Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. MAI 1992
flóttamanns? Ég hreyfði mig í und-
arlegum stellingum hjartarins sem
aldrei veit ró á meðan rándýrið
gengur um skóginn. Ég var hljóður
og hlustaði á skóginn nákvæmar
en nokkru sinni og hvert þrusk gat
kallað á átök upp á líf mitt. Dauða
minn hélt ég að ég gæti átt við Guð
einan, eitthvað sem við gætum orð-
ið ásáttir um einn góðan veðurdag.
Nú höfðu aðrir tekið það að sér,
þeir höfðu eignað sér forgangsrétt-
inn að beinum mínum, þeir höfðu
strákinn og nú vildu þeir mig. Ég
var ei lengur á sælureit bernskunn-
ar. Ég var Ivica á flótta undan
dauðanum og leitaði raddar sem
gæti leiðbeint mér um nýtt land þar
sem rándýrin þyrsti í hjartarblóð,
mitt blóð.
Það liðu þijár nætur þar til ég
laumaðist fyrst til foreldra minna.
Faðir minri var illa á sig kominn
eftir barsmíðar tsjetnikanna og inn-
búið var meira og minna mölbrotið.
Læknirinn taldi að hann yrði göngu-
fær eftir hálfan mánuð eða svo.
Við ræddum dágóða stund um hvað
tæki við. Foreldrar mínir vildu
hvergi fara en þau ætluðu að finna
strokuleið fyrir mig til Sisak. Ég
útskýrði fyrir þeim að ég gæti ekki
yfirgefið þau. Þau hvöttu mig samt
til að fara en við vissum öll að það
yrði erfitt. Allur bærinn vissi um
útlegð mína. Móðir mín sagði að
bæjarbúarnir kæmu ekki lengur í
heimsókn. Við urðum að þrauka og
kannski blessaðist alitsaman,
kannski ekki. Daglega óx hreiður
hins illa, víglínan færðist lengra og
lengra norður. Það heyrðust skot-
drunur fyrir utan og án þess að
hika hljóp ég út úr húsinu, minnug-
ur þess að rándýrin þyrsti í hjartar-
blóð og senn var ég í iautinni, hult-
ur um stund.
Dvölin í skóginum var full af
hljóðum, minningum og hugsunum,
ég gat heyrt krakkana hrópa nöfn
okkar Ivo og ég gat séð fyrir mér
sposkan svip hans þar sem hann lá
í berjalautinni og sleikti sólina. Ég
hugsaði um okkur Mirnu, hugsaði
um börnin, hugsaði um leikina í
skóginum, hugsaði um Guð og rétt-
lætið, ég var alltaf að hugsa. Oft-
ast hugsaði ég um Mirnu og börn-
in. Þau voru í góðum höndum hjá
systur minni og báðu fyrir mér.
Stundum fannst mér eins og augu
skógarins gerðu það líka. Var ég
orðinn vitlaus eða var það samúð
sem ég las út úr þessum augum.
Ég læt því ósvarað. Ég lærði að
greina í sundur hljóðin í skóginum,
vissi að ámátlegt baul tindilfætlunn-
ar táknaði öryggi skógarbúa, en
ráðvillt hlaup hérans vissu á óvænt-
an gest.
Ég laumaðist oft heim að nætur-
iagi og sótti þangað vistir, pabbi
var að ná sér og talaði um að útbúa
góðan felustað fyrir mig svo ég
þyrfti ekki að dvelja veturinn úti í
skóginum. Um miðjan október segir
hann mér að hann sé byijaður að
grafa undir eldhúsgólfinu og brátt
gæti ég flutt í þessa holu og búið
hjá þeim. Það var áhættusamt en
varla lifði ég veturinn af í skógin-
um. Eitthvað varð til bragðs að
taka og því varð að ráði okkar að
ég flyttist heim um leið og felustað-
urinn yrði tilbúinn. Um þetta leyti,
þ.e. í október, geisa harðar árásir
víðast hvar um alla Króatíu. Þriðj-
ungur landsins var fallinn í hendur
sambandshersins og bræður snérust
gegn bræðrum. Þeir sem voru eitt
sinn vinir gátu með engum hætti
treyst því að svo ætti við lengur.
Nágrannar gættu þess að loka hlið-
um sínum og hurðum vendilega.
Hvergi mátti gysa innundir hlýja,
viðkvæmni eða kærleikur. íjóðir
áttu í stríði, voru fjandmenn, án
þess að það yrði útskýrt neitt frek-
ar. Hvers vegna hafði Ivo ekki haft
samband við foreldra mína?
Ég kynntist honum í æsku sem
einlægum og vönduðum dreng,
frekar viðkvæmur og umkomulaus
þegar á móti blés en annars gaman-
samur á hijúfu yfirborðinu. Kvöldið
þegar hann kom til mín og sagði
mér að flýja, vissi ég að hann lagði
líf sitt í hættu. Hvernig tækju serbn-
eskir bræður hans þessari uppljóstr-
UNGVERJALAND
Vukovar. VOJODINA
BELGRAD
S E R B í A
KOSOVO
aV^
L MAKEDÓNÍA
Yfirlitskortið til vinstri sýnir rikjaskipan fyrrum
Júgóslavíu. Rauðleitu svæðin í Króatíu hafa verið
hernumin af tsjetnikum og sambandshernum.
Á stækkaða kortinu til hægri sést sögusvið
greinarinnar. Ivi'ca bjó í Kostajnica sem liggur
við landamæri Króatíu og Bosníu-Herzegóvínu.
un um fyrirætlan þeirra? Ég hafði
leitt hugann að því og stundum
óttaðist ég að eitthvað illt myndi
henda hann. Eitthvað sem hann
fengi í engu ráðið. Ég ver mig gegn
þeirri hugsun að vilji eða ráð besta
vinar mír.s Ivo hafi legið að baki
aðförinni út í skóg, né heldur að
sá Ivo sem birtist mér þar hafi átt
nokkuð skylt við þann sem bjargaði
lífi mínu nokkrum vikum fyrr.
„Ég er að flýja“
Það var komið fram í enda októ-
ber og fyrir ýmsa ókyrrð innra með
mér ákvað ég að fresta ferðinni í
föðurgarð þá nóttina. Fyrr um
kvöldið heyrði ég hermenn ganga
um skóginn og mér leist illa á að
vera á ferli. Kuldinn var farinn að
þrengja að mér og eitthvert næstu
kvölda ætlaði ég að yfirgefa lautina
fyrir fullt og allt og leita oní holu
hjá mömmu og pabba. Til þess að
verma mig og róa í senn hafði ég
fyrir sið að afklæða mig og leggj-
ast í heita uppsprettu og þar sem
ég ligg í ilvolgu vatninu heyri ég
hermenn aftur á ferli. Það var ekki
um annað að ræða fyrir mig en að
halda kyrru fyrir þartil þeir færu
framhjá. Raddirnar berast nær og
ég giska á að þeir séu fimm saman
í hóp. Spennan magnast þegar ég
sé ljósflökt uppi í tijágreinunum
fyrir ofan lautina og skömmu síðar
greini ég orðaskil sem greindu frá
ferð þeirra í skóginn. Leið þeirra
lá ekki um skóginn heldur-inn í
hann til að ná í „helvítið, hann
Ivica“. Það var annarleg rödd Ivos
sem heyrðist segja: „Það er hérna
sem hann felur sig.“ Ljósið beinist
gegnum þykkt kjarrið og raddirnar
bijóta sér leið inn í lautina. Það
hvarflaði að mér að gefa mig fram
þarsem besti vinur minn var kominn
en ég dokaði við og Iá enn í vatn-
inu. Þá sé ég mennina standa með
alvæpni og greini rödd þess sem
myrti son minn og félagi hans seg-
ir: „Hvar er helvítið?" Nú standa
þeir allir í lautinni og Ivo gengur
reikulum skrefum að hellismunnan-
um, greinilegt að hann er ölvaður
og þeir allir meira og minna. „Gefðu
þig fram, Ivica, þetta er búið,“ seg-
ir hann og einhver segir: „Við skul-
um drepa ykkur alla, helvítin ykk-
ar.“ Þeir hafa raðað sér upp við
hellismunnann og beina ljósinu inn
í hann. Um sjö metra bakvið þá lá
ég nakinn og stjarfur, reyndi að
bæla niður hræðslukjökrið af ótta
við að það gæti komið upp um mig.
Næst sé ég einhvern kasta sprengju
inn í hellinn og það kveður við
óhugnanlegur hávaði, jörðin nötrar,
dýrin taka á rás. Ég sprett upp úr
vatninu og í eldglæringunni sem
brýst út úr hellinum logar skógurinn
upp. Þama stóð ég nakinn frammi
fyrir aftökusveitinni sem hafði snú-
ið sér undan eldblossanum. Ég man
þau stríðsöskur sem yfirtóku dyn
sprengjunnar þegar maðurinn sem
þeir héldu loga í víti stóð kviknak-
inn bakvið þá. Ég öskraði á andlitin
sem öskruðu á mig. Ég var á stökki
eins og villigöltur, öskraði og óð
kjarrið, vitstola hjó ég mig áfram
og fann að kúlurnar hröðuðu sér
að líkama mínum. Það var aðeins
eitt boð, einn skilningur sem hrísl-
aðist um mig allan, því fyrr út úr
kjarrinu og því fleiri tijábolir sem
skildu á milli okkar, því færri kúlur
ættu leið að mér. A móti vetrar-
vindi rann ég í ofboði framhjá þús-
und tijám, þartil engin hljóð heyrð-
ust lengur að baki, ekkert más,
engar stunur, öngvir hvellir, skot,
né þytur kúlna, aðeins trumbuslátt-
ur hjartans sem enn sló einhverstað-
ar langt inní heitum og blóðugum
líkama mínum. Það var jafn sannur
skjálfti í líkama mínum og trénu
sem ég hallaði mér upp að og vind-
inum sem hallaði sér upp við tréð.
Ég yfirgaf skóginn og fann skúr
við jaðar bæjarins sem ég leitaði
skjóls í á aðra nótt, gerði að sárum
mínum, fann þar dulur sem ég gat
klæðst og bjó mig undir að halda
heim.
Þar var allt á tjá og tundri. Þeir
höfðu gert dauðaleit að mér í hús-
inu nóttina sem þeir höfðu misst
af mér í skóginum. Þeir ógnuðu
foreldrum mínum og gáfu þeim til
kynna að ef þau dirfðust að leyna
mér yrðu þau drepin. Þeir höfðu
ekki fundið felustaðinn undir eld-
húsgólfinu og þar hélt ég til næstu
vikurnar og beið þess að eitthvað
gerðist. Fyrst af öllu beið ég eftir
að stríðinu lyki en það gerðist ekki,
þá beið ég eftir því að flýja til Sis-
ak en það var nær ómögulegt. Síð-
ast og ekki síst beið ég þess að
deyja þegar tsjetnikarnir stormuðu
um heimilið mitt, þannig að marr-
aði í gólfinu fyrir ofan mig, beið
þess að hleranum í gólfinu yrði svipt
upp og ég fengi litið upp í birtuna
af blossa byssunnar. Nei, þeir fundu
mig ekki, spurðu um mig, svívirtu
foreldra mína og hótuðu þeim, sögð-
ust mundu koma aftur, en þeir
fundu mig ekki. Ég lá oní þessari
ljóslausu holu lungann úr hveijum
degi, fann að hugsunin var orðin
sljó, máttur minn fjaraði út. Mér
fannst þetta líf sem ég teygði yfir-
þyrmandi, foreldrar mínir voru í
hættu út af mér, ógnin vék sér aldr-
ei út fyrir garðshliðið, síðasta hugs-
unin fyrir svefninn var óttaþrungin
og einnig sú fyrsta sem ég vaknaði
við. Faðir minn sagði mér frá presti
í bænum Prijedor í Bosníu-Herzego-
vínu. Hann sagðist geta komið mér
til Sisak ef ég kæmist til hans. A
milli okkar voru hundruð her-
manna, áin Una og dauðamerktur
Iviéa. Ég lét þá hættuför bíða á
meðan ég gat talist hultur í holunni.
Ég var uppi við í eldhúsinu í
desemberbyijun og át þar kvöldverð
með mömmu og pabba. Garðshliðið
er opnað og ég skýst oní holuna.
Einhver kemur inn og neðanjarðar
heyri ég raddir að ofan, þetta er
einn af þeim sem hafði komið eftir
mér inn í skóg. Hann hrópar: „Ég
sá son ykkar hérna, hvar er hann!“
Um leið og ég heyri þetta grípur
mig ofsahræðsla, það hafði sést til
mín. Faðir minn svarar: „Nei, það
getur ekki verið, ég veit ekki hvar
hann er.“ - „Þú lýgur því, helvítið
þitt, HVAR ER HANN.“ - „Ég
veit ekkert um son minn.“ - „ÞU
DJÖFULS LYGARI" - og það heyr-
ist skot. Fyrst eitt, síðan heyri ég
sex önnur, þá hef ég fallið í yfirlið
en varla hefur það verið lengi, svo
ríf ég upp hlerann albúinn að mæta
dauðanum en morðinginn er á brott.
Eldhúsið er atað blóði og á gólfinu
liggja þau, elskulegir foreldrar mín-
ir, sundurskotin, mamma er með
lífsmarki, korrandi maríubænir yfir
líki föður míns. „Hlauptu, Ivica,
forðaðu þér, við verðum brátt í
góðum höndurn." Um leið heyrist
ískur í garðshliðinu og ég hleyp út
bakdyramegin. Viðbragðið var
ósjálfrátt, það var engin hugsun
skýr, það var engin hugsun, heldur
hvötin að halda lífi, mann langar
til að lifa af því maður er lifandi,
af því að allt sem maður þekkir í
heiminum er lifandi. Þú óttast hið
óþekkta, flýrð þegar dauðinn geng-
ur inn í hús þitt, jafnvel þótt þú
hafir ekkert að flýja til og flóttinn
er að öllu leyti skýrður í þeirri vit-
und sem blaktir: „Ég er að flýja“
og vissan um að þetta „Ég“ sé hlað-
ið allskyns eindum lífs hversu ömur-
legt og viðbjóðslegt sem það líf er.
Nú réð örvæntingin ferðum, ég
leitaði skjóls og þau vinalegu hús
sem ég freistaðist til að banka upp
á luku ekki upp fyrir feigum manni.
„Komdu þér burt!“ Mín beið æru-
laus dauðdagi, ég var útskúfaður,
ég átti ekki skjól í neinum laga-
rétti, samúð, húsum vina, hvað þá
réttlætinu, því ég var Króati, full-
trúi þjóðar sem fór fram á sjálf-
stæði. Ofurseldur hryllingi og neyð
ákveð ég að láta reyna á flóttann
yfir til prestsins í Prijedor. Það var
komið langt fram í desember og
ákvörðunin .styrktist með hverri
snjóflygsu sem lagðist blaut oní
hálsmálið þegar ég skaust úr einu
útihúsinu í annað, við eitt þeirra
fann ég reiðhjól sem ég lagði hald
á. Jóladagsmorgunn var góður dag-
ur til að flýja, bærinn var kyrrlátur
og einhver vísir að jólahaldi lá yfir
reykháfunum og skreytingunum í
einstaka glugga, þá lagði ég af stað
á hjólinu. Ég var í hettustakk sem
huldi andlit mitt að mestu. Ég var
nýkominn út á veg þegar ég sé
traktor fyrir framan mig, engir
aðrir voru á ferli. Ég fylgi traktom-
um áleiðis og einhver jólasöngur
dettur í mig svona ofan úr feigð-
arblæju himinsins. Höktið í trakt-
orsvélinni drakk í sig fögnuð söngs-
ins um fæðingu frelsarans, enda
var sá boðskapur þrátt fyrir tilefni
dagsins frekar ómerkilegur í sam-
anburði við þungan nið herbílanna
sem óku frá brúnni í átt að traktorn-
um og mér. Þetta var hætta, ég
lifði í óslitinni hættu en kannski
hinum megin við brúna, í öðru ríki,
var minni hætta, en ijarlægðina þar
á milli kunni ég ekki að reikna út,
hún var óútreiknanleg.
Bílalestin sem nálgaðist ók fram-
hjá, án þess að skipta sér nokkuð
af traktornum og mér, en það gerðu
þeir sem stóðu vörð við brúna. Þeir
voru tveir og annar gengur að öku-
manni traktorsins og kallar svo á
hinn, þeir húka þarna við traktorinn
þegar ég hjóla að brúnni. Ég ansa
ekki aðvörunum þeirra, ansa ekki
skipuninni um að stöðva, ansa ekki
hótuninni um að verða skotinn.
Frekar reyni ég að syngja með réttu
lagi, því að öll þessi köll trufluðu
einbeitinguna, einnig var hált á
brúnni og erfitt að stjórna hjólinu
í krapinu. Ég datt ekki og held að
söngurinn hafi skilað sér út í jóla-
dagsmorguninn óbrenglaður, bæði
lag og texti. Af þessum hermönnum
við enda brúarinnar heyrði ég síð-
ast annan segja við hinn: „Æ, hann
er eitthvað skrítinn þessi, látum
hann bara fara.“
Eftirmáli
Þegar Ivica kom til prestsins í
Prijedor var hann færður undir
læknishendur, líkamlegt og andlegt
ástand hans jaðraði við ómennsku
segja skýrslur lækna; vansvefta,
vannærður, taugahrúga og fleira
mætti nefna. Honum fór ört fram
og tveimur vikum síðar komst hann
til Mirnu og barnanna í Sisak, þar
sem hann dvelur enn. Ivica segir
hér frá líkt og hann talaði til þín,
lesandi, á sama hátt og hann talaði
til mín á hótelherberginu í Zagreb,
þannig taldi ég hann komast nær
þér en ella. Samt var það nú svo,
að meðan á yfirheyrslunni stóð og
Ivica ýmist gekk um óðamála, sat
hljóður, snökti, reri í gráðið, tuldr-
aði eða hágrét, já, alveg sérstaklega
þá, fannst mér eins og ég skyldi
ekki þetta mál, þessa raun sem fram
fór í huganum, hans einkamál.
Tveimur vikum eftir að hann kom
til Sisak fékk hann þær gleðifréttir
að móðir hans væri á lífi í spítala
í Belgrad. Fyrir milligöngu prests-
ins í Prijedor hafa þau getað skrif-
ast á. I síðasta bréfi sem móðir
hans sendi til hans segir hún: „Stríð
er ekki verk Guðs heldur verk
manna. Allt það sem maðurinn ger-
ir, getur maðurinn breytt. Okkur
færi best að lifa fyrir þá von, kæri
Ivica, að breyta þessu stríði í frið.“
Höfundur er heimspekinemi og
vnr nýverii) á ferð í Króatíu.
„Stríð er ekki verk Guðs held-
urverk manna.
Öllu því sem maðurinn gerir,
getur maðurinn breytt.
Okkurfæri best
að lifa fyrir þá von, kæri Ivica,
að breyta
þessu stríði ífrið.“