Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 þessum málum, segir brýna nauð- syn bera til að breytingin verði að veruleika. Hann segir að þrátt fyrir vinnuna sem lögð hafi verið í þessi mál hafi ekki náðst nægilegur árangur en ef hann eigi að nást þurfi nýjar reglur til að vinna eftir. Þá hefur rannsóknarlögi-eglan lýst yfir ánægju með tillöguna. Að hennar sögn eru eineltismálin ein- hver þau erfiðustu sem hún fær til úrlausnar. Jón Arnar Guðmundsson, lög- reglumaður í forvarnardeild lög- reglunnar, segist telja að hegning- arlagabreytingin myndi auðvelda störf lögreglunnar þegar hún er kölluð út í slíkum tilvikum. „í dag getum við vissulega fjarlægt menn sem hafa brotist inn til fyrrverandi eiginkvenna eða sambýliskvenna eða ráðist á þær. Hins vegar getum við ekkert gert í öðrum tilvikum, til dæmis þegar menn hrella fyrr- verandi konur sínar með því að sitja í bíl fyrir utan heimili þeirra lang- tímum saman eða eru á vappi í kringum heimilið og sýna ógnandi háttarlag,“ segir Jón Arnar. eftir Ingu Dóru Sigfúsdóttur FÆRST hefur í vöxt að konur sem lagðar eru í einelti af hálfu fyrrverandi maka eða sambýlismanna leiti ásjár hjá Samtökum um kvennaathvarf. Oft hafa þessar konur orðið fyrir öllu í senn; stöðugu ónæði frá mönnunum, heimsókn- um, hringingum, bréfaskriftum, hótunum um ofbeldi af öllu tagi og líkamsárásum. Margar þeirra hafa mátt þola ótrúlega skelfingu svo árum skiptir. Samkvæmt upplýsing- um frá Rannsóknarlögreglu ríkisins hefur þessum málum ekki fjölgað undanfarin ár en flestir sem að þeim starfa óttast að mikið sé um konur sem ekki kæri af ótta við frekara ofbeldi. Einnig þekkjast dæmi um nafnlausar sím- hringingar frá konum í örvæntingarfullri leit að aðstoð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni berast í hveijum mánuði útköll frá konum vegna ofsókna fyrrverandi maka eða sambýlismanna. Af 217 konum sem leituðu til Kvennaat- hvarfsins í fyrra komu 28 vegna eineltis af hálfu fyrrver- andi maka eða sambýlismanns. Á þessu ári hafa 92 konur leitað til Kvennaathvarfsins, 13 þeirra vegna eineltis. Ann- |ars staðar á Norðurlöndum virðist hlutfallið vera svipað en að sögn Else Christensen sálfræðings sem um áratuga skeið hefur unnið með og í kvennaathvörfum í Danmörku, leita 12 til 14% kvenna í athvörf þar í landi vegna ofsókna fyrr- verandi maka eða sambýlismanna. Ofsóknirnar standa oft yfir um lengri tíma Að sögn Jennýjar Önnu Baldursdóttur, starfskonu hjá Kvennaathvarfinu, eru ofsóknimar af ýmsum toga en ákveðnir þættir fylgja flestum málunum, nauðganir, líkams- meiðingar, innbrot, símhringingar og hringingar á dyrabjöll- um. Hún segir að ofsóknirnar standi oft yfir um lengri tíma, jafnvel eftir að mennirnir séu farnir að búa með öðrum kon- um eða búnir að gifta sig aftur. Dæmi séu um ofsóknir af hálfu fyrrverandi maka í allt að níu ár. Þá segir hún að sárfli maðurinn leggi í sumum tilvikum hveija konununa á fætur annarri í einelti. Til Kvennaat- hvarfsins hafi til dæmis á undanförnum tíu árum leitað þijár konur vegna ofsókna af hálfu sama manns. Um þessi tilfelli segir hún að gildi sama og önnur, sem starfskonur Kvennaathvarfs kynnist, að áverkar af völdum líkamsmeiðinga verði grófari. Meira sé um kyrkingartilraun- ir, brunasár af völdum sígaretta og alvarlegar drekkingartil- raunir. Hún segir að í Kvennaathvarfinu hafí árið 1991 ver- ið kallað „Ár hinna miklu áverka". Sönnunarstaðan oft erfið Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins er sameiginlegt einkenni eineltismálanna hve erfitt er að koma höndum yfir mennina sem beita því og stöðva þá. Þeir virðast í flestum tilvikum útséðir með að sitja um fórn- arlömbin þegar enginn sér til og því er sönnunarstaðan oft erfið. Það virðist samdóma álit þeirra sem að þessum málum starfa að þau skipi sérstakan flokk fyrir það hve andstyggi- leg þau séu. Hjá dómsmálaráðuneytinu er nú til umræðu tillaga frá fulltrúum Kvennaathvarfsins um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940 sem felast myndi í því að hægt yrði að dæma þá sem leggja aðra í einelti til að láta ekki sjá sig á ákveðnum stöðum í grennd við heimili og vinnu- stað þessara aðila eða hafa samband við þá í tiltekinn tíma. Ef þeir ekki sinni þessu verði hægt að handtaka þá með skjótum hætti og gera þeim að sæta sektum, varðhaldi eða fangelsi. í dag er lögum samkvæmt einungis hægt að veita mönnum lögregluáminningu fyrir að leggja aðra í einelti. Stefnt er að því að leggja tillöguna eða útgáfu af henni fyrir næsta alþingi. Verði hún að lögum verður um algert nýmæli í almennum hegningarlögum að ræða. Nægilegur árangur ekki náðst Tryggvi Agnarsson lögfræðingur, sem unnið hefur að Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið ræddi við tvær konur sem lagðar voru í einelti af sambýlismönnum eftir að þær höfðu slitið við þá samvistir og fékk þær til að lýsa reynslu sinni. Konurnar óska báðar nafnleyndar. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.