Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/IIVIIMLEIMT
MOHGUNBUDID SUNNUDAGUK 17. MAI 1992
EFIMI
V estmannaeyjar:
Mannaskipti
hjá Vinnslu-
stöðinni hf.
NOKKUR mannaskipti hafa orð-
ið lyá Vinnslustöðinni hf. í Vest-
mannaeyjum undanfarið.
Guðmundur Karlsson útgerðar-
stjóri og Viktor Helgason verk-
smiðjustjóri hafa látið af störfum
og aðrir menn verið ráðnir í
þeirra stað. Eftir breytingarnar
gegnir Haraldur Jónasson starfí
útgerðarstjóra en Sigurður Frið-
björnsson starfi verksmiðju-
stjóra. Að sögn Sighvats Bjarnas-
onar framkvæmdasljóra eru
þessi mannaskipti hluti af nauð-
synlegri hagræðingu og endur-
skipulagningu hjá Vinnslustöð-
inni.
Vinnslustöðin hf. varð til um síð-
ustu áramót við samruna Vinnslu-
stöðvarinnar, Fiskimjölsverksmiðj-
unnar, Fiskiðjunnar hf., Lifrarsam-
lags Vestmannaeyja hf., Útgerðar-
félagsins Knarrar hf. og Gunnars
Ólafssonar & Co. Fyrir sameining-
una var Guðmundur Karlsson fram-
kvæmdastjóri Fiskiðjunnar en Vikt-
or Helgason var framkvæmdastjóri
Fiskimjölsverksmiðjunnar.
Sighvatur Bjarnason fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar
sagði í samtali við Morgunblaðið
að þessi mannaskipti hefðu verið
óhjákvæmileg í ljósi endurskipu-
lagningar og hagræðingar í fyrir-
tækinu. „Við erum að vinna okkur
út úr þeim skuldum sem Vinnslu-
stöðin tók á sig við sameininguna
og er það ærið verk. Ég hef þó trú
á því að við séum á réttri leið. Frá
áramótum hafa bátamir okkar
fiskað vel og einnig var loðnuvertíð-
in okkur hagstæð,“ sagði Sighvat-
ur.
Bæjarblaðið Fréttir í Eyjum sagði
frá því á fimmtudag að Haraldur
Gíslason og Bjarni Sighvatsson
færu af launaskrá Vinnslustöðvar-
innar 1. júlí næstkomandi. Sighvat-
ur sagði við Morgunblaðið að frétt-
in ætti ekki við rök að styðjast.
Bjarni væri stjórnarformaður
Vinnslustöðvarinnar þar til annað
yrði ákveðið og Haraldur, sem situr
í stjórn fyrirtækisins, myndi gegna
sérstökum verkefnum fyrir
Vinnslustöðina.
Sungið á ári söngsins
Morgunblaðið/Þorkell
Á leikskólanum við Langatanga í Mosfellsbæ var opið hús í gær og börn og foreldrar gerðu sér ýmislegt
til skemmtunar. Meðal annars var efnt til fjöldasöngs í tilefni af ári söngsins og af myndinni að dæma
fékk söngárið góða hyllingu.
Kristján Ragnarsson um greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði:
Ætti ekki að hafa nein
þensluáhrif í för með sér
Sjómannasambandið mótmælir aðgerðunum harðlega
KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra út-
vegsmanna, segist fagna þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að
ætla að breyta lögum um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins þannig
að innstæðum á reikningum einstakra framleiðenda verði varið til
greiðslu skulda þeirra. Hann segir þessar aðgerðir stuðla að meiri
skilum í greininni, og þær ættu ekki að hafa nein þensluáhrif í för
með sér. Sjómannasamband íslands mótmælir væntanlegri laga-
breytingu harðlega, og telur að með lienni sé verið að taka hluta
sjómanna í innistæðum Verðjöfíiunarsjóðs eignarnámi, og ráðstafa
honum á annan veg en lög gera ráð fyrir.
Samkvæmt frumvarpi ríkis-
stjómarinnar eiga greiðslur úr
Verðjöfnunarsjóði fyrst og fremst
að fara til þess að greiða gjaldfalln-
ar afborganir og koma lánum í
Hlutafjársj óður Byggðastofnunar:
Hlutabréf í fyrir-
tækjum auglýst
865 milljóna hlutafé boðið til sölu
BYGGÐASTOFNUN hefur undirbúið sölu á hlutabréfum sem Hluta-
fjársjóður stofnunarinnar hefur eignast á síðustu árum. I auglýs-
ingu í Morgunblaðinu í dag tilkynnir Byggðastofnun hvaða hluta-
bréf séu í eigu sjóðsins og.hve mikið hlutafé hún á í hverju fyrir-
tæki. Alls er um að ræða 856,2 milljóna króna hlutafé í tólf fyrir-
tækjum.
Hlutabréfin sem um ræðir kom-
ust í eigu sjóðsins vegna ýmissa
krafna sem Byggðastofnun, ríkis-
sjóður eða bankar áttu á hendur
viðkomandi fyrirtækjum. Þegar
fyrirtækin gátu ekki staðið í skilum
með afborganir af lánum var kröf-
unum breytt í hlutdeildarskírteini
og síðar í hlutabréf sem Hlutafjár-
sjóður Byggðastofnunar eignaðist.
Nú er verið að undirbúa sölu þess-
ara bréfa en samkvæmt lögum ber
stofnuninni að falbjóða slík bréf
eigi síðar en fjórum árum eftir að
hún eignast þau.
Guðmundur Malmquist forstjóri
Byggðastofnunar sagði í samtali
við Morgunblaðið að ef áhugi kæmi
fram á hlutabréfum í einstökum
félögum yrðu þau væntanlega aug-
lýst sérstaklega til sölu með til-
boðsfresti. Venja væri að selja slík
hlutabréf aðeins í einu lagi eins
og gert var með hlutafé stofnunar-
innar í Hraðfrystihúsi Ólafsíjarðar
og Fiskiðjunni Freyju, en einnig
yrði að taka tillit til forkaupsréttar
starfsmanna eða annarra hluthafa
viðkomandi fyrirtækja. Guðmund-
ur sagði að það kæmi þó til greina
að selja bréfin í hlutum en um það
yrði þá fjallað í hverju tilviki fyrir
sig.
Hlutafjársjóður auglýsir nú til
sölu hlutabréf í Hraðfrystihúsi
Grundarfjarðar, Odda á Patreks-
firði, Fiskvinnslunni á Bíldudal,
Útgerðarfélagi Bílddælinga, Hrað-
frystihúsi Þórshafnar, Tanga á
Vopnafirði, Gunnarstindi og Bú-
landstindi á Stöðvarfírði, Árnesi á
Stokkseyri, Meitlinum á Þorláks-
höfn og Alpan á Eyrarbakka. Alls
er um að ræða þriðjung af heildar-
hlutafé allra fyrirtækjanna.
skil, og sagði Kristján í samtali
við Morgunblaðið að þetta hefði í
för með sér verulega breytingu
fyrir þá viðskiptaaðila sem sjávar-
útvegurinn á mest viðskipti við.
„Þetta mun stuðla að meiri skil-
um og einnig bættum hag þeirra
sem greinin skiptir við. Eg held
að það sé ekki nein hætta á því
að þetta hafí einhver þensluáhrif
í för með sér, og ég ætla að vona
að menn fari ekki að stofna til
neinna nýrra fjárfestinga vegna
þessa. Það þarf að gæta aðhalds
í útlánum og öðru eftir að þessi
aðgerð hefur verið gerð, og hún
má alls ekki verða til að rýmka um
í þeim efnum og auka á fjárfesting-
ar. Þetta ætti að hjálpa mikið upp
á, en hins vegar eru aflabrögðin
með þeim ólíkindum að maður ótt-
ast það mest að það sé eitthvað
að gerast í náttúrunni sem við vit-
um ekki og ráðum ekki við. Þorsk-
veiði er með svo endemum léleg
allt í kringum land, og menn segj-
ast ekki minnast annars eins, og
ef ekki rætist úr því þá skipta ein-
hverjir 2,7 milljarðar ekki miklu
máli þegar talað er um 95 millj-
arða skuldir greinarinnar,“ sagði
Kristján.
Hann sagðist telja að þessar
aðgerðir ríkisstjórnarinnar þýddu
endalok núverandi verðjöfnunar-
fyrirkomulags í sjávarútvegi, sem
að hans mati samrýmdist ekki þeim
breyttu aðstæðum sem felast í
frjálsari verðmyndun, afnámi lág-
marksverðs í verðlagsráði og til-
komu uppboðsmarkaða.
„Með þessum aðgerðum núna
er að mínu mati verið að leggja
þetta fyrirkomulag niður. Verð-
jöfnunarsjóðurinn var endurskipu-
lagður fyrir tæpum tveimur árum
og ég held að reynslan af þessu
hafi einfaldlega sýnt að þetta
gengur ekki.“
1 álýktun sem stjórn Sjómanna-
sambands íslands sendi frá sér í
gær kemur fram að Sjómannasam-
bandið telji að með frumvarpinu
um breytingar á lögum um Verð-
jöfnunarsjóð sé verið að bijóta 67.
grein stjórnarskrárinnar um frið-
helgi eignarréttarins. Verði frum-
varpið að lögum fái aðrir framleið-
endur fiskafurða en sjómenn inni-
stæður sínar greiddar úr sjóðnum,
og hluti sjómanna verði hins vegar
ekki færður þeim til tekna þegar
verð á fiskafurðum lækkar. Harm-
ar Sjómannasambandið að stjórn-
völd skuli ætla að breyta markmið-
um og forsendum sjóðsins með
þessum hætti og skorar á þau að
draga frumvarpið til baka.
♦ ♦
Sjálfstæðisflokkurinn:
Fimdur um
sjávar-
átvegsmál
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis-
flokksins og nefndarmenn
flokksins í sjávarútvegsnefnd
munu á fimmtudag halda sér-
stakan fund um sjávarútvegsmál
í Valhöll. Að sögn Þorsteins
Pálssonar sjávarútvegsráðherra
verður almenn umræða á fund-
inum um stöðu sjávarútvegsins
og þau mál sem þar eru nú til
umfjöllunar.
Á fundinum mun Þorsteinn Páls-
son flytja ávarp, Magnús Gunnars-
son, formaður Samtaka atvinnu-
rekenda í sjávarútvegi, gerir stutt-
lega grein fyrir starfi nefndar um
endurskoðun laga um stjórn fisk-
veiða, og Björn Dagbjartsson,
framkvæmdastjóri Þróunarsam-
vinnustofnunar íslands, gerir grein
fyrir starfi nefndar um bætta um-
gengni um auðlindina.
Að loknum framsöguerindum
verða hringborðsumræður og
munu framsögumenn svara fyrir-
spurnum.
A
►1-40 JMergmJ/fo&föt
Konur íeinelti
►Færst hefur í vöxt að konur, sem
lagðar eru í einelti af hálfu fyrrver-
andi maka eða sambýlismanna,
leiti ásjár hjá samtökum um
kvennaathvarf. Margar þeirra
hafa mátt þola ótrúlega skelfingu
svo árum skiptir. Morgunblaðið
ræddi við tvær konur sem orðið
hafa fyrir ofsóknum fyrrum sam-
býlismanna og fékk þær til að lýsa
reynslu sinni./lO
Ivica
► Undanfarna mánuði hefur
heimsbyggðin glennt augun í fyrir-
sagnir um blóðug átök á Balkan-
skaganum, einkum í Króatíu og
Bosníu-Herzegóvínu. Öllum er
ljóst að þar eiga sér stað hrikaleg-
ir atburðir. En hvers konar atburð-
ir og hvers vegna? Iviéa er Króati
sem hélt að ekkert illt myndi henda
sig!/14
Enginn er spámaður...
►Rætt við Andrés Gunnarsson
sem fyrstur manna kom fram með
hugmyndina að skuttogara, en orð
hans féllu í grýttan jarðveg. Þetta
er sagan af draumaskipinu sem
aldrei varð að veruleika./18
B
HEIMILI/
FASTEIGNIR
► 1-32
Sjaldan verið auðveld-
ara að kaupa íbúð
► Rætt við þrjá fasteignasala í
Reykjavík./16
Saf nið sem tímavél
►Frá aldaöðli hefur söfnunar-
hneigðin fylgt manninum og ólík-
legustu hlutum er haldið til haga.
Þannig hafa ýmis konar söfn verið
sett á stofn, og með því að skoða
þau geta menn komist í snertingu
við fortíðina. Það má því líkja söfn-
unum við tímavél, þar sem hægt
er aðýara í ferðalag aftur í tím-
ann. íslensk söfn taka nú í fyrsta
skipti þátt í alþjóðadegi safna, sem
ætlunin er að verði árlegur við-
burður./l
Fatlaðir eða sjúkling-
ar?
►Vistmenn Kópavogshælis eru
skilgreindir sem sjúklingar en ekki
fatlaðir þar sem hælið er rekið sem
sjúkrastofnun. Hætt er við að þeir
fari á mis við þá þjónustu sem
fötluðum stendur til boða, á sama
tíma og tryggja á enn frekar rétt-
indi fatlaðra í frumvarpi til nýrra
laga um málefni fatlaðra./lO
Svo í Cannes, sem á
íslandi
►íslenskar kvikmyndir settu
nokkurn svip á kvikmyndahátíðina
frægu í Cannes að þess sinni enda
blakti íslenski fáninn nú í fyrsta
sinn við sýningahöllina. Þorfinnur
Ómarsson skrifar frá hátíðinni og
ræðir meðal annars við kvik-
myndaleikarann góðkunna Micha-
el Douglas. /14
► FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist 19c
Leiðari 20 Fólk í fréttum 22c
Hclgispjall 20 Myndasögur 24c
Reykjavíkurbréf 20 Brids 24c
Minningar 22 Stjörnuspá 24c
íþróttir 34 Skák 24c
Utvarp/sjónvarp 36 Bíó/dans 25c
Gárur 39 Bréf til blaðsins 28c
Mannlífsstr. 6c Velvakandi 28c
Kvikmyndir 18c Samsafnið 30c
INNLENDAR FRETTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4 ---- •