Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 19 Ljósmynd/Gunnar G. Vigfússon Nýr sendiherra Bandaríkjanna Nýr sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, Sig A. Rogich, kom til landsins síðastliðinn miðvikudag og hefur tekið formlega við sendi- herraembættinu. Hann afhenti forseta íslands; frú Vidísi Finn- bogadóttur, trúnaðarbréf sitt að Bessastöðum í fyrradag. Sig A. Rogich er íslenskur að uppruna og bjó á ísjandi fyrstu fimm ár ævinnar. Á myndinni sem tekin var við athöfnina á Bessastöðum eru Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra, sem viðstaddur var er bandaríski sendiherrann afhenti trúnaðarbréfíð, frú Vigdís Finnbbgadóttir og Sig A. Rogich. Tillögur um 40% samdrátt þorskafla: Ekki hægt að bregðast við með því að ráð- ast á línuútgerðina - segir Sturla Böðvarsson, þingmaður Vesturlands „Fyrirsjáanleg skerðing, jafnvel þó hún yrði ekki 40%, kæmi afar illa við byggðir við Breiðafjörð, sem og Akranes. Vertíðarbátarnir, undirstaða útgerðar við Breiðafjörð, gera að langmestu leyti út á þorskinn. Þá hafa Breiðafjarðarbátar stundað línuveiðar mjög mikið og sú tvöföldun, sem er á línuveiðar tiltekinn tíma ársins, er sett vegna þess að línufiskurinn er talinn afbragðs hráefni. Við höfum litið svo á að þessi ákvörðun væri hluti af kvótakerfinu og því kem- ur mér mjög á óvart að Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands útvegsmanna, skuli lýsa því yfir i sjónvarpsviðtali að ráðast eigi gegn línuútgerðinni til að bregðast við fyrirsjáanlegum sam- drætti,“ sagði Sturla Böðvarsson, þingmaður Vesturlands, í samtali við Morgunblaðið. Sturla sagði að hann teldi mikil- vægara að koma í veg fyrir enn frekari fjölgun togara, eða beina þessum stóru og öflugu skipum í Kjararannsóknanefnd: 40% munur á greiddum launum karla og kvenna KJARARANNSÓKNARNEFND kynnti í gær niðurstöður rannsókn- ar á launamun milli kynjanna. Niðurstöður sýna að greitt vikukaup kvenna er 37-42% lægra en vikukaup karla. Fram kemur að hægt er að finna nokkrar mælanlegar og tölfræðilegar skýringar á þess- um mun en þó ekki öllum. Ásmundur Stefánsson forseti Alþýðusam- bands íslands vonar að þessi könnun verði gagnlegt innlegg í umræðuna í þjóðfélaginu. Fjölmiðlum var í gær kynnt sér- rit, skýrsla, sem Eiríkur Hilmars- son hjá kjararannsóknarnefnd hef- ur unnið. Niðurstöður af könnun á launum karla og kvenna. Könnunin byggir á gögnum nefndarinar frá þriðja ársfjórðungi 1990. Gerður var samanburður á launum karla og kvenna í starfstéttum verka- fólks afgreiðslufólks og skrifstofu- fólks. Formaður kjararannsóknar- nefndar, Ásmundur Stefánsson, benti á að kjararannsóknarnefnd hefði safnað margvíslegum gögn- um sem gætu veitt ýmsar fróðleg- ar upplýsingar. Tölur segðu ekki allt en Eiríkur Hilmarsson hefði unnið gott starf sem væri þarflegt innlegg í umræðuna í þjóðfélaginu um þessi mál. Niðurstöður kjararannsóknar- nefndar sýna m.a. að vikukaup verkakvenna er 39% lægra en verkakarla. Meginskýringin á þessum launamun er sá að verka- konur vinna þriðjungi styttri vinnuviku en karlar. Þegar tillit væri tekið til vinnuframlags og yfirvinnuálags sýndu niðurstöður útreikninga að laun verkafólks væru ekki háð kyni þegar á heild- ina væri litið. Það væri enginn munur á greiddu tímakaupi kynj- anna en hins vegar væri hreint tímakaup verkakvenna 13% lægra en hreint tímakaup verkakarla. Þessi mismunur skýrðist með því að verkakonur hefðu hærri bónus. En bónus reyndist 23% af greiddu tímakaupi verkakvenna en 9% af tímakaupi verkakvenna. Það vakti athygli að í fjölmennustu atvinnu- greininni, fískvinnslunni var ekki tölfræðilega marktækur munur á greiddu tímakaupi karla og kvenna. Munur á vikukaupi kynjanna fyrir afgreiðslustörf reyndist svip- aður og hjá verkafólki; vikukaup afgreiðslukvenna var 42% lægra en afgreiðslukarla. En hins vegar var minni munur á vinnutíma kynj- anna. Að meðaltali unnu af- greiðslukonur 20% styttri vinnu- viku en afgreiðslukarlar, þar af ynnu afgreiðslukonur 30% færri yfírvinnustundir. Þegar tillit væri tekið til þessara þátta væru af- greiðslukonur með 13% lægra vikukaup en afgreiðslukarlar. Greitt tímakaup afgreiðslu- kvenna væri að meðaltali 24% lægra en greitt tímkaup af- greiðslukarla. Tímakaup er mjög mismunandi eftir tegunum versl- ana og yfirleitt er tímakaup lægra í verlunum þar sem konur eru í miklum meirihluta; lægst er tíma- kaupið í dagvöruverslunum en þar eru konur 84% af afgreiðslufólki. Niðurstöður sýna einnig að tíma- kaup afgreiðslukarla er nátengt aldri og eru afgreiðslukarlar á fer- tugsaldri-með hæsta kaupið. Hins vegar er samband aldurs og tíma- kaups lítið hjá afgreiðslukonum. Niðurstöður kjararannsóknar- nefndar sýna einnig að tímakaup afgreiðslufólks er 7% lægra á landsbyggðinni heldur en á höfuð- borgarsvæðinu. Karlar á lands- byggðinni eru með 9% lægra tíma- kaup en starsbræður þeirra á höf- uðborgarsvæðinu, en ekki er töl- fræðilega marktækur munur á tímakaupi afgreiðslukvenns eftir búsetu. Skrifstofukonur eru að meðal- tali með 37% lægra vikukaup held- ur en skrifstofukarlar. Vinnuvika skrifstofukvenna er 18% styttri heldur eri vinnuvika skrifstofu- karla og þær vinna færri yfirvinnu- stundir. Þetta skýrir launamuninn að hluta en eftir stendur 21% óút- skýrður launamunur þegar tillit hefur verið tekið til vinnutíma. Munur á greiddu tímakaupi skrifstofukarla og skrifstofu- kvenna er 25% Skrifstofufólk á landsbyggðinni er að meðaltali með 15% lægra tímakaup en skrifstofu- fólk á höfuðborgarsvæðinu. Gagn- stætt því sem er hjá afgreiðslu- fólki, er jafnmikill munur á tíma- kaupi karla og kvenna í skrifstofu- störfum á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu. Skrifstofumaður er mjög víð- tækt starfsheiti og karlar eru hlut- fallslega fleiri í stjórnunarstöðum og stöðum sérfræðinga en konur ijolmennastar í almennum skrif- stofustörfum. Búseta og aldur hef- ur einnig áhrif en niðurstaða Eiríks Hilmarssonar hjá kjararannsókn- arnefnd er: „Samanburður á greiddu tímakaupi kynjanna sýnir að skrifstofukonur eru með 20% lægra greitt tímakaup en skrfstofukarlar. Þá er tekið tillit til aldurs, búsetu og stjórnunar- stöðu.“ aðrar veiðar. „Mér fínnst það nán- ast stríðsyfírlýsing við Breiðfírð- inga ef Landssamband útvegs- manna ætlar að beita sér gegn þess- ari tvöföldun á línuveiðunum," sagði hann. „í þessu sama viðtali við Kristján var einnig minnst á krókaleyfísbátana. Það er auðvitað töluvert vandamál hvernig á að taka á því, en það er ljóst að ef þeir bátar verða sviptir veiðiheimildum þá kemur það mjög illa við útgerð- arstaðina við Breiðafjörð, þar sem fjöldi smábáta sækir á krókaleyfi. Hins vegar þarf að fínna leið til að hemja þá sókn eins og aðra sókn, en ég tel óviðunandi að svipta þá leyfum eða færa þá niður á ein- hveija aflareynslu sem þeir hafa fýrir þetta tímabil." Sturla sagði að honum fyndist nær að fjölga banndögum. „Bátarn- ir yrðu þá í landi á þeim tímum þegar ekki er frí hjá öllum sjómönn- um, þannig að banndagarnir myndu í raun skapa minni sókn.“ Sturla sagði að fyrirsjáanlegur samdráttur myndi hafa geigvænleg áhrif fyrir sjávarbyggðimar, ef ekki yrði gripið inn í með einhveijum aðgerðum, sem gætu dregið úr eða frestað svo stórum skelli. „Ég hef óskað eftir því við forsvarsmenn sveitarfélaganna á Vesturlandi, Akranesi, Stykkishólmi, Grundar- firði, Ólafsvík og Hellissandi, að þeir hittist og taki saman gögn um þorskveiðarnar, til að auðvelda okk- ur þingmönnum að vinna að þessu mikilvæga máli. Ég legg einnig mikla áherslu á að við vinnum með LÍU að lausn þessara mála.“ Sturla sagði að fyrir þjóðarbúið væri tæplega hægt að skerða þorsk- afla um 40%. „Við getum hins veg- ar ekki tekið neina áhættu. Ef nið- urstaða okkar fiskifræðinga verður á sömu nótum þá held ég að það sé óhjákvæmilegt að taka tillit til þess. Þá fagna ég því að sjávarút- vegsráðherra skuli hafa kallað er- lenda sérfræðinga til ráðgjafar. Við ættum ekki að taka neinar ákvarð- anir fyrr en þær niðurstöður liggja einnig fyrir,“ sagði Sturla Böðvars- son, þingmaður. Allt á sama stað. Opið alla laugardaga frá kl. 10 -16 sunnudaga í júní frá kl. 10 -14 Ötrúlegt úrval sláttuvéla. Einkaumboð Briggs og Stratton á íslandi 042R 16.737.- 3,75 HP. 478R 62.250.- 5 HP. með drifi 426R 39.800.- 4 HP. VFSA . Raðgr. G.Á. Pétursson hf. SLÁTTUVÉLAMARKAÐURINN Nútíðinni Faxafeni 14, sími 68 55 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.