Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 Grafíkverkstæði Myndlist______________ Bragi Ásgeirsson Að Tryggvagötu 15, í sama húsi og Myndlistaskóli Reykja- víkur en á hominu Geirsgötu- megin, hefur félagið íslenzk grafík fengið inni fyrir væntan- legt verkstæði. Á Listahátíð fer fram kynning á húsnæðinu og hinum grafíska miðli ásamt sitt- hveiju af því ferli er tengist graf- íkvinnu. Þessi kynning er óform- leg að því leyti, að ekki er um beina skipulagða sýningu að ræða, heldur er fyrirhuguð starf- semi kynnt ásamt hinum ýmsu þrykkaðferðum á þann hátt sem mögulegt er að svo komnu máli. Verkstæðið er sem sagt í burðarliðunum og á nokkuð í land þar til hægt verður að hefja starfsemina að marki, en stefnt er að það verði á allra næstu ámm. Ef allt fer að óskum verð- ur jafnvel mögulegt að málm- og steinþrykkverkstæðin verði komin í gang á næsta ári. Hér er um mjög mikilvægt framtak að ræða, sem var fram- tíðarsýn undirritaðs, er hann setti upp grafíkverkstæði við Myndlista- og handíðaskólann árið 1960, því miður var róðurinn erfíður því að skilningur á list- grafík var ekki mikill hérlendis, og er þá vægt til orða tekið. Menn gerðu sér margir, og gera jafnvel enn, ekki greinarmun á listgrafík og t.d. eftirprentunum, og hvað þá ekta handunninni grafík og þeirri sem byggist í einu og öllu á nútíma tækni- vinnu, t.d. ljósmyndun, offset- og tölvuvinnu. Að auki voru þeir sem unnu að grafík fáliðaðir og mátti jafnvel telja þá á fíngrum annarrar handar auk þess að þeir höfðu bágborna aðstöðu til iðkunar listgreinarinnar. Aðstaða til iðkunar listgrein- arinnar var nefnilega engin nema mjög takmörkuð innan skólans og svo á frumstæðan hátt í heimahúsum, en á síðari árum hafa allnokkrir einkaaðilar komið sér upp prýðilegri vinnu- aðstöðu og á það einkum við um málmgrafík, dúkskurð og tré- ristu. Það hefur útheimt mikla fórnfýsi og dugnað hjá viðkom- andi og kemur aldrei í stað graf- íkverkstæðis. Það hefur og staðið framþróun íslenzkrar grafíklistar fyrir þrif- um að hér hefur ekki verið neitt verkstæði, þar sem menn koma og vinna hlið við hlið og læra hver af öðrum. Kynna ýmsar uppgötvanir sínar og aðferðir. Tæknileg atriði. við útfærslu grafíkmynda eiga alls ekki að vera neitt hernaðarleyndarmál, því að aðall listgreinarinnar er hrein og tær útfærslan, þar sem aðferðimar skína í gegn. Þannig sér maður yfírleitt samstundis hvaða aðferðir helstu meistarar aldanna hafa notað, og þegar svo er komið að það er ekki hægt lengur, fínnst mörgum aðdáanda listgreinarinnar, sem hún sé komin á hnoð- og sullstigið. í raun og veru er slíkt verk- stæði lífsnauðsyn fyrir viðgang og þroska listgreinarinnar hér- lendis og er merkilegt hve menn hafa náð langt án þess, — puð- andi hver í sínu homi. Með til- komu verkstæðisins opnast möguleikar á því að bjóða heims- þekktum erlendum fagmönnum hingað t.d. hvað steinþrykkið snertir, en sú aðferð er mjög vandasöm og krefst margra ára náms. Slíka fagmenn væri hægt að ráða tímabundið sem umsjónar- og eftirlitsmenn, jafnframt því, sem þeir leiðbeindu listamönn- um. Sjálfír em þélr sjaldnast listamenn, en hins vegar kunna þeir skil á öllum tækniþáttum handverksins. í útlöndum em til sérstök verkstæði sem menn geta leitað til við þrykkingu mynda og fá þá alla tæknilega aðstoð, en koma sjálfir hvergi nærri nema hvað hina listrænu útfærslu snertir. Mjög ólíklegt er, að slíkt verkstæði verði nokkum tímann starfrækt á Islandi, því að naum- ast er grundvöllur né þörf fyrir það í jafn litlu þjóðfélagi. Verða menn því áfram að leita til út- landa og greiða háar upphæðir fyrir verklega útfærslu mynda sinna, en verkstæðið hér eykur möguleikana á að minnka þann kostnað vemlega og að auki gera utanferðir síður nauðsyn- legar. En mikilsvert er, að menn hugsi fyrst og síðast um að bæta starfsaðstöðuna og gera virkum listamönnum kleift að vinna ótruflaðir og njóta sín inn- an veggja húsnæðisins, en hugsa sem minnst um aðra hliðarstarf- semi. Á veggjum verkstæðisins má nú sjá allmikið af nýjum sem eldri verkum ýmissa helstu núlif- andi grafíklistamanna þjóðarinn- ar, ásamt skýringum á vinnslu- ferlinu, svo og nokkmm þrykk- pressum, sem enn em ekki komnar í gagnið, en hafa sumar hveijar skilað mikilvægu híut- verki m.a. steinþrykkpressu, sem undirritaður setti upp í MHI fyr- ir þijátíu ámm. Þeirri pressu má aldrei farga og þegar menn hafa fengið aðra og fullkomnari ber henni staður á minjasafni jafn markandi hlutverki og hún hefur gegnt. Ástæða er að hvetja sem flesta að leggja leið sína á staðinn og kynna sér þetta tímamótandi framtak. ■ LEIKFÉLAG Patreksijarðar sýnir barna- og íjölskylduleikritið Állt í plati eftir Þröst Guðbjarts- son í leikstjórn Harðar Torfason- ar í Bæjarbíói, Hafnarfirði, laug- ardaginn 6. júní kl. 14 og 17. Einn- ig í Fjölbrautaskólanum Akra- nesi mánudaginn 8. júní kl. 17. Þetta er fjölskyldusýning þar sem koma fram allar helstu persónur úr þekktustu leikritum eftir Astrid Lindgren, með Línu Langsokk í ■ OPNUÐ hefur verið í veitinga- húsinu Hressó, sýning á ijósmynd- um eftir Kristján Logason. Mynd- imar, sem ýmist em svart/hvítar, handmálaðar eða í lit, hefur Krist- ján tekið á liðnum ámm. Kristján var meðiimur í Ljósmyndaklúbbn- um Hugmynd 81 og er nú meðlim- ur í FÍA. A árunum 1989-90 starf- aði Kristján sem blaðaijósmyndari hjá dagblaðinu Degi á Ákureyri en hefur undanfarið myndað fyrir ýmis blöð, tímarit o.fl. „flaggskipið" 4 dyra stallbakur • 131 eða 143 hestafla vél • 2000 DOHC 16 ventla eða V6 3000 vél • Tölvustýrð fjölinnspýting • 5 gíra beinskipting eða 4 þrepa tölvustýrð sjálfskipting • Rafdrifnar rúður og samlæsing á hurðum • Hvarfakútur Verð frá: 1.284.000,- kr. • Aukabúnaður (t.d.): Topplúga: 48.000,- kr., álfelgur: 45.000,- kr., leðurinnrétting: 89.000,- kr., ABS bremsukerfi: 94.000,- kr. 0 HYunoni ...til framtíðar 0.0 0% BIFREIÐAR & LANDBUNfiÐRRVÉLAR HF. Átmúla 13 • Snni: 68 12 00 Bcin lma: 3 12 36 2 * CC o

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.