Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJOIMVARP SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992
39
9.00 Fram að hádegi með Þuríði Sigurðardóttur.
íslenskt mál, hollustumál, heilbrigðismál, matar-
gerð, neytendamál, stjörnuspeki o.fl. Opin lína i
síma 626060.
12.00 Hitt og þetta i hádeginu.
13.00 Hjóiin snúast.
18.00 „íslandsdeildin". Leikin islensk óskalög hlut-
senda.
19.00 Kvöldverðartónlist.
20.00 „Lunga unga fólksins". Umsjón Böðvar
Bergsson.
21.00 Undir yfirborðinu. Umsjón Ingibjörg Gunnars-
dóttir.
22.00 Blár mánudagur. Umsjón Pétur Tyrfingsson.
STJARNAN
FM 102,2
7.00 Morgunþáttur. Umsjón Ásgeir Páll.
9.00 Kristbjörg Jónsdóttir.
13.00 Ásgeir Péll.
17.00 Ólafur Haukur
19.05 Ævintýraferð í Odyssey.
19.35 Vinsældalisti, 20 efstu sætin.
20.35 Richard Perinchief prédikar.
21.05 Vinsældalistinn ... framhald.
22.05 Fræðsluþáttur um fjölskylduna. Umsjón: dr.
James Dobson.
24.00 Dagskrárlok.
Bænastund kl. 9.30,13.30,17.30, 22.46 og 23.50.
Bænalínan er opin kl. 7.00 — 24.00 i sima
675320.
BYLGJAN
FM 98,9
7.00 Morgunutvarp Bylgjunnar. Eirikur Jónsson,
Guðrún Þóra. Fréttir kl. 7 og 8. Fréttayfirlit kl.
7.30 og 8.30.
9.00 Rokk og rólegheit. Anna Björk Birgisdóttir.
Hlustendalína er 671111. Fréttir kl. 9 og 12.
Mannamá) kl. 10 og 11, fréttapakki í umsjón
Steingrims Ólafssonar og Eiríks Jónssonar. Frétt-
irkl. 12.00.
12.15 Sigurður Ragnarsson. Iþróttafréttir kl. 13.00.
Mannamál kl. 14. Fréttir kl. 15.
16.00 Reykjavik siðdegis. Steingrimur Ólafsson.
Mannamál kl. 16. Fréttir kl. 17 og 18.
18.05 Landssiminn. Bjarni Dagur Jónsson ræðir við
hlustendur o.fl.
19.00 Flóamarkaður Bylgjunnar.
19.19 Fréttir.
20.00 Kristófer Helgason. Óskalög.
23.00 Kvöldsögur. Umsjón Bjarni Dagur Jónsson.
24.00 Næturvaktin.
EFFEMM
FM 95,7
7.00 i morgunsárið. Sverrir Hreiðarsson.
9.00 Morgunþáttur. Ágúst Héðinsson.
12.00 Hádegisfréttir.
12.10 Valdís Gunnarsdóttir. Tónlist og getraunir.
15.00 ívar Guðmundsson. Stafaruglið.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Gullsafnið. Ragnar Bjarnason.
19.00 Halldór Backman. Kvöldmatartónlistln.
22.00 Ragnar Már Vilhjálmsson.
1.05 Haraldur Jóhannsson,
5.00 Náttfari.
HUÓÐBYLGJAN
Akureyri
FM 101,8
17.00-19.00 Pálmi Guðmundsson fylgir ykkur með
góðri tónlist. Tekið á móti óskalögum og afmæl-
iskveðjum i sima 27711. Fréttir frá fréttastofu
Bylgjunnar/Stöð 2 kl. 18.00.
SÓLiN
FM 100,6
7.00 Venjulegur morgunþáttur. Umsjón Haraldur
Kristjánsson.
9.00 Jóna de Groot. Fyrirtækjaleikur o.fl.
12.00 Karl Lúðvíksson.
16.00 Síðdegislestin.
19.00 Hvað er að gerast?
21.00 Hallgrimur Kristinsson.
ÚTRÁS
FM 97,7
16.00 Iðnskólinn i Reykjavik.
18.00 FB.
20.00 Kvennaskólinn.
22.00 i öftustu röð. Umsjón Ottó Geir Borg og ísak
Jónsson.
1.00 Dagskrárlok.
ISLAND A
KROS SGÖTUM
Texti: Hildur Friðriksdóttir/Mynd: Júlíus Sigurjónsson _
NÝ ÍSLENSK þáttaröð í fjórum hlutum, ísland á krossgötum, verð-
ur sýnd á Stöð 2 næstu vikurnar, en fyrsti þátturinn er á dagskrá
í kvöld, mánudag. Hans Kristján Arnason er umsjónarmaður og var
hann fyrst spurður hvað fælist í orðunum, að fjallað yrði um „tekju-
hlið“ þjóðfélagsins én ekki „gjaldahlið“ eins og fram kemur í kynn-
ingu stöðvarinnar. „Annar þátturinn byggist mikið á þessum orðum,
en hann heitir Atvinnulíf og nýsköpun. Það felst i því að í vetur
hefur umræðan gengið út á samdrátt og niðurskurð vegna þess að
við erum í efnahagslegri lægð. Enginn hefur hins vegar talað um
það í þjóðfélaginu hvort eða hvernig við getum stækkað þessa köku.
Við ætlum að horfa á jákvæðu hliðina og velta fyrir okkur hvaða
nýsköpunarmöguleikar eru fyrir hendi og hvaða möguleika við
höfum yfirleitt."
Hans Kristján segir að þættirnir
hafi verið í vinnslu undan-
farna ijóra mánuði og að þeir bygg-
ist á viðtölum við 30 íslendinga,
sem búi hér á landi eða erlendis.
Hann segir að ákveðið hefði verið
að taka ekki viðtöl við þingmenn
eða ráðherra, því að þeir „hafi nóg
pláss í umræðunni“. Frekar hefði
verið leitað að fólki sem margt
ætti þátt í að taka ákvarðanir um
framtíð íslendinga, þótt óbeint
væri. „Flestir þessara einstaklinga
eru sjálfstæðir og óháðir en ekki
talsmenn samtaka eða flokka,“
sagði hann.
„Við viljum kynnast þessu fólki
betur og vita hyemig það hugsar.
Meðal þeirra sem rætt er við er
Davíð Scheving Thorsteinsson,
Hörður Sigurgestsson, Gunnar
Helgi Hálfdanarson, Werner Ras-
musson, Guðrún Pétursdóttir,
Súsanna Svavarsdóttir, Edda Helg-
ason, Guðrún Agnarsdóttir, Magn-
ús Gústavsson, Halla Linker, Ing-
ólfur Skúlason og fjöldi annarra."
Imynd lands og þjóðar
Fyrsti þátturinn heitir ímynd
lands og þjóðar og fjallar um
ástandið á Islandi í dag. Við leggj-
um fyrir fólkið spurningar um
hvernig er að Vera Islendingur,
hver er ímynd íslands, hvernig
sjáum við okkur sjálf í samanburði
við aðrar þjóðir, hvernig spegla fjöl-
miðlar íslenskt þjóðfélag og hvem-
ig sinna þeir því hlutverki að tengja
saman ráðamenn og almenning og
þannig mætti lengi telja. Margt af
því sem kemur fram er áhugavert,
fróðlegt og kannski orð í tíma töluð.
Við íslendingar göngum með svo
margar goðsagnir um það hver við
erum. Stundum erum við full af
mikilmennskubrjálæði, en stundum
full af minnimáttarkennd, en oft
sjáum við okkur sjálf ekki í réttu
ljósi. Þegar búið er að klippa viðtöl-
in saman og búa til samfellda heild
er mjög skemmtilegt að sjá útkom-
una, ef við notum þetta til að fram-
lengja okkur sjálf. Þarna komu
fram ýmsar áhugaverðar fullyrð-
ingar og vangaveltur."
— Eins og hveijar?
„Tökum pólitíkina sem dæmi.
Einn kaflinn í fyrsta þættinum
Ijallar um hana en ekki á þann
hátt að verið sé að kenna neinum
um eða taka neinn fyrir, hvorki
flokka né menn. Við höldum að við
búum við mjög virkt lýðræði, en
þegar nánar er skoðað gerum við
skoðun, t.d. í sambandi við umfjöll-
un um landið erlendis. Hvernig
sýnið þið áhorfendum hvort hún á
við rök að styðjast eða ekki?
„Við gerum það ekki. Við förum
mjög óvenjulega leið, sem hefur
ekki verið farin í sjónvarpi áður.
Við tókum löng viðtöl við fólkið,
45 klukkustundir í allt, og klipptum
þau niður í 2'h klukkustund. Þætt-
irnir byggjast á viðtalsbútum, sem
taka frá 'h upp í 3 mínútur og því
liggur óhemju mikil vinna við klipp-
ingar. Allar myndimar eru teknar
á sama stað í stúdíói og eingöngu
eru teknar nærmyndir af andliti.
Áhorfendur geta þannig horft í
augun á fólkinu, séð svipbrigðin
og þeir hlusta. Uppistaðan í þættin-
um er það sem fólkið er að segja
og einmitt þess vegna hefur ekki
Hans Kristján Árnason segir að í þættinum séu íslendingar krufn-
ir inn að beini af löndum sínum.
„Við erum að reyna að
opna umræðu í þjóðfé-
laginu og varpa nýju
Ijósi á málefnin," segir
Hans Kristján Arnason
umsjónarmaður nýrra
sjónvarpsþátta
það á margan hátt ekki. Einn við-
mælandanna heldur því fram og
styður með mjög eftirtektarverðum
rökum, að stjórnmálakerfið hér sé
handónýtt. Það gagnist engum og
kjósendur fái engu að ráða.
Einnig stqndum við í þeirri trú,
að ísland sé mikið í umræðunni
erlendis. Ef eitthvað gerist hér á
landi þá höldum við bókstaflega
að heimurinn standi á öndinni, en
raunveruleikinn er hins vegar alveg
andstæðan.“
Óvenjuleg leið í þáttagerð
— Nú hefur þetta fólk ákveðna
verið lögð áhersla á að mynd-
skreyta þá.
— Reynir þetta einhæfa form
ekki svolítið á áhorfendur?
„Hver þáttur skiptist í 5-6 kafla
og ég er með smá inngang með
hveijum þeirra, sem brýtur þáttinn
aðeins upp. Við vonum að þetta
veki það mikinn áhuga að efnið
verði vel þegið.
Ég held að þetta sé fyrsta þátta-
gerðin sem kryfur landann svolítið
inn að beini. Þetta er ekki fræði-
lega gert, heldur er þetta sjónar-
mið mitt. sem spytjanda. Eg er
ekki sérfræðingur, en ég velti þessu
hins vegar fyrir mér sem áhuga-
maður. Þetta er bara fólk að spjalla
saman og það gefur fyrir bragðið
kannski alveg nýja mynd af Islend-
ingum.
Ég held jafnvel að myndin eigi
eftir að stuða marga, því þarna eru
margar ögrandi fullyrðingar, sagð-
ar af sannfæringu viðkomandi um
það hveijir við erum og hvernig
við Htum á okkur.“
Cárar
eftir Elíttu Pálmadóttur
Leyst var festí
} skaparans nafni ýtt var út
opnu skipi er leyst var festi
...sagði Jakob Thorarensen. Ný-
lega fór í skapið á Gáruskrifara
að finna hvergi í kortaflóðinu í
bókabúðum póstkort af fiski eða
fiskveiðum. Þótti það vond nýt-
ing til landkynningar. Vakti um
leið athygli á feimni kvikmynda-
gerðarfólks við þennan stóra
þátt í okkar tilveru. En nú er
þar leyst festi og ýtt út skipi.
Auk þess sem éina „skáldaða"
kvikmyndin okkar í fiski, Ingaló
í grænum sjó, er að spóka sig
suður í Cannes, innan um öll fín-
heitin í kvikmyndabransanum.
Það er myndarlegt skipið sem
ýtti var úr vör um sl. helgi, Ver-
stöðin ísland. Sýnilega var vel
þegið boð að-
standenda
hennar á fríar
sýningar
nokkra daga í
Háskólabíói.
Þetta er líka
mynd eða
fjögurra
mynda flokkur
sem enginn ís-
lendingur ætti
að láta fram
hjá sér fara.
Eflaust hafa
íslenskir út-
gerðarmenn verið búnir að sjá
hve nútímafólk veit lítið um þetta
makalausa ævintýri sem þróun
fiskveiða á íslandi er, frá ára-
bátaöld og fram til nútíma
tæknivæddra veiða, og því látið
festa þá sögu á filmu - mynd-
mál okkar daga. Þessi saga öll
tekur raunar varla yfír tvöfaldan
líftíma LÍÚ eða aðeins aftur til
síðustu aldamóta. LÍÚ-menn
höfðu vit á að gefa kvikmynda-
gerðarmönnunum fíjálsar hend-
ur og Erlendur Sveinsson hefur
verið útsjónarsamur og fundvís
á heimildir og gögn, sem ekki
liggja á lausu í lifandi myndum.
Jafnvel um síðustu aldamót var
lítið um ljósmyndir, aðrar en
uppstilltar mannamyndir. Sem
dærni má nefna að 1897 hjóst
hið glæsilega, nýja spítalaskip
Frakka, Sankti Páll, á klöppun-
um neðan við Klapparstíginn í
Reykjavík í 4 tíma í vitlausu
veðri. Allir Reykvíkingarnir
4.000 horfðu á. Enginn tók
mynd. Það var ekki fyrr en
franski læknirinn komst í land
er lægði að eina myndin af at-
burðinum var tekin. Olíkt höf-
umst við að. Erlendur tekur þann
kost að setja á svið það sem í
vantar og Sigurður Sverrir fílm-
ar það, sem tekst ákaflega vel.
Það er fróðlegt að sjá þarna
í samrennandi sjónhendingum
hve brigðull er sjávarafli við ís-
land. Og við að hafa alla mynd-
ina, skynjar maður líka að ekki
höfum við dregið úr þeim óskapa
sveiflum heldur aukið á þær.
Alltaf brugðist við þegar ósköpin
voru dunin yfír og þá jafnan af
alkunnum fítonskrafti, svo
sveiflurnar hafa risið hátt og
fallið í djúpa dali. Við byggðum
upp allan flotann í stökkum,
þvisvar sinnum á öldinni. Ekki
er hún síld ein duttlungafull eins
og Donna kerlingin mobile held-
ur allur okkar sjávarafli og að-
stæður til fanga. Viðbrögðin í
stíl við það. Það er fjörugur dans
með trukki og rykkjum í verstöð-
inni íslandi, sem við blasir þegar
horft er á sögu fískveiða við ís-
land frá aldamótum. Og veiðida-
man fylgir fískherranum vel eft-
ir í trylltum dansi. Bregst hik-
laust við fyrirvaralausum sveifl-
um og rykkjum. í rauninni er
þetta makalaus dans. Breyting-
amar á flota og veiðiaðferðum
ótrúlegar, jafnvel þær sem mað-
ur hefur upplifað. Röskleiki og
dugnaður íslendinga, ekki aðeins
að lifa þetta af heldur byggja
upp, ríður ekki við einteyming.
Vekur aðdáun — með bægsla-
ganginum og rykkjunum. Þetta
er mynd sem hveijum íslendingi
ber eiginlega skylda til að sjá,
ef hann ætlar að botna hætis
hót í lífínu á þessari eyju okkar.
Og það á stóm kvikmyndatjaldi.
Á litlum sjónvarpsskermi verður
hún eins og listaverk á frímerki.
Eftir árangurslausu leitina að
póstkorti með físki eða fískveið-
um og fylgjandi kvörtun, lágu
hér við heimkomu nokkur bréf
með heilmörgum slíkum póst-
kortum. Þar má sjá að póstkorta-
framleiðendur virðast ekki hafa
sofíð á verðinum. Nú á ég því
mikið úrval af slíkum kortum frá
Sólarfilmu, stórfallegar myndir
eftir Hrafn Hafnfjörð og prýðis-
myndir frá Litbrá. Get sent öllum
vinum póstkort frá fiskveiðistöð-
inni íslandi á næstunni. En hvað
með alla hina sem vilja senda
slík kort, ef þau fínnast ekki á
grindum kortasalanna? Ekki
freistar útlendinga það sem ekki
blasir við þeim. Mér skilst að
mörg þessara fískibæjakorta fá-
ist helst á viðkomandi stað, en
ekki í Reykjavík. Segja megi að
menn verði að fara til Hólmavík-
ur til að fá Hólmavíkurkort.
Markaðurinn hafi ekki meðtekið
að verstöðin ísland er engu síður
merkileg en skógur og fossar. í
póstkortaútgáfuna hafi hlaupið
ofvöxur á undanförnum árum
með fjölgun útgefenda. Slíkt leiði
til öfframboðs á „vinsælum"
kortum og vöntunar á þeim sem
minna seljast á sölustöðum.
Kannski gætir þarna sömu sveif-
lanna eins og í fiskiveiðum okkar
og allri annarri viðleitni. Alla
vegana virðist vera uppsveifla í
mati á kynningu á fiskveiðum
okkar á kvikmyndum og mynd-
um.
Ps: Úr því brotin er sú regla að
Gárur séu ekki framhaldsþáttur,
má kannski minnast á mikil við-
brögð við síðasta pistli um „ráð-
deildarrefsingu", eins og einn af
mörgum hringjendum vill kalla
nýjan skatt á venjulegt sparifé.
I símanum var aldeilis ekkert
eignafólk, heldur allt frá verka-
manni og sjómanni í 50 ár og
til venjulegs gamals áhyggjufulls
launafólks, sem þótti öryggi í að
spara og eiga svolítinn varasjóð.
Einmitt þessvegna var þetta fólk
svo spælt.