Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.05.1992, Blaðsíða 1
104 SIÐUR B/C 111. tbl. 80. árg. Guðlast fólgið í skóförum PRESTUR grísku rétttrúnaðarkirkj- unnar hefur höfðað sérstætt mál fyrir dómstólum í Aþenu. Hann fer fram á að sala á tilteknum tegundum af banda- rískum og grískum skóm verði stöðvuð. Ástæða þess að hann vill ekki slíka skó í landi sínu er sú að þeir skilja eftir sig skóför sem líkjast krossi. Fyrirtækj- unum sem flytja inn og selja þessa skó- tegund var veittur 40 daga frestur til að undirbúa málsvörn sína. Á því tíma- bili verður bannað að selja bandaríska Timberland-skó og 10 aðrar skótegund- ar í Grikklandi. Helmingur presta syndgar SÁLFRÆÐINGUR, sem hefur kannað kynlifssögu 1.500 presta, hefur haldið því fram að allt að helmingur presta kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum hafi rofið skírlífsheit sín. Sálfræðingur- inn, Richard Sipe, prófessor við John Hopkins-háskóla í Baltimore, segir að „á þessari stundu“ stundi 25.000 prest- ar kynlíf með konum, körlum og börn- um. Staðhæfingar hans hafa fengið byr undir báða vængi vegna hneykslismáls í Chicago, þar sem verið er að rann- saka mál nokkurra presta sem eru grunaðir um að hafa haft mök við unga drengi. Dómari grípur til skammbyssu Leonard Fleet, dómari í Miami í Flórída, notaði óhefðbundnar aðferðir til að koma á ró því hann dró upp skammbyssu í réttarsal og beindi henni að sakborningi sem lét ófriðlega. Sak- borningurinn hafði sýnt dómaranum ógnandi tilburði og hrópað að honum ókvæðisorðum. Réttarþjónar reyndu að flytja sakborninginn á brott úr salnum en hann baðaði út öngum og sagði: „Þessi dómari er tíkarsonur og ef ég væri með byssu skyti ég hann.“ Dómar- inn brást þegar við áhrínisorðunuin með því að beina skammbyssu að höfði sakborningsins sem hnipraði sig saman af hræðslu. Verjandi mannsins sagði að viðbrögð dómarans hefðu skotið sér skelk í bringu. „Hann kom þó vissulega á lögum og reglu í dómsalnum. Það þorði enginn að bæra á sér,“ sagði hann. Færst hefur í vöxt að konur sem lagð- ar eru í einelti af hálfu fyrrverandi maka eða sambýlismanna leiti ásjár hjá Samtökum um kvennaathvarf. STOFNAÐ 1913 SUNNUDAGUR 17. MAÍ 1992 PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS Morgunblaðið/KGA SVO VERÐUR HVER AÐ FLJÚGA ... Stríðið í Bosníu-Herzegovínu: Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hvetur til friðargæslu ## Samcinuðu þjóðunum, Sarajevo. Reuter, The Daily Telegraph. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt framkvæmdastjóra samtakanna, Boutros Boutros-Ghali, til að reyna að senda friðargæslusveitir til Bosníu-Herzego- vínu, en hann hafði sjálfur hafnað þeim möguleika. Ráðið samþykkti jafnframt samhljóða á föstudagskvöld ályktun þar sem þess er krafist að allar hersveitir Júgó- slavíu og Króatíu verði fluttar frá Bosníu og þarlendir skæruliðar afvopnaðir. í ályktuninni er Boutros-Ghali ennfremur hvattur til að kanna hvernig hægt verði að verja birgðir matvæla, sem sendar hafa verið til Bosníu, og að tryggja að unnt verði að nota flugvöllinn í Sarajevo til að koma þangað hjálpargögnum. Serbneskar her- sveitir hafa haldið borginni í herkví með þeim afleiðingum að mikill hörgull er þar á lyfjum og hætta á hungursneyð. Haris Silajdzic, utanríkisráðherra Bosníu, hvatti til þess að Sameinuðu þjóðirnar stofn- uðu fjölþjóðaher til að hrekja serbnesku hersveitirnar úr Bosníu. „Sameinuðu þjóð- irnar geta haft frumkvæði að hernaðar- aðgerðum eins og þeim sem gripið var til í Persaflóa,“ sagði hann er hann ræddi við fréttamenn í New York. Hann viðurkenndi hins vegar að slíkum hugmyndum hefði hingað til verið tekið fálega innan Atlants- hafsbandalagsins og Evrópubandalagsins. Um 200 friðargæsluliðar á vegum Sam- einuðu þjóðanna fóru í gær frá Sarajevo, þar sem þeir hafa haft höfuðstöðvar vegna friðargæslunnar í nágrannalýðveldinu Króatíu. Aðeins 100 friðargæsluliðar eru eftir í borginni og í ráði er að flytja þá þaðan á mánudag. Bardagarnir í Sarajevo hörðnuðu enn í gær. Barist er á götunum og heilu íbúðar- hverfin eru orðin að vígvöllum. Dæmi eru um skotbardaga á milli íbúðarhúsa og reykj- armökkur er yfir borginni þar sem kviknað hefur í fjölda bygginga í stórskotaárásum Serba. Yfii’völd hafa staðfest að 1.300 manns hið minnsta hafi beðið bana í stríðinu í Bosníu á þremur mánuðum. Serbar, sem eru um þriðjungur 4,3 milljóna íbúa lands- ins, hafa náð stórum svæðum á sitt vald frá því í mars, er Króatar og múslimar sam- þykktu yfirlýsingu um sjálfstæði landsins. Bardagarnir eru aðallega á milli Serba, sem njóta stuðnings júgóslavneska hersins, og bandalags Kroata og múslima. Múslimar hafa hins vegar kvartað yfir því að Króatar hafi gert samninga við Serba um að skipta á milli sín landsvæðum á kostnað múslima. Þá hafa skæruliðasveitir múslima sagt að Króatar hafi komið í veg fyrir að þær fengju liðsauka í bardögunum við Serba um Sarajevo. < ‘U Hvað er að gerast á Balkanskaganum og hverjar eru ræt- ur átakanna þar Enginn er spámaður íslensk söfn taka nú í fyrsta skipti þótt í al- þjóðadegi safna Safnið sem tímavél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.