Morgunblaðið - 23.06.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.06.1992, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 Jón Baldvin Hannibalsson: Ráðuneytíð kannar mál Rússnesk-íslensku við- skiptaskrifstofunnar JÓN Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra segist hafa falið ráðuneyt- isstjóra utanrikisráðuneytisins að kanna mál Rússnesk-íslensku við- skiptaskrifstofunnar en eins og fram kom í Morgunblaðinu í síðustu viku hefur þetta fyrirtæki m.a. tekið að sér að útvega varahluti frá Rússlandi til notkunar í hergögnum. Jón Baldvin vildi ekki tjá sig um ráðuneytið. Hann benti á að atvinnu- málið að öðru leyti. Eins og fram kom í Morgunblaðitiu í síðustu viku hefur Rússnesk-íslensku viðskipta- skrifstofunni borist fyrirspum frá ónefndu ríki í Suður-Ameríku um útvegun ýmissa varahluta og búnað- ar í hergögn sem áætlað er að and- virði allt að 600 milljónir ísl. króna. Þorsteinn Ingólfsson ráðuneytis- stjóri sagði að engin sérstök könnun væri farin af stað og sagði að málið snerti fleiri ráðuneyti en utanríkis- leyfi eiganda skrifstofunnar, Vladim- írs Verbenkós, sneri að félagsmála- ráðuneytinu og dvalarleyfi hans að dómsmálaráðuneytinu. Þorsteinn sagði einnig að utanrík- isráðuneytið hefði haft til skoðunar af öðru, almennu tilefni að undirbúa löggjöf um innflutnings- og útflutn- ingstakmarkanir og eftirlit á her- gögnum, sem varðaði framkvæmd alþjóðlegra sáttmála um að koma í veg fyrir útbreiðslu kjamorkuvopna. Félag um nýja sjávarútvegsstefnu: Veiðistýring leysi aflamark af hólmi LANDSFUNDUR og framhalds- stofnfundur Félags um nýja sjáv- arútvegsstefnu samþykkti m.a. í Reykjavík um helgina að fiskveiði- stjórnun skuli byggjast á veiði- stýringu, þar sem tekið sé tillit til áætlana um heildarafla úr hverri tegund. Skylt verði að færa allan afla að landi en árinu verði skipt í fiskveiðitímabil. Um 100 manns Rændur við síma á Hlemmi MAÐUR var rændur um 10 þúsund krónum á Hlemmtorgi um helgina. Hann var að tala í almenningssíma þegar tvo unga menn bar að sem heimt- uðu að fá að komast í símann. Maðurinn sótti 100 krónu seðil í bijóstvasa á jakka sínum og rétti að mönnunum í því skyni að kaupa sér frið en það leiddi til þess að annar þeirra fór í brjóstvasann, sló eign sinni á það fé sem þar var að fínna og við svo búið hlupu tvímenningamir, sem voru um 25 ára gamlir, dökk- hærðir og dökkklæddir, á brott og hurfu sjónum hins rænda. komu á fundinn en um 600 manns hafa gengið í félagið. Félagið telur að verulegir mögu- leikar kunni' að liggja í vannýttum físktegundum. Stuðla þurfí að auk- inni sókn í þær og afla þekkingar og reynslu, m.a. á djúpslóð. Lagt verði aflagjald á þær tegundir, sem sæti of miklu veiðiálagi, og tekjum af því varið til þess að auka veiðar úr vannýttum tegundum. Félagið telur óhætt að veiða 270 þúsund tonn af þorski á næsta ári. „Við viljum að frystiskip fái ekki að veiða á hefðbundinni slóð við land- ið í 3-4 mánuði á ári og veiði þá vannýttar tegundir á djúpslóð en ef einhveijum skipum gengi illa á þess- um veiðum geti þau fengið greitt úr þessum sjóði,“ segir Ámi Gíslason, framkvæmdastjóri félagsins, í sam- tali við Morgunblaðið. Guðmundur J. Guðmundsson, for- maður Dagsbrúnar, sagði á fundin- um að ef tillögur Hafrannsóknastofn- unar um veiðar á næsta fískveiðiári gengju eftir spáði hann 7-8% at- vinnuleysi á landinu, þannig að um 10 þúsund manns yrðu atvinnulaus- ir. Guðmundur er sammála Félagi um nýja sjávarútvegsstefnu um bann við veiðum frystiskipa. Sjá nánar á bls. 20. Skautminkí blómabeðinu „Þetta var snemma morguns og ég stóð við gluggann til að gá til veðurs þegar ég tók eftir að minkur kom hlaupandi eftir veg- inum. Hann elti tjald og stelk sem áreiðanlega voru að lokka hann frá hreiðrunum sínum. Þá kom bíll á móti og minkurinn sneri við, en þá kom bíll úr hinni áttinni líka og við svo búið stökk minkurinn inn í garðinn hjá mér. Ég hafði snör handtök, hlóð haglabyssuna, fór út og hæfði dýrið í fyrsta skoti þar sem það faldi sig í einu blómabeðinu," sagði Oskar Siguijónsson í Móa- koti í Garði í samtali við Morgun- blaðið. Óskar, sem er orðinn 78 ára, skaut mink í garðinum hjá sér í síðustu viku. Óskar, sem nú er sestur í helgan stein, stund- aði sjómennsku á sínum yngri árum og sagðist hann ávallt hafa verið með haglabyssuna góðu með sér. Hún væri norsk af tegundinni Kongsberg og væri hún sennilega orðin meira en 100 ára gömul. Hann væri nú búinn að eiga byssuna í um 50 ár og hún hefði verið talin 60 ára þeg- ar hún kom í sína eigu. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fræðimenn greinir á um lögmæti EES-samnings Á OPNUM borgarafundi er haldinn var á Hótel Sögu á laugardag kom fram að ágreiningur er meðal fræðimanna um það, hvort EES- samningurinn brjóti í bága við stjórnarskrá íslands. Davíð Þór Björg- vinsson, dósent í lögum við Háskóla Islands, kvað sljórnarskrárbreyt- ingar vegna samningsins ekki nauðsynlegar, en Guðmundur Alfreðs- son, þjóðréttarfræðingur, var á öndverðum meiði. Fluttu þeir fram- söguerindi á fundinum, er haldinn var á vegum Lögfræðingafélags íslands og Rikisútvarpsins. „Engin ákvæði samningsins, bókana eða viðauka við hann hafa bein réttaráhrif gagnvart íslenskum ríkisborgurum nema að fullnægðum íslenskum stjórnskipunarreglum," sagði Davíð Þór meðal annars. Guðmundur kvaðst hins vegar telja að verið væri að hluta til að fram- selja erlendum aðilum löggjafar-, framkvæmda- og dómsvald. Davíð telur að neitunarvald það, sem hver éinstök þjóð fer með í sameiginlega EES-ráðinu, geri það að verkum að engar breytingar verði gerðar á þeim reglum sem EES-samningurinn tekur til, án staðfestingar hér á landi með stjórnskipulegum hætti. Alþingi eða stjómvöld verði að samþykkja regl- una til að hún gangi í gildi á svæð- inu. Aðfararhæfi það að lögum, er eftirlitsstofnun EES hafí gagnvart aðilum á evrópska efnahagssvæð- inu sé ekki einsdæmi, enda þekkist slíkt meðal annars úr Norðurlanda- Tveir íslendingar teknir ölvaðir samningum, að sögn Davíðs. Sam- kvæmt þeim samningum sé til að mynda unnt að innheimta meðlög í öllum ríkjunum. „Stjómarskráin geymir enga heimild til framsals á dómsvaldi úr landinu, til dómstóla er gætu kveð- ið upp bindandi dóma, sem kæmu beint til fullnustu að landsrétti," sagði Guðmundur og kvaðst telja slíkt óheimilt að óbreyttri stjómar- skrá. Davíð telur hins vegar EFTA- dómstólinn ekki fela í sér framsal á dómsvaldi. Meginniðurstaðan standi óhögguð, að samningurinn kalli ekki nauðsynlega á breytingu á stjómarskránni. í hringborðsumræðum tóku þátt, auk fmmmælenda, Stefán G. Þóris- son lögfræðingur, Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður og formaður Lögmannafélags íslands, Lilja Ólafsdóttir lögfræðingur og Eiríkur Tómasson hæstaréttarlög- maður sem einnig stjómaði fundin- um. Sjá frásögn á miðopnu. með fálkaunga í járnbrautarlest TVEIR Reykvíkingar, 22 og 26 ára gamlir, voru handteknir í jámbraut- arlest af lögreglunni í Heming á Jótlandi síðdegis á laugardag með tvo fálkaunga í bakpoka. Mennimir voru svo ölvaðir við handtökuna, að sögn Bent Smedegaard lögreglufulltrúa í Heming, að þeir vom ekki viðræðuhæfir fyrr en undir hádegi á sunnudag. Þeir vom látnir lausir eftir yfirheyrslur og er ekki Ijóst hvenær þeir em væntanlegir til landsins. Aflífa varð annan fuglinn í Damörku en hinn bíður þess þar að verða sendur aftur til íslands. Danska umhverfisráðuneytið hefur farið þess á leit við Náttúrufræðistofnun íslands að hún taki við fuglinum hér á landi og sjái um að sleppa honum lausum, að sögn Ævars Petersens fuglafræðings hjá Náttúmfræðistofnun. Að sögn Bent Smedegaard lög- reglufulltrúa komu fálkasmyglaram- ir á laugardagsmorgun til Hanstholm á Jótlandi með feijunni Norrænu. Þaðan tóku þeir Ieigubíl til Thisted og þaðan lest en ferð þeirra mun hafa verið heitið til Þýskalands þar sem þeir hugðust selja fuglana. Að sögn Smedegaards leiddi það til handtöku mannanna, sem voru afar ölvaðir eins og fyrr sagði, að lestar- vörður sá til þeirra þar sem þeir voru að fóðra fuglana í bakpoka. Lestarvörðurinn gerði lögreglu við- vart og var ferðin stöðvuð í Heming. Annar unginn var þá brotinn á fótum og þurfti að aflífa hann en hinum var komið í fóstur uns hann verður sendur aftur til Islands. Við yfírheyrslur gáfu mennimir ekkert upp um það hveijum þeir hefðu ætlað að selja fuglana í Þýska- landi en sögðust hafa gert sér vonir um að fá fýrir þá hundruð þúsunda danskra króna, að sögn Smede- gaards, sem kvaðst telja víst að þeir hefðu þar átt kaupendur vísa. Eftir yfírheyrslur voru mennimir látnir lausir síðdegis á sunnudag og héldu þá til Kaupmannahafnar en óvíst mun hvenær þeir hyggjast snúa heim. Mega eiga von á mjög stórri sekt í Danmörku Ekkert kom fram í yfirheyrslum í Danmörku um það hvar hreiðrið hefði verið sem mennirnir tóku ung- ana úr. Bent Smedegaard sagði að með því að fiytja fuglana inn til Danmerkur og athæfí sínu þar hefðu mennimir gerst sekir um brot á dýra- verndunarlögum og einnig svokölluð- um Washington-sáttmála frá 1977 sem leggur þungar sektir við hvers- konar viðskiptum með friðaða fugla. Hann kvaðst telja að mennimir mættu eiga von á „risastórri" sekt frá dönskum yfirvöldum, sem ís- lenskum stjómvöldum yrði falið að innheimta, og svaraði játandi spurn- ingu um hvort hann teldi að sú sekt næmi tugum þúsunda danskra króna, eða hundruðum þúsunda ís- lenskra króna. Þórir Oddsson vararannsóknarlög- reglustjóri ríkisins sagði í gær að danska lögreglan hefði haft samband við RLR vegna málsins en engin gögn um það hefðu borist og engar ákvarðanir teknar um meðferð þess. Hann sagði að mennimir tveir virt- ust hafa gerst brotlegir við íslensku fuglafriðunarlögin, þar sem lagðar eru sektir, varðhald eða fangelsi við athæfí af þessu tagi. Hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að menn- irnir tveir ættu afbrotaferil að baki. Að sögn dönsku lögreglunnar vó hræ ungans, sem aflífa þurfti, 970 grömm. Að sögn Ævars Petersens fuglafræðings hjá Náttúrufræði- stofnun getur það bent til að um 4-5 vikna unga sé að ræða, en þó er það nokkuð háð því hvort um karl- eða kvenfugl er að ræða. Hann sagðist enga vitneskju hafa um hvaðan fugl- arnir hefðu verið teknir og kvaðst telja að érfítt eða útilokað fyrir aðra en þjófana yrði að segja til um það með vissu, enda á fjórða hundrað fálkahreiður hér á landi. Víða um landið hefðu heimamenn verið beðnir að vera á varðbergi en einungis hefði verið haldið uppi skipulagðri vörslu með fálkavarpi í Mývatnssveit. Þeirri vörslu hefði verið hætt í ár vegna fjárskorts. Ævar sagði að þetta væri í fyrsta skipti sem Islendingar væru.staðnir að fálkaþjófnaði en nokkur dæmi frá undanfömum áratug eru vel kunn um erlenda fálkaþjófa sem hér hafa verið staðnir að verki. Ævar sagði það bagalegt að Islendingar hefðu ekki slegist í hóp með þeim fjölmörgu þjóðum sem staðfest hefðu Washing- ton-sáttmálann. ♦ ♦ ♦---- Meirihluta- samstarfi á Fáskrúðs- firði slitíð SLITNAÐ hefur upp úr meiri- hlutasamstarfí Alþýðubandalags og Framsóknarflokks í hrepps- nefnd Búðarhrepps, Fáskrúðs- fírði. Á aukafundi, sem haldinn var í hreppsnefnd í gærkvöldi, var lesið upp bréf frá Alþýðubandalaginu þess efnis að ákveðið hefði verið að slíta samstarfi við Framsóknarflokk og engar sérstakar ástæður tilnefndar. Að því búnu sleit fráfarandi oddviti fundi og afhenti boðun næsta fundar til aldursforseta hreppsnefndar. Gert er ráð fyrir að fundur verði haldinn. næstkomandi fímmtudag. Enginn nýr meirihluti hefur verið myndaður í hreppsnefndinni. Albert

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.