Morgunblaðið - 23.06.1992, Page 37

Morgunblaðið - 23.06.1992, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 37 ar voru snortnir af listrænni túlkun hennar. í þeim skilningi li't ég á það sem ómetanleg forréttindi að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í mörgum smáhlutverkum, þar sem Hólmfríður fór að sjálfsögðu ávallt með aðalhlutverkið. Með þessum fáu orðum langar mig til að votta Hólmfríði virðingu og þakklæti fyrir þær mörgu stund- ir sem við Greta og börnin, yngri og eldri, nutum í nærveru hennar bæði á okkar heimili og hjá henni á Freyjugötu 34. Það var alltaf eitt- hvað sérstakt að koma í heimsókn til Fríðu Páls. íbúðin hennar var lítið musteri þar sem ríkti ljúfur og listrænn andi og þar sem öllum leið vel. Fyrir börnin var heimsókn til Fríðu Páls alltaf eitthvað spenn- andi, enda hafði hún óvenjulegan hæfileika að vekja áhuga þeirra og ástúð. Ég var víst ekki nema 5 ára gamall þegar ég sá Fríðu Páls fyrst. Hún kom þá í heimsókm að sumar- lagi, ásamt tveim stöllum sínum, til fósturforeldra minna, sem þá bjuggu í Stykkishólmi. Fóstri minn, séra Sigurður var bróðir Páls Lárus- sonar, föður þeirra systkina Hólm- fríðar og Lárusar Pálssonar. Mér eru enn minnisstæðir atburðir og sérstaklega uppákomur sem Hólm- fríður átti veg og vanda að þessa fögru sumardaga við Breiðafjörð. Þegar ég kom fyrst til Reykjavík- ur, þá 14 ára, gisti ég að sjálfsögðu hjá Páli og Jóhönnu á Freyjugöt- unni. Og þar var Fríða Páls enn á ný með þennan ótrúlega lífskraft og þessa ótrúlegu persónutöfra, hvort tveggja sem hún hélt til hinstu stundar. Hólmfríður átti alltaf heima á Freyjugötu 34, húsinu sem faðir hennar byggði og ber enn meistara sínum verðugt vitni. Þama var heimili hennar og þarna var hennar kastali. Þarna tók hún á móti vinum sínum og þarna leið öllum vel. Minn- ingarnar geymast. Ég vil ljúka þessum orðum um okkar hjartkæru Fríðu Páls með þessari visu eftir Jóhann Jónsson. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Við Greta og fjölskylda okkar sendum Jóhönnu, Ólafi, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Bragi Jósepsson. á&iecýtitupxsi, Opið alla daga frá kl. 9-22. Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig um helgar. Hún hét Hólmfríður Pálsdóttir, en í minni fjölskyldu var hún yfir- leitt kölluð Fríða Páls eða þá Fríða frænka. Hún var ein af fáum mann- eskjum, sem ég hef þekkt alla ævi, — en nú er hún horfin úr þessum heimi. Mig langar til þess að minn- ast Fríðu frænku minnar fáeinum orðum, en ekki verður hér rakinn æviferill hennar. Mjög kært var með Fríðu Páls og móðurfjölskyldu minni, en amma mín, Guðrún Lárusdóttir, var föður- systir hennar. Mér er enn í minni, hve hlýlega Guðrún amma mín tal- aði jafnan um þau systkinin Fríðu og Lárus Pálsson leikara, eða Lalla Páls, eins og hann var oftast kallað- ur. Ég kynntist Fríðu frænku minni kornungur, er við áttum heima í sama húsi, og alla tíð hafði hún í mínum huga sérstöðu, enda var hún um margt einstök manneskja. — Fríða var afar tilfinningarík og jafn- an heil í afstöðu sinni. Hjarta henn- ar var heitt og lundin ör, en skapið þó vel tamið. Hún hafði andstyggð á misrétti og kúgun, í hvaða formi sem slíkt birtist. I huga hennar var engin hálfvelgja til hvorki í þeim efnum né öðrum. — Fríða var fróð um margt og víðlesin. Það var oft örvandi og á ýmsan hátt hvetjandi að ræða við hana. Hin síðari ár átti Fríða við alvar- legan sjúkdóm að stríða. Lítið ræddi hún þó um sjúkdóminn við mig, og barátta hennar var háð af reisn og ekki gefist upp, þótt horfur væru dökkar. Er ég talaði við Fríðu snemma í þessum mánuði, var mjög af henni dregið, en hún var þó ótrú- lega hress í viðræðu. Mikið var rætt um nýliðið ættarmót niðja Lárusar Pálssonar hómópata og konu hans, Guðrúnar Þórðardóttur, en það var fjölsótt mjög og fór vel fram. Fríða hafði mikinn áhuga á ætt sinni, og hún ræddi þá m.a. um Lárus afa sinn og ættingja sína erlendis. Er ég varð fertugur, færði Fríða mér fallega bók. Hún ritaði fremst í bókina: „Svo þakka ég okkar ljúfu kynni þessi fjörutíu ár ... Guð blessi þig, ljúflingur. Lifðu heill. Þín Fríða Páls.“ — Er ég nú les þessi orð, er eins og ég heyri Fríðu sjálfa tala. Rödd- in er mikil og skær og þrungin til- finningu. Þessi bók er mér afar kær, og vissulega voru kynni okkar Fríðu hvort tveggja í senn löng og ljúf. Stundum er sagt, að dauðinn sé í sumum tilvikum hin eina hugsan- lega lausn. Og auðvitað má segja, að svo hafi verið í hinum alvarlegu veikindum og þungbæru þjáningum hennar, þó að sárt sé og undarlegt, að hún er horfin á braut. — En einnig má líta á dauðann öðrum augum. Hallgrímur Pétursson orti í sálminum Um dauðans óvissan tíma: „Dauðinn má segjast sendur/ að sækja, hvað skaparans er.“ — Hér er auðvitað átt við sálina, hinn innri mann, er tilheyrir skaparan- um, og skáldið segir einnig: „Þó leggist lík í jörðu,/ lifir mín sála frí.“ — Eftir því sem árin færast yfir mann, verður trúin á hand- Ieiðslu skaparans stöðugt sterkari, en traust á öðru fer þverrandi. Ég er sannfærður um, að hún Fríða Páls lifir nú-í öðrum og betri heimi. Ég sendi Hönnu, bróðurdóttur hinnar látnu, og öðrum vandamönn- um hugheilar samúðarkveðjur og bið guð að blessa minningu Fríðu frænku minnar. Ólafur Oddsson. Nú er hún Fríða okkar farin. Við kynntumst f gagnfræðadeild Menntaskólans í Reykjavík, Dóra, Stína, Fríða og Björg. Við bjuggum í næsta nágrenni hver við aðra og vorum óaðskiljanlegar alla tíð. I skólanum sátum við saman og kjöftuðum mikið í tímum, svo mikið að 24 árum síðar var ennþá talað um það á kennarastofunni, segir Sigga Magg, bekkjarsystir, sem ennþá kennir við skólann. En við lásum heima og stóðum sjaldan á gati. Svo kom Lalli, bróðir Fríðu, heim frá Petsamo 1940, og þá var gam- an. Hann þessi ljúflingur var með húmorinn í lagi, alveg eins og syst- ir hans. Fríða lék í Herranótt strax í fjórða bekk og síðan á hveijum vetri það sem eftir var mennta- skólaáranna og að sjálfsögðu alltaf aðalhlutverkið. Þá var gaman að lifa, þá bar engan skugga á. Svo liðu árin og leiðir skildu. Dóra settist að í Noregi en við hin- ar vorum áfram hér heima. Sam- bandið hélst þó alltaf og þegar Dóra kom heim var glatt á hjalla. Svo fæddist sólargeislinn hún Hanna, bróðurdóttur Fríðu. Mikið sem hún, Óli og strákarnir þeirra þrír hafa verið Fríðu góðir, en það er önnur saga. Fríða hafði einstakt lag á því að umgangast ungmenni, enda löðuð- ust þau að henni. Hún fór með þau í leikhús og bauð þeim að tjalda- baki að heilsa upp á söguhetjurnar, það þótti þó aldeilis hátíð. Nú er mál að linni. Fríða dó æðrulaus, enda vissi hún að hveiju dró. En óneitanlega er lífið miklu mun fátækara fyrir okkur, sem eft- ir erum, þegar hún er farin. Við kveðjum hana í guðs friði. Stína, Björg og Dóra. Fleiri minningargreinar um Hólm- fríði P&Isdóttur bíða birtingar og munu birtast næstu daga. + Öllum þeim, er heifiruöu minningu fóstru minnar, ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Borgarbraut 25, Borgarnesi, þökkum við af alhug. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Lára Vilhelmsdóttir. t Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og móðurbróðir, WALTER ANTONSSON hæstaréttarlögmaður, Eskihlíð 8, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum föstudaginn 19. júní. Jónfna Kristín Gunnarsdóttir, Elsa Rúna Antonsdóttir, Eyjólfur Björgvinsson, Gunnar H. Antonsson, Anton Eyjólfsson. + Þakka innilega samúð, hlýhug, hjálp og velvilja mér sýndan við andlát og útför sambýliskonu minnar, ARNHEIÐAR HÖSKULDSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Þórarinn Samúelsson. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi OTTÓ S. JÓNASSON fyrrv. brunavörður, Hringbraut 78, er látinn. Ása G. Ottósdóttir, Albert Stefánsson, Elísabet S. Ottósdóttir, Örn Johnson, Helga Kristín Ottósdóttir og barnabörn. + Maðurinn minn, TRYGGVI SIGURÐSSON frá Bakka, Þórshöfn, Einholti 8c, Akureyri, lést 18. júní sl. Jarðarförin fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 26. júní kl. 14.00. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Aðalheiður Einarsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGÞÓRU GUÐJÓNSDÓTTUR, Sandholti 18, Ólafsvik. Þóra Árnadóttir, Júlíus Ingason, Sigurbjörg Árnadóttir, Björgvin Konráðsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður, afa og langafa, fVARS S. KRISTINSSONAR húsasmiðameistara, Þiljuvöllum 25, Neskaupstað. Sigríður Elíasdóttir, Sigurbjörg Þorvarðardóttir, Kristinn ívarsson, Steinunn Lilja Aðalsteinsdóttir, Klara fvarsdóttir, Guðmundur Bjarnasson, Erla fvarsdóttir, Hermann Ölvir Steingrímsson, afabörn og langafabarn. + Innilegar þakkir sendum við þeim, er sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföð- ur, afa og langafa, JAKOBS GUÐLAUGSSONAR, Skaftafelli. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks hjúkrunarheimilisins Skjól- garðs, Höfn, Hornafiðri. Guðveig Bjarnadóttir, Sigurður Jakobsson, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Þorsteinn Jakobsson, Guðrún Friðriksdóttir, Bjarni Jakobsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Heiðar Jakobsson, Ragnhildur Hjaltadóttir, Guðlaug Jakobsdóttir, Laurent Gressier, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, dóttur og tengdadóttur, VIKTORÍU ALFREÐSDÓTTUR ÁSMUNDSSON hjúkrunarfræðings og Ijósmóður, Ljósalandi 10. Axel K. Bryde, Ása Lára Axelsdóttir, Kristfn Elfa Axelsdóttir, Páll Vignir Axelsson, Ingibjörg Petra Axelsdóttir, Ása Georgsdóttir, Karen Bryde. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát móður minnar, ömmu okkar og langömmu, ÞÓRUNNAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR, Seljahlíð, Reykjavfk. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki og dvalargestum er önnuð- ust hana í Seljehlíö. Sigurður Karlsson, barnabörn og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.