Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 06.06.1992, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1992 39 I I I I I I i I I 3 I 3 MIÐAVERÐ KR. 300 Á 5 OG 7 SÝNINGAR ALLA DAGA SPOTS- WOOD Óskarsverð- laumihaf imi Anthony Hopkins í sinni nýjustu mynd Wallace (Anthony Hopkins) er ráðinn til þess að auka framleiðslu og hagnað í skóverksmiðju í smábænum Spotswood. Hans ráð eru: Reka starfs- fólkið, hætta framleiðslu og flytja inn skóna. Þar kemur mannlegi þátturinn inn í. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins og Ben Mendelsohn. Leikstjóri: Mark Joffe. Sýnd í A-sal kl. 5, 7 og 9. FÓLKIÐ UNDIR STIGANUM MITT EIGIÐIDAHO ★ ★★★ L.A. TIMES ★ ★★★ PRESSAN ★ ★★ MBL. ■ AND-LEIKHÚSIÐ sýnir í síðasta sinn í kvöld, laugardag, verkið Danni og djúpsævið bláa, í þýðingu og leikstjórn Ásgeir Sigur- valdasonar. Með aðalhlut- verk fara Helga Braga Jónasdóttir og Þorsteinn Guðmundsson. Danni og djúpsævið bláa er nýlegt bandarískt verk á mörkum raunsæis og táknsæis og hefur fengið mikið lof gagnrýenda fyrir samstillt- an leik og kröftuga lýsingu á veruleika og einkennist af harðneskju og frum- stæðri líffsýn, segir í frétta- tilkynningu frá leikfélaginu. Sýningar fara fram í Tunglinu við Lækjargötu og hefst þessi síðasta sýn- ing kl. 21.00 stundvíslega. Þorsteinn Guðmundsson og Helga Braga Jónasdótt- ir í hlutverkum sínum. Fjölskyldu- dagar í Laugarnesi GÓÐ aðsókn hefur verið að dagskrá í Listasafni Sigur- jóns Ólafssonar á Listahá- tíð. Hvítasunnudag og annan í hvítasunnu verður gestum veitt leiðsögn um söguslóðir Laugarness og verður lagt upp frá Sigurjónssafni kl. 15.00 báða dagana. Þriðju- daginn 9. júní kemur Jón E. Guðmundsson í safnið og sýn- ir íslenska brúðuleikhúsið kl. 15.00. Fjölskyldudagarnir standa til 16. júní og eru öllum opnir frá kl. 13 til 18 dag- lega. REGNBOGINN SÍMI: 19000 Keramik og gullsmíði í Norræna húsinu OPNUÐ verður sýning í anddyri Norræna hússins laugardaginn 6. júní kl. 14, á verkum tveggja danskra listamanna. Bente Hansen sýnir keramik og Jan Lohmann sýnir skartgripi. Bente Hansen og Jan Lohamn. Sérverslun með garn VERSLUNIN Garnhúsið var opnuð í Faxafeni 5 þann 10. maí sl. Garnhúsið er sérverslun með prjónagarn og fylgihluti, svo sem skart- gripi, belti og töskur. Sendiherra Danmerkur, Villads Villadsen, flytur ávarp og opnar sýn- inguna. Bente Hansen er fædd 1943. Hún stundaði nám við Listiðnaðarskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1960- 1964. Eftir það starfaði hún hjá Bing & Grondal sem hönnuður í Stúdentaleik- húsið æfir Beð- ið eftir Godot HJA Stúdentaleikhúsinu standa nú yfir æfingar á leikritinu Beðið eftir Godot eftir írska nóbels- skáldið Samuel Beckett. Verður verkið frumsýnt á Galdraloftinu, Hafnarstræti 9, þann 3. júlí nk. Er þetta í fyrsta sinn sem nýleg þýðing Árna Ibsen á textanum er sett á svið. Leikstjóri er Björn Gunn- laugsson. Uppfærslan á Godot verður með öðru sniði en menn eiga að venj- ast, þar sem leikritið er skrifað fyrir fimm karlleikara, en í leikhópunum eru að þessu sinni tvær leikkonur. nokkur ár og einnig vann hún hjá Konunglegu postulínsverksmiðj- unni. Bente hefur rekið eigið verk- stæði frá 1968 og á þessu ári hef- ur hún sýnt í Diisseldorf og í Mari- enlyst Slot við Helsingjaeyri. Bente Hansen hefur hlotið margar viður- kenningar fyrir keramikmuni sína og verk hennar eru í eigu margra safna og sjóða. Jan Lohman fæddist 1944. Hann lauk gullsmíðanámi hjá Axel Larssen 1964. Síðan tók við námsdvöl í Sviss og námsferðir til Suður- og Mið- Ameríku. Einnig hefur hann ferðast til og haldið sýningar í Líbanon og Jórdaníu. Frá 1978 hefur hann rekið Galerie Metal ásamt Peder Musse og fleirum. Jan Lohmann hefur verið prófdómari og kennari við listiðnaðarskóla í Danmörku. Á næstunni sýnir Jan Lohmann á Triennal Europeenne du Bijou í París. Jan Lohmann hefur unnið til verðlauna fyrir gullsmíði og söfn og sjóðir hafa keypt verk hans. Sýningin í anddyri Norræna hússins stendur til 28. júní og verð- ur opin daglega kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19. Verslunin mun selja garn frá ensku fyrirtækjunum Patons og Jaeger sem þekktastir eru fyrir klassíska hönnun og hágæðavöru. Á boðstólum eru ýmsar tegundir sem ekkir áður hafa verið á mark- aðnum frá þessum fyrirtækjum. Verslunin er opin alla virka daga frá kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14. Einnig er veitt ráðgjöf um allt sem heitir að pijóna lítið jafnt sem stórt svo og efna- og litaval. Eigandi Garnhússins er Júlíus Thorarensen og verslunarstjóri er Ásta Sigvaldadóttir. {Úr fréttatilkynningu) * Islensk mat- vælakynning á Hótel Loftleiðum HÓTEL Loftleiðir efna í sumar til kynningar á íslenskri matvæla- framleiðslu með það fyrir augum að vekja athygli ferðafólks og íbúa höfuðborgarsvæðisins á hve langt islensk fyrirtæki hafa náð á þessu sviði og vekja jafnframt athygli á gæðum íslensks hráefnis, segir í fréttatilkynningu frá Flugleiðuni. Á hótelinu eru tveir veitingastaðir sem taka báðir þátt í kynningunni. í hádeginu er boðið upp á hlaðborð í Lóninu, sem er nýinnréttaður veit- ingastaður innaf anddyri hótelsins. Þar er sérstök áhersla lögð á laxa- og síldarrétti ásamt öðrum sjávar-' réttum. Á matseðli Blómasalar, sem er aðalveitingasalur hótelsins, verður megináhersla lögð á nýja fiskrétti. Blómasalurinn er opinn öll kvöld frá kl. 18.30-22.30. Veitingastaðir Hótel Loftleiða hafa um árabil beitt sér fyrir nýjung- um í matargerð og framreiðslu og kynning á framleiðslu íslenskra mat- vælaframleiðenda er þáttur í þessu starfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.