Morgunblaðið - 23.06.1992, Síða 24

Morgunblaðið - 23.06.1992, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JUNI 1992 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Kröfum vísað á bug Augljóst er, að efnahagssam- drátturinn, sem mun fylgja í kjölfar aflaniðurskurðarins, sem fyrir dyrum stendur, mun auka stórlega kröfurnar á hendur ríkis- sjóði um hvers kyns fyrirgreiðslu. Ríkisstjórnin ákveður ekki fyrr en í júlí, að hve miklu leyti hún muni fara að tillögum Hafrannsókna- stofnunar um niðurskurð á þorsk- afla næstu þrjú árin. Þó verður að gera ráð fyrir því, að hann verði verulegur. Óljóst er því ennþá, hversu mikið áfallið verður og að hve miklu leyti unnt verður að draga úr því með veiðum van- nýttra tegunda, bættri nýtingu og annarri nýsköpun í atvinnulífínu. Friðrik Sophusson,fjármálaráð- herra, skýrði frá því í Morgunblað- inu fyrir helgina, að ríkisstjórnin stefni enn að niðurskurði ríkisút- gjalda á næsta ári um 4-5 millj- arða króna, til að eyða þeim gífur- lega halla, sem verið hefur á sam- eiginlegum sjóði landsmanna und- anfarin ár. Þetta sé lágmarksnið- urskurður og í raun þyrfti að draga enn meira úr útgjöldunum. Hins vegar geri efnahagshorfurnar verkið erfiðara en ella. Fjármálaráðherra sagði m.a. í fréttaviðtalinu: „Því er ekki að leyna, að þeir, sem sjáanlega verða hart úti ef um samdrátt verður að ræða, hafa þegar leitað til mín um fyrir- greiðslu ríkissjóðs en mitt svar er ósköp einfaldlega, að það er engin lausn að varpa vandanum yfir á ríkissjóð, sem er ekkert annað en eign okkar allra og vandamál hans geta aldrei orðið annað en vanda- mál þjóðarinnar allrar.“ Þetta er að sjálfsögðu laukrétt hjá Friðrik Sophussyni og það er ánægjulegt og uppörvandi að sjá, að fjármálaráðherra áréttar, að ríkissjóður er sameign landsmanna og þar af leiðir, að þeir peningar, sem skattgreiðendur borga í hann, eru ætlaðir til sameiginlegra þarfa. Peningum, sem er útdeilt til eins aðila, eru teknir af öðrum. Um árabil virðast þeir, sem ábyrgð hafa borið á opinberum fjármálum, ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. Ríkissjóður hefur verið rekinn með gengdarlausum halla, þrátt fyrir ítrekaðar og miklar hækkanir skatta og annarra gjalda. Því meiri, sem skattahækkanirnar hafa verið, því meiri halli á ríkis- sjóði. Skattahækkanir voru meiri í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragn- ars en um langt árabil a.m.k. (tekjuskattur úr 28,5% í 32,8%) en ríkissjóðshallinn fór samt stöð- ugt vaxandi. Hann nam hvorki meira né minna en rúmiega 30 þúsund milljónum árin 1988-1991. Ríkissjóðshallinn er að sjálfsögðu ekkert annað en lántaka, fyrst og fremst erlendis, en þar að auki hafa lántökur ríkissjóðs og annarra opinberra aðila verið stjarnfræði- legar á sama tíma. Aðeins á síð- asta ári voru hreinar lántökur opin- berra aðila yfir 40 þúsund milljón- ir króna, þótt lánsfjárlög ársins gerðu ráð fyrir 23 milljörðum. Lántökurnar og ríkissjóðshallinn fóru gersamlega úr böndunum, þegar stuðningslið ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar bjó sig undir kosningarnar í apríl 1991. Ótrúlegt er, að þetta bruðl hefði átt sér stað ef valdamenn hefðu haft í huga, eins og Friðrik Sophus- son, að verið væri að eyða sameig- inlegum peningum landsmanna allra. Fyrstir til að gera kröfur á hend- ur ríkissjóði í kjölfar tillagna Haf- rannsóknastofnunar voru tals- menn útgerðarinnar, sem vilja láta fella niður ákvæði fjárlaga um, að kostnaður við rekstur stofnunar- innar verði greiddur með sölu aflakvóta Hagræðingarsjóðs sjáv- arútvegsins. I staðinn vilja þeir láta skipta upp aflakvótanum til kvótahafanna, alls um 12 þúsund þorskígildum. Fjármálaráðherra hefur þegar hafnað þessu og verð- ur það að teljast eðlilegt, að opin- berri eign verði ekki skipt til út- gerðarinnar á sama tíma og út- gerðarmenn keppast sjálfir um að kaupa og selja kvóta sín í milli. Ríkisstjórnin verður að bregðast við þeim vanda, sem við blasir í atvinnulífinu, með almennum að- gerðum. Sértækar ráðstafanir fyrir einstakar atvinnugreinar, að ekki sé talað um einstök fyrirtæki, skekkja aðeins myndina. Mestu máli skiptir fyrir atvinnulífið, eins og reyndar allan almenning, að stöðugleikinn í efnahagslífinu verði varðveittur, verðbólgan verði áfram lítil sem engin, því það er forsenda áframhaldandi vaxta- lækkana. Lækka þarf tilkostnað atvinnufyrirtækjanna með öllum tiltækum ráðum, m.a. opinberum álögum og þjónustugjöldum og þar er lækkun á símgjöldum til útlanda til fyrirmyndar. Kröfur á hendur ríkissjóði er beiðni um auknar skattaálögur eða lantökur. Sú leið er fráleit miðað við samdráttinn í efnahagslífinu, vaxandi atvinnuleysi og minnkandi tekjur. Auknum sköttum er ekki bætandi ofan á rýrnandi tekjur fólks og fyrirtækja. Slíkt eykur aðeins á efnahagssamdráttinn. Það væri nær að lækka skattana og auka þannig ráðstöfunartekjurnar, enda er sú leið oftast valin í ríkjum frjáls markaðsbúskapar til að blása nýju lífi í þjóðarbúskapinn. Það eru því rétt viðbrögð hjá formönnum stjórnarflokkanna að hafna skatta- hækkunum við núverandi aðstæð- ur, en það hafa bæði Davíð Odds- son og Jón Baldvin Hannibalsson gert síðustu dagana. Ríkisstjórnin verður að hafa þrek til þess að vísa á bug vax- andi kröfum á hendur ríkissjóði af hálfu hagsmunaaðila og þrýsti- hópa. Undirstöður atvinnulífsins ver.ða ekki treystar við núverandi aðstæður nema með eyðingu ríkis- sjóðshallans, auknum sparnaði hins opinbera jafnt sem einkaaðila, svo og með auknum tekjum þjóðar- búsins með nýsköpun í atvinnulíf- inu. EES-samningnr innan marka sljómarskrárinnar - segir Davíð Þór Björgvinsson dósent Stj órnarskrárbreyting er nauðsynleg - segir Guðmundur Alfreðsson þjóðréttarfræðingur Borgarafundur Lögfræðingafélags íslands og Ríkisútvarpsins um stjórnarskrá Islands og samninginn um Evrópska efnahags- svæðið var haldinn var á Hótel Sögu á laugardag. Framsögumenn fundarins voru Davíð Þór Björgvinsson, dósent við Háskóla Is- lands, og Guðmundur Alfreðsson, lögfræðingur hjá Sameinuðu þjóðunum. Voru þeir á öndverðum meiði varðandi þessa spurn- ingu. „Engin ákvæði samningsins, bókana eða viðauka við haiin, hafa bein réttaráhrif gagnvart íslenskum ríkisborgurum nema að fullnægðum íslenskum stjórnskipunarreglum," sagði Davíð. Hann kvað hvert aðildarríki hafa neitunarvald í EES-nefndinni auk þess sem samþykkja þyrfti nýjar EES-reglur á þingi eða af stjórnvöldum hvers aðildarríkis. Guðmundur sagði hins vegar að EFTA-ríkin yrðu að tryggja með lögum að EB-Iög giltu framar öðrum landslögum ef til árekstra kæmi. „Samkvæmt íslenskum stjórnskipunarrétti geta Alþingi og forseti sett ný lög og breytt eldri lögum eins og þeim sýnist, og stjórnarskráin heimilar ekki að þessi réttur verði takmarkaður með lögum eða milliríkjasamn- ingum.“ „Fæ ekki séð að EES kalli á stjórnarskrár- breytingar“ Davíð Þór Björgvinsson er dósent við lagadeild Háskóla Islands og hefur auk iögfræðiprófs frá skólanum BA- gráðu í sagnfræði og heimspeki. Þá hefur hann meistaragráðu í réttar- heimspeki frá Duke-háskólanum í Bandaríkjunum. í upphafi erindis síns flutti Davíð Þór yfirlit yfír einstaka hiuta EES- samningsins, og kvaðst eingöngu mundu beina sjónum að sjöunda hluta hans, þar sem fjallað væri um stofnan- ir EES, skipulag samstarfsins, tilhög- un ákvarðanatöku og eftirlits, lausn deilumála og öryggisráðstafanir. Það væri einkum í þessum hluta, sem upp kæmu spurningar um_ hvort breyta þyrfti stjórnarskránni. I yfirliti Davíðs yfír stofnanir EES kvað hann það einkum vera eftirlitsstofnun EFTA og EFTA-dómstóllinn sem skoða þyrfti með tilliti til þarfar á stjómarskrár- breytingu. Löggjafarvald „Samkvæmt 2. grein stjórnarskrár- innar fara forseti og Alþingi saman með löggjafarvaldið. Þetta er nokkuð skýrt og gefur ekki mikið svigrúm til túlkunar," sagði Davíð Þór. Hann kvað engan efast um, að ef öðrum stofnunum innanlands eða erlendis yrði með almennum lögum fengið vald til að setja reglur, sem hefðu án frekari fyrirvara sama gildi og lög, sem samþykkt hefðu verið á Alþingi og staðfest af forseta, yrði það skýrt brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar. „Spurningin varðandi EES-samn- inginn er því hvort samningurinn felur í sér framsal á valdi til að setja okkur lög á sama hátt og Alþingi hefur," sagði hann. Áður en þeirri spurningu væri svarað yrði að gera sér grein fyrir tvennu, annars vegar því með hvaða hætti samningurinn, ásamt bókunum og viðaukum, öðlaðist gildi, og hins vegar hvemig ákvarðanatöku um nýjar lagareglur innan EES væri háttað. „Þótt EES-samningurinn sé víð- tækari en flestir samningar sem ís- lendingar hafa gert við erlend ríki, er hann að formi til venjulegur þjóð- réttarsamningur,“ sagði Davíð. Meg- inregluna í íslenskum rétti kvað hann vera þá, að þjóðréttarsamningar fái ekki sjálfkrafa lagagildi hér á landi þótt þeir hafi verið staðfestir af for- seta samkvæmt 21. grein stjómar- skrárinnar. Þótt samningurinn yrði þannig þjóðréttarlega skuldbindandi fyrir íslenska ríkið þýddi það ekki að honum yrði beitt í lögskiptum borgar- Morgunblaðið/Sverrir Davíð Þór Björgvinsson anna. Þess vegna væri nauðsynlegt að lögleiða EES-samninginn sérstak- lega hér á landi, þar sem ætlunin væri að hann gilti einnig í lögskiptum borgaranna. „Engin ákvæði samn- ingsins, bókana eða viðauka við hann, hafa bein réttaráhrif gagnvart ís- lenskum ríkisborgurum nema að full- nægðum íslenskum stjórnskipunar- reglum,“ sagði Davíð. Hann telur og mikilvægt að úrskurðir dómstóls EB verði gefnir út með einhveijum hætti, því að sumir þeirra hafí úrslitaþýðingu fyrir túlkun á EES-réttinum og inni- haldi jafnvel mikilvægar efnisreglur. Ferli ákvarðanatöku fyrir nýja EES-reglu kvað Davíð vera með þeim hætti, að tillaga um lagabreytingu færi frá framkvæmdastjórn EB til ráðherraráðs EB, og sé hún samþykkt þar, er hún orðin ný EB-regla. Áður en reglan tekur gildi á EES-svæðinu verður þó að samþykkja hana einum rómi í EES-nefndinni, þar sem hvert ríki hefur í raun neitunarvald. Einnig verður Alþingi, eða, eftir atvikum, stjórnvöld hér á landi og í öðrum EFTA-ríkjum, að samþykkja regluna. Þá fyrst hafí orðið til ný regla á EES-svæðinu. „í meginatriðum felur þetta ferli í sér að engar breytingar verða gerðar á þeim reglum sem EES-samning- urinn tekur til, sem hafa bindandi lagalegt gildi fyrir borgara landsins, hvort sem er í formi laga eða reglu- gerðar, nema staðfest hafí verið hér á landi með stjórnskipulegum hætti. Mér virðist því ljóst, að í því ákvarð- anaferli sem hér er lýst felist ekkert framsal á löggjafarvaldi í hendur er- lendum aðilum," sagði Davíð Þór. Ef hins vegar ekki næst samkomu- lag í EES-nefndinni eða reglan hlýtur ekki samþykki í einhveiju EFTA-ríkj- anna, getur komið upp sú staða, að önnur regla gildi innan EB en á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Að sögn Davíðs er gert ráð fyrir úrræðum til að slíkt misræmi komi ekki upp. Ann- ars vegar sé unnt að fresta fram- kvæmd eldri reglna, og hins vegar sé um að ræða bráðabirgðagildistöku hinnar nýju reglu. Ræddi hann þessi úrræði í löngu máli, og komst að þeirri 'niðurstöðu að í hvorugu tilfellinu væri séð að um framsal á löggjafarvaldi væri að ræða. Um löggjafarvaldið sagði Davíð að lokum: „Færð hafa verið rök fyrir því að samningurinn feli ekki í sér fram- sal á löggjafarvaldi þar sem engar reglur fá lagalega bindandi gildi hér á landi nema þær hafí verið staðfest- ar með stjórnskipulega gildum hætti, annað hvort af Álþingi í formi laga- setningar eða með stjórnvaldsfyrir- mælum í þeim tilfelium sem slíkt nægir.“ Kvað hann niðurstöðu þessa í samræmi við bókun 35 við EES- samninginn, þar sem ótvírætt kæmi fram sá sameiginlegi skilningur allra aðila samningsins að hann fæli ekki í sér framsal á löggjafarvaldi ein- stakra EFTA-ríkja til stofnana EES. Varðandi • spurninguna um hvort frumkvæði að lagasetningu svæðisins sé tekið úr höndum Alþingis og þar með sé aðeins um að ræða formlegt eða „neikvætt" lagasetningarvald, segir Davíð Þór að til margs sé að líta. í fyrsta lagi gildi þetta um alla þjóðréttarsamninga, í öðru lagi hafi Islendingar allan þann tíma sem breyting er í undirbúningi möguleika til að hafa áhrif og þar með stöðva tillöguna í sameiginlegu EES-nefnd- inni, og í þriðja lagi geti einstakir þingmenn flutt breytingartillögur, þótt þeir verði vissulega að gera sér grein fyrir afleiðingum þess fyrir hugsanlega stöðu íslands á Evrópska efnahagssvæðinu. Aðalatriðið væri þó, að þingmenn gætu sagt nei, ef þeir sættu sig ekki við það sem lagt væri fyrir þá. Framkvæmdavald Þau ákvæði er skoða þyrfti k.vað Davíð vera þau er kvæðu á um eftir- lit, lausn deilumála og einsleitni. „I þessum hluta um framkvæmdavaldið verður athyglinni eingöngu beint að hlutverki eftirlitsstofnunar EFTA,“ sagði hann, en tók þó fram að e.t.v. væri jafngilt að ijalla um hana í tengslum við framsal á dómsvaldi. Niðurstaðan væri hins vegar sú sama, að það væri uni framsal á ríkisvaldi að ræða. „Aðalatriðið varðandi þessa eftir- litsstofnun er að hún getur fylgt ákvörðunum sínum eftir með því að ákveða sektir eða févíti á hendur fyrir- tæki eða einstaklingi ef hann gerist brotlegur við samkeppnisreglur EES. Ákvarðanir eftirlitsstofnunarinnar eru fullnustuhæfar í hinum einstöku ríkj- um,“ sagði Davíð. „Sú spurning er áleitin, hvort með þessu sé verið að framselja framkvæmdavald í hendur erlendum aðilum, þar sem eftirlitið með samkeppnisreglunum beinist að fyrirtækjum eða einstaklingum, en ekki að aðildarríkjunum sjálfum." Hann kvað þó vert að geta þess að heimildin tæki aðeins til þess að sekta fyrirtæki vegna brota á sam- eiginlegum samkeppnisreglum fyrir svæðið allt. Hún gæti því aðeins tekið til fyrirtækja sem störfuðu á hinum sameiginlega alþjóðlega markaði EES, og auk þess væri heimild eftir- litsstofnuninnar bundin við að um væri að ræða fyrirtæki af tiltekinni stærðargráðu, sem ekki væru til á Islandi. Auk þess væri aðfararhæfí ekki einsdæmi í EES-samningnum, því í samningi Norðurlanda væri t.d. innheimta meðlaga fullnustuhæf í öll- um ríkjunum, væri hún á annað borð heimiluð. Einnig mætti nefna hliðstæð dæmi um sektarrefsingar, eignaupp- töku og sakarkostnað. Slíkt aðfarar- hæfi samrýmdist að auki hinum nýju aðfaralögum, sem m.a. heimiluðu að- för til fullnustu kröfum samkvæmt úrlausnum eða ákvörðunum erlendra dómstóla eða yfirvalda, eða sáttum gerðum fyrir þeim, ef íslenska ríkið hefur skuldbundið sig að þjóðarétti og með lögum til að viðurkenna slíkar aðfararheimildir, enda verði fullnusta kröfunnar talin samrýmanleg íslensku réttarskipulagi, þótt þær lagaheimild- ir sem hér voru nefndar væru ekki fullkomlega sambærilegar þeim heim- ildum sem eftirlitsstofnuninni sé ætlað að hafa. Davíð tók og fram, að fulln- ustan sjálf færi eftir íslenskum lögum. „Því verður að telja mjög ósennilegt að samningurinn um EES verði talinn ósamrýmanlegur stjórnarskránni af þessari ástæðu,“ sagði Davíð Þór. Dómsvald „Varðandi dómsvaldið er það eink- um EFTA-dómstóllinn sem kemur til skoðunar," sagði Davíð. „Kjarni máls- ins er sá, að undirgangist Islendingar ákvæði samningsins um stofnun EFTA-dómstóls felur það í sér viður- kenningu á lögsögu hans í málefnum sem hann getur eftir reglum, sem um hann gilda, látið tii sín taka. Megin- atriði varðandi dómstólinn er, að hann getur á sama hátt og eftirlitsstofnun- in ákvarðað sektir á hendur innlendum og erlendum aðilum." Hann sagði að ákvarðanir þessar væru fullnustuhæf- ar hér á landi, og um þær giltu svip- uð rök og að framan væru rakin um eftirlitsstofnunina. „Niðurstaðan varðandi EFTA-dómstólinn verður því einnig sú, að EES-samningurinn felur ekki í sér framsal á dómsvaldi að þessu leyti. Meginniðurstaðan er því sú sama, að samningurinn kalli ekki nauðsynlega á breytingu á stjórnar- skránni." „Fráleitt að breyta stjórnar- skránni með lög- festingu milli- ríkj asamnings “ Guðmundur Alfreðsson er lög- fræðingur frá Háskóla íslands, með meistarapróf í samanburðarlögfræði frá New York-háskóla og doktorspróf í þjóðarétti frá Harvard-háskóla. Hann starfar á skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Genf. í erindi sínu kvaðst Guðmundur Alfreðsson telja, að sérstök ástæða væri til að kanna hvort í ákvæðum EES-samningsins sem fjölluðu um valdsvið EFTA- og EB-stofnana á EES-svæðinu fælust fyrirmæli sem kynnu að bijóta í bága við íslensku stjórnarskrána. Framkvæmdavald Guðmundur sagði skýrt tekið fram í 110. grein EES-samningsins, að ákvarðanir eftirlitsstofnunar EFTA verði aðfararhæfar gagnvart einstakl- ingum og fyrirtækjum, og komi þann- ig beint til fullnustu að landsrétti, án þess að innlend stjórnvöld eða innlend- ir dómstólar hafi þar nokkuð um efnis- hliðina að segja. Þama sé því um al- þjóðlegan framkvæmdaaðila að ræða sem geti tekið ákvarðanir er yrðu bindandi á íslandi. „í 2. grein stjómarskrárinnar er mælt fyrir um að forseti og önnur stjórnvöld fari með framkvæmda- valdið. í 13. grein segir að forseti láti ráðherra framkvæma þetta vald, og í 14. grein segir að ráð- herrar beri ábyrgð á stjórnarfram- kvæmdum öllum, undirstrikað, öll- um,“ sagði Guðmundur. Hann kvað engan vafa á, að hér væri átt við íslenska ráðherra og íslensk stjórn- völd, og engin undantekning væri gerð í þessum greinum um framsal á framkvæmdavaldi úr landinu. Hér vaknaði því greinilega spurn- ing um stjórnarskrárbrot. Dómsvald „Um EFTA-dómstólinn eru ákvæði í 108. og 110. grein EES- samningsins, svo og í samningum um eftirlitsstofnun og dómstól EFTA. Þar kemur skýrt fram, að dómsvald dómstólsins yrði mjög víðtækt varðandi eftirlit með fram- kvæmd EES-samningsins og gæti á ýmsan hátt haft bein og óbein áhrif að landsrétti,“ sagði Guðmundur. „Á sviði samkeppnisreglna eru dómarnir endanlegir og aðfarar- hæfir að landsrétti, og þá má ekki bera efnislega undir íslenska dóm- stóla.“ íslendingar gætu ekki leitað réttar síns fyrir íslenskum dómstól- um í málum sem féllu undir þessa alþjóðlegu dómstóla. I bókun númer 34 með EES- samningnum er heimilað að útgef- inni tilkynningu EFTA-ríkis að dómstólar 5 EFTA-ríkjunum láti EB- dómstólinn kveða upp forúrskurði með bindandi skýringum á EES-samningn- um, að sögn Guðmundar. Hann sagði að svona samningsákvæði væri greini- lega ekki marktækt að óbreyttri stjórnarskrá. Dómendur skera, samkvæmt 60. grein stjórnarskrárinnar, úr öllum ágreiningi um embættistakmörk yf- irvalda, að sögn Guðmundar. „Þetta myndu þeir ekki geta gert að því marki sem framkvæmdavald er fram- selt til eftirlitsstofnunar EFTA og dómsvaid til EFTA-dómstólsins. Til viðbótar má benda á 61. grein um vernd og sjálfstæði dómara, sem ger- ir greinilega ráð fyrir innlendri máls- meðferð. Stjórnarskráin geymir enga heimild til framsals á dómsvaldi úr landinu, til dómstóla er gætu kveðið upp bindandi dóma, sem kæmu beint til fullnustu að landsrétti, og verður að telja slíkt óheimilt að óbreyttri stjórnarskrá.“ Guðmundur kvað viðurkenningar á aðfararhæfi erlendra stjórnsýsluat- hafna og erlendra dóma sem Islend- ingar hafi gengist undir samkvæmt alþjóðasamningum, og þá aðallega Norðurlandasamningum, ekki vera sambærilegar við vald eftirlitsstofn- unar og dómstóls EFTA. Samkvæmt áðurnefnduin samningum fengju út- lendir dómstólar aldrei dómsögu yfir íslenskum einstaklingum eða fyrir- tækjum, nema þeir hefðu sjálfir með Guðmundur Alfreðsson gerðum sínum komist undir vald er- lendrar dómssögu. Á EES-svæðinu gæti EFTA-dómstóllinn hins vegar fengið lögsögu án þess að þessir sömu aðilar aðhefðust nokkuð til að kalla hana yfir sig. Hann kvað það heldur ekki vera rétt að bera stofnanir á EES-svæðinu saman við stofnanir á borð við mann- réttindadómstó! Evrópuráðsins í Strasbourg. „Við búum við tvö rétt- arkerfi, landsrétt og þjóðarétt," sagði Guðmundur. „Ríkið getur gerst brot- legt að þjóðarétti en slíkar skuldbind- ingar fá ekki gildi innanlands gagn- vart þegnunum fyrr en um þær hefur verið fjallað af til þess bærum innlend- um aðilum.“ Hann telur þessa meginreglu ekki hafa breyst við dóm Hæstaréttar frá 1990, þar sem tekið var af skarið um aðskilnað framkvæmda- og dóms- valds, og vitnað til mannréttinda- samnings Evrópuráðsins. Guðmundur kvað það einnig athyglisvert að enginn hafí stungið upp á því, að dómar mannréttindadómstólsins fengju sjálf- krafa gildi að landsrétti; enn sem áður þyrfti Alþingi og forseti eða Hæstiréttur- að taka af skarið. Stefán G. Þórisson, lögfræðing- ur, kvaðst álíta að ekki væri um framsal á löggjafar- og fram- kvæmdavaldi að ræða. Varðandi það, að túlka bæri framkvæmd og beitingu samningsins samkvæmt dómum EB-dómstólsins, sagði Stef- án að þar væri aðeins um lögleið- ingu lögskýringareglu að ræða, og ekkert í stjórnarskránni hindraði slíkt. Hvað dómsvaldið áhrærði væri hins vegar ótvírætt um fram- sal á dómsvaldi að ræða, en væri þó ekki brot á stjórnarskránni. „Þjóðaratkvæðagreiðsla myndi að sjálfsögðu auka umræðuna enn meira, en sú spurning er að sjálf- sögðu pólitísk," sagði hann, og tók fram mikilvægi þess að halda slíku aðgreindu frá lögfræðilegri um- ræðu. Ragnar Aðalsteinsson, hæsta- réttarlögmaður og formaður Lög- mannafélags íslands, sagðist sem varkár lögmaður ráðleggja að leitað Löggjafarvald Guðmundur kvað Alþingi og forseta íslands fara saman með löggjaf- arvaldið, .samkvæmt 2. grein stjóm- arskrárinnar. „Það er yfirlýstur til- gangur EES-samningsins að sam- ræma á EES-svæðinu öll lög og regl- ur um fjórfrelsið,“ sagði hann. „Þetta er gert með þeim hætti, að EES-samn- ingurinn einfaldlega endurtekur eða vísar til laga, reglugerða og dóma EB, eins og þessi gögn hafa þróast á undanförnum áratugum." Stjórnar- skrárspurningar á löggjafarsviðinu vakni hins vegar um aðferðina, bæði um yfírtökuna og um framhald laga- setningar á svæðinu. Varðandi yfírtöku á dómum og úr- skurðum EB-dómstólsins, kveður 6. grein EES-samningsins á um að EB- dómum, sem kveðnir hafa verið upp í gegnum árin, skuli beitt við túlkun og notkun EES-samningsins, að sögn Guðmundar. „Margir EB-dómanna varða grundvallaratriði, og þeir hafa mótað framþróun réttarins," sagði hann. „Samkvæmt orðalagi 6. greinar er hér ekki einungis um túlkunar- atriði eða lögskýringaraðferð að ræða, heldur skyldu. Þessir dómar eru óum- flýjanlegur hluti hins nýja EES-réttar og geta haft bein réttaráhrif.“ Hann kvað það alvöruspurningu hvort Al- þingi og forseti geti samþykkt slíka tilvísun til lagabókstafs, sem eigi að fá gildi að landsrétti, án þess að við- komandi gögn séu lögð fram í frum- varpsformi á íslensku og síðan birt. Varðandi tilurð nýrra laga og reglna og breytingar á eldri textum, er það að sögn Guðmundar enn EB sem mun ráða ferðinni, þótt hvert EFTA-ríki fari með neitunarvald í áðurnefndum EES-stofnunum og fari með tillögu- og samráðsrétt á' fyrri stigum málsins. „Frá EES eiga málin að berast til Alþingis, sem á tvo kosti, annað hvort að samþykkja eða hafna máli, en ekki að breyta frumvarpi,“ sagði hann. Fyrir þjóðþing í fullvalda ríki kvað hann ekki hátt risið á svona samkomulagi. Það væri hins vegar matsatriði og gæti horft til beggja átta hvort það bryti endilega í bága við stjórnarskrána, þar sem lög- gjafinn gæti sagt nei og gæti breytt texta, þótt það gæti síðar haft þjóð- réttarlegar afleiðingar vegna við- yrði heimildar með stjórnarskrár- breytingu. Hann varpaði jafnframt fram þeirri spurningu, hvort sjónarm- ið Guðmundar Alfreðssonar á túlkun stjórnarskrárinnar eigi ef til vill ekki lengur við — hvort ekki væri lengur hægt að lifa í heimi einangraðra, full- valda ríkja, eins og hann komst að orði. „Fullveldishugtakið er gott og gilt víðast um heim, svo þetta hefur ekki leyst mig frá spurningunni,“ sagði hann. Hann sagði einnig að það væri aðeins við aðstæður sem jöðruðu við efnahagslegt gjaldþrot í samfélag- inu, að íslendingar gætu hafnað nýj- um lagareglum á efnahagssvæðinu. Lilja Olafsdóttir, lögfræðingur, sagði augljósa þörf á umræðu sem þessari. Varðandi tilurð EES-reglna kvað hún neitunarvaldið gefa íslend- ingum ótal spil á hendi til að hafa áhrif á niðurstöður. I máli hennar kom fram að hún teldi ekki að um stjórnar- skrárbrot væri að ræða. Ákvæði um bráðabirgðagildistöku væru til dæmis urlagaákvæða EES-samningsins. „Bókun númer 35 með samningn- um þrengir sömuleiðis mjög að lög- gjafarvaldinu," sagði Guðmundur. Þar segir að EFTA-ríkin muni tryggja með lögum að EES-lög gangi framar öðrum landslögum ef til áreksturs kemur, að sögn hans. „Samkvæmt íslenskum stjórnskipunarrétti getur Alþingi og forseti sett ný lög og breytt eldri lögum eins og þeim sýnist, og stjórnarskráin heimilar ekki að þessi réttur verði takmarkaður með lögum eða milliríkjasamningum. Svona samningsloforð um forgang EES- reglna er því ekki marktækt nema sem einhver almenn stefnu- eða túlkunar- yfirlýsing." Lokaorð Guðmundur sagði rangt að halda því fram að EES-samningurinn og fylgisamningar hans væru milli-. ríkjasamningar sem nægði að Al- þingi samþykkti. „Það er fráleitt að halda því fram, að það sé hægt að breyta stjórnarskránni með milliríkja- samningi eða sem afleiðingu af slíkum samningi, þegar ekki er hægt að gera það sama með venjulegum lögum.“ Hin Norðurlöndin byggju við og ætl- uðu að nota stjórnarskrárákvæði sem mæltu fyrir um aukinn meirihluta við afgreiðslu slíkra mála á þjóðþingum. Guðmundur segir það og rangt, að fullveldishugtakið sé á undanhaldi í alþjóðasamskiptum. „Þjóðarétturinn hefur ekki breyst og breytist ekki þótt 10 eða 20 Evrópuríki efli með sér samvinnu, og jafnvel ekki þótt sum þeirra verði til að takmarka eða af- sala sér fullveldinu í leiðinni. Fullveldf ríkja, og það má vissulega segja margt misjafnt um það fyrirbæri, er eftir sem áður grundvallarregla í þjóðarétti, sem mikill meirihluti heimsbygðarinn- ar stendur vörð um.“ Guðmundur varar við því, að það að sniðganga stjórnarskrána núna kunni að koma okkur í koll síðar. „Það er mín niðurstaða eftir ná- kvæma skoðun á þessum atriðum öllum, að það þurfí að breyta stjórn- arskránni og beita til þess 79. grein hennar, þegar. EES-samningurinn og fylgisamningar hans koma til af- greiðslu Alþingis og forseta.“ fyrst og fremst sett vegna Sviss. „Engar EES-reglur geta gilt sem lög á Islandi nema Alþingi hafi samþykkt þær sem slíkar," sagði hún. Hún kvaðst og telja það bæði eðlilegt og æskilegt að úrlausnir EB-dómstólsins verði lagðar fyrir Alþingi sem fylgiskjal. Eiríkur Tómasson, hæstaréttarlög- maður og stjómandi fundarins, sagði ljóst að um skiptar skoðanir væri að ræða í spurningunni hvort EES-samn- ingurinn bryti í bága við stjórnar- skrána. Hann kvaðst þó geta tekið undir orð Ragnars Aðalsteinssonar, að ef menn vilji vera vissir um að ekki komi til árekstra síðar, þá bæri að gera breytingar á stjórnarskránni. „Hitt er svo annað mál, að stundum hafa menn gengið fram með löggjöf í þessu landi með naumum meirihluta, sem stór hluti þjóðarinnar hefur talið að bryti í bága við stjórnarskrána. Þetta gerir Alþingi upp við sig á næstu mánuðum í samráði við lög- fróða menn.“ Garðar Gíslason, hæstaréttardómari og formaður Lögfræðingafélags íslands í ræðustól við opnun borgara- fundarins. Þátttakendur í hringborðsumræðum voru, frá yinstri, Stefán G. Þórisson, Guðmundur Alfreðs- son frummælandi, Eiríkur Tómasson fundarstjóri, Lilja Olafsdóttir, Ragnar Aðalsteinsson, og Davíð Þór Björgvinsson frummælandi. Skiptar skoðanir í hringborðsumræðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.