Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 44
ffl
I
MICROSOFT. einarj.
WINDOWS. SKULASONHF
TVÖFALDUR1. vinningur
MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SlMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Nýi Herjólf-
ur bilaður
Heimför seinkar
Flekkefjord. Frá Grimi Gíslasyni, frétta-
ritara Morgunblaðsins.
BILUN kom fram í nýju Vest-
mannaeyjafeijunni Heijólfi þegar
landfestar voru leystar til að halda
til íslands í gær. í gærkvöldi var
ekki vitað hvenær feijan gæti lagt
af stað.
Heijólfur var afhentur við hátíð-
lega athöfn í Simek-skipasmíðastöð-
inni í Flekkefjord í Noregi í fyrra-
dag. Um hádegið í gær, þegar skipið
var að halda af stað heimleiðis til
íslands, varð bilun í skiptingu á bak-
borðsgír og festist skrúfan í fullum
skurði áfram.
Fresta varð heimferð og í gær-
kvöldi var enn ekki komið í ljós hver
ástæða bilunarinnar er. Sérfræðing-
ar Alfa-verksmiðjanna, framleiðanda
vélarinnar, voru væntanlegir til
Flekkefjord í nótt til að athuga málið.
♦ ♦ ♦------
Þrotabú Álafoss:
Greiddar 11
milljónir af
2,3 milljörðum
LJÓST er að um 11 milljónir
króna koma til greiðslu upp í kröf-
ur í þrotabú Álafoss hf. en lýstar
kröfur í þrotabúið námu rúmlega
2.300 milljónum króna. Að sögn
Brynjólfs Kjartanssonar hrl., eins
þriggja bústjóra þrotabúsins, er
Jjóst að þessar eignir renna til rik-
issjóðs vegna forgangskrafna, þ.e.
ógreiddra launa og tengdra
gjalda, en allt að 80 milljónir
króna féllu á rikissjóð vegna
slíkra rikisábyrgða.
Brynjólfur hafði ekki handbærar
tölur um hver skiptakostnaður þrota-
búsins hefði verið en það mun liggja
fyrir á skiptafundi sem haldinn verð-
ur á Akureyri 30. þessa mánaðar til
að ljúka skiptameðferðinni.
Auk forgangskrafna og krafna
utan skuldaraðar, en í þeim flokki
fengust ekki greiddar rúmar 700
milljónir króna, námu almennar kröf-
ur í þrotabú Álafoss um 1,5 milljarði
króna. Bústjórarnir tóku ekki afstöðu
til þeirra þar sem ljóst væri að ekki
yrði greitt upp í þær af eignum bús-
Ferðalagið undirbúið
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Margir verða á faraldsfæti um hvítasunnuhelgina ef
að líkum lætur. Að þessu sinni er þó lítið um skipu-
lagt samkomuhald og samkvæmt upplýsingum sem
fengust á Umferðarniiðstöðinni og hjá Flugleiðum í
gærkvöldi var ekki rnerkjanlegt að straumur fólks
lægi eitt fremur en annað. Nokkrar tafir voru á flugi
í gær vegna þoku við suðurströndina og vinds á
Vestfjörðum. Flestir vegir á hálendinu eru enn lokað-
ir og verður lögreglan með sérstakt eftirlit með þeim
um helgina. Í Kópavogi voru þessir menn að und-
irbúa vélsleðaferðalag á Drangajökul síðdegis í gær.
Sjá einnig frétt á bls. 2.
Heilbrigðisnefnd
Reykjavíkur;
Tillaga um
sorpgjald
HEILBRIGÐISNEFND Reykja-
víkur samþykkti á fundi sínum í
gær að leggja til við borgarráð,
að tekið verði upp sérstakt sorp-
hirðugjald fyrir heimili. Jafn-
framt leggur hún til að fasteigna-
gjöld verði lækkuð á móti.
Heilbrigðisnefnd vinnur nú að til-
lögugerð varðandi æskileg markmið
og leiðir í úrgangsmálum á höfuð-
borgarsvæðinu. Á fundi nefndarinn-
ar í gær var fyrsti hluti tillagnanna
samþykktur og kemur hann væntan-
lega til umræðu í borgarráði á þriðju-
daginn.
Meðal margra tillagna nefndarinn-
ar er að Reykjavíkurborg taki upp
sérstakt sorphirðugjald fyrir heimili.
Gjaldið verði í réttu hlutfalli við stærð
íláta sem hirt séu hveiju sinni og á
móti verði fasteignagjöld íbúðarhús-
næðis lækkuð. í því sambandi leggur
nefndin áherslu á að leigjendur njóti
lækkunarinnar, því sorphirðugjaldið
legðist á þá.
Einnig leggur nefndin til að Sorpa
komi í tilraunaskyni fyrir gámum til
söfnunar á endurvinnanlegum úr-
gangi. Gámarnir verði í vissum hverf-
um á stöðum þar sem flestir komist
auðveldlega að þeim. Tilraunin eigi
meðal annars að taka til dagblaða,
fatnaðar og einnota drykkjaríláta úr
plasti, gleri og áli.
Aðalfundur Sambandsins:
Heildartap samvinnuhreyf-
ingarinnar 1,7 milljarðar kr.
Hagnaður vegna sölu Holtagarða um 952 milljónir
HEILDARTAP Sambandsins
og dótturfélaga á sl. ári nam
alls um 368 milljónum króna
þegar tekið hefur verið tillit
til 952 milljóna hagnaðar af
sölu fasteignarinnar Holta-
garða. Að þeirri fjárhæð frátal-
inni nemur tap Sambandsins
því ríflega 1,3 miiyörðum. Þá
voru kaupfélögin rekin með
samtals um 365 milljóna tapi á
sl. ári þannig að heildartap
fyrirtækja í tengslum við sam-
vinnuhreyfinguna er nálægt
1,7 milljörðum, þegar sölu-
hagnaður er undanskilinn.
Þetta kom fram á aðalfundi
Sambandsins sem haldinn var
í Reykjavík í gær.
Á fundinum kom fram að stjórn
Sambandsins heimilaði sölu á fast-
eigninni Holtagörðum til dótturfé-
lags Sambandsins, Regins hf., í
september sl. Fór þessi sala fram
Áætlanir um sparnað á Borgarspítalanum standast:
20 milljónir greiddar til starfs-
fólks í viðurkenningarskyni
STJÓRN sjúkrastofnana í Reykjavík samþykkti í gær að verja
20 milljónum króna i þágu starfsmanna Borgarspitalans sem við-
urkenningu fyrir samstöðu um að ná fram sparnaði í rekstri
sjúkrahússins. Óskað hefur verið eftir ábendingum starfsmanna-
ráðs um það hvemig fjármununum verði varið. Árni Sigfússon,
formaður stjórnar sjúkrastofnana, segist vonast til að ákvörðun
stjórnarinnar verði fordæmi fyrir því hvernig ná megi árangri í
sparnaði hjá hinu opinbera.
Áætlanir um spamað á Borgar-
spítalanum standast þrátt fyrir
að álagið hafi aukist miðað við
sama tíma í fyrra, fjöldi innlagðra
sjúklinga hefur aukist um 9% og
skurðaðgerðum fjölgað um 7%. A
sama tíma hefur legutími sjúk-
linga styst og legudögum sjúk-
linga heldur fækkað.
í tillögunni sem samþykkt var
á fundi stjómar sjúkrastofnana í
gær segir að í fjárhagsáætlun
Borgarspítalans fyrir árið 1992
hafi verið gert ráð fyrir 150 millj-
óna króna beinum sparnaði í
rekstri. Að auki hafi Borgarspítal-
inn tekið við nýjum verkefnum
sem feli í sér 300 milljóna króna
spamað fyrir hið opinbera miðað
við áætlaðan kostnað að óbreyttu
rekstrarfyrirkomulagi.
Samkvæmt fyrirliggjandi upp-
lýsingum um fjárhagsstöðu Borg-
arspítalans það sem af er þessu
ári segir að ljóst sé að áætlanir
um ofangreindan sparnað hafi
staðist fram að þessu.
„Árangri þessum hefur fyrst
og fremst verið náð með virkri
þátttöku allra starfsmanna," segir
í tillögunni.
Ámi Sigfússon segir Borgar-
spítalann hafa tekið að sér að
spara um 450 milljónir af ríkisút-
gjöldum þetta árið. Þessar sparn-
aðaraðgerðir hafi byggst á sam-
stöðu og jákvæðum viðhorfum
starfsmanna. „Við höfðum heitið
umbun til starfsmanna á miðju
ári ef það sýndi sig að við mynd-
um ná sparnaðarmarkmiðum okk-
ar á þeim tíma og þar sem sú er
raunin er okkur mikið ánægjuefni
að svara þessum mikla sparnaði
með framangreindum hætti,“ seg-
ir Árni.
Hann segir ákvörðunina von-
andi verða fordæmi fyrir því
hvemig ná megi árangri í sparn-
aði hjá hinu opinbera. „Það á að
heyra fortíðinni til að ef starfs-
mönnum takist að spara komi það
fram í_ enn frekari niðurskurði,"
segir Árni.
í nánu samstarfí við Landsbankann
og var þýðingarmikill liður í fjár-
hagslegri endurskipulagningu Sam-
bandsins. Á fundi stjórnar Sam-
bandsins á fimmtudag var staðfest
samkomuiag milli Sambandsins og
Regins um leigu á húsinu en Sam-
bandið framleigir það til þeirra fyr-
irtækja sem þar hafa starfsemi sína,
svo sem Miklagarðs og Samskipa.
Rekstrarárangur nýju hlutafé-
laga Sambandsins varð mun lakari
á sl. ári en gert hafði verið ráð
fyrr og nam tap Sambandsins vegna
þeirra um 640 milljónum. Vegur
þar þyngst tapið af Miklagarði sem
nam um 396 milljónum á sl. ári en
einnig varð nokkurt tap af Regin
eða um 242 milljónir.
Sjá frétt á miðopnu.
------♦ ♦ »----
Grimmdardráp
á kettlingum
ÓFÖGUR sjún blasti við lög-
reglumönnum sem voru kallaðir
að biðskýli SVR við Árbæjar-
skóla á fimmtudagsmorgun. Þar
höfðu tveir kettlingar verið
drepnir á grimmdarlegan hátt,
annar hengdur og hinn barinn í
hel eða trampað á honum.
Lögreglunni var tilkynnt um
málið um kl. 8 um morguninn. Þeg-
ar hún kom á vettvang kom í ljós
að gráskellóttur kettlingur hafði
verið hengdur með plastborða, sem
var festur í skilti SVR. Gulbröndótt-
ur kettlingur lá í hnipri í homi skýl-
isins og hafði annaðhvort verið bar-
inn til dauðs eða trampað á honum.