Morgunblaðið - 06.06.1992, Page 42

Morgunblaðið - 06.06.1992, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 Mm FOLK ■ JOHN Barnes, enski landsliðs- maðurinn í knattspyrnu, sem sleit hásin í landsleik gegn Finnum í vikunni, fór í aðgerð í gær þar sem gert var að meiðsl- FráRnh Um hanS. Hennessy ■ REIKNAÐ er iEnglandi með að. Barnes verði frá í 7-8 mán- uði, en hann segist vonast til að geta leiki á ný fyrir jól. ■ FARI svo að Bames, sem verð- ur 29 ára í nóvember, geti ekki leik- ið á ný getur enska knattspyrnu- sambandið átt von á reikningi frá Liverpool, sem Barnes leikur með, upp á 3-4 milljónir punda, sem er líklegt söluverð leikmannsins ef fé- lagið hefði selt hann, vegna þess að hann meiddist í landsleik. Þetta er andvirði 315-420 milljóna ÍSK. ■ BARNES fær laun skv. samn- ingi sínum við Liverpool, sem talin eru 9.000 pund á viku — 945.000 ÍSK — greidd frá tryggingafélagi enska knattspyrnusambandsins, allan þann tíma sem hann verður frá æfíngum. Þetta eru tæplega 3,8 milljónir ÍSK á mánuði, þannig að ef hann yrði frá til áramóta þyrfti tryggingafélagið að punga út and- virði tæplega 27 milljóna ÍSK. ■ PETER Shilton framkvæmda- stjóri enska liðsins Plymouth Ar- gyle hefur borgað metfé, 250 þús- und pund, fyrir sóknarleikmanninn Paul Dalton frá fjórðu deildarliði Hartlepool. I MARK Falco, fyrrum leikmað- ur Tottenham, Glasgow Rangers og QPR, hefur endanlega lagt skóna á hilluna. Þessi 31 árs gamli leikmaður hefur átt við bakmeiðsli að stríða, en hann lék með Mill- wall á síðasta keppnistímabili. ■ JUSTIN Fashanu á góða möguleika á því að verða fyrsti þeldökki framkvæmdastjórinn í enska fótboltanum. Hann hefur verið ráðinn aðstoðarframkvæmda- stjóri fjórður deildar liðsins Torqu- ay United. ■ GLASGOW Rangers hefur borgað Hearts 1,3 millj. pund fyrir Dave McPherson. Hann kom til Hearts frá Rangers 1987, þegar þáverandi framkvæmdastjóri Ran- gers, Graeme Souness, rak hann frá félaginu. Hearts borgaði þá 400 þúsund pund fyrir kappann. ■ JOE Kinnear hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri Wimbledon til næstu þriggja ára. Hann tók við liðinu í janúar sl. og reif það eftir- minnilega upp úr lægð sem það hafði verið í. Árangur hans með Wimbledon frá því í janúar vakti það mikla athygli að forsvarsmenn Tottenham Hotspur höfðu áhuga á að fá hann til sín, en Wimbledon varð á undan. ■ TERRY Dolan, framkvæmda- stjóri Hull, sem leikur í þriðju deild, hefur þegar kallað lið sitt saman ’til æfinga, en ekki er nema um mánuður síðan deildakeppninni lauk. TENNIS / OPNA FRANSKA MEISTARAMOTIÐ Peter Korda til hægri þakkar Henri Leconte fyrir leikinn. Reuter Courier og Korda leika til úrslita „ÉG spilaði besta leik minn á árinu í dag, en vonandi verða þeir miklu fleiri svona góðir“, sagði Tékkinn Petr Korda, eftir að hafa lagt að velli Frakkann Henri Leconte í undanúrslitum Opna franska meistaramótsins í gær. Korda sigraði með þrem- ur hrinum gegn engri og mætir Jim Courierfrá Bandaríkjunum í úrslitaleiknum, sem verður leikinn á morgun. Korda var mjög rólegur allan leikinn á móti Leconte, og gerði nánast engin mistök. Leconte, sem var ákaft studdur af áhorfend- um, enda á heimavelli, átti ekkert svar við stórleik Tékkans. Jim Courier spilaði frábærlega á móti landa sínum Andrei Agassi og sigraði nokkuð auðveldlega; 6-3 6-2 og 6-2. „Hann lék það vel að hann átti virkilega skilið að vinna“, sagði Agassi eftir leikinn. Petr Korda hefur aldrei komist lengra en í þriðju umferð á risa- móti í tennis. Hann á erfiðan leik fyrir höndum á morgun á móti Jim Courier, sem hefur leikið ákaflega vel á mótinu til þessa. Steffí Graf og Monica Seles leika til úrslita í kvennaflokki í dag, og er búist við spennandi leik. HANDBOLTI Þjálfar Steindór liðHKN? STEINDÓR Gunnarsson verður að öllum líkindum ráðinn næsti þjálfari HKIM íhandknattleik. Liðið er sameiginlegt lið Kefla- víkur og Njarðvíkur og lék sitt fyrsta tímabil í 2. deild í vetur. Arangurinn var ágætur, liðið lenti í þriðja sæti, fjórum stig- um á eftir liðinu í öðru sæti. Steindór tæki við af Hannesi Leifssyni. Ekki hefur form- lega verið gengið frá ráðningunni, en viðræður eru í gangi og miklar líkur á að samningar takist. Stein- dór þjálfar þá bæði meistaraflokk karla hjá HKN og meistaraflokk kvenna hjá ÍBK. Steindór sagðist stefna að því að nota þann mannskap sem væri til staðar. Hann ætti að vísu eftir að skoða myndbandsupptökur af liðinu, og myndi í framhaldi af því meta hvort þar væru einhver göt sem nauðsynlegt væri að fylla upp í. Steindór sagði að það væri hugur í mönnum og stefnan væri strax sett á fyrstu deild. „Þeir voru ekki Qarri því í vetur, þannig að það er ekki óraunhæft að stefna að því,“ sagði Steindór. Steindór var landsliðsmaður á sínum tíma. Hann þjálfaði lið Sel- fýssinga fyrir nokkrum árum og hefur einnig þjálfað meistaraflokk kvenna hjá Fram. MANNVIRKI Nýr gervigras- völlur Hauka til- búinn bráðlega ÞESSA dagana er verið að leggja síðustu hönd á gerð gervigrasvallar á íþrótta- og útivistarsvæði Knattspyrnufé- lagsins Hauka á Ásvöllum. Völlurinn verður tekinn í notk- un fljótlega, en formlega verð- ur hann vígður á Jónsmessu. Gervigrasvöllurinn er 1. áfang- inn í uppbyggingu íþrótta- mannvirkja á Ásvöllum en jafn- framt er nú verið að ljúka upp- steypu á 240 fermetra búningshúsi sem verður fullbúið í sumar. Nýji gervigrasvöllurinn er heil- grasvöllur og sá fyrsti sinnar teg- undar í heiminum þar sem 30 km löng hitalögn er í sandfyllingu und- ir grasmottunni og sérstöku gúmmíundirlagi. Grasmottan kem- ur frá þýska fyrirtækinu Balsám, sem m.a. framleiðir og setur upp öll gerviefni sem notuð verða á íþróttasvæðum og völlum á Olymp- íuleikunum í Barcelona í sumar. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að vel takist til með völlinn því hann er nyrsti gervigrasvöllur sinn- ar tegundar í heiminum og fýrir- hugað er að nota hann í kynninga- og auglýsingaskyni fyrir vörur fyr- irtækisins. Þrír bandarískir sér- fræðingar frá fyrirtækinu komu sérstaklega hingað til lands til að sjá um að leggja grasið ásamt átta aðstoðarmönnum. Auk þess sem verið er að Ijúka lagningu gervigrasmottu stendur til að tyrfa 17 þús. fermetra grasvöll og æfíngasvæði á Ásvöllum, en þar verður aðal keppnisvöllur Hauka í framtíðinni. Áður hafði verið ákveð- ið að sá í þetta svæði, en vegna ástandsins í atvinnumálum ákvað bæjarstjórnin í Hafnarfirði að út- hluta fjármagni í þetta verkefni til þess að skapa atvinnu í sumar. Ef Morgunblaöiö/KGA Sérfræðingar frá Bandarikjunum toga í grasmottuna ásamt aðstoðarmönnum sínum. Framleiðendur mottunnar hafa í hyggju að nota gervigrasvöllinn á Ásvöllum í auglýsingaskyni fyrir vörur fyrirtækisins. vel tekst til verður völlurinn tilbúinn til notkunar strax næsta sumar. Gervigrasvöllurinn kostar frá framleiðanda um 36 milljónir og í sumar verður unnið á Ásvöllum fyrir um 30 milljónir. Auk framlags- ins frá bæjarstjóm þarf félagið sjálft að leggja fram dijúgan skerf. Munurinn á nýja gervigrasvellin- um og gervigrasvellinum í Laugar- dal er sá að sérstakt gúmmíundirlag er undir mottunni á Ásvöllum, en mottan í Laugardal er lögð beint ofan á malbik. Forsvarsmenn Hauka fullyrða að minni hætta sé á meiðslum á velli með gúmmíundir- lagi en gervigrasvelli með malbiks- undirlagi. Nokkrir knattspyrnu- menn tóku forskot á sæluna fyrir stuttu og stálust á völlinn, og er eftir þeim haft að hann sé með því besta sem þeir hafi prófað. GETRAUNASPA MORGUNBLAÐSINS leikv. 0-^7$$i— 1 x 2 íþróttafréttamenn blaðsins munu tippa í getraunum I hverri viku í sumar, og birtist hér fyrsti getraunaseðill þeirra. Að þessu sinni Kiruna - Luleá 1 Spárvágen - Spánga 1 2 GIF Sundsvall - IFK Sundsvall 1 X 2 Degerfors - Forward 1 er um að ræða 144 Gefle - Brage 1 2 raða opin seðil, þar Eskilstuna - Vasalund X 2 sem sjö leikir eru fastir. Elfsborg - Gunnilse 1 fjórir tvítryggðir og þrír þrítryggðir. Seðill sem þessi kostar 1.440 krónur. Leikirnir að Hácken - Myresjð 1 Motala - Skövde 1 Tídaholm - Oddevold 1 X 2 þessu sinni eru allir úr Halmstad - Karlskrona 1 sænsku 1. deildunum. Kalmar FF - Landskrona 1 2 Mjállby - Leikin 1 ÍÞROTTIR FATLAÐRA Tuttugu íslenskir kepp- endur fara á heimsleikana Iþróttasamband Fatlaðra hefur þegar ákveðið hvaða keppendur taka þátt í heimsleikum fatlaðra sem fram fara í Barcelona 3. - 14. september og heimsleikum þroska- heftra sem fram fara í Madrid 13. - 21. september 1992. íslensku keppendurnir í Barce- lona verða 12 og keppa þeir í sundi, fijálsíþróttum og borðtennis. í sundi keppa eftirtaldir: Ólafur Eiríksson (ÍFR), Birkir Gunnarsson (ÍFR), Halldór Guðbergsson (ÍFR), Svanur Ingvarsson (Suðra), Geir Sverrisson (UMFN), Lilja M. Snorradóttir (SH), Kristín R. Há- konardóttir (ÍFR), Rut Sverrisdóttir (ÍFA) og Sóley Axelsdóttir (ÍFR). Geir Sverrisson (UMFN) og Haukur Gunanrsson (ÍFR) keppa í fijáls- íþróttum og Jón H. Jónsson (IFR) og Elvar Thorarensen (ÍFA) keppa í borðtennis. Keppendur á heimsleikum þroskaheftra í Ma’drid verða átta. í sundi keppa þau: Bára B. Erl- ingsdóttir (Ösp), Sigrún Huld Hrafnsdóttir (Ösp), Guðrún Ólafs- dóttir (Ösp), Magnfreð I. Jensson (Osp), Katrín Sigurðardóttir (Suðra) og Gunnar Þ. Gunnarsson (Suðra). Stefán Thorarensen (Akri) og Aðalsteinn Friðjónsson (Eik) keppa í fijálsiþróttum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.