Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992
35
Gafl gamla íþróttahússins við
grunnskólann var málaður og
setur svip á bæinn.
einstaklinga og fékk sérstaka
viðurkenningu.
í tengslum við M-hátíð og skóla-
lok var einnig haldin vorhátíð í
skólanum þar sem vinna nemenda
í hand- og myndmennt var til sýn-
is ásamt ýmsum skemmtiatriðum
sem nemendur buðu upp á. Sýn-
ingin var fjölsótt af nemendum og
aðstandendum þeirra. Sérstaka
athygli vakti frískleg tískusýning
stúlkna í efri bekkjum skólans á
vinnu sem þær hafa unnið í hand-
mennt og var ekki að sjá að þar
færu óskólaðar sýningarstúlkur.
Myndmenntahópur málaði gafl
gamla íþróttasalarins og setur það
mikinn svip á skólann og reyndar
bæjarfélagið. Margt annað var til
gamans gert í skólanum, t.d. var
hægt að bregða sér á hestbak,
grilla pylsur og fleira. Dagurinn
var fjölsóttur af íbúum Grindavík-
ur sem notuðu tækifærið til að líta
á hvað grunnskólanemendur fást
við yfir veturinn.
- FÓ-
GÆÐAFLISARAGOÐUVERÐI
Stórhöfða 17, við GulKnbrú,
sími 67 48 44
Frábærir gallar og frábært verð
og ekki aðeins þessi galli
Komið og skoðið
^loMb úrvalið
HÓLAGARÐI 0 BREIÐHOLTI 0 SÍMI 75020
Kannfélaff
Anstur-SRaftfellinga
BÝÐUR ÍBÚUM HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS
SEM OG ÖLLUM LANDSMÖNNUM AÐ NJÓTA
SÝNINGAR SÝSLUSAFNS
AUSTUR-SKAFTAFELLSSÝSLU
í KOLAPORTINU í DAG KL. 10-16.
Á sýningunni verða 124 Ijósmyndir sem
Skarphéðinn Gíslason á Vagnsstöðum í
Suðursveit tók um og eftir 1940 auk annarra
mynda úr Byggðasafni Austur-Skaftafellssýslu
og víðar að.
Þessi sýning hefur að undanförnu verið á ferð
um alla hreppa sýslunnar við góða aðsókn og
ánægju sýningargesta.
Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga er ánægja af því
að stuðla að uppsetningu þessarar skemmtilegu
sýningar í Kolaportinu í dag og við vonumst til að
sem flestir fái að njóta þessa viðburðar.
Opið í dag frá kl.10-16.
KOIAPORTIÐ
MtfRKa-ÐXrO&r
- kemur sífellt á óvart!
REKSTRAR- OG VIÐSKIPTANAM
Endurmenntunarstofnun Háskóla Islands, haustiö 1992
— þriggja missera nám með starfi —
Frá því að Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands hóf starfsemi árið
1983, hefur stöðugt betur komið í Ijós þörfin fyrir heildstætt nám í rekstri
fyrirtækja og stofnana, sem hægt væri að stunda með starfi. Nám á há-
skólastigi, þar sem gerðar væru miklar kröfur, bæði til nemenda og kenn-
ara.
Endurmenntunarstofnun hefur frá áramótum 1990 boðið upp á þriggja
missera nám fyrir aðra en viðskipta- og hagfræðinga. Fimm hópar hafa
hafið námið og þrír hópar lokið námi. í þessu námi eru tekin fyrir helstu
undirstöðuatriði hagfræða og rekstrar og þess freistað að gera þeim
betri skil en hægt er á styttri námskeiðum. Forgang hafa þeir, sem lokið
hafa háskólanámi, en einnig er tekið inn fólk með stúdentspróf eða sam-
bærilega menntun, sem hefur töluverða reynslu í rekstri og stjórnun.
Stjórn námsins skipa þrír háskólakennarar, þeir Logi Jónsson, dósent,
fulltrúi Endurmenntunarstofnunar HÍ, Stefán Svavarsson, dósent, fulltrúi
viðskipta- og hagfræðideildar HÍ og Pétur Maack, prófessor, fulltrúi verk-
fræðideildar HÍ.
Helstu þættir námsins eru: Rekstrarhagfræði, reikningshald og skattskil,
fjármálastjórn, stjórnun og skipulag, starfsmannastjórnun, upplýsingatækni
í rekstri og stjórnun, framleiðslustjórnun, markaðs- og sölufræði, réttar-
reglur og viðskiptaréttur, þjóðhagfræði og haglýsing og stefnumótun.
Kennarar m.a.:
Bjarni Ingvarsson, vinnusálfræðingur og starfsmannastjóri.
Bjarni Þór Óskarsson, hdl. og adjúnkt viðskiptadeildar Hí.
Gísli S. Arason, rekstrarráðgjafi og lektor Hl.
Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, stundakennari HÍ.
Magnús Pálsson, viðskiptafræðingur og rekstrarráðgjafi.
Páll Jensson, prófessor, verkfræðideild HÍ.
Páll Kr. Pálsson, forstjóri Vífilfells hf.
Stefán Svavarsson, dósent, viðskiptadeild HÍ.
Næsti hópur hefur nám í byrjun september 1992.
Kennslutími er 120 klst. á hverju misseri auk heimavinnu. Þetta samsvar-
ar um 18 eininga námi á háskólastigi. Kennd er ein námsgrein í einu og
henni lokið með prófi eða verkefni áður en sú næsta hefst. í lok námsins
fá þátttakendur prófskírteini er vottar þátttöku og frammistöðu þeirra í
náminu.
Verð fyrir hvert misseri er kr. 67.000.00.
Allar nánari upplýsingar um nám þetta, ásamt umsóknareyðublöðum (sem
sendist inn fyrir 10. júní 1992) er hægt að fá hjá:
Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands,
Tæknigarði, Dunhaga 5,107 Reykjavík, símar 694923,692924 og 694925.