Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 Eiga meðlagsgreiðendur fjórðung í bömum sínum? eftir Guðnýju Kristjánsdóttur Innifalið í fatnaði er allur úti- og innifatnaður, bleyjur o.þ.h., skór og stígvél, rúmfatnaður, sængur og koddar. - Ekki reiknað með: Kostnaður vegna íbúðarhúsnæðis, rafmagns, hita, síma og fjölmiðla. Ath.: Fermingarkostnaður vegna 14 ára barnsins er ekki innifalinn í ofangreindum tölum. Því miður bárust ekki nógu mörg svör frá foreldrum nýfæddra barna og unglinga 16 ára og eldri. Því eru þeir aidurshópar ekki hér með. Við viljum taka það skýrt fram að könnunin sýnir eingöngu hverju var að meðaltali eytt í þágu barn- anna, en ekki endilega hve miklu hefði verið æskilegt að kosta til uppeldis þeirra væru fjárráð rýmri. Meðal þess sem spurt var um í könnun þessari var: „Hversu hátt finnst þér að meðlag/barnalífeyrir þurfi að vera?“ Og það sem einstæðum foreldrum fannst sanngjarnt, að meðlagsgreið- andi innti af hendi var 15.000 til 17.000 krónur á mánuði. Foreldrar eldri barnanna nefndu yfirleitt hærri tölu en foreldrar þeirra yngri. Enda sýnir könnunin, að eftir því sem börnin eldast þeim mun dýrari eru þau í rekstri — ef svo má að orði komast. Hún sýnir líka lágt hlutfall meðlagsgreiðand- ans í þessum kostnaði. Ber okkur að skilja það þannig að foreldrið sem ekki býr á heimilinu eigi svona lítinn hlut í sonum sínum og dætrum? Svo sem eins og V* eða jafnvel enn minna? Öðru hvoru er um það rætt og ritað að nú þegar greiði sumir með- lagsgreiðendur tvöfalt og jafnvel hærra meðlag með börnum sínum — annaðhvort með samkomulagi eða Árbók 1992. Norðan byggða milli Eyjafjarðar og Skjálfanda. Höf- undur: Björn Hróarsson. 272 síð- ur. Útgefandi: Ferðafélag Islands, 1992. Strax í upphafi verður að staldra aðeins við nafn bókarinnar. Ekki hefir verið til neitt heildarnafn á skaganum, sem bókin fjallar um. Á síðu 7 nefnir höfundur nokkur nöfn, sem heyrst hafa eða sést á prenti. Er þar fyrst að nefna heitið Flateyj- arskagi, sem virðist rökrétt og auð- velt í framburði. Þetta nafn hefði átt að vera heiti bókarinnar. Kannski hefir ritstjórinn komið í veg fyrir það, eins og hann hafnaði Trölla- skaga-nafninu á tveim síðustu ár- bókum. Svona hlutum á bókarhöf- undur að ráða en ekki ritstjórinn. Á fyrstu 77 síðum bókarinnar er mjög greinargóð lýsing á jarðfræði skagans og náttúrufari. Einföld út- færsla jarðfræðikortanna er ágæt. Á síðu 15 fer höfundur þó nokkur frjálslega með aldur gosmyndana, er hann segir upphleðslu landsins hafa hafist fyrir nokkrum milljónat- ugum ára. Nokkrir er þama trúlega fleiri en tveir og því eldra en elsta gosberg á landinu, sem er varla eldra en um 20 milljónir ára (við utanvert ísafjarðardjúp). Upphleðsla Flateyj- arskaga hófst svo fyrir 13-15 millj- ón árum, eins og segir í bókinni. Það er mjög gott hjá höfundi að gefa upp áætlaðan aldur hinna ýmsu fjalla skagans þegar um þau er fjall- að í textanum, fremur en að nota orðið tertier eða önnur, sem segja hinum almenna lesanda harla lítið. Höfundur notar eingöngu orðið Ijósgrýti um líparít en samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs innifelur það einnig granófýr og perlustein (perlit). Á s. 161 talar hann um ljós- samkvæmt dómi. Og það er ailt gott og blessað svo langt sem það nær. Ekki erum við að amast við því. En hvað með öll hin? Og hvað um þau börn sem fá barnalífeyri frá Tryggingastofnun ríkisins vegna þess að foreldri er látið. Barnalífeyr- ir er nú kr. 7.551 á mánuði. Meðal- meðlag tekur mið af barnalífeyri og er sú upphæð sem Innheimtustofnun sveitarfélaga tekur að sér að inn- heimta. Við fáum ekki séð að það geti á nokkurn hátt skaðað þá meðlags- greiðendur sem sjá sóma sinn í að greiða meira en hið lögboðna meðal- meðlag með afkvæmum sínum þó hin fái leiðréttingu mála sinna. Við lifum í þjóðfélagi sem krefst þess að tveir vinni fyrir heimilinu. Eins og ástandið er nú neyðas( allt- of mörg okkar til þess að vera í tvö- faldri vinnu utan heimilis til að geta séð fjölskyldunni farborða. Umönn- unar- og uppeldishlutverkið situr á hakanum, við fáum nagandi sam- viskubit og það sem sárast er, — oft missum við börnin okkar út á glapstigu. Okkur finnst kominn tími til að meðlagsgreiðendur taki á sig réttlát- an hlut í framfærslukostnaðinum. Á bónbjörgum viljum við ekki lifa og við viljum ekki þurfa að stóla á gæsku þeirra sem næst okkur standa, svo sem foreldra og systk- ina, til þess að geta komist af. Ekki eiga heldur nærri því allir einstæðir foreldrar einhverja betur stæða fjöl- skyldumeðlimi innan handar. Það er víða pottur brotinn eins og athuga- semd eins þátttakandans í könnun- inni ber með sér: „Mér fmnst undar- legt að skila svona skýrslu. Allar tekjur mínar á árinu fóru í brýnustu Iífsnauðsynjar rétt til að halda í okkur lífihu hvað varðar mat og húsaskjól. Og ég skil oft ekkert í því hvernig það tókst.“ Við erum ekki að biðja um lúxus. grýti og hrafntinnumola í skriðu, en hrafntinna er jú ein tegund líparíts. Ljósgrýti er að mínu áliti ekki heppi- legt orð yfir líparít. Basalt er ekki heldur kallað blágrýti í bókinni og zeólítar ekki geislasteinar, svo að ekki er reynt að nota eingöngu ís- lensk og stundum mislukkuð heiti steintegunda. Oft greinir menn á um örnefni og svo er einnig á þessum skaga. Eru jafnvel notuð 3 heiti yfír sama ijallið sbr. Bakranga eins og fram kemur í bókinni. Skarðið sunnan Bakranga er ýmist nefnt Kotaskarð eða Víknaskarð. Gjögurtá á kortum Landmælinga er Gjögratá í bókinni og Gjögur er Gjögrafjall í lesmáli og Gjögrafjöll á kortinu á s. 86. Höfundur skrifar Finnstaðadalur, eins og stendur á kortum Landmæl- inga, en Jóhann Skaptason kallar dalinn Finnsstaðadal í Árbók 1969, eftir Finnsstöðum í Kinn. í þjóðsög- um Jóns Ámasonar eru einnig tvö ess í Finnsstöðum. Ég er alveg sammála um Kinnar- íjöllin, sem á Húsavík eru talin ná alveg út á enda, þ.e. Hágöng, og þar var alltaf og er enn talað um Axarfjörð en ekki Öxarfjörð. Firðina tvo nyrst á skaganum heyrði ég aldrei kallaða Fjörður i kvenkyni, en hins vegar var beyging- in afbrigðileg þannig að í stað þess að tala um Firði var talað um Fjörðu. Þessa beygingu notar Jóhann Skapt- ason í Árbók 1969, og bæði Theódór Friðriksson og Grímur Sigurðsson í þeim skrifum sem vitnað er til í bókinni. í Þjóðsögum Jóns Árnason- ar er það einnig svo, en mér er sagt að í Höfðahverfi sé kvenkynið notað eins og gert er á Hornströndum. Höfundurinn, Björn Hróarsson, er ættaður frá Brún í Reykjadal og Við krefjumst sanngirni, við viljum bjóða börnum okkar mannsæmandi fjölskyldulíf. Nú á vormánuðum lagði Kvenna- listinn fram frumvarp til breytinga á lögum um almannatryggingar. Er þar lagt til að árlegur barnalíf- eyrir skuli ákvarðaður eftir tillögum barnalífeyrisnefndar er meta skuli kostnað við framfærslu barns og miða tillögu sína við „að barnalífeyr- ir nemi ekki Iægri upphæð en sem nemur helmingi af kostnaði við framfærslu barns“. er því vel kunnugur þeim málvenjum norðlensku að tala um fram til fjalla og dala þ.e. inn til landsins. Samt freistast hann til að nota fram í merkingunni út, svo sem á s. 172 „Fremsti hluti rimans...“, s. 183 ....gengur fram klettanef...“ og „Fram frá því er skerjarani...“, og reyndar víðar. í heild sinni er þessi bók Björns Hróarssonar um Flateyjarskaga frá- bær. Hann skrifar af mikilli frásagn- argleði og honum er lagið að blanda hæfilega saman lýsingu lands og Fylgiskjal með frumvarpi þessu er könnun sem Félag einstæðra for- eldra gerði á kostnaði á árinu 1986 á framfærslu barna frá fæðingu til 18 ára. Frumvarpi þessu tii stuðnings og til að kynna niðurstöður nýrrar framfærslukönnunar stóð FEF fyrir almennum fundi hinn 18. maí sl. Skýrði Jóna Valgerður Kristjáns- dóttir, þingkona, frá undirtektum þeim er frumvarpið fékk í umræðum á Alþingi. Hlaut það því miður ekki náð fyrir þingheimi og var sett í horfíns mannlífs, jafnvel lettfræði, og krydda með litríkri ljóðagerð fyrri tíma. Málið er lipurt og gott. Bókin er ekki aðeins fróðleg lesn- ing, hún var mér einnig skemmtilest- ur, en slíkt verður því miður ekki sagt um allar Árbækur Ferðafélags- ins. Myndaval allt og útlit bókarinn- ar er aðstandendum hennar til sóma, en betra hefði þó verið að myndhöf- undar væri getið við hveija mynd. Björn Hróarsson, jarðfræðingur og rithöfundur, á að skrifa meira. Guðný Krlstjánsdóttir „Þegar félagið var stofnað árið 1969 var hér aðeins ein útvarps- og sjónvarpsstöð, en síðan einkaleyfið var afnumið hafa nýjar stöðvar sprottið upp svo ógjörningur er að fylgjast með þeim öll- um. Og það fer ekki milli mála að við höfum ekki haldið vöku okkar í sambandi við upplýs- ingastarfsemi gegnum fjölmiðlana. nefnd. Ekki síst vegna þess að Tryggingastofnun greiðir barnalí- feyri með 2.850 börnum (okt. 1991) og samþykkt frumvarpsins hefði því hækkað útgjöld ríkisins. Til að þrýsta á um endurupptöku frumvarpsins, til að knýja á um leið- réttingu mála, er Félag einstæðra foreldra að fara af stað með undir- skriftarsöfnun því til stuðnings. Stefnum að því að fá það tekið fyr- ir er Alþingi kemur saman næsta haust. Að endingu vil ég þakka Ásthildi Sveinsdóttur ágæta grein er birtist í Morgunblaðinu þann 28. maí sl., þar sem hún ber saman framfærslu- eyri með barni hér og hjá ýmsum nágrannaþjóðum okkar. Er sá sam- anburður síður en svo Islendingum í vii. Við hjá Félagi einstæðra foreldra fögnum-hveijum liðsmanni og bjóð- um Ásthildi velkomna í hópinn vilji hún ljá félaginu krafta sína. í gréin Asthildar kemur fram gagnrýni á FEF, sem að mörgu leyti á fullan rétt á sér. Við í stjórn FEF höfum verið léleg við að birta „afrek- askrá“ okkar ! fjölmiðlum. Þar af leiðir að almenningur hefur minna orðið var við starfsemi félagsins en æskilegt er. í mesta lagi séð þegar við höfum auglýst flóamarkaði eða fundi. Stundum höfum við líka verið að velta krónunum fyrir okkur og tæpast haft efni á að auglýsa. Og orðið að velja og hafna. En það fer ekki á milli mála að í því fjölmiðla- flóði sem yfir okkur gengur týnast og gleymast þeir sem ekkert láta þar í sér heyra. Þegar félagið var stofnað árið 1969 var hér aðeins ein útvarps- og sjónvarpsstöð, en síðan einkaleyfið var afnumið hafa nýjar stöðvar sprottið upp svo ógjörningur er að fylgjast með þeim öllum. Og það fer ekki milli mála að við höfum ekki haldið vöku okkar í sambandi við upplýsingastarfsemi gegnum fjölm- iðlana. / Við höfum fullan hug á því að gera nú bragarbót og þökkum Ást- hildi fyrir ábendinguna. Ég skora á alla einstæða foreldra að fylkja sér um Félag einstæðra foreldra. Það er vettvangur til að beijast fýrir réttindum okkar og kjarabótum. Fleiri virkir félagar þýð- ir sterkara félag og til þeim mun áhrifaríkari aðgerða getum við grip- ið málum okkar til stuðnings. Höfundur cr formaður Félags cinstæðra forcldra. Flateyjarskagi Meðaltal 1991 1-5 ára 6-9 ára 1. Greitt f. gæslu........................ 115.107 82.544 2. Matar-og hreinlætisvörur............... 71.330 137.752 3. Fatnaður............«.................. 115.730 86.536 4. Ferðakostnaður............................... 9.302 6.663 5. Læknis-oglyfjakostnaður..................... 10.550 4.179 6. Tónlistar-og dansskóli + íþróttir............ 3.111 11.136 7. Skólagjöld + bækur + skólatöskur.......................... 4.410 8. Skemmtanirogvasapeningar..................... 4.458 16.564 9. Klipping..................................... 2.593 2.152 10. Kerra, vagn, hjól........................... 16.373 2.577 11. Hókus pókus stóll, bílstóll.................. 1.500 12. Myndataka.................................... 1.277 1.545 13. Gleraugu..................................... 1.540 1.691 352.871 357.749 Meðlag.............................:.. 89.276 89.276 Mismunur 263.595 268.473 Meðaltal 1991 10-12 ára 13-15 ára 2. Matar-og hreinlætisvörur................... 169.226 188.731 3. Fatnaður................................... 103.791 119.709 4. Ferðakostnaður......................... 14.850 21.960 5. Læknis-oglyijakostnaður................ 11.813. 17.539 6. Tónlistar-ogdansskóli + íþróttir........... 28.313 34.962 7. Skólagj. + bækur + skólatöskur o.fl.......... 18.836 20.096 8. Skemmtanirogvasapeningar..................... 23.829 43.339 9. Klipping..................................... 3.431 3.485 10. Reiðhjól ogvarahlutir........................ 3.350 4.320 11. Skíðaútbúnaður, skíði, skautar o.þ.h... 6.469 5.230 12. Rúm og fl. húsgögn í herbergið................ 2.930 7.436 13. Gleraugu..................................... 2.750 3.687 14. Tannrétting.................................. 6.935 31.539 396.523 502.033 Meðlag...................................... 89.276 89.276 Mismunur 307.247 412.757 Ljjósm./Bjöm Hróarsson Norðan Grýtu á leið upp úr Höfðahverfí til Leirdalsheiðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.