Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDA.GUR 6. JÚNÍ 1992
41
Abyrgð landbúnaðarráðherra
Frá Frá Júlíusi Guðna Antonssyni:
ÞAÐ hefur vart farið framhjá
nokkrum, sem með fylgist, að Iand-
búnaður á íslandi stendur frammi
fyrir verulegum breytingum, svo
miklum að sumum hefur flogið orð-
ið „hrun“ í hug. Þeim fer íjölgandi
sem telja að núverandi búvöru-
samningur sé óviðunandi og beri í
raun dauðann í sér. Hér ætla ég
ekki að færa fyrir því rök, þau
geta komið síðar í umræðunni, hins
vegar leiðist mér þegar gefið er í
skyn af ráðherra að ekkert sé við
þessari stöðu að gera, í gildi sé
búvörusamningur og lengra nái það
ekki. Á sama tíma er verið að setja
saman samning um mjólkurfram-
leiðsluna sem lúta mun sömu lög-
málum og samningurinn um kinda-
kjötsframleiðsluna.
Allt frá því að fullvirðisréttar-
Frá Frá Óiafi Sigurgeirssyni:
VEGNA fréttar í Morgunblaðinu
4. júní um útgáfu Landlæknisemb-
, Stofnun
kristilegra
stjórnmála
samtaka
Frá Frá Stefáni Ágústssyni:
í TENGSLUM við Jesúgönguna 23.
maí sl. hefur hlaupið af stokkunum
talsverð umræða um að í burðarliðn-
um sé stofnun kristilegra stjóm-
málasamtaka og reyna jafnvel aðil-
ar, algerlega ótengdir þeim sem að
göngunni standa, nð fleyta sér á
öldutoppi þeirrar trúarvakningar
sem á Islandi er um þessar mundir
og fram kemur í fjöldagöngu þeirri
sem hér fór fram.
Slík vinnubrögð eru alþekkt fyrir-
bæri. Undirrituðum þykir því ærin
ástæða til að taka fram eftirfarandi:
Jesúgangan er alþjóðleg ganga
kristinna trúfélaga um allan heim
og hefur þann tilgang að lyfta upp
nafni Jesú Krists og vekja fólk til
umhugsunar um kristileg gildi.
Því er óhjákvæmilegt að það komi
skýrt fram að Jesúgangan er alger-
lega óháð slíkum hugmyndum og
tengist þeim ekki á neinn hátt.
F.h. samstarfshóps
um Jesúgönguna
STEFÁN ÁGÚSTSSON,
Veginum
Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
kvótinn var settur á í landbúnaði
hefur Sjálfstæðisflokkurinn varað
við þessu kvótakerfí í ályktunum
sínum, sagt að það geti ekki geng-
ið til lengri tíma og muni leiða
greinina til frekari hnignunar.
Það er nú þegar ljóst að Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur á réttu að
standa, auka þarf frelsi og jafn-
framt ábyrgð á framleiðslunni. Ég
hefði ætlað að nú þegar Landbúnað-
arráðuneytið er í höndum Sjálf-
stæðismanna, væri tekið til hend-
inni. Því fer fjarri, heldur virðist
ráðherra kjósa að byggja á stefnu-
mótun forvera síns og fría sig allri
ábyrgð á örlögum íslensks landbún'-
aðar. Hvort sem mönnum líkar bet-
ur eða verr ber ráðherra fulla
ábyrgð á framkvæmd landbúnaðar-
stefnunnar, undan því verður ekki
vikist nema fara úr embætti. En
þar sem ég þykist vita að ráðherra
ættisins á kynningarbæklingi um
skaðsemi steralyfja vil ég koma
eftirfarandi á framfæri:
í tveimur greinum, sem ég rit-
aði í Morgunblaðið á síðasta ári
benti ég á málnotkun aðstoðar-
landlæknis. Hann kallar alla þá,
sem æfa með lóðum og tækjum
kraftlyftinga- eða vaxtarræktar-
menn. Sama virðist eiga við um
landlækni sjálfan. Þegar embætti
hans nefnir þessa tvð hópa íþrótta-
manna er átt við miklu breiðari
hóp fólks, skólafólk, húsmæður,
trimmara, líkamsræktarfólk og
ekki síst aðra íþróttamenn.
Notkun steralyfja í íþróttum
byrjaði upp úr 1950. Kraftlyfting-
ar urðu ekki til fyrr en um 15-20
árum seinna og sem alheimsíþrótt
ekki fyrr en á áratugnum milli
1970 og 1980.
í Finnlandi er talið að ólöglega
séu flutt til landsins 150 tonn af
steralyijum. Skyldu kraftlyftinga-
og vaxtarræktarmenn vera svona
ijölmennir þar.
Á íslandi' eru ofangreindir
íþróttamenn um þ að bil 100 tals-
ins. Ekki þarf mikið magn stera-
lyfla, ef einungis þarf að metta þá.
Sagt er að betra sé illt umtal
en ekkert. Þetta á vel við um kraft-
lyftingar. Væru ekki misvitrir
menn stöðugt að setja samasem-
merki milli íþróttarinnar og stera-
lyQa vissu sjálfsagt margir ekki
af íþróttinni. Fyrir þetta ber vissu-
lega að þakka.
ÓLAFUR SIGURGEIRSSON hdl.,
Austurströnd 3, Reykjavík.
geri sér fulla grein fynr þeim
ógöngum sem verk forvera hans
ieiða landbúnaðinn út í tel ég það
ábyrgðarhlut ef hann bíður ekki
uppá upptöku búvörusamningsins
og forði þannig meiriháttar slysi.
Ráðherra ber að gefa kost á að
færa hluti til betri vegar. Forsendur
upptöku samningsins yrðu að vera
þær að kostnaður ríkisins færi ekki
framúr þeim eldri og jafnframt að
hag greinarinnar yrði betur fyrir
komið. Auka þarf samkeppni og
frelsi á öllum stigum framleiðslunn-
ar. Vinna þarf að því að raunhæfar
forsendur skapist fyrir hagræðingu
og vöruverð lækki með þeim hætti
til neytenda. Hins vegar vil ég taka
það skýrt fram að vilji viðsemjendur
ekki taka samninginn upp, skal
fylgja honum, ríkinu ber að standa
við gerða samninga, en þá er hann
Iíka á ábyrgð bændaforustunnar en
ekki ráðherra. í því felst ábyrgð
landbúnaðarráðherra að bjóða
formlega uppá upptöku samnings-
ins eða ekki.
JÚLÍUS GUÐNI ANTONSSON,
formaður landbúnaðar-
nefndar SUS,
Þorkelshóli, Þorkelshólshreppi,
Vestur - Húnavatnssýslu.
Pennavinir
Bandarískur menntaskólastúd-
ent með margvísleg áhugamál:
Hank Schott,
123 Walnut St.,
Newtown Square,
Pennsylvania,
19073 U.S.A.
Tvítug japönsk stúlka með áhuga
á tónlist og ferðalögum:
Nanae Echigo,
2-9-202 Wakabadai,
Asahi-ku, Yokohama-shi,
Kanagawa,
241 Japan.
Átján ára kanadísk stúlka á öðru
ári í háskólanámi með áhuga m.a.
á tónlist, leikur á píanó, og íþrótt-
um:
Stephanie Munro,
2742 Fairfíeld St.,
Duncan,
British Columbia,
Canada V9L 3W8.
Þrítug marokkósk kona, lögfræð-
ingur, með mikinn áhuga á Islandi,
skrifar á ensku, fronsku eða arab-
ísku:
Lahfa Hassan,
Zankat 1 Nr. 6,
Village de Boufakrane,
Marocco.
Sautján ára japönsk stúlka með
mikinn íslandsáhuga:
Maki Noguchi,
11-1-202, Mijruki-cho, 2-chome,
Miyakojima-ku,
Osaka,
534 Japan.
Kraftlyftingar
og steralyf
HEILRÆÐI
Kennum börn-
unumað var-
ast nýjar
hættur í nýju
umhverfi.
Komu,m heil
heim.
LEIÐRÉTTINGAR
Vaclav Klaus
en ekki Havel
Við frágang fréttar um þingkosn-
ingar í Tékkóslóvakíu, sem birtist í
gær, urðu nafnabrengl. íjármálaráð-
herra landsins, Vaclav Klaus, var á
einum stað nefndur nafni forseta
landsins, Vaclavs Havels, og er beð-
ist velvirðingar á þessum mistökum.
Hönnuðir sund-
laugarinnar
í frétt Moigunblaðsins fimmtud.
4. júní sl. um Sundlaugina í Árbæ
var ranglega skýrt frá hönnuði laug-
arinnar en þeir eru Jón Þór Þorvaids-
son og Baldur Ó. Svavarsson sem
báðir starfa í fyrirtækinu Úti og inni
sf., teiknistofa arkitekta, ásamt Bimi
5. Hallssyni, en ekki Halldórssyni
eins og greint var frá.