Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992
31
Hjónaminnmg:
Stefanía Þ. Eiríks-
dóttir og Samúel
Jónsson frá Þingdal
Stefanía:
Fædd 28. mars 1920
Dáin 1. júní 1992
Samúel:
Fæddur 3. maí 1905
Dáinn 12. febrúar 1992
Skyndilega bar að lát Stefaníu
Eiríksdóttur frá Þingdal, en hún
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands aðfara-
nótti 1. þ.m.
Stefanía var fædd á Neistastöð-
um 28. mars 1920 og var á 73ja
aldursári er hún lést.
Foreldrar Stefaníu voru Eiríkur
Jónsson frá Eystra-Geldingaholti í
Gnúpverjahreppi og Guðrún Stef-
ánsdóttir í Kampholti. Þau hjón
hófu búrekstur í Kampholti vorið
1918 og búnaðist þeim þar vel og
áttu þar heima meðan starfskraftar
leyfðu. Bæði voru þau hjón vinnu-
söm, Eiríkur hafði stundað sjósókn
á þilskipum á yngri árum. Guðrún
var hin mesta atorkukona og var
sama að hveiju hún gekk, bráð-
greind og málefnalega fylgin sér
hver sem í hlut átti, vinaföst og
trygg við þá sem hún batt vináttu
við. Einnig farnaðist henni vel að
umgangast búfé og gerði hún það
meðan heilsa hennar leyfði, enda
var bústofn þeirra arðsamur og
áttu þau hjón lengst af frægt hesta-
kyn. Ekki er úr vegi að minnast á
hversu góð þau voru heim að sækja
og áttu þau bæði gott með að halda
uppi eftirminnilegum samræðum
við gesti. Þeim hjónum fæddust
tvær dætur og var Stefanía þeirra
eldri. Hún ólst upp í föðurgarði og
eins og flest önnur sveitabörn á
þessum tíma fór hún ung að starfa
og hjálpa til við búskap foreldra
sinna og kom þá fljótt í ljós, hversu
henni var sýnt um að umgangast
allt búfé og hve eðlisglögg hún var
á kosti og galla búsmalans.
Stefanía giftist Samúel Jónssyni
frá Brjásnstöðum á Skeiðum árið
1941, en hann lést síðastliðinn vet-
ur. Vorið 1943 fóru þau að búa í
þingdal, en fram að því höfðu þau
haft jarðarafnot í Kampholti við
hlið Eiríks og Guðrúnar en hugurinn
stóð hærra og þar sem þeim fannst
vera of þröngt um sig í sambýlinu
fluttu þau að Þingdal þegar sú jörð
losnaði, en hún er í nágrenni Kamp-
holts. Þeim búnaðist strax vel þar
og eignuðust mestan hluta jarðar-
innar. Þau hjón áttu tvö börn sem
eru Eyrún og Jón, en nú komu erfið-
leikar, sem á tímabili hnekkt mjög
líf og afkomu þeirra hjóna. Stefan-
ía veiktist og varð að fara á sjúkra-
hús og dvelja þar á annað ár áður
en orsök sjúkleikans greindist svo
hægt væri að gera þá aðgerð sem
þurfti, til hún fengi heilsu að nýju.
Enn erfiðleikarnir gengu yfir og
komst Stefanía aftur til verka. Aft-
ur syrti að er Samúel veiktist af
erfiðum sjúkdómi að vetrarlagi og
nú varð Stefanía að fóðra bústofn-
inn og hugsa um sjúkling að auki.
Allt þetta leysti hún af hendi með
stakri prýði. En loks birti upp að
nýju og Samúel komst til heilsu þó
aldrei yrði hann jafngóður aftur.
Og áfram bjuggu þau á Þingdal við
síbatnandi hag og ekki brugðust
hyggindi húsmóðurinnar, að nýta
þá fjármuni sem hún hafði til ráð-
stöfunar.
Árið 1988 fluttu þau að Selfossi
enda bæði þá orðin heilsubiluð.
Samúel og Stefanía höfðu alta tíð
óbifanlega trú á íslenskum landbún-
aði og unnu honum ei til hálfs,
enda bæði heilshugar, og efunar-
skoðanir voru þeim fjarri. Þegar þau
fluttu frá Þingdal sýndu þau hug
sinn með því að fá ungum hjónum
af nálægum bæ jörð sína og það
sem eftir var af bústofni á góðum
kjörum, með því gáfu þau öðrum
fagurt fordæmi.
Að leiðarlokum er okkur efst í
huga þakklæti fyrir allar þær góðu
stundir sem við áttum á heimili
Stefaníu og Samúels, en þær voru
ófaár og eigum við ljúfar minningar
um þau hjón, sem ekki fyrnast.
Hjálpsemi og greiðvirkni þeirra var
einstök. Vinir og kunningjar þeirra
voru margir, ekki bara í nærliggj-
andi byggðum heldur langt útfyrir
þær. Hlýja og gestrisni var alltaf í
fyrirrúmi. Fyrir það er nú þakkað
er leiðir skilja.
Þú ljúfa tíð er fegurð öllu færir
og ijörgar allt sem líf og andi hrærir
en dauðanum eru allir dagar kærir.
(M.J.)
Vottum öllum aðstandendum okkar
dýpstu samúð.
Ólafur Árnason,
Guðni B. Guðnason.
Okkur langar til að minnast í
örfáum orðum elskulegrar ömmu
okkar, Stefaníu Þóru Eiríksdóttur,
sem lést á sjúkrahúsinu á Selfossi
aðfaranótt 1. júní sl., og elskulegs
afa okkar, Samúels Jónssonar, sem
lést 12. febrúar sl.
Ekki óraði okkur fyrir því að
amma okkar færi svona fljótt á
eftir afa. Hún sem var búin að
ákveða að gera svo margt í sumar,
þ.á m. að fara hringveginn og skoða
landið sitt.
Er við kveðjum þau verður ekki
hjá því komist að upp rifjist minn-
ingar frá bernsku okkar hjá þeim
í Þingdal. Dvöldum við iðulega þar
á sumrin við leik og störf. Ommu
og afa þótti afar gaman að fá gesti,
enda var mikill gestagangur hjá
þeim og oft glatt á hjalla. Afi var
mjög trúrækinn maður og leitaðist
hann við að ala okkur upp í kristi-
legri trú og líferni. Við systkinin
minnumst þess þegar við vorum
komin upp í rúm á kvöldin, þá kom
hann alltaf, gaf okkur mola og
minnti okkur á að fara með bænina
okkar. Ekki var það verra að vakna
á morgnana við kleinuilminn úr eld-
húsinu hjá ömmu.
Um leið og við þökkum þeim allt
það góða sem þau gerðu fyrir okk-
ur og biðjum góðan Guð að taka
vel á móti þeim, kveðjum við þau
með einum af eftirlætis sálmi
þeirra.
Hvað bindur vom hug við heimsins glaum,
sem himnaarf skulum taka?
Oss dreymir í leiðslu lífsins draum,
en látumst þó allir vaka,
og hryllir við dauðans dökkum straum,
þó dauðinn oss megi ei saka.
En ástin er björt sem bamsins trú,
hún blikar í ljóssins geimi,
og fjarlægð og nálægð, fyrr og nú,
oss finnst þar í eining streymi.
M heli tii lífs hún byggir brú
og bindur oss öðrum heimi.
Af eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þunp greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson).
Sigríður, Helga, Þóra
og Sigurbjartur.
BERJARUNNAR
BERJATRÉ
Úlfareynir er margstofna tré eða stórvaxinn runni sem blómstrar
bleikum blómum í júní og er með stór, rauð ber á haustin. Berin
eru vel æt og mjög góð í sultu. Tréð er harðgert en þolir illa
sjávarseltu.
Biém vikunnar
Umsjón: Ágústa Björnsdóttir
236. þáttur
Grein sú sem nú verður birt,
er eftir Guðmund Vernharðs-
son garðyrkjufræðing, starfs-
mann í Gróðrastöðinni Mörk.
Hollur er heimafenginn
baggi
Það hefur löngum þótt eftir-
sóknarvert að eiga í matarhirslum
sínum heimalagaða beijasultu eða
hlaup og geta síðan þegar gesti
ber að garði borið á borð með vöfl-
um og ijóma. Margir minnast þess
eflaust að hafa í æsku nælt sér í
rifsber eða sólber til að gæða sér
á úr einhveijum garðinum jafnvel
sem óboðnir gestir. Rifs og sólber
eru auðræktanleg og eiga heima
í hvers manns garði hvort sem er
við einbýlis- eða fjölbýlishús. Einn-
ig eru stikilsber auðræktuð. Ég
mun í þessum pistli einnig minnast
á nýja og gamla tegund sem nýt-
ast bæði til skrauts og beijarækt-
ar. Plantið beijarunnum í garðinn
ykkar og það skilar arði og ánægju
um ókomin ár.
Garðarifs — Ribes spicatum
Rifsrunnar eru sennilega með
algengustu og harðgerðustu runn-
um í görðum á íslandi. Rifs er
hvorki vandmeðfarið né kröfuhart.
Ef hámarks uppskera á að nást
þarf þó þokkalega sólríkan og
skjólgóðan stað. Sumir hafa hins-
vegar notað rifs til skjóls og jafn-
vel klippt í limgerði og samt feng-
ið þokkalega uppskeru, það sýnir
kannski best hve harðgerð tegund-
in er. Rifsi skal planta með 1—1,5
m millibili og gæta þess vel að
planta nægilega djúpt þannig að
efstu rætur komi 15—20 sm ofan
í jörðu. Best hefur reynst afbrigðið
„Rod Hollansk".
Sólber — Ribes nigrum
Sólber hafa notið síaukinna og
verðskuldaðra vinsælda. Það sem
helst hefur verið til ama með sól-
ber er hversu mikið greinarnar
vilja leggjast niður að jörð. í Nor-
egi, þar sem sólbeijarækt er al-
menn, hafa menn fundið við þessu
mjög einfalt ráð. Reknir eru niður
fjórir staurar í ferning kringum
plöntuna með um 80 sm millibili
og látnir standa um 30—40 sm upp
úr jörðu. Milli þeirra er síðan negld
slá, þannig að greinar runnans
leggjast ekki neðar en niður á
staurana. Gæta þarf þess að velja
sortir sem þroska ber snemma.
Best hafa reynst „0jebyn“, „Melal-
atii“, „Jenkisaryyii" og „bratop".
Hélurifs — Ribes laxiflorum.
Ný beijategund. Þessi jarðlæga
runnategund getur gengt þrenns-
konar hlutverki. Sem þekjuplanta,
betjarunni og skrautplanta með
sína gullfallegu haustliti. Berin eru
dökkblá á litin og héluð með hvít-
leitri hélu. Bragð beijanna er ein-
hversstaðar á milli blábeija og
sólbeija. Þessi tegund getur sem-
sagt vel sómt sér í beði með skraut-
runnum og fjölærum plöntum.
Úlfareynir — Sorbus hostii
Lítt þekktur og lítt notaður sem
nytjajurt, er úlfareynirinn samt þó
nokkuð algeng tegund í görðum.
Fullþroskuð eru úlfareyniber eld-
rauð, og þeir sem smakkað hafa,
vita að þau eru bragðgóð. Bragðið
minnir helst á mjölmikil rauð epli.
Úlfareyniber eru kjörin í beija-
mauk, t.d. soðin saman með eplum.
^ununuKUKunununuKunuisNjóBRÆÐSL*
-og þú hefur þitt á þurru!
HER ANU AU
SöluaSili: VATNSVIRKINN