Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992
ATVINNUAUGIYSINGAR
Viltu vera sjálfstæður
atvinnurekandi?
Við hjá Óðali fyrirtækjasölu hjálpum þér að
finna rétta tækifærið. Láttu okkur fá nafn,
síma og hvernig rekstur þú óskar þér. Við
gerum okkar besta til að finna rétta fyrirtæk-
ið fyrir þig. Farið er með allar upplýsingar
sem trúnaðarmál.
Fasteigna og fyrirtækjasalan Óðal,
sími 682600.
Hjúkrunarfræðingar
athugið!
Heilsugæslustöðin á Þórshöfn óskar að ráða
hjúkrunarfræðing með Ijósmæðramenntun
(Ijósmæðramenntun ekki skilyrði) til afleys-
inga í eitt ár frá og með 15. ágúst 1992.
Um er að ræða fjölbreytt og líflegt starf.
Á Þórshöfn og í sveitunum í kring eru um
570 íbúar. Veðursæld mikil og er staðurinn
paradís fyrir börn. Húsnæði í boði, svæða-
samningur væntanlegur.
Umsóknarfrestur er til 1. juní.
Upplýsingar veitir Katrín Ósk Þorgeirsdóttir,
hjúkrunarforstjóri, í símum 96-81215 og
96-81216.
SVÆÐISSTJÓRN SUÐURLANDS -»m miiefai laii.ftra
EYRAVEGI37 - 800 SELFOSS - SÍMAR 99-1839 & 99 1922
sími 21839
Lausar stöður
forstöðumanna
Svæðisstjórn Suðurlands um málefni fatl-
aðra vill ráða í eftirtalin störf:
Forstöðumann fyrir sambýli á Selfossi.
Menntun á sviði uppeldis- eða heilbrigðis-
mála æskileg. Reynsla í störfum með fötluð-
um áskilin. Æskilegt að viðkomandi geti haf-
ið störf sem fyrst.
Forstöðumann til afleysinga í 1 ár frá 1. sept-
ember á meðferðarheimili fyrir börn og ungl-
inga á Selfossi. Þroskaþjálfamennun áskilin.
Umsóknarfrestur er til 25. maí.
Upplýsingar veittar á skrifstofu Svæðis-
stjórnar Suðurlands, Eyrarvegi 37, Selfossi,
sími 98-21839.
Styrktarfélag vangefinna
Deildarþroskaþjálfar
- meðferðarfulltrúi
Við þjálfunarstofnunina Lækjarás eru eftir-
farandi stöður lausar til umsóknar:
Umsóknarfrestur er til 26. maí nk.
A. Stöður deildarþroskaþjálfa. Stöðurnar
veitast frá 15. júní og 1. september.
B. Staða meðferðarfulltrúa 3 (BA-próf í
sálarfræði áskilið). Staðan veitist frá
1. ágúst.
Lækjarás er dagvist fyrir þroskaheft fólk frá 18 ára aldri og er opin alla
virka daga. Á heimilinu starfa auk þroskaþjálfa og meðferðarfulltrúa sjúkra-
þjálfi, endurhæfingalæknir og fólagsráðgjafi. Auk þess tengjast heimilinu
' ýmsar aðrar fagstóttir.
í Lækjarási er frá og með hausti fyrirhugað að hefja uppbyggingar- og
þróunarstarf, bæði hvað varðar þjónustu við eldri þroskahefta og fjölfatlað
fólk. Því óskum viö eftir fólki, sem er tilbúiö að taka þátt í slíku starfi.
Á vegum Styrktarfólags vangefinna er rekinn leikskólinn Lækur fyrir börn
á aldrinum 2ja-6 ára og er jafnvel möguleiki að fá þar pláss haustiö 1993
ef sótt er um strax.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Styrktarfélags vangefinna, Háteigsvegi 6, og
í Lækjarási, Stjörnugróf 7.
Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma
Lækjaráss 39944 milli kl. 9.00 og 16.00 virka
daga.
Kleppsvegi 64
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleys-
inga og í störf til frambúðar.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri
í síma 688500.
Kennarar - kennarar
Tvo kennara vantar að grunnskólanum á
Þórshöfn á komandi hausti. Gott íbúðarhús-
næði er á staðnum.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, sími
96-81164 eða 96-81153.
Matreiðslumaður
Óskum eftir að ráða matreiðslumann sem
þarf að geta hafið störf strax. Opnum nýjan
veitingasal 1. júní nk. Unnin er vika í senn
og vika frí.
Umsækjendur hafi samband við Sigurjón ívars-
son, matreiðslumann, eða Höllu Höskulds-
dóttir í síma 93-50011 eða á staðnum.
Hreðavatnsskáli.
Sölumaður
- Málningarvara -
Fyrirtæki er selur gæðamálningu óskar að
ráða sölumann til framtíðarstarfa sem fyrst.
Við leitum að traustum aðila, sem hefur
áhuga á að veita fyrsta flokks þjónustu.
Þekking á málningarvörum og málningar-
vörumarkaðnum æskileg.
í boði er fjölbreytt starf hjá traustu fyrirtæki.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í
síma 679595 frá kl. 09-12.00.
Umsóknum skal skilað til Ráðgarðs á eyðu-
blöðum er þar liggja frammi fyrir 20. maí nk.
merktum: „málning 92".
RÁÐGARÐURHF.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88
Verkfræðingur
tæknifræðingur
Öflugur aðili í borginni, óskar að ráða verk-
fræðing eða tæknifræðing til starfa. Starfið
er laust eftir nánara samkomulagi aðila.
Stafið felst í undirbúningi og umsjón verk-
legra framkvæmda.
Leitað er að verkfræðingi eða tæknifræðingi
með góða stjórnunarreynslu til að takast á
við þetta starf, sem er mjög krefjandi og
umsvifamikið.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem algjört trúnaðarmál.
Umsóknarfrestur er til 23. maí nk.
GijðntTónsson
RÁÐC JÓF&RÁÐNIN CARÞjÓN LISTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKIAVÍK, SÍMl 62 13 22
Sölustjóri
Stórt innflutningsfyrirtæki f borginni, leitar
að öflugum og kröftugum sölustjóra. Hægt
er að bíða eftir nýjum starfsmanni. Ekki er
um nýtt starf að ræða.
Krafist er góðrar starfsreynslu og þekking-
ar á sölu- og markaðsmálum. Góð laun eru
f boði.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem trúnaðarmál.
Frestur er til 23. maí nk.
Gudní Tónsson
RÁÐCJÓF & RÁÐNl NCARMÓNUSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
Reykjavík
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleys-
inga og í fastar stöður í haust. M.a. vantar
á kvöld- og helgarvaktir. Á Hrafnistu eru
fimm hjúkrunardeildir og heilsugæsla fyrir
vistheimilið. Unnið er eftir hjúkrunarskrán-
ingu.
Sjúkraliði óskast til starfa í lok maí og í haust
í 100% starf á hjúkrunardeild, sem er nýupp-
gerð. Möguleiki gæti verið á barnaheimilis-
plássi í haust.
Upplýsingar veitir ída í síma 35262 og Jónína
í síma 689500.
Hugmyndaríkur
bakari
Kaffihús í miðborginni óskar eftir að ráða
hugmyndaríkan bakara til starfa. Viðkomandi
þarf að hafa reynslu af brauðgerð, köku-
bakstri og skreytingum. Fjölbreytt starf með
duglegu og drífandi samstarfsfólki. Vinnutími
frá 8.00 til 16.00.
Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem
liggja frammi á skrifstofu okkar, Laugavegi
178 (2. hæð á horni Bolholts og Laugaveg-
ar). Sími 689099.
RADQÖF OC RADNINC7VI
Laugavegi 178, s. 689099
(á mótum Bolholts og Laugavegar)
Auglýsingastjóri
Óskum að ráða auglýsingastjóra til starfa
hjá fyrirtæki með blaða- og tímaritaútgáfu. Sjálf-
stætt starf hjá fyrirtæki með öfluga starfsemi.
Starfssvið: Markaðssetning og sala auglýs-
inga. Stjórnun og skipulagning á auglýsinga-
sölu, samningagerð, áætlanagerð og þátt-
taka í stefnumótun. Laust strax.
Frumkvæði og og sjálfstæði í starfi nauð-
synlegir kostir. Æskileg er þekking og reynsla
af sölu auglýsinga.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlegast sendið skriflega umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Auglýsingastjóri 152" sem allra fyrst.
Haevai tifíurhf
w' Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 V—7- -- ■■ Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir