Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992
17
Biskupinn handan við strikið
eftir Gunnar
Þorsteinsson
Fréttaskýring Stöðvar tvö um
trúfélögin í landinu hefur vakið
mikla athygli og á stöðin þakkir
skildar fyrir að ganga á undan
með góðu fordæmi og kynna á
hlutlægan hátt þá grósku sem er
í trúarlífinu þessa dagana.
í þeirri umfjöllun er þó eitt sem
hefur stungið mig og eru það
ummæli mannsins sem hafði for-
göngu um að ég játtist því að gera
Jesúm Krist að leiðtoga lífs míns
ljórtán ára gamall, á ég þar við
Herra Ólaf Skúlason biskup.
Ég fæ mikla gagnrýni og reyni
að taka henni vel og gagnrýni sem
er grunduð á orði Guðs er nokkuð
sem hver og einn kristinn maður
hlýtur að þiggja með þökkum, þar
er ég engin undantekning.
Mér finnst
Biskupinn byrjar spjall sitt við
fréttamanninn reyndar þannig að
hann segist ekki ætla að gagnrýna
fríkirkjumar, en síðan fylgir í kjöl-
farið hörð, óvægin og ógrunduð
gagnrýni. Það eitt segir sína sögu.
En biskupinn leiðir ekki þjóðina inn
á spjöld bókarinnar helgu til að
fínna hnjóðsyrðum sínum stað,
heldur gengur út frá forsendunni
„mér finnst". Þarna tel ég að við
séum komin að sjálfri orsökinni
fyrir tilvistarkreppu ríkiskirkjunn-
ar, „mér finnst" guðfræðin. Skila-
boð þjóðarinnar, hálf tómar kirkj-
ur, ætla seint að komast til skila.
íslenska þjóðin bíður í ofvæni eftir
því að fá að heyra hvað Guð hefur
um málin að segja, en ekki hvað
einhverjum fínnst. Vegna alvarlegs
skorts á guðskýrkun og fræðslu
innan kirkjunnar hafa þúsundir
manna yfirgefið Kristna krikju og
gefið sig á vald annarlegum kenn-
ingum og trúarbrögðum sem
leggja sálina í fjötra. A sama tíma
telur biskup við hæfi að líkja
kristnum predikurum utan þjóð-
kirkjunnar við danska dávalda! Við
sem störfum utan þjóðkirkjunnar
að predikun orðsins finnum fyrir
afar miklu hungri eftir orði Guðs
og lifandi samfélagi við hann. Fólk
finnur ekki svölun í ríkiskirkjunni
og er það miður og þar þarf að
vera breyting á. Ég skil að biskup
sé sár og jafnvel reiður er hann
metur staðreyndirnar og horfir
yfir sértrúarsöfnuðinn sinn sem
minnkar á heimsvísu með ári
hverju meðan vakningin geysar
áfram, en þama hefur hann farið
yfir strikið. Það er enginn ávinn-
ingur fyrir kristnina í landinu að
ala á tortryggni og sá illu sæði
vantrúarinnar.
Hræddur biskup?
Biskupinn lýsti því yfir að hann
væri svolítið hræddur er hann sá
á skjánum það sem fram fór og
talaði um annarlegt ástand. Þar
er hann að vitna til þess að á skján-
um birtust myndir af fólki sem
Heilagur var að snerta. Ég veit
að útheliing Heilags Anda með
tungumáli og öðrum táknum um
nærveru Guðs hefur ekki átt sér
stað nema í mjög óverulegum
mæli innan ríkiskirkjunnar, en aft-
ur á móti mjög víða í guðspjöllun-
um. Þetta er nokkuð sem biskupinn
ekki þekkir, en það veitir honum
aftur á móti ekki neina heimild til
að fordæma eins og hann gerir.
Við í Krossinum erum í góðum
félagsskap Páls postula og Jóhann-
esar guðspjallamanns o.fl. Ein-
hverra hluta vegna hefur Lúterska
kirkjan valið að einangra sig frá
þessu. Biskupinn segist vera
hræddur við það vald sem hann
ræður ekki yfir. Þetta er undarleg
yfirlýsing úr munni hans. Ber að
skilja það þannig að hann ráði yfír
því valdi sem hann þjónar? Er hann
ef til vill að segja að Guð sé geymd-
ur í Lútherskum kassa og menn
séu hræddir við að hleypa honum
út þannig að hann fari að ráða?
Eðli Anda Guðs er þannig að við
höfum ekki vald yfír honum. Við
getum ekki kveikt eða slökkt á
nærveru Guðs eftir hentugleikum
okkar. Biskupinn gefur það einnig
í skyn, ef ég skil hann rétt, að við
sem erum í fyrirbænaþjónustu og
leggjum hendur yfír fólk í Jesú
nafni höfum vald yfir fólkinu. Það
er alröng ályktun. Við höfum ekk-
ert vald yfir einum eða neinum og
sækjumst ekki heldur eftir því, við
erum einungis að miðla krafti Guðs
í fyrirbæn eins og orð Guðs kenn-
ir. Ekkert meira og ekkert minna.,
Hamagangur
Hamagangur er lýsingarorð sem
biskup notar um það sem gerist á
samkomum hjá okkur á stundum.
Ég get nú upplýst hann um það
að sumar samkomur hjá okkur er
næsta líkar ýmsu því sem hann
þekkir svo vel úr eigin kirkju, en
við bregðum einnig frá því og
stundum er allt á suðupunkti og
einnig kemur fyrir að það sýður
upp úr, en það er það gjald sem
við erum fús að greiða til að vitna
það sem við sjáum Guð gera okkar
á meðal og enginn getur gert nema
hann einn.
Gunnar Þorsteinsson
„ Afskaplega væri það
mikill styrkur fyrir
þjóðkirkjuna ef hún
þyldi örlítinn „hama-
gang“.“
Afskaplega væri það mikill
styrkur fyrir þjóðkirkjuna ef hún
þyldi örlítinn „hamagang". Reynd-
ar veit ég að sumir kirkjunnar
þjónar eru með hamagang við ein-
stök tækifæri, en það er hvorki
með þeim hætti né á þeim stöðum
að það sé Guði til dýrðar.
Rétt á undan fréttatímanum,
sem flutti yfírlýsingar biskups, gat
að líta auglýsingu um komu þung-
arokkhljómsveitar. Þar var hama-
gangur. Við í Krossinum vorum
eins og fermingarbörn í altaris-
göngu í samanburði við þau ósköp.
Þar er þörf gagnrýni, en einhverra
hluta vegna hefur biskup valið að
þegja.
Kröftug lofgjörð, þar sem alls
konar hljóðfæri eru notuð til að
lofsyngja Guði, á heina í húsi Guðs,
Menn eiga að dansa, það er boð
Drottins. Menn eiga að hrópa og
tjá sig frammi fyrir Guði, það er
skýlaus kenning Biblíunnar. Ég
fullyrði að ekkert það fer framhjá
okkur sem ekki er í fullkomnu
samræmi við orð Guðs, þó það
falli ekki að Lútherski kenningu.
Predikun eða upplestur
í þessu stutta spjalli frétta-
manns og biskups þar sem hann
vildi ekki gagnrýna okkur gat hann
jafnvel skotið inn gagnrýni á pred-
ikunarformið okkar. Ég geri mér
grein fyrir því að það er mikill
munur á formi og innihaldi predik-
ana hjá okkur annars vegar og
þjóðkirkjunni hins vegar. Biskup-
inn veit jafnvel og ég að það pred-
ikunarform sem við höfum tileink-
að okkur er einn af hornsteinu
kristinnar þjónustu og hefur verið
öld fram af öld. Páll postuli las
ekki upp ræður — hann predikaði.
Ég er ekki að segja að penar skrif-
aðar ræður sem eru lesnar upp í
messum séu af hinu vonda, en ég
er þeirrar skoðunar að hitt formið
þjóni okkur betur.
Ágæti biskup, herra Ólafur
Skúlason, ég gat ekki orða bundist
þegar þú veittist að heilögum hlut-
um eins og þú gerðir, en ég óska
þér og þinni kirkju Guðs blessunar.
Höfundur er forstöðum&ður
Krossins.
Afmælisveisla skáta á Úlfljótsvatni:
Enn við reis-
umtjöld
Skátahreyfingin hefur ýmsan hátt
á að miðla skátum reynslu, ekki
síst með því að tengja þjálfunina
skemmtilegum leikjum og nokkurri
keppni.
Á skátamóti fá skátar fjölmörg
tækifæri til að reyna á kunnáttuna
sem þeir hafa aflað sér í félagsstarf-
inu. Ennfremur koma skátar saman
til að reyna sig hver og einn og
skátaflokkamir, kjarnaeiningar
skátahreyfingarinnar, tækifæri til
að keppa í skátaíþróttum, sem allar
tengjast fyrst og fremst hæfni í að
bjarga sér og skynja hættu jafnt í
þéttbýli sem í óbyggðum.
Úlfljótsvatn hefur um hálfrar
aldar skeið verið miðstöð skáta-
starfs í landinu og þangað hafa
skátafélögin í Reykjavík sótt nám-
skeið og skátamót jafnlengi. Þar
hafa sömuleiðis verið starfræktar
sumarbúðir fyrir börn og unglinga.
Nú í vetur hefur Skátaskólinn á
Úlfljótsvatni aukið starfsemina og
þar hafa verið námskeið tengd
skólabúðum sem reknar hafa verið
af fræðsluyfírvöldum í Reykjavík.
Hvergi á landinu er aðstaða til
iðkunar skátaíþrótta betri en á Úlf-
ljótsvatni. Þar hafa skátar reist hús
yfir starfsemina, unnið að skógrækt
og uppgræðslu lands og hlúð að
ungu fólki. Það fer því afar vel á
því að 80 ára afmælismóti skáta
verið haldið á Úlfljótsvatni þar sem
hjarta hreyfingarinnar slær. Á Úlf-
ljótsvatni hafa margir skátasöngvar
orðið til o g margir þeirra fjalla bein-
línis um staðinn. Mótsstjórn afmæl-
ismóts hefur látið velja nokkur lög
sem gefin verða út á hljómsnældu
svo mótsgestir og aðrir geti rifjað
upp skemmtilega söngva og minnir
okkur á afmælissöng skáta eftir
Hörð Zophaníasson sem hefst með
þessum orðum:
Enn koma skátamir syngjandi saman,
söngvamir óma og gleðin skín á brá.
Höfundur er mótsstjóri
afmælismóts skátasambands
Reykjavíkur.
eftir Matthías G.
Pétursson
Á þessu ári heldur skátahreyfing-
in upp á nokkur merkistímamót í
sögu hreyfingarinnar. Fyrsta skáta-
félagið var stofnað fyrir 80 árum
og á þessu ári verða liðin 70 ár frá
stofnun fyrsta kvenskátafélagsins,
Kvenskátafélags Reykjavíkur.
Hjálparsveit skáta í Reykjavík á
sextugsafmæli og Skátaskólinn á
Úlfljótsvatni 50 ára afmæli.
Það kemur því ekki á óvart að
skátar haldi veglega upp á þessi
tímamót og verður í því tilefni efnt
til veglegs afmælismóts á Úlfljóts-
vatni dagana 25.-28. júní. Skáta-
samband Reykjavíkur hefur veg og
og vanda af mótshaldinu.
Dagskrá mótsins verðum með
þeim hætti að allir aldurshópar
skáta finna verkefni við sitt hæfi á
mótinu. Gert er ráð fyrir sérstakri
dagskrá fyrir yngstu skátana, sem
að öllu jöfnu dvelja skemur á mót-
inu en hinir eldri. Dagskráin er að
nokkru tileinkuð skátamótum fyrri
tíma, með mikilli áherslu á tjaldbúð-
astörf, gönguferðir, rötun og korta-
lesturj auk þess sem mótinu lýkur
með íslandsmeistaramóti í skáta-
íþróttum og munu þar keppa til
úrslita fjölmargir skátaflokkar.
Laugardaginn 27. júní taka skátar
á móti gestum og er aðstandendum
skáta, gömlum skátum og öðrum.
sem áhuga hafa, velkomið að sækja
okkur heim að Úlfljótsvatni.
Á mótinu verða fjölskyldubúðir
og er þess sannarlega vænst að
gamlir skátar fjölmenni og rifji upp
Á Minkamóti í Fljótshlíð 1991.
„Hvergi á landinu er
aðstaða til iðkunar
skátaíþrótta betri en á
Úlfljótsvatni. Þar hafa
skátar reist hús yfir
starfsemina, unnið að
skógrækt og upp-
græðslu lands og hlúð
að ungu fólki. Það fer
því afar vel á því að 80
ára afmælismót skáta
verið haldið á Úlfljóts-
vatni þar sem hjarta
hreyfingarinnar slær.“
*
glaða daga frá fýrri skátamótum.
Sérstaklega verður tekið á móti
þeim sem voru á landsmótum skáta
1948, 1962, 1966 og 1970.
Skátastörf miða einkum að því
að þjálfa skáta í félagsmálum og
útilífi. Skátar læra á kerfisbundinn
hátt, eftir aldri og þroska, að leysa
verkefni í samvinnu, ferðast á hag-
kvæman hátt og eiga góða sambúð
við náttúru landsins.
Góð athyglisgáfa og nærfærni í
samskiptum við náttúruna gefur
mikið af sér í skátaferðum og skát-
ar hafa markmið með ferðum sín-
um. Oft er gripið til minnisbókar
og myndavélar á ferðum og mótum
og niðurstöður ræddar á skátafund-
um. Það hefur verið meginmarkmið
skátahreyfíngarinnar frá upphafí
að fá borgarbúa til að leita út fyrir
þéttbýlið og kynnast náttúrunni
með því að lifa í samneyti við hana.
Skátar læra að bjarga sér á eigin
spýtur í tjaldbúðum jafnt sem fjalla-
ferðum þar sem skátinn öðlast
margháttaða reynslu sem fæst ein-
ungis við það að reyna sig hjálpar-
laust i glímu við erfið viðfangsefni.