Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 29 ■ JAZZTRÍÓ Eddu Borg leikur í Borgarkringlunni í dag í tilefni af opnun nýrrar verslunar, tísku- verslunarinnar Jazz. Tríóið hefur leik sinn fyrir framan verslunina kl. 15 og spilar létta jasstónlist fyrir gesti og gangandi. Tríóið skipa Edda Borg, söngur, Björn Thoroddsen, gítar og Bjarni Sveinbjörnsson bassi. Tríóið hef- ur að undanförnu leikið við hin ýmsu tækifæri á skemmtistöðum, veitingahúsum og í einkasam- kvæmum og þótti því vel við hæfi að fá það til að leika í tilefni opnun- arinnar. ■ MÁL VERKASÝNINGU Elf- ars Guðna Þórðarsonar í sam- komuhúsinu Gimli á Stokkseyri lýkur á mánudagskvöldið (annan í hvítasunnu). Þetta er 21. einka- sýning Elfars sem er Stokkseyr- ingur og málar brim og bárujárns- hallir, bólstraský og bylmingsfjöll. Á sýningunni eru 54 vatnslita- og olíupastelmyndir, málaðar á síð- ustu tveimur árum. Sýningin er opin kl. 14-22 alla daga fram á annan í hvítasunnu. Stórsveit Reykjavíkur á æfingu. ■ STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur tónleika á Púlsinum við Vitastíg næstkomandi þriðjudags- kvöld, 9. júní, kl. 22. Á efnis- skránni verður stórsveitartónlist frá Glenn Miller-tímabilinu og lög eftir Bob Mintzer, Lennie Wiehaus, David Caffey, Sammy Westico og Jukka Linkola. Stjórnandi stórsveitarinnar er Sæ- björn Jónsson. Stórsveitin kom síðast fram á Rúrek-djasshátíð- inni , en hún er skipuð reyndari og yngri tónlistarmönnum í blánd. Meðal hinna reyndari teljast Björn R. Einarsson og Árni Elfar básúnuleikarar. Sveitin mun einnig leika nokkra gullmola sem hljómsveit Glenn Millers gerði fræga á sínum tíma. Tónleikarnir heflast stundvíslega kl. 22 og standa fram yfir miðnætti. ■ VETRARSTARF Ung- mennahreyfingar Rauða kross íslands hefur verið blómlegt. Haldin hafa verið mörg námskeið og hópur sjálfboðaliða hafa unnið að ýmsum verkefnum. Sjálfboða- liðarnir hafa komið af stað Vinalín- unni, aðstoðað unglinga á götum Reykjavíkur um helgar, og stutt við bakið á sjálfboðaliðum URKÍ í Gambíu, svo fátt eitt sé nefnt. Sumarnámskeiðin Mannúð og menning fyrir börn og Þórsmerku- búðir fyrir unglinga eru bytjuð og nú er verið að undirbúna sumarhá- tíðina sem verður í Þingholts- stræti 3 nk. laugardag 6. júní. Á sumarhátíðinni verður flóamark- aður, Afríkubasar og grillað í port- inu. Allir eru velkomnir, ungir sem aldnir. Anna Bryndís Hendriksdóttir, sjálfboðaliði URKÍ í Gambíu Myrkríð færist yfir Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Myrkfælni („Afraid of the Dark“). Sýnd í Háskólabíói. Leiksljóri og handritshöfundur: Mark Peploe. Aðalhlutverk: James Fox, Fanny Ardant, Paul McGann, Clare Holman, Ben Keyworth. Sovereign. 1991. Ellefu ára strákur með auðugt ímyndunarafl (Ben Keyworth) fer um drungalegt og litlaust hverfið sitt og er vitni að óhugnarlegum atburðum. Maður gengur laus sem læðist að blindum konum og sker þær í andlitið. Móðir drengsins (Fanny Ardant) er blind en faðir hans er í lögreglunni (James Fox) og sannfærir blindingjana í hverf- inu um að ódæðismaðurinn muni nást. Svo virðist sem flestar kon- umar í kringum drenginn séu blindar og auðveld fórnarlömb og hann verður bjargvættur þeirra þegar hann stendur ódæðismann- inn að verki. Þannig er fyrsti hálftíminn í bresku myndinni Myrkfælni, fyrsta leikstjórnarverkefni handritshöf- undarins Mark Peploes (Síðasti keisarinn), og við vöknum upp við vondan draum þegar við fáum að vita að þetta er ímyndun ein í stráknum. Það eru engir blindir í kringum hann, pabbi hans er blóm- asali en ekki voldugur lögreglufor- ingi, móðir hans er ekki blind og það er enginn geðsjúklingur á ferli sem særir blindar konur. Drengur- inn er hins vegar með augnsjúkdóm og gæti misst sjónina og hræðsla hans við eilíft myrkur brýst út í óhugnarlegum skáldskap eins og þeim sem myndin lýsir í byijun. Eftir því sem ótti drengsins ágerist hættir hann að gera mun á ímynd- unum sínum og raunveruleika og lendir í sjálfskaparvíti. Úr myndinni Myrkfælni. Margir þeir sem koma nálægt kvikmyndagerð, handritshöfundar eins og Peploe, kvikmyndatöku- menn og leikarar, virðast hafa metnað til að leikstýra og þessi fyrsta mynd Peploes sýnir að hann á fullt erindi sem leikstjóri. En þótt myndin hans sé áhrifarík og köflum, sérstaklega skapar hann drungalegt andrúmsloft hættu og ógnar þegar hann lýsir ímyndunum stráksins, virðist myndbyggingin hreinlega of flókin til að ná árangri. Skil ímyndunar og veruleika eru svo veik að áhorfandinn verður sí- fellt að spyrja sjálfan sig hvort er hvað og það dregur talsvert úr áhrifamættinum. Spennan hlýtur alltaf að minnka þegar áhorfandinn telur að það sem gerist sé aðeins til í huga drengsins. Það er auðvelt að finna til sam- úðar með drengnum, ágætlega leikinn af Keyworth, en jafnvel sú samúð hverfur einhverstaðar á leið- inni. Það sem stendur uppúr er hvernig ótti drengsins við blinduna birtist okkur sem hrollvekja, líf- lausu umhverfi og blindingjum allt í kringum drenginn. Aðeins þar er hann alsjáandi bjargvættur þeirra sem lifa í eilífu myrkri. Almennir bændafundir með Halldóri Blöndal landbúnaðarráðherra verða haldnir sem hér segir: Laugaborg, Eyjafjarðasveit, þriðjudaginn 9. júní kl. 21.00. Idalir, Aðaldal, miðvikudaginn 10. júní kl. 21.00. Valaskjálf, Egilsstöðum, fimmtudaginn 11. júní kl. 21.00. Miðgarður, Skagafirði, laugardaginn 13. júní kl. 13.30. Hótei Borgarnes, Borgarnesi, sunnudaginn 14. júní kl. 13.30. Hótel Selfoss, Selfossi, sunnudaginn 14. júní kl. 21.00. Dagskrá fundanna: Landbúnaðarráðherra flytur ræðu um stöðu og horfur í landbúnaði. Almennar umræður og fyrirspurnir. Fundirnir eru öllum opnir. Landbúnaðarráðuneytið. Vatnslitamyndir! Bjarni Jónsson, listmálari, sýnir litlar vatnslita- myndir í Eden, Hveragerði, 25. maí-8. júní. Trjáplönturtif sölu Skógarbændur, sumarbústaðafólk og aðrir ræktendur! Höfum til sölu hreinræktaða stofna af Alaska- ösp (bakkaplöntum) á mjög góðu verði. Garðyrkjustöðin Auðsholti, Hrunamannahreppi, s. 98-68910. TIL SÖLU TILBOÐ — ÚTBOÐ Trjáplöntur Seljum fallegt birki í mörgum stærðum, ýmsar tegundir trjáa og runna, einnig sumarblóm. Gróðrarstöðin Skuld, Lynghvammi 4, Hafnarfirði, sími 651242. Opið til kl. 21.00 virka daga, sunnudaga til kl. 18.00. Tilboð óskast í utanhússklæðningu Steni í sex íbúða stiga- gang, þrjár hæðir. Tilboðið þarf að innihalda tæmandi verklýsingu, vinnu sem efni og fram komi tímasetning verkbyrjunar og verkloka. Upplýsingar í síma 673319 eða 671759. Tilboð verða að berast fyrir þann 20. júní '92. Sma ouglýsingar ÚTIVIST Hallveigarstíg 1, sími 614330. Dagsferðir sunnud. 7. júnf Kl. 10.30 Fjallganga nr.-3, Akra- fjall. Fjallgöngurnar hafa notið mikilla vinsælda, síðast voru yfir 50 þátttakendur. Verið með og fáið fjallabók, sem stimplað er í til staöfestingar þátttöku. Verð kr. 1500/1400. Kl. 13.00 Landnámsgangan: Upprifjun á 2. raðgöngu Útivist- ar. Gengið um Músarnes og Saurbæ á Kjalarnesi. Skemmti- leg fjöruganga fyrir alla fjölskyld- una. Verð kr. 1000/900. Dagsferðir 2. i hvítasunnu Kl. 10.30 Vigdísarvellir-Hús hólmi. Létt ganga. Sjá má fjöl- breytt dýralíf undan ströndinni. Verð kr. 1500/1400. Kl. 13.00 Útivistardagur fjöl- skyldunnar. Gengið ( Undirhlíð- ar, grillveisla og leikir við Kald- ársel. Foreldrar, afar og ömmur, takið börnin með í ööruvísi ferð. Verð kr. 800/900. Fritt er fyrir börn 15 ára og yngri i fylgd með fullorðnum. Brottför í ofangreindar ferðir er frá BSÍ bensínsölu. Nýtt sfmanúmer 614330. Sjáumst Útivist. FERÐAFÉLAG ISLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Dagsferðir - kvöldferðir - helgarferðir: 7. júní kl. 13.00: Hvalsnes - Stafnes - Básendar Kirkjan skoðuð í Hvalnesi, ekið að Stafnesi og gengið þaðan að Básendum, en þar var eitt sinn verslunarhöfn, sem skolaðist burt í flóðinu mikla 1799. Göngu- leiöin liggur um láglendi. Verð kr. 1.500. 8. júní (annar í hvftasunnu) kl. 13.00: Höskuldarvellir - Græna- vatnseggjar - Vigdísarvellir Ekið um afleggjarann frá Kúa- gerði (Keflavíkurvegur) að Höskuldarvöllum, þaðan verður gengið um Grænavatnseggjar yfir í Móhálsadal að Vígdísarvöll- um (eyðibýli). Verð kr. 1.100. 10. júní ki. 20.00: Heiðmörk - skógræktarferð (frítt). 11. júnf kl. 20.00: Viðey - Lundey. Siglt umhverfis Lundey og síð- an gengið á land í Viðey. 13. júní kl. 9.00: Söguslóðir Njálu. Helgarferð til Þórsmerkur 12. -14. júní. Gist í Skagfjörðs- skála, Langadal. Brottför í ferðirnar er frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Ferðafélag fslands. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænasamkoma í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur, hvftasunnudagur: Hátíðarsamkoma kl. 20. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Mánudagur, 2. f hvftasunnu: Útvarpsguðsþjónusta kl. 11 (áður upptekin). Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. Laugardagur: Bænasamkoma kl. 20.30. VEGURINN y Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kóp. Samkoma unga fólksins fellur niður f kvöld vegna móts á Kirkjulækjarkoti um helgina. „Mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur". Opiðhús f dag kl. 14-17 er opið hús f Þribúðum, félagsmiðstöð Sam- hjálpar Hverfisgötu 42. Lftið inn og rabbið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könnunni ásamt meðlæti. Kl. 15.30 tökum við lagið og syngjum kóra. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Samhjálp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.