Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992
Saga af
draumaskipi
sem aldrei varð
að veruleika
Eiminiier
spamaður
af óhöppum, svo að maður gæti
haldið að á henni hafi hvílt álöjg,
þótt ekki bitnuðu þau á mér. Eg
hélt til Reykjavíkur og vann í vél-
smiðjunni Héðni, þar sem Morgun-
blaðshöllin stendur núna. Þar og í
Hafnarfirði lauk ég sveinsprófi í
vélsmíði. Þá stóðu Gaflarar við
hvern gafl, og ef menn tóku bíl hjá
leigubílastöð Steindórs, var komið
á gluggana og gætt að hveijir voru
í bílnum. Bifreiðar voru þá nýkomn-
ar, og áður gekk aðeins póstvagn
milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar
einu sinni í viku. Göturnar voru
óstjórnlegt forarvað og héldust
þannig lengi vel. Eftir fjörðinn fór
ég í Vélstjóraskóla íslands, lauk
námi tveimur árum síðar og
munstraði mig á togarann Snorra
goða árið 1929. Síðar sigldi ég með
fyrri Eddunni, sem var leiðinlegt
og Iélegt skip, byggt af vanefnum
og illa hirt. Vélstjóranum þar leidd-
ist vistin og ég var ráðinn. Fór tvær
eftir Sindra Freysson
Myndir: Sverrir Vilhelmsson o.fl.
í fórum þjóðarinnar má finna
undarlega og stundum undur-
samlega blöndu minninga um
ósigra, athafnaleysi og sigra. Á
frumsýningu á heimildarkvik-
myndinni Verstöðin ísland síð-
astliðinn laugardag, var eldri
maður sem brá einnig fyrir á
hvíta tjaldinu stundarkorn, með-
an hann afhenti Sjóminjasafni
íslands trélíkan af draumsýn
sinni sem aldrei rættist. Hálfrar
aldar langri sögu lauk við þennan
atburð. Andrés Gunnarsson heit-
ir maðurinn og draumsýnin var
skuttogari, fyrirbæri sem við
þekkjum gjörla en ekki fyrir til-
stilli hans ... og þó.
Andrés Gunnars-
son fór bónleið-
ur til búðar,
ráðamönnum
hér og í Eng-
landi fannst
hugmyndin um
skuttogara vera
fjarstæðukennd
fyrir tæpri hálfri öld. Tálsýnin um
einstaklinginn, einstakan og óvið-
jafnanlegan, er haldlítil þegar hún
tekst á við bjargfastar stofnanir og
aðhlátur samfélagsins. Þrauta-
ganga hans minnir næstum á per-
sónur Kafka, sem kljást við vald
valdsins, ásjónulaust bákn sem þarf
að sýna hversu almáttugt það er,
til þess að viðhalda valdinu; eilífðar-
vélin í hnotskurn. Andrés hring-
snerist milli manna og rakst hvar-
vetna á veggi, þrátt fyrir hugmynd
sem virðist í augum nútímafólks
vera eldsnjöll - því við höfum séð
hana í framkvæmd. Hugmynd hans
um skuttogara var tveimur áratug-
um fyrr á ferðinni en fyrsti skuttog-
arinn sem smíðaður var í Bretlandi
á 6. áratug aldarinnar og markaði
upphaf nýrra hátta í fiskveiðum.
íslendingar keyptu fyrsta skuttog-
arann notaðan frá Frakklandi árið
1970 og tuttugu árum síðar taldi
floti fiskveiðiskipa hérlendis um 120
þúsund tonn, þar af togarar 55.500
tonn, en allur togaraflotinn er af
gerð skuttogara.
Ef gælt er við hið hugsanlega í
sambandi við fortíð sem verður
hvort sem er ekki höndluð, má
spyrja: Hefði hugmynd Andrésar
verið framkvæmd á svipuðum tíma
og hún kom fram, hver hefðu áhrif-
in orðið á annars vegar skipasmíðar
íslendinga, og hins vegar fiskveið-
ar? Værum við í hópi afkastamestu
skipasmíðaþjóða og/eða hefði of
hröð þróun, fiskiskipastólsins leitt
til ofveiði og hruns? Fyrri spuming-
unni má líklegast svara neitandi,
því engin hefð var fyrir smíði stál-
skipa á íslandi á þessum tíma, og
dýrt og langt að sækja aðföng.
Seinni hluti spurningarinnar er
Andrés Gunnarsson stendur við frumgerð af bifreiðageymslu sinni, sem hann hefur enn ekki lagt á hilluna, þrátt fyrir ýmis ljón í veginum.
meira álitamál, en það má eyði-
leggja miðin með öllum tækjum,
síðutogumm sem öðrum, og þótt
afli hefðl nær örugglega aukist,
hefði nýtingin jafnframt verið betri
og einnig hefði stjórnun fiskveiða
hafíst fyrr og verið markvissari.
Stærsta byltingin hefði þó tvímæla-
laust orðið í öryggismálum, aðbún-
aði og vinnuaðstöðu sjómanna, en
einn ágætur viðmælandi Morgun-
blaðsins sem verið hefur bæði á
skuttogara og síðutogara, líkti að-
stæðum annars vegar við „himna-
ríki og hins vegar helvíti". Hefði
hugmyndin orðið að veruleika svo
fljótt, hefði hún því næsta víst
bjargað mannslífum, margfaldað
afla og bætt nýtingu hans. Slíkar
bollaleggingar eru þó aukaatriði
hér, því til umræðu er maðurinn á
bak við hugmyndina og andbyrinn
sem hann mætti fyrir tæpum fímm-
tíu árum, og kannski enn í dag.
Hugleiðingar um hvað hefði getað
orðið, hefðu hlutirnar æxlast á ann-
an veg en þeir gerðu, eru mein-
lausar en fánýtar.
VÉLAR TILHEYRÐU
FRAMANDI HEIMI
Andrés bíður mér til sætis við
grænklætt spilaborð í stofunni, og
ég spyr hvort hann grípi oft í spil?
„Nei, ekki lengur,“ segir hann og
dregur seiminn, „það eru allir meira
eða minna dauðir sem maður þekk-
ir, það er vandamálið við langlífí."
Augun eru snör og stutt í brosið.
Hann er lágvaxinn og tággrannur,
bef það fráleitt með sér að eiga
aðeins tvö ár í nírætt. Aðaiheiður,
konan hans, býður okkur „vatns-
bjór“ og hann fær sér dollu og rör
með þegar ég afþakka. Síðan gefur
hann spilin, stokkurinn er ævi hans,
og ég skrifa niður slagina jafnóðum.
Hann fæddist að Hólmum í Land-
eyjum 29. september árið 1904,
sonur Gunnars Andréssonar og
Katrínar Sigurðardóttur. „Heimilið
leystist upp eftir að faðir minn lést
úr lungnabólgu, ég var þá 17 ára
gamall. Ég undi mér hvergi nema
þegar ég var að smíða eitthvað, og
þótt að ekki væri um auðugan garð
að gresja í tæknimálum, fékk ég
áhuga á vélum og tækjum. Raunar
var vatnsdælan eina vélin á bænum
og í sveitinni allri, eftir að hin botn-
fraus á öðrum bæ, en síðar kom
hestvagn og þótti lúxus, saumavél-
ar voru líka á allflestum bæjum og
prjónavélar á örfáum. Vélar til-
heyrðu algjörlega framandi heimi.“
Andrés fór 18 ára að heiman, hóf
nám í vélsmíði í Vestmannaeyjum
og var þar í hálft annað ár: „Meist-
arinn var slæmur eftir spænsku
veikina, og yfirleitt bograði ég því
einsamall yfír prímusarhausum og
glóðhausavélunum sem voru þá
komnar í þorra þeirra hundrað báta
sem voru í Vestmannaeyjum á þess-
um tíma, enda gekk vélamenningin
þar hratt fyrir sig. Smiðjan var þó
verkfæralítil og lítið um rafmagn,
svo að hver vélsmiðja þurfti að
Hafa eigin rafmótor. Meistarinn dó
í smiðjunni nokkru eftir að ég fór
þaðan, einnig annar maður, og
þessum dauðsföllum fylgdi hruna
■ Éghittieinn
nefndarmanna
sem sagði mér að
gleyma hugmynd-
inni, skuttogarar
eða hvað sem ég
vildi nefna þessa
flarstæðu, yrðu
ekki smíðaðir
næstu 10,15 eða
20 árin og líklegast
aldrei.
■ Égvaröruggur
um að ég væri á
réttri leið og lét
aðhlátur og glósur
sem vind um eyru
þjóta. Sú þrákelkni
hefur ekki verið
mér til framdrátt-
ar. Nema síður sé.
ferðir og þá strandaði hún á Mýr-
um, fulllestuð af salti.“
STRANDIÐ OG KREPPAN
MIKLA
„Edda maraði nánast á þurru,
en helvíti var kalt að vaða í gljánni
upp á land. Maður braut kiakann
og sökk í hveiju spori í jökulkalt
vatn upp í hné og stundum upp í
kiof. Ég var í nýjum skóm og sólarn-
ir týndust fljótlega á göngunni, og
yfírleðrið flettist allt upp eftir kálf-
unum. Þannig búinn þurfti ég að
staulast til byggða með félögum
mínum, og hef hvorki fyrr né síðar
verið jafn gegnkalt. Isafold sem
gerði út skipið, keypti síðan nýja
Eddu fyrir tryggingarféð. Þetta var
í kreppunni miklu, þegar allar hafn-
ir voru fullar af óhreyfðum skipum,
og þeir fengu þetta eðal farþega-
skip á lágu verði. Úr farþegasalnum
var gert kolabox, og ég man mér
þótti ansi sorglegt og sóðalegt að
líta kolabing á þeim stað sem áður
hafði verið dansað á og drukkið.
Með Eddu sigldi ég mestmegnis til
Miðjarðarhafslanda, og maður kom
við í Porto, Barcelóna, Genúa, Nap-
olí og víðar. Ég hélt mig aðallega
um borð í þessum suðrænu höfnum,
þurfti jú að standa vaktir eins og
aðrir. Þetta voru stórkostleg við-
brigði að fá að komast svona langt
suður, en mikil fátækt hvarvetna,
atvinnuleysi og bölvað volæði.
Mussolini var þá upp á sitt besta
og hillti undir Franco á Spáni. Túr-
I