mál að fá
vinnu og námssamninginn flutt frá
Húsavík, enda nóg að gera á Krókn-
um á þessum tíma og gósentímabil
fyrir byggingarmann af guðs náð
eins og Bjöm Guðna.
Þetta var þjóðhátíðarvorið 1974.
Það var verið að bytja á sökklum
undir heimavist Fjölbrautaskólans.
Nokkur hús höfðu þegar þarna var
komið verið byggð uppi í Hlíðar-
hverfinu. Á þessum tlma var fram-
undan mikið uppbyggingartímabil á
Króknum. Bærinn þandist út á
nokkrum árum, tugir íbúðarhúsa
byggðir á hveiju ári og hver stór-
byggingin rak aðra.
Smiðir þurftu síður en svo að
kvarta undan verkefnaleysi. Helst
þurftu þeir að vera á mörgum stöð-
um í einu að vinna. Það hentaði
Bubba Guðna ágætlega. Það var
hans stíll mátti segja að þeytast á
rnilli vinnustaða og setja smá
„trukk“ á verkin. Hann kom og tók
góða skorpu og var svo þotin burtu
á hvítu fólksvagen-bjöllunni, hafði
kannski rétt tíma til að segja við
strákana: „Það er bras I mixinu,
ha.“ Þetta var klassískt orðatiltseki
hjá Bubba. Og hvíti voffinn var á
þeytingi um bæinn allan liðlangan
daginn, yfirleitt vel lestaður. Topp-
grindin var óspart nýtt og menn
höfðu á orði að það væri hreint
ótrúlegt hvað Bubbi kæmi miklu á
toppinn. Þetta væri bara eins og
vörubíll.
Það var einn síðasta veturinn
minn hjá Hlyni sem ég kynntist
Bubba Guðna ákaflega vel. Þennan
þetur var Hlynur að byggja iðnaðar-
húsnæði sitt í Borgartúni. Það má
segja að mestmegnis værum við
Bubbi þarna tveir einir allan vetur-
inn. Reyndar var Björn þarna að-
eins stund og stund, þar sem hann
þurfí að líta eftir öðrum verkum.
En það gekk undan drengnum þeg-
ar hann var á staðnum.
Þessi vetur er einn sá skemmti-
legasti sem ég man eftir, þrátt fyr-
ir vetrarmyrkrið og oft erfið vinnu-
skilyrði. Ég hafði talsvert fijálsar
hendur eins sog margir þeir sem
unnu með Birni, vegna þess að
hann lagði mikið upp úr því að
menn ættu að sjá fram úr hlutunum
sjálfír, sem sagt að læra að bjarga
sér. Énda var lífsskoðun Björns
byggð á frelsi einstaklingsins og
athafnaþrá.
Vinnufélaginn var ákaflega
skemmtilegur og þær voru margar
vísurnar og sögumar sem Bubbi
sagði mér þennan vetur. Hann hafði
t.d. ákaflega gaman af að segja frá
þeirri lífsbaráttu sem Skagfirðingar
háðu áratugina á undan og gjaman
fylgdu þá með gamansögur og vísur
eftir Halla Hjálmars, ísleif Gísla eða
aðra höfuðsnillinga. Mér fannst
Björn hafa þroskandi áhrif á mig
þennan vetur og með okkur tókst
vinátta sem hélst, þrátt fyrir að
fundum okkar bæri lítið saman eft-
ir að ég lagði hamarinn frá mér
fyrir nokkrum ámm.
Björn var eins áður segir bygg-
ingarmaður að guðs náð. Það var
ekki nóg með að hann væri húsa-
smiður að atvinnu, hann var það I
tómstundum líka. Björn var afkast-
amikill og vann gjarnan langan
vinnudag yfír sumarmánuðina.
Hann var fílhraustur og heilsan var
góð. það má segja að honum hafi
ekki orðið misdægurt alveg þar til
hann fór að kenna lasleika síns fyr-
ir um ári. Lokavertíðin var Birni
erfið og lést hann í Sjúkrahúsi
Skagfirðinga á „lokadaginn" 11.
maí sl.
Bjöms er nú sárt saknað af stórri
fjölskyldu sem hann hlúði einkar
vel að og fjölda vina. Ég vil votta'
nánustu ættingjum samúð mína.
Það er gjarnan sagt til huggunar
að minningin sé dýrmætust allra
eigna. Vissulega er það rétt, því sá
sem á ekki skemmtilegar og góðar
minningar í hugskotinu hlýtur að'
eiga á brattann að sækja í lífinu.
Björn Guðnason skipar ábyggilega
veglegan sess í hugum margra sam-
ferðamanna. Blessuð sé minning
hans.
Þórhallur Ásmundsson.
Fleiri niinningargreinar um
Björn Guðnason bíða birtingar
og munu birtast í blaðinu
næstu daga.