Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992
KNATTSPYRNA
Tvíburarnir efnilegu af Skaganum, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir
Hugsa eins og
hafa sömu áhugamál
Tvíburabræðurnir Arnar
(t.v.) og Bjarki eru mjög
samrýmdir og bundnir
sterkum böndum. Þeir
segjast oft vera að hugsa
það sama og hafa ailtaf
haft sömu áhugamál. Þeir
byrjuðu að æfa knatt-
spyrnu með ÍA 6 ára gaml-
ir. Myndin var tekin í
Grikklandi þar sem þeir
léku í fyrsta sinn með
landsliðinu skipað leik-
mönnum 21 árs og yngri.
TVÍBURABRÆÐURNIR af
Skaganum, Arnar og Bjarki
Gunnlaugssyni, eru af mörgum
taldir á meðal efnilegustu
knattspyrnumanna Islands.
Þeir eru aðeins 19 ára en hafa
þó öðlast töluverða leik-
reynslu. Léku báðirfyrsta
meistaraflokksjeik sinn með ÍA
í3:1 sigri gegn ÍBK í 1. deild
1989, þá 16 ára gamlir. Ásgeir
Elíasson, landsliðsþjálfari,
segir að bræðurnir hafi allt til
að bera til að geta orðið knatt-
spyrnumenn í allra fremstu
röð.
Bræðumir byijuðu að æfa knatt-
spymu reglubundið hjá ÍA
1979, þá sex ára gamlir. „Við feng-
um algjöra knatt-
Eftir spyrnudellu á þess-
ValB. um tíma. Reyndum
Jónatansson komast yfir sem
* mest efni sem
tengdist knattspyrnunni og lágum
yfir því. Pabbi hvatti okkur einnig
til dáða og kenndi okkur mikið án
þess þó að setja pressu á okkur.
Hann var sjálfur í fótbolta á Akur-
eyri þegar hann var ungur og
þekkti því vel til íþróttarinnar,“
sagði Bjarki, sem er 15 mínútum
yngri en Arnar.
Banka á landsliðsdyrnar
Þeir hafa leikið í öllum unglinga-
» landsliðunum og eru nú í U-21 árs
liðinu. Amar sagði að-þeir hafi þó
liðið aðeins fyrir það að vera fædd-
ir fyrir 1. ágúst, en skiptingin mið-
ast við þá dagsetningu í unglinga-
liðunum. Þeir eru þegar farnir að
banka á A-landsliðsdyrnar. Arnar
var tekinn inn í landsliðshópinn í
Grikklandi í síðustu viku er Arnór
Guðjohnsen forfallaðist á síðustu
æfingu fyrir leikinn. Það verður
sjálfsagt ekki langt að bíða að þeir
verði orðnir fastamenn í landsliðinu
ef svo heldur fram sem horfir.
Þeir léku í fyrsta sinn með meist-
araflokki ÍA í 3:1 sigri gegn ÍBK í
6. umferð í 1. deild 1989, þá 16
ára gamlir. Arnar var þá í byijun-
arliðinu og sló í gegn, skoraði eitt
mark og lagði upp hin tvö. Bjarki
kom inná sem varamaður í sama
leik og stóð sig vel. Síðan hafa
þeir verið meira og minna fasta-
menn í meistaraflokki.
Maradona í uppáhaldi
Bjarki sagði að til að byija með
hafí þeir leikið saman með meist-
araflokki í framlínunni. „Síðan var
okkur stíað í sundur og ég færður
á miðjuna. Við náum vel saman
enda þekkjum við hvom annan út
í gegn,“ sagði Bjarki. Þeir segja
Diego Maradona uppáhaldsleik-
manninn, en áður hafið það verið
Argentínumaðurinn Mario Kempes.
Bræðurnir stefna á að komast að
í atvinnumennsku, en segja að rétti
tíminn sé ekki kominn.
Þeir létu ekki mikið fara fyrir sér
í U-21 árs landsliðshópnum í Grikk-
landi, virkuðu frekar hlédrægir og
feimnir. Áhugamál þeirra fyrir utan
knattspyrnuna er að hlusta á tón-
list. „Við erum mjög samrýndir,
höfum sömu áhugamál og rífumst
sjaldan og þá aðallega inná vellin-
um. Guðjón þjálfari hefur gaman
að því þegar við erum að kýta. En
það er allt í góðu og aldrei neinir
. eftirmálar," sögðu þeir. Til marks
um hvað þeir eru samrýndir hefur
það oft komið fyrir að annar þeirra
er að hugsa um ákveðið lag og þá
fer hinn að raula það á sama tíma!
Ásgeir þekkti þá ekki í sundur
En eru margir sem rugla ykkur
saman? „Jú, það er töluvert um það
ÍA leikur nú aftur í 1. deild eftir
árs veru í 2. deild. Liðinu hefur
gengið mjög vel í æfingaleikjum og
þeir eru margir sem spá liðinu einu
af efstu sætunum. En hvað segja
Bjarki og Arnar um það?
Væntingarnar mega ekki vera
óraunhæfar
„Fyrsta takmarkið hjá okkur er
að ná að halda sætinu í deildinni.
Allt umfram það er plús. Annars
er mikill hugur í öllum uppi á Skaga
og þar eru raddir sem vilja að við
vinnum tvöfalt. En við reynum að
gera okkar besta og væntingarnar
mega ekki vera óraunhæfar. Eg
reikna með að það verði Reykjavík-
urfélögin, KR, Fram og Valur og
vonandi IA sem verða í toppbarátt-
unni. Það er mikill fengur fyrir lið-
ið að fá Sigurð Jónsson og gott
fyrir íslenska knattspyrnu," sögðu
þeir bræður sem eru við nám í Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akra-
nesi.
Það verður gaman að fylgjast
með þeim í 1. deildinni í sumar.
Bræðurnir eru leikmenn sem áhorf-
endur koma til-að horfa á. Þeir eru
leikmenn sem hafa yfir miklum
hraða að ráða, eru útsjónarsamir
og tæknin er á sínum stað.
Arnar er miðheiji U-21 árs liðsins
og Skagamanna.
Bjarki leikur fýrir aftan bróður sinn,
á miðjunni.
til Aþenu og þegar þangað var kom-
ið fékk hann bakþanka. Og til að
fyrirbyggja allan misskilning
hringdi hann á hótelið sem U-21
árs liðið bjó á og sagðist ekki vera
viss við hvorn hann hafi talað, en
það væri Arnar sem ætti að mæta
í landsleikinn.
Viðar Halldórsson, landsliðs-
nefndarmaður KSÍ sem var með
U-21 árs liðinu í Grikklandi, sagði
meira í gamni en alvöru að það
væri gott að vera með tvíbura í lið-
inu sem væru svona líkir. „Við
gætum notað 14 leikmenn í hveijum
leik í stað 13. Það væri hægt að
láta annan tvíburann spila fyrri
hálfleikinn og hinn síðari hálfeikinn
og skipt þó tveimur varamönnum
inná. Það tæki örugglega enginn
eftir þessu uppátæki í útileikjun-
um.“
Hlupu 40 km aukalega
Tvíburarnir hafa undirbúið sig
mjög vel fyrir þetta keppnistímabil.
Sem dæmi um það voru þeir á auka-
æfingum í október og nóvember
með Matthíasi Hallgrímssyni, fyrr-
um markaskorara IA. Hlupu með
honum 40 kílómetra á viku fyrir
utan æfíngamar hjá liðinu. Þeir
vita hvað þarf til að ná árangri og
segjast aldrei hafa verið í betri
æfingu en núna.
og þá aðallega hjá þeim sem þekkja
okkur ekki vel. Þetta er ekkert
vandamál heima á Akranesi, en
þetta hefur verið vandamál í U-21
árs liðinu. Ásgeir þjálfari hefur ver-
ið í vandræðum með að vita hvor
er hvað. Á fundinum fyrir leikinn
í Grikklandi, sat ég öðru megin og
Arnar hinu megin. Ásgeir talaði þá
við mig sem Arnar og strákarnir
leiðréttu það. Síðar á fundinum kom
þetta sama fyrir er hann beindi
orðunum til Arnars en þau áttu að
vera til mín. Þetta var svolítð skond-
ið,“ sagði Bjarki.
Þegar Ásgeir Elíasson boðaði
Arnar í A-landsliðshópinn eftir 21
árs leikinn var hann ekki viss um
að hafa boðað réttan leikmann.
Hann sagði við annan tvíburann —
sem hann hélt vera Arnar — eftir
leikinn í Naphilon að hann vildi fá
hann í A-landsliðshópinn sem spil-
aði daginn eftir. Síðan fór Ásgeir
Arnar og Bjarki
Fæddir: 6. mars 1973.
Foreldrar: Gunnlaugur Sölvason og Halldóra Jóna Garðarsdóttir.
Bræður: Garðar 9 ára og Rúnar 11 mánaða.
Arnar: hefur leikið 20 leiki með ÍA í 1. deild og gert í þeim 4
mörk. Hann lék alla leiki liðsins í 2. deild í fyrra og var marka-
hæstur í deildinni með 18 mörk. Hann hefur leikið 13 leiki með
U-18, 7 með U-16 og einn með U-21.
Bjarki: hefur leikið 13 leiki í 1. deild með ÍA og gert í þeim 2
mörk. Hann lék 13 .leiki með Iiðinu í 2. deild í fyrra og gerði 4
mörk. Hann heíur leikið 10 leiki U-18, 8 með U-16 og einn með
U-21.