Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 23
ATVINNURAD-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
i
Frá Tónlistarskól-
anum á Þórshöfn
Laus er staða tónlistarkennara við Tónlistar-
skólann á Þórshöfn veturinn 1992-1993.
Starfsumsóknum er tilgreina m.a. menntun
og fyrri störf skal skilað til formanns tón-
skólanefndar, Líneyjar Sigurðardóttur, Háls-
vegi 6, 680 Þórshöfn, fyrir 1. júní nk.
Nánari upplýsingar í síma 96-81138.
Tónlistarskólanefnd.
Atvinnurekendur
athugið!
Atvinnumiðlun námsmanna hefur hafið starf-
semi sína. Fjöldi námsmanna er á skrá með
margvíslega menntun og starfsreynslu að baki.
Skrifstofan er opin frá kl. 9-18 alla daga.
Vanti ykkur starfskrafta í sumar, þá eru þeir
hjá okkur!
ATVINNUMIÐLUN NÁMSMANNA,
Stúdentaheimilinuv/Hringbraut,
símar 621080 og 621081.
VINNUEFTIRLIT RIKISINS
Administration of occupational safety and health
Bíldshöfða 16 ■ Pósthólf 12220 • 132 Reykjavfk
Vinnueftirlit ríkisins auglýsir laus til um-
sóknar eftirtalin störf:
Eftirlitsstarf á Suðurnesjum
Starfið felst í eftirliti með aðbúnaði, hollustu-
háttum og öryggi á vinnustöðum skv. lögum
nr. 46/1980 ásamt fræðslustarfsemi. Það
hentar jafnt konum sem körlum.
Umsækjendur skulu hafa staðgóða grunn-
menntun á tæknisviði. Önnur menntun
ásamt starfsreynslu kemur þó til greina.
Ennskukunnátta æskileg. Starfsaðstaða eft-
irlitsmanns er á umdæmisskrifstofunni í
Keflavík.
Nánari upplýsingar veitir Gestur Friðjónsson
umdæmisstjóri í síma 92-11002 eða aðal-
skrifstofan í síma 91-672500.
Eftirlitsstarf á Austurlandi
Starfið felst í eftirliti með aðbúnaði, hollustu-
háttum og öryggi á vinnustöðum skv. lögum
nr. 46/1980 ásamt fræðslustarfsemi. Það
hentar jafnt konum sem körlum.
Umsækjendur skulu hafa staðgóða grunn-
menntun á tæknisviði. Önnur menntun
ásamt starfsreynslu kemur þó til greina.
Starfsaðstaða eftirlitsmanns er á umdæmis-
skrifstofunni á Egilsstöðum.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Skúli
Magnússon umdæmisstjóri í síma 97-11636
eða aðalskrifstofan í síma 91-672500.
Laun eru samkvæmt launakerfi opinberra
starfsmanna. Umsóknum ásamt upplýsing-
um um menntun og fyrri störf skal skila til
Vinnueftirlits ríkisins, Bíldshöfða 16, fyrir 14.
júní 1992.
Ræstingastjóri
Stórt fyrirtæki í borginni óskar að ráða
ræstingastjóra til starfa. Starfið er laust sam-
kvæmt nánara samkomulagi. Leitað er að
starfskrafti, sem er vanur verkstjórn, skipu-
lagður og skilur mikilvægi þess að hrein-
læti og þrif séu aðalsmerki hvers góðs fyrir-
tækis.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu okkar
til 24. maí nk.
Guðni Tónsson
RÁÐGJÖF & RAÐNl NCARNÓNUSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22
HAFNARFIRÐI
Aðstoðarlæknir
Staða aðstoðarlæknis frá 1. júlí 1992 á lyf-
læknindadeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði
er laus til umsóknar.
Um er að ræða 28 rúma mjög virka lyflækn-
ingadeild með bráðavakt fyrir Hafnarfjörð og
nágrannabyggðir. Virk þátttaka í vísinda-
störfum sjúkrahússins æskileg.
Nánari upplýsingar hjá yfirlækni, lyflækninga-
deild, í síma 50188.
Framkvæmdastjóri.
RÍKISSPÍTALAR
Reyklaus vinnustaður
BARNASPÍTALI HRINGSINS
AÐSTOÐARLÆKNAR
Lausar eru þrjár stöður 2. aðstoðarlæknis.
Um er að ræða almenn störf aðstoðarlækna.
Þátttaka í vöktum samkvæmt fyrirfram gerðri
áætlun. Bundnar vaktir. Tvær stöður veitast
frá 1. ágúst 1992 til 31. janúar 1993. Ein
staða veitist frá 1. júlí 1992 til 31. desember
1992.
Umsóknarfrestur er til 14. júní, 1992.
Nánari upplýsingar gefur prófessor Víkingur
H. Arnórsson í síma 601060. Umsóknir á
eyðublöðum lækna, Ijósrit af prófskírteini,
upplýsingar um starfsferil ásamt staðfest-
ingu yfirmanna sendist forstöðulækni.
RÍKISSPÍTALAR
Rikisspítalar eru einn fjölmennasti vinnustaður á íslandi með starfsemi
um land allt. Sem háskólasjúkrahús beitir stofnunin sér fyrir markvissri
meðferð sjúkra, fræðslu heilbrigðisstétta og fjölbreyttri rannsóknastarf-
semi. Okkur er annt um velferð allra þeirra, sem við störfum fyrir og með,
og leggjum megináherslu á þekkingu, kærleik og virðingu fyrir einstaklingn-
um. Starfsemi Ríkisspítala er helguð þjónustu við almenning og við höfum
ávallt gæði þjónustunnar, gagn hennar og hagkvæmni að leiöarljósi.
Snyrtivöruverslun
Óskum eftir að ráða starfsstúlku í afleysing-
ar á aldrinum 35-45 ára.
Aðeins vön kemur til greina.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
föstudaginn 23. maí, merktar: „S - 0209“.
Kennarar athugið
Ein kennarastaða er laus við Grunnskóla
Fáskrúðsfjarðar næsta vetur. Kennslugrein-
ar: Samfélagsfræði og kennsla 6 ára barna.
Ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur.
Upplýsingar gefur skólastjóri í vinnusíma
97-51224 eða heimasíma 97-51159.
Leikskólinn
Brekkukot
óskar eftir starfsmanni í eldhús sem fyrst.
Um er að ræða hálfsdagsstarf frá kl. 11-15.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður
Brynjúlfsdóttir, leikskólastjóri, ísíma 604359.
m Landsbanki
ÆÁ íslands
Banki allra landsmanna
Lausar stöður
Vegna nýs skipulags á útibúum Landsbank-
ans utan Reykjavíkur eru nýjar stöður um-
dæmisútibússtjóra við útibú bankans á Akra-
nesi, ísafirði, Akureyri, Eskifirði, Selfossi og
Keflavík lausar til umsóknar.
í framangreindum útibúum verður alhliða
bankaþjónusta við einstaklinga og fyrirtæki
í umdæminu. Umdæmisútibússtjóri hefur
m.a. umsjón með og ábyrgð á starfsemi
annarra útibúa í umdæminu gagnvart banka-
stjórn. Hann er einnig tengiliður umdæmisins
við bankastjórn og stoðdeildir bankans eftir
atvikum. Metur eða leggur til ákvarðanir um
lánveitingar til handa viðskiptavinum skv.
sérstökum reglum þar um.
Leitað er eftir starfsmönnum með víðtæka
og góða bankamenntun og reynslu. Einnig
er krafist góðra stjórnunarhæfileika og áhuga
á að efla og leita að leiðum til bættra og
aukinna viðskipta og sparnaðar, með hags-
muni bankans og viðskiptavina að leiðar-
Ijósi. Gerðar verða strangar kröfum um
árangur í starfi.
Gert er ráð fyrir tímabundinni ráðningu og
samkomulagi um tilfærslu í starfi síðar.
Kjör ákvarðast af bankaráði, eftir 19. gr. laga
. nr. 86/1985 um viðskiptabanka.
Umsóknarfrestur er til 30. maí 1992.
Umsóknir sendist til Ara F. Guðmundsson-
ar, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs,
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, Reykjavík er
gefur nánari upplýsingar.