Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 RAÐ.A UGL YSINGAR YMISLEGT HOV HALLDOR JONSSON /VOGAFELL HF Heildverslun Halldórs Jónssonar hf. verður opin í sumar frá og með mánud. 18. maí sem hér segir: Mánud.-fimmtud. kl. 8.30-16.30. Föstud. kl. 8.00-16.00. Heildverslun - innflutningur Viltu vinna sjálfstætt? Gróin heildverslun með almennar smávörur og sérhæfðar neysluvörur er til sölu. Traust viðskiptasambönd (m.a. tryggð með eignaraðild) bæði innanlands og erlendis. Góð álagning og markaðshlutdeild. Fjögur til fimm stöðugildi miðað við núverandi rekstrarform. Þetta er mjög góð sjálfstæð rekstrareining, en hentar einnig ágætlega sem viðbót við annað fyrirtæki, stærra eða minna. Verð kr. 15 millj. Áhugasamir leggi inn nöfn sín á auglýsinga- deild Mbl. fyrir nk. miðvikudagskvöld, ásamt frumupplýsingum um kaupgetu og trygging- ar.’sem kaupandi getur boðið, merkt: „Gróin heildverslun - 3471“. Skrifstofuhúsnæði til leigu Gott skrifstofuhúsnæði, 3-4 herbergi, ca 130 fm, til leigu í miðbæ Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 623650. Einbýlishús íVesturbænum Einbýlishús (180 fm) á besta stað í Vestur- bænum til leigu frá 15. júní nk. Upplýsingar í síma 93-86837. Sumaríbúð í Stokkhólmi 4ra herbergja íbúð til leigu frá 1. júlí (eða fyrr) til ca 15. ágúst. Hluti tímabilsins kemur til greina. Leigist með húsgögnum, eldhús- á höldum, sjónvarpi og þvottavél. Leiguverð kr. 40.000 á mánuði. Upplýsingar í síma 91-18622 á kvöldin. New York - íbúð Tveggja herbergja íbúð til leigu í New York í júlí og ágúst. Falleg og sólrík á mjög góðum stað nærri Central Park og Lincoln Center. Upplýsingar í síma 91-11775. 2ja herbergja íbúð Til leigu 2ja herbergja falleg íbúð í Selja- hverfi. Leigð með húsgögnum í sumar. Upplýsingar í síma 73141. Smiðjuvegur Til leigu 400 fm atvinnuhúsn. á götuhæð með 100 fm millilofti. Mikil lofthæð. Laust samkv. samkomulagi. Upplýsingar veitir: Fasteignamarkaðurinn hf., Óðinsgötu 4, sími 11540 og 21700, á kvöldin í síma 681540. Bessastaðahreppur Miðbær Vegna skipulags á miðbæjarsvæði er lýst eftir áhugasömum aðilum á uppbyggingu verslunar og þjónustu á svæðinu. Hefur þú áhuga á þátttöku í samstarfi um uppbyggingu á litlum þjónustukjarna? Sendu þá skriflegar upplýsingar á skrifstofu Bessa- staðahrepps þar sem fram komi eftirfarandi: a) Fyrirhuguð starfsemi. b) Stærð húsnæðis. c) Áætlaður starfsmannafjöldi. Lögð er áhersla á þrifalega starfsemi. Nánari upplýsingar veitir sveitasjóri, Sigurð- ur Valur Ásbjarnarson. Sveitasjóri Bessastaðahrepps. Rannsóknarstyrkir EMBO í sameindalíffræði Sameindalíffræðisamtök Evrópu (European Molecular Biology Organization, EMBO) styrkja vísindamenn sem starfa í Evrópu og ísrael til skemmri eða lengri dvalarvið erlend- ar rannsóknastofnanir á sviði sameindalíf- fræði. Nánari upplýsingar fást um styrkina í menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Umsóknareyðublöð fást hjá Dr. J. Tooze, Executive Secretary, European Molecular Biology Organization, 69 Heidel- berg 1, Postfach 1022 40, Þýskalandi. Lím- miði með nafni og póstfangi sendanda skal fylgja fyrirspurnum. Umsóknarfrestur um langdvalarstyrki er til 16. febrúar og til 15. ágúst en um skamm- tímastyrki má senda umsókn hvenær sem er. Menntamálaráðuneytið, 12. maí 1992. Auglýsing um deiliskipulag og breytingu á aðalskipu- lagi f Hofsstaðamýri f Garðabæ Samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Garða- bæjar og skipulagsstjórnar ríkisins og með vísan til 19. gr. skipulagslaga og gr. 4.4.1. í skipulagsreglugerð er hér með lýst eftir at- hugasemdum við tillögu að deiliskipulagi íbúðahverfis í Krókamýri, skóla-, íþrótta- og útivistarsvæðis í Hofsstaðamýri og breytingu á aðalskipulagi á hluta svæðisins. Breyting á aðalskipulagi felst í því að hluti íbúðasvæðis verður að skóla-, íþrótta- og útivistarsvæði. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunum í Garðabæ, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg, frá 19. maí til 30. júní 1992 á skrifstofutíma alla virka daga. Athugasemdum við skipulagstillöguna skal skila til undirritaðs fyrir 14. júlí 1992 og skulu þær vera skriflegar. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan til- skilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ. Munið KR-trimmið á mánudög- um og miðvikudögum kl. 18.15. Sjáumst hressar. Stjórnin. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Sunnudagur: Samkoma i dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblfulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Færeyska sjómannaheimilið, Brautarholti 29. Samkoma sunnudaginn kl. 17.00. Hans Paulí Höjgord talar og syngur. Orð lífsins, Grensásvegi8 Fjölskyldusamvera kl. 11.00. Vakningasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Fimirfætur Dansæfing verður í Templara- höllinni v/Eiríksgötu i kvöld, sunnudaginn 17. maí 21.00. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 54366. Almenn samkoma í kvöld í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58. Samkoman verður í höndum; Samtaka um kristna boðun meðal Gyðinga. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30 í umsjá Samhjálpar. Allir hjartanlega velkomnir. Opinn fundur á morgun, mánu- dag 18. mai, kl. 20 í safnaðar- heimili Laugarneskirkju. Efni: Að vitja sjúkra. Ræðumaður: Jón Bjarman, sjúkrahúsprestur. Allir velkomnir. m* vEGURim Vsgl V Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kóp. Fjölskyldusamkoma kl. 11.00. Almenn samkoma kl. 16.30. Almenn samkoma kl. 20.30. Gestir okkar frá Arken i Svíþjóð þjóna á öllum samkomunum. Linda Bergling prédikar. Miðvikudagur 20. mai 18.00: Séra Halldór S. Gröndal verður með biblíulestur. Allir velkomnir. „Verið öruggir og hughraustir, allir þér sem vonið á Drottinn." E! ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 14606 Dagsferðir sunnud. 17. maí Kl. 9.15 Kirkjugangan 10. áfangi. Kl. 12.15 Kirkjugangan, styttri ferð. Mæting við Akraborgina í báðar ferðirnar. Ath. Áður auglýst hjólreiðaferð sem átti að vera su. 17. maí kl. 13.00 fellur niður. Miðvikud. 20. maí kl. 20.00. Kvöldganga. Um næstu helgi: Dagsferðir sunnud. 24. maí. Kl. 10.30 Fjallganga nr. 2: Ing- ólfsfjall. Kl. 10.30 Klóarvegur. Kl. 13.00 Strandganga í land- námi Ingólfs. Sjáumst! útivist. fítmhjólp Samhjálparsamkoma verður í Fíladelfíukirkjunni i dag kl. 16.30. Fjölbreytt dagskrá að vanda. Mikill söngur og margir vitnisburðir. Samhjálparkórinn tekur lagið. Söngtríóið „Beiskar jurtir" syngur. Ræðumaður Óli Ágústsson. Allir hjartanlega velkomnir. Samhjálp. FERÐAFELAG © ÍSLANOS MÖRKINNI 6 • SÍMI 682533 Skrifstofa F.í opnuð í nýja félagsheimilinu í Mörkinni 6 þriðjudaginn 19. maí. Sunnudagsferðir 17. maí Kl. 10.30 Þjóðleið 4: Þorláks- höfn-Selvogur. Mjög skemmti- leg strandganga. Sérstæðar klettamyndanir, gatklettar o.fl. að skoða á leiðinni. Safnið þjóð- leiðum. Fararstjóri: Ólafur Sigur- geirsson. Kl. 13.00 Selvogsheiði-Eirík- svarða-Hellishæð. Gengið á slóðum galdraklerksins Eiriks í Vogsósum að vörðunni sem hann hlóð á Svörtubjörgum til varnar Tyrkjum. Fararstjóri: Guðmundur Pétursson. Verð kr. 1.100,-, frítt f. börn m. fullorðnum. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin (stansað við Mörkina 6). Brottfararstaður verður áfram enn um sinn frá BSÍ. Kvöldganga miðvikudagskvöld- ið 20. maí kl. 20: Gálgaklettar- Eskineseyri. Göngudagur F.í. sunnu- daginn 31. maí tileink- aður opnun skrifstof- unnaríMörkinni 6 Það eru tfmamót hjá Ferðafélag- inu. Skrifstofa félagsins á Öldu- götu 3 flytur nú um neigina i glæsilegt húsnæði f nýja félags- heimilinu í Mörkinni 6 (austast v. Suðurlandsbraut). Skrifstofan verður lokuð mánudaginn 18. maí vegna flutningana, en við opnum á nýja staðnum þriðju- dagsmorgun 19. maí kl. 9. Lftið inn! Göngudagurinn 31. maf verður tileinkaður opnun nýju skrifstofunnar. i boði verður gönguferð kl. 11 (10km)úrHeið- merkurreit F.í. niður um Elliða- árdal í Mörkina ög kl. 13 er farin fjölskylduganga.um Elliðaárdal- inn. Fjölmennið! Helgarferðir 22.-24. maí: 1. Eyjafjallajökull-Seljavallalaug. 2. Þórsmörk-Langidalur. Utanlanasferðir fyrir félaga Ferðafélagsins verða eftirfarandi: 1. Suður-Grænland 25/7-1/8. 2. Jötunheimar í Nloregi 14/8- 24/8. 3. Kringum Mont Blanc 29/8-9/8. Ný stórkostleg gönguferð í Ölpunum. Nánar kynnt í nýju fréttabréfi. Pantið sem fyrst. Gerist félagar og eignist nýju árbókina. Upplýsing- ar á skrifstofu. Nýtt heimilisfang: Mörkin 6,108 Reykja- vík. Ný númer: Sími: 682533;Fax: 682535. Ferðafélag íslands, velkomin í hópinn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.