Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992
25
JMk H w mn V/AUL7L # O// >/vjz/~V/x
Akureyrarbær
öldrunarþjónusta
Hjúkrunarfræðinga vantar til starfa við
hjúkrunarheimilið Hlíð á Akureyri. Bæði er
um afleysingar og fastar stöður að ræða.
Starf getur hafist nú þegar, eða eftir sam-
komulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi
Hjúkrunarfélags Íslands/Félags háskóla-
menntaðra hjúkrunarfræðinga.
Umsóknarfrestur er til 30. maí nk.
Upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri í síma
96-27930 og starfsmannastjóri Akureyrar-
bæjar \ síma 96-21000. Umsóknareyðublöð
fást í starfsmannadeild Akureyrarbæjar í
Geislagötu 9.
Starfsmannastjóri.
Laus störf
★ Sölumaður (178). Þekkt framleiðslu- og
innflutningsfyrirtæki í Reykjavík óskar að
ráða sölumann sem fyrst. Hann þarf að
geta starfað sjálfstætt, starfsreynsla er
æskileg. Starfinu fylgja ferðalög út á land.
Æskilegur aldur 25-40 ára.
★ Sölumaður (032). Þekkt framleiðslufyrir-
tæki óskar að ráða sölu- og útkeyrslu-
mann sem fyrst. Við leitum að manni á
aldrinum 20-30 ára, sem hefur góða
framkomu og getur unnið sjálfstætt.
Reyklaus vinnustaður. Framtíðarstarf.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Skeifunni
19, á eyðublöðum, sem liggja frammi á skrif-
stofu okkar merktar númeri viðkomandi
starfs.
Hagvai ngurhf ]
Skeifunni 19 Reykjavík 1 Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Ný vara á
markaðnum
Einkadreifingaraðiii óskast
til að selja og markaðssetja nýja spennandi
breska uppfinningu á íslandi og nærliggjandi
eyjum.
Varan: Posilow - Nýjasta tækni.
Kostir: Orkusparandi tæki fyrir fólksbíla (sparar
að meðaltali 20%). Dugar fyrir bensín- og díes-
elvélar. Einnig umhverfisvænt, þar sem það
minnkar útblástursmengun allt að 50%.
Markaðurinn: Yfir 100.000 bílar á íslandi -
án keppinautar.
Möguleikar: Góð hagnaðarvon og miklir við-
skiptamöguleikar.
Framtíðaráætlanir: Hæfur dreifingaraðili
mun eiga kost á að dreifa öðrum væntanleg-
um nýjum framleiðsluvörum okkar.
Kröfur: Við leitum að jákvæðum, viljugum
og framtakssömum aðila með nægjanlegt
fjármagn og lagerpláss til að reka vörulager
og dreifingarmiðstöð, eingöngu fyrir okkar
framleiðslu.
Til að fá frekari upplýsingar, vinsamlegast
skrifið eða hringið á skrifstofu okkar:
McKeown Industries Limited,
A2 Valley Business Centre,
Newtownabbey,
U.K. BT36 7LS, Bretland.
Sími: 44 232 854 333.
Fax: 44 232 851 791.
Sölustörf
Neðangreindir starfsmenn óskast sem allra
fyrst:
1. Sölumaður hjá traustu og þekktu fyrir-
tæki sem m.a. selur raf- og heimilistæki.
Vinnutími kl. 9-18. Meiri áhersla er lögð
á þekkingu á rafmagnsvörum en reynslu
af sölustörfum. Fjölbreytt starf.
2. Sölumaður hjá rótgrónu deildarskiptu
fyrirtæki sem m.a. selur skrifstofuhús-
gögn. Starf frá kl. 13-18. Hentar jafnt
konum sem körlum: Leitað að starfs-
manni eldri en 25 ára sem er gæddur
ábyrgðartilfinningu og söluhæfileikum.
Reynsla æskileg.
Umsóknarfrestur er til og með 20. maí nk.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9-15.
Skólavördustig la - 101 Reykjavik - Simi 621355
i.mvmKóuemm &
Kennara
vantar við skólann næsta vetur.
Um er að ræða píanókennslu, undirleik fyrir
söngdeild, kennslu á tréblásturshljóðfæri og
blokkflautu.
Upplýsingar veitir skólastjóri í símum
96-61493 og 96-61863.
Umsóknarfrestur er til 1. júní 1992.
Sálfræðingar
- athugið!
Vestmannaeyjabær og Fræðsluskrifstofa
Suðurlands leita eftir sálfræðingi til starfa
með aðsetur í Eyjum. Um er að ræða 100%
stöðugildi, annars vegar sem starfsmaður
félagsmálaráðs Vestmannaeyja og hins veg-
ar sem starfsmaður fræðsluskrifstofu Suður-
lands.
Umsóknir skulu sendar: Fræðslustjóra Suð-
urlands, Austurvegi 2, 800 Selfossi.
í umsókninni þarf m.a. að koma fram aldur,
menntun og fyrri störf.
Allar nánari upplýsingar veita Ari Bergsteins-
son sálfræðingur í síma 98-21905 og Hera
Einarsdóttir félagsmálastjóri í síma
98-12816.
Borgarnes
- verkstjóri
Óskum að ráða verkstjóra hjá traustu iðnfyr-
irtæki í Borgarnesi, sem er hluti af stærra
fyrirtæki.
Starfssvið: Dagleg verkstjórn, störf við fram-
leiðslu, viðgerðir og viðhald. Móttaka og af-
greiðsla pantana, innheimta, birgðahald o.fl.
Reynsla af verkstjórn ásamt ákveðni og
hæfni til skipulagðra vinnubragða nauðsyn-
leg. Starfið er laust strax. Leitað er að traust-
um manni til framtíðarstarfa.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar:
„Verkstjóri 162“ fyrir 23. maí nk.
Þjónustuaðili
- viðskiptafræðingur -
Traust hugbúnaðarfyrirtæki óskar að ráða
viðskiptafræðing til að sinna þjónustu á nýj-
um og fullkomnum viðskiptahugbúnaði sem
verið er að setja á markað.
Starfið felst í þjónustu við viðskiptavini á
sviði bókhalds og uppgjörsmála ásamt
kennslu á búnaðinn.
Leitað er að þjónustuliprum aðila, sem hefur
áhuga á mannlegum samskiptum. Viðkom-
andi þarf að hafa góða tölvukunnáttu, geta
unnið sjálfstætt og vera tilbúinn til að taka
þátt í krefjandi uppbyggingarstarfi.
Kerfis- og tölvunarfræðingur með góða
bókhaldsþekkingu kæmi til greina.
Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon í
síma 679595.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs fyrir 22. maí nk. merktar: „þjón-
usta 93“.
RÁÐGAK3URHE
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 68 66 88
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJAVÍK
Vistheimilið við
Holtaveg
Staða forstöðumanns er laus til umsóknar
og veitist frá 1. júlí nk. Áskilið er að viðkom-
andi hafi menntun og starfsreynslu á sviði
uppeldis- og fötlunar. Á heimilinu búa 5 fjöl-
fatlaðir unglingar.
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri
í síma 621388.
Umsóknir, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist til Svæðisstjórnar
Reykjavíkur, Nóatúni 17, 105 Reykjavík fyrir
1. júní nk.
Hagva ■ ■ ngurhf
Skeifunni 19 Reykjavík [ Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrartáðgjöf Skoðanakannanir
noRoinro
auglýsir lausa stöðu
aðalritaraframkvæmdanefndarinnar.
NORDINFO er norræn samvinnustofnup
sem beitir sér fyrir bættri upplýsingaþjón-
ustu fyrir vísindamenn og aðra sem nýta sér
vísinda- og tækniupplýsingar og heimildir á
Norðurlöndunum. Skrifstofa framkvæmda-
stjórnarinnar er í bókasafni tækniháskólans
í Esbo í Finnlandi.
Staða aðalritara er auglýst laus frá og með
1. febrúar 1993. Helsta hlutverk aðalritarans
er að eiga frumkvæði að og stjórna norræn-
um þróunarverkefnum á sviði upplýsinga-
öflunar. Staðan heyrir undir framkvæmda-
nefnd NORDINFO.
Krafist er kunnáttu í Norðurlandamálum, auk
þess sem umsækjendur þurfa að hafa há-
skólamenntun og starfsreynslu á sviði upp-
lýsingamiðlunar á bókasöfnum (bibliotek
dokumentarisk information). Mesta vægi
hafa persónulegir eiginleikar sem nauðsyn-
legir eru fyrir starfið.
Laun aðalritara eru greidd samkvæmt launa-
kerfi opinberra starfsmanna í Finnlandi,
launaflokki A27, um 15.493-19.786 finnsk
mörk á mánuði. Greiddir verða styrkir vegna
flutnings frá öðru landi en Finnlandi.
Skriflegar umsóknir berist eigi síðar en 12.
júní 1992, til: NORDINFO, c/oTekniska hög-
skolans bibliotek, Otnásvágen 9, SF-02150
ESB0, Finland. Upplýsingar veita: Bendik
Rugaas, sími +47 2 430 880, og núverandi
aðalritari, Romulo Enmark, sími +358 0 455
2633.