Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JUNI 1992 23 Reuter Vilja völdin í hendur fólksins Þúsundir manna efndu til mótmæla við höfuðstöðvar lögreglunnar í Maníla á Filippseyjum í gær og kröfð- ust þess að völdin yrðu fengin alþýðunni í hendur. Áður óþekkt samtök stóðu að mótmælunum en þau segja að Filippseyjar séu „ísrael Austurlanda íjær“ vegna ástands í landinu og misréttis. Einn liðs- manna þeirra beið bana er heimasmíðuð sprengja sprakk í höndunum á honum. Lögregla stökkti mót- mælendunum á flótta með því að varpa táragas- sprengjum að þeim. Framtíð Tékkóslóvakíu: Havel vill þjóðaratkvæða- greiðslu um aðskilnaðinn Prag. Reuter, Daily Telegraph. VACLAV Havel, forseti Tékkó- slóvakíu, hefur ekki gefið upp alla von um, að ríkið verði áfram eitt og krefst þjóðaratkvæða- greiðslu um framtíð þess. Sam- kvæmt samkomulagi tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna, í slóvakíska hlutanum annars veg- ar og þeim tékkneska hins veg- ar, v.erða það aftur á móti lands- hlutaþingin, sem taka loka- ákvörðunina. Havel er ekki einn um að gagn- rýna samkomulag leiðtoga stóru flokkanna, þeirra Vaclavs Klaus og Vladimirs Meciars, heldur hafa for- menn margra smærri flokka tekið undir með honum. „Næstum því hvers konar samband er betra en aðskilnaður," sagði talsmaður sós- íaldemókrata, sem fengu 16 menn kjörna á sambandsþingið fyrir hálf- um mánuði, og Jiri Dienstbier, fyrr- um utanríkisráðherra, sem féll út Reuter Mitterrand kennt um Réttarhöld hófust í gær yfir mönnum í franska heilbrigðis- kerfinu sem eru sakaðir um að hafa látið dreifa alnæmissýktu blóði án viðeigandi rannsókna og valdið þannig dauða rúm- lega 250 manna. Samkyn- hneigðir Frakkar efndu til mót- mæla af þessu tilefni og sögðu að Francois Mitterrand forseti bæri ábyrgð á málinu, eins og sjá má á myndinni. af þingi í kosningunum, sagði, að kjósendur stærstu flokkanna hefðu ekki allir verið að velja aðskilnað ríkisins. Hver sem framtíð Tékkóslóvakíu verður er útséð um setu Havels á forsetastóli því að HZDS, stærsti flokkurinn í Slóvakíu, og vinstri- flokkurinn SDL hafa sameinast gegn honum. Geta þeir komið í veg fyrir kjör hans í fyrstu tveimur umferðunum og þá verður að finna nýja frambjóðendur í þeirri þriðju. Havel getur því í mesta lagi setið enn í þijá mánuði en ætlar að segja af sér fyrr. Nýja sambandsþingið kom sam- an til fyrsta fundar í gær en búist er við, að Havel ávarpi það og flytji sína kveðjuræðu síðar í vikunni. Þýskaland: Hörð viðbrögð vegna gagnrýni Weizsackers RICHARD von Weizsacker, forseti Þýskalands, hefur enn einu sinni valdið ókyrrð og óánægju meðal félaga sinna í Kristilega demókrata- flokknum, CDU, og að þessu sinni með bók, sem kom út fyrir nokkr- um dögum. Þar gagnrýnir hann þýsku stjórnmálaflokkana, sem hann segir vera valdasjúka og hugsa ekki lengra en til næstu kosn- inga. Innan CDU gerast þær raddir æ háværari, að Weizsacker eigi að segja af sér. Weizsácker heldur því fram í bókinni, að þýsku stjórnmálaflokk- arnir hafi svo mikil áhrif á öllum sviðum samfélagsins, að það jaðri við stjórnarskrárbrot og honum finnast stjórnmálamennirnir hug- sjónalausir og skorta sýn til fram- tíðarinnar. Bókin er byggð á við- tölum, sem tveir blaðamenn við vikublaðið Die Zeit áttu við forset- ann, og hafa viðbrögðin verið nokk- uð misjöfn. íhaldssöm blöð á borð við Frankfurter Allgemeine segja, að sumar yfirlýsingar forsetans beri vitni um „dálítinn barnaskap" en flokksbræður hans í CDU hafa brugðist harðar við. Segir Heinrich Lummer, einn af frammámönnum í flokknum, að nú sé mælirinn full- ur og vill, að Weizsácker segi af sér. Weizsácker, sem er 72 ára að aldri, hefur verið forseti frá 1984 og er nú á sínu öðru kjörtímabili. Hann er sagður „pólitískasti" for- seti sambandslýðveldisins Þýska- lands til þessa og kunnur fyrir af- skipti sín af ýmsum málum, sem eru ofarlega á baugi hve'rju sinni, til dæmis fóstureyðingar- og flótta- mannamálum og sameiningu þýsku ríkjanna. I bókinni fær Helmut Kohl kansl- Richard von Weizsacker ari sinn skammt frá flokksbróður sínum á forsetastólnum en þar seg- ir Weizsácker, að ekki hafi verið nægilega brýnt fyrir Þjóðveijum í vesturhlutanum að deila byrðunum með löndum sínum í austurhlutan- um. Weizsácker segist standa við allt, sem fram kemur í viðtalsbókinni. „Með gagnrýninni vil ég hjálpa flokkunum út úr þeirri kreppu, sem þeir eru komnir í vegna trúnaðar- brestsins milli þeirra og fólksins í landinu,“ segir hann. (Heimild: Berlingske Tidende) GRAM K-245 GRAM K-285 GRAM K-395 GRAM KF-195 GRAM KF-233 GRAM KF-264 GRAM KF-250 GRAM KF-355 GRAM KF-344 á stórlækkuÖu verði Málið er heitt því með sérstökum samningi við GRAM verksmiðjurnar bjóðum við nú allar gerðir dönsku GRAM kæliskápanna á stórlækkuðu verði. GRAM býður 16 gerðir kæliskápa með eða án frystis, til innbyggingar eða frístæða, til dæmis neðangreinda: B: 59,5 cm D: 60,1 cm B: 59,5 cm D: 60,1 cm B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 126.5 cm - 135.0 (stillanleg) H: 166.5 -175,0 cm (stillanleg) H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg) nú aðeins 56.950 kr. nú aöeins 71.800 kr. nú aöeins 78.450 kr. 52.960 66.770 72.960 (staðgreitt) (staðgreitt) (staðgreitt) Góöir greiösluskilmálar: 7% staögreiösluafsláttur og 3% aö auki séu keypt 2 eöa fleiri stór tæki samtfmis (magnafsláttur). EURO og VISA raögreiöslur til allt aö 18 mánaöa, án útborgunar /?an\x HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420 244 Itr. kælir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 126.5 cm 274 Itr. kælir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 126.5- 135,0 cm (stillanleg) 379 Itr. kælir B: 59,5 cm D: 60,1 cm H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg) 166 Itr. kælir + 31 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 106.5 cm nú aöeins 42.900 kr. 39.890 (staðgreitt) 204 Itr. kælir + 29 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 126.5 nú aöeins 49.950 kr. 46.450 (staðgreitt) 199 Itr. kælir + 64 Itr. frystir B: 55,0 cm D: 60,1 cm H: 146.5 cm nú aöeins 57.650 kr. 53.610 (staðgreitt) nú aöeins 49.950 kr. 46.450 (staðgreitt) nú aðeins 52.650 kr. 48.960 (staðgreitt) núaöeins 71.950 Kt. 66.910 (staðgreitt)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.