Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR LAUGARDAGUR 6. JUNI 1992 43 HANDBOLTI KNATTSPYRNA Júlíus aftur til Asnieres Júlíus Jónasson skrifar undir eins árs samning við franska hand- knattleiksfélagið Paris Asnieres í næstu viku. Hann á eftir eitt ár af samningnum við spænska liðið Bidasoa, en samkomuiag hefur náðst um að félagið greiði landsliðs- manninum bætur, þar sem það vildi ekki hafa hann áfram eftir að Júl- íus tók b-keppnina fram yfir leik á Spáni. ÚRSLIT TENNIS Opna franska meistaramótið: Einliðaleikur karla, undanúrslit: 1- Jim Courier (Bandar.) vann 11-Andre Agassi (Bandar.) 6-3 6-2 6-2 7-Petr Korda (Tékkósi.) vann Henri Lec- onte (Frakkl.) 6-2 7-6 (7-4) 6-3 Tvfliðaleikur kvenna, Qórðungsúrslit: 4-Conchita Martinez/Arantxa Sanchez Vic- ario (Spáni) unnu 6-Lori McNeil (Banda- r.)/Nicole Provis (Ástral.) 6-3 6-4 Tviliðaleikur karla, undanúrsUt: David Adams (ÁstralJ/Andrei Olhovskiy. (SSR) unnu Pablo Albano (ArgentJ/Cassio Motta (BrasiUu) 6-4 6-7 (3-7) 6-3 TvíUðaleikur kvenna, undanúrslit: 2- Gigi Femandez (BandarJ/Natalia Zvereva (SSR) unnu Steffi Graf/Anke Hu- ber (Þýskal.) 6-0 6-1 Tvenndarleikur, fjórðungsúrslit: 2-Arantxa Sanchez Vicario (Spáni)/Todd Woodbridge (Ástral.) unnu 13-Natalia Zvereva (SSR)/Mark Kratzmann (Ástral.) 6-3 4-6 6-2 Tvenndarleikur, undanúrslit: Lori McNeil/Bryan Shelton (Bandar.) unnu 6-Manon Bollegraf/Tom Nijssen (Hoíl.) 6-3 6-3 Sanchez Vicario/Woodbridge unnu 4-Nicole Provis/Mark Woodforde (Ástral.) 6-3 6-3 Um helgina KNATTSPYRNA 1. DEII.D KARLA Mánudagur: AkranesvöUun ÍA - Fram........kl. 14 Kaplakriki: FH - ÍBV..........kl 16 Akureyrarvöllur: Þór - KA.....kl. 20 Víkingur - Valur..............kl. 20 Þriðjudagur: KR - völlun KR - UBK..........kl. 20 1. DEILD KVENNA Laugardagur Stjömuvöllur: Stjaman - Höttur...kl. 16 2. DEILD KARLA Laugardagur Garðsvöllun Víðir- BÍ.............kl. 14 Mánudagur Stjömuvöllur: Stjaman - Fylkir....kl. 20 Grindavíkurvöllun Grindavík - Selfoss kl. 20 Ólafsfjarðarvöllur...Leiftur - Þróttur...kl. 20 ÍR - völlur: ÍR - ÍBK..............kl.20 2. DEILD KVENNA Laugardagur Homatjarðarvöllur. Sindri - Valur Rf. .kl. 16 Mánudagur Eskifjarðarvöllur: Austri - Einheiji.kl. 16 3. DEILD KARLA Laugardagur Þorlákshafnarv.: Ægir - Tindarstóll ....kl. 14 Mánudagur Sigluíjarðarvöllur. KS - Magni.....kl. 20 Hvaleyrarholtsvöllun Haukar - Grótta kl. 20 Borgamesvöllur: Skallagrimur - Þróttur N...........kl. 20 Dalvíkurvöllur Dalvík - Völsungur....kl. 16 4. DEILD KARLA Mánudagur * Djúpavogsvöllur: Neisti D. - Huginn F kl. 14 Homafjarðarvöllur Sindri-ValurRf. .kl. 14 Stöðvarfjarðarvöllur KSH - Huginn....kl. 20 Egilstaðavöllur Höttur - Leiknir F...kl. 14 Eskifjarðarvöllur. Austri - Einheiji.kl. 14 Golf Opna Búnaðarbankamótið fer fram í dag hjá Golfklúbbnum Mostra í Stykkishólmi. Opna Lacoste-mótið f golfi fer fram hjá GR í Grafarholti á mánudag. Leiknar verða 18 holur með forgjöf. Ræst verður út kl. 9:00. Skráning f Golversluninni í Grafar- holti í s. 682215. Opið kvennamót; Clarins verður hjá Golf- klúbbi Grindavíkur á mánudag. Leikið verð- ur í tveimur forgjafarflokkum; 0-28 högg í forgjöf og forgjöf 29-36 högg. Opin kvennakeppni verður haldin í dag hjá Golfklúbbnum Keili. Keppt verður í tveimur forgjarfarflokkum. Ræst verður út frá kl. 9:00. Opna Slazenger-mótið fer fram hjá GR í Grafarholti á þriðjudag. Keppt verður í þremur flokkum unglinga og leiknar átján holur með forgjöf. Ræst verður út frá kl. 15 og fer skráning fram í golfversluninni f Grafarholti í s. 682215. Frjálsar íþróttir Litla-bikarkeppnin fer fram á Selfossi á mánudaginn kl. 19. Félögin sem taka þátt í mótinu em Selfoss, ÍR, KR og FH. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Lárus Orri Sigurdsson til vinstri og Pétur Marteinsson í Búdapest. í fótspor feðranna Láras Orri Sigurðsson, sem leikur með Þór á Akureyri í 1. deild- inni í knattspymu, og Pétur Mar- teinsson, sem spilar með Leiftri, Ólafsfirði, í 2. deild, vora miðverðir íslenska landsliðsins skipað leik- mönnum tuttugu og eins árs og yngri, sem lék gegn Ungveijum í Vac á miðjunni. Þetta er í fyrsta sinn, sem þeir leika saman með lið- inu, en þeir vora saman í einum leik með U-18 ára liðinu og einu sinni léku þeir saman í U-16 ára liðinu. Feður þeirra, Marteinn Geirsson og Sigurður Lárusson, léku einn a-landsleik saman, 2:0 sigurleik gegn Tyrkjum í undan- keppni HM 1981, og má því með sanni segja að þeir feti í fótspor feðranna. Strákamir sögðust ávallt hafa stefnt að því að komast í landslið og markmiðið væri að ná sæti í a-liðinu. „Pabbi lék aðeins 11 lands- leiki og ég ætla að komast upp fyrir hann,“ sagði Láras Orri. „Það verður erfitt að ná pabba,“ sagði Pétur. „Hann var með 67 leiki, en ætli ég setji ekki markið á 68 leiki til að svekkja karlinn." Ragnheiður með þrennu skrifarfrá Akranesi Ragnheiður Jónasdóttir var með þrennu í 4:0 sigri ÍA gegn Hetti á Akranesi í 1. deild kvenna ■■■■■■ í gærkvöldi. Leikur- Sigþór inn fór fram við erf- Einksson iðar aðstæður, sem höfðu óneitanlega mikil áhrif. Skaga- stúlkur vora betri allan tímann, en stúlkumar í Hetti vörðust vel. Ragnheiður kom heimastúlkum á bragðið þegar á 4. mínútu með góðu skoti. Skagastúlkur sóttu linnulaust og Ragnheiður bætti öðra marki við á 21. mínútu með góðum skalla eftir fyrirgjöf frá vinstri. Á 61. mínútu fullkomnaði Ragn- heiður þrennuna, skoraði af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Karitas Jóns- dóttur. Helena Olafsdóttir átti síðan síðasta orðið fimm mínútum fyrir leikslok. Karitas var langbest hjá ÍA. Ragnheiður var ógnandi og Jónína Víglundsdóttir átti ágæta spretti. Blædís Guðjónsdóttir varði sérstak- lega vel í marki Hattar og átti stór- leik. Öruggthjá Val Valsstúlkur sóttu þijú stig til Akureyrar í gærkvöldi þegar þær lögðu lið Þórs að velli 4:0. Hjördís Símonar- dóttir skoraði fyrsta mark Vals snemma í leiknum. Eftir markið komust Anton Benjaminsson skrifarfrá Akureyri Stórmeistarajafntefli Frakkar og Hollendingar skildu jaf nir 1:1 f vináttulands- leik í knattspyrnu gærkvöldi sem fram fór í Lens í Frakk- landi. Leikurinn var sá síðasti hjá liðunum fyrir Evrópukeppn- ina sem hefst á miðvikudag. Jean Pierre Papin sem ekki hefur leikið í þijár vikur skoraði mark Frakka með hnitmiðuðu skoti þegar á 12. mínútu. Marco Van Basten var maðurinn á bak við jöfnunarmark Hoilendinga sem kom sex mínútum síðar. Van Basten plataði Laurent Blanc, aft- heimamenn betur inn í leikinn en Hjördís bætti öðra marki sínu við fyrir leikhlé. { síðari hálfleik sóttu Valsstúlk- umar meira og strax á upphafsmín- útunum skoraði Guðrún Sæmunds- dóttir þriðja mark liðsins með skoti af löngu færi yfir markvörð Þórs- ara. Örfáum mínútum síðar bætti Helga Ósk Hannesdóttir fjórða markinu við með skalla eftir horn- spymu og lokatölur því 4:0. Þórsstúlkur áttu nokkrar ágætar skyndisóknir en sigur Vals var fylli- lega sanngjam. Trausti í Trausti Ómarsson hefur gengið frá félagaskiptum úr íslandsmeistaraliði Víkings í 2. deildarlið Selfoss. Hann verð- ur löglegur á mánudaginn, þeg- ar Selfoss fer tii Grindavíkur asta leikmann Frakka, og gaf þver- sendingu fyrir á Brian Roy, sem skoraði úr auðveldu færi. Leikurinn var sá síðasti hjá liðun- um fyrir Evrópukeppnina í Svíþjóð sem hefst á sunnudag. Liðin eru í sitthvorum riðlinum en gætu lent saman ef þau komast áfram. IÞRDmR FOLK I ANDY Sinton frá Queens Park Rangers og Keith Curle frá Manchester City, bættust í enska landsliðshópinn í gær, én þeir koma í stað John Barnes og Gary Ste- vens, sem báðir meiddust í ieik gegn Finnum í vikunni. ■ TOMMY Svensson landsliðs- þjálfari Svía, hefur bannað lands- liðsmönnunum Kennet Andersson og Klas Ingesson að leika með félagi sínu Mechelen í bikarúrslita- leik í Belgíu á sunnudaginn. FRJALSAR SKOTFIMI Axel fyrsti íslenski alþjóðadómarinn Axel Sölvason varð í vikunni fyrsti íslenski alþjóðlegi dómarinn í skotfimi. Á myndinni afhendir Þorsteinn Ásgeirsson, formaður Skotsambands íslands, Axel, til hægri, skírteini þessu til staðfestingar — og blómvönd ftilefni dagsins. „Hann fékk svokallað B-skírteini, og getur dæmt á öllum mótum nema á Ólympíuleikum og heimsmeistarakeppni. Og hann kemur til með að dæma erlendis á næsta ári,“ sagði Þorsteinn Ásgeirsson við Morgunblaðið. „Þetta er mikill áfangi fyrir skotmenn hér á landi, og mikil viðurkenning fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn. Formaðurinn tók fram að Axel fengi hefði þama fengið skírteini upp á það að hann væri alþjóðleg- ur dómari í haglabyssuskotfími, riffílskotfimi og skammbyssuskotfimi. Greinamar þrjár væru talsvert frábrugðn- ar hver annarri og ekki algengt að menn næðu því að fá alþjóðleg réttindi til dómgæslu í þeim öllum. Opiðbréftil ISI og Ólymp- íunefndar Að gefnu tilefni förum við þess á leit við FRÍ að þið reynið að leið- rétta þann leiða misskilning hjá ÍSÍ og Ólympíunefnd að aðeins Meist- aramót íslands auk ÍR- og KR-móta sé einu lögiegu mótin fyrir Óiympíu- leikana hérlendis. Við i Fijálsíþrótta- deild FH emm ekki síður í stakk búin að halda lögleg mót en önnur félög. Við emm í dag sterkasta fijáls- íþróttadeildin innan FRÍ hvað af- reksgetu snertir. Það er tæplega réttlætanlegt að útiloka okkur frá því að halda lögieg mót fyrir Ólympíuleikana sem ÍSI og Ólympíu- nefnd gerir nú. Þetta er mjög alvar- legt mál hjá ÍSÍ og Ólympíunefnd ekki síst þar sem við eigum á að skipa ekki síður en ÍR og KR sterka sveit dómara, sem er skilyrði til að halda lögleg mót. Við skomm því á háttvirta stjórn FRÍ að fara þess á leit við ÍSI og Ólympíunefnd að hún leiðrétti sem fyrst þennan úrskurð. Við viljum vinna á jafnréttisgrundvelli sem og önnur félög innan FRÍ og ÍSÍ. Fá að njóta sömu mannréttinda hvort félagið heitir ÍR, KR, HSK, UMSE, UÍA eða FH. Ég nefni aðeins þessi nöfn, önnur félög eru jafn rétthá þótt þau séu ekki nefnd. Virðingarfyllst, Haraldur S. Magnússon, for- maður frjálsíþróttadeildar FH.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.