Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992
Ráðstefna
norrænu
Parkinsons-
félaganna
12
KYNNING Á NÝJUM FISKTEGUNDUM
Á 20 VEITINGASTÖÐUM 19.- 26. JÚNÍ.
i
28.-30. maí sl. var haldin á Hótel
Loftleiðum í Reykjavík ráðstefna
Parkinsonssamtaka á Norður-
löndum. Voru þar mættir fulltrú-
ar frá öllum félögum á Norður-
löndum og í Færeyjum, þar á
meðal fuiltrúar frá tveimur félög-
um í Sviþjóð sem hafa parkinsons-
sjúklinga innan sinna vébanda.
Því voru Sviar fjölmennastir
hinna erlendu fulltrúa. Tíu Islend-
ingar sátu ráðstefnuna fyrir hönd
Parkinsonssamtakanna á Islandi.
Meðal mála sem tekin voru til
umræðu á ráðstefnunni voru hug-
myndir um nánara samband og sam-
starf félaga á Norðurlöndum og voru
ræddar tillögur um parkinsonsráð
Norðurlanda og stofnun norrænna
samtaka parkinsonssfélaga. Einnig
var rætt um samstarf félaga í Evr-
ópu og væntanlega ráðstefnu þeirra
í Miinchen í Þýskalandi í júní á þessu
ári.
Sverrir Bergmann læknir flutti
erindi um tíðni parkinsonssveiki á
íslandi. Gat hann þess sérstaklega
að ísland væri kjörið til rannsóknar
sem þessarar vegna legu sinnar.
Stæði nú yfir rannsókn á tíðni veik-
innar hér á landi en bráðabirgðanið-
urstöður bentu tii þess að 400 til
500 sjúklingar væru hér á landi.
Væri það hlutfallslega álíka íjöldi
og gerist í öðrum löndum.
Guðlaug Sveinbjarnardóttir
sjúkraþjálfi sagði frá reynslu sinni
af ungversku aðferðinni við meðferð
pakinsonssjúklinga, en það er sér-
stakt þjálfunarprógramm ættað frá
Búdapest sem hún hefur beitt við
þjálfun parkinsonssjúklinga. Þá
sögðu tveir íslendingar frá reynslu
sinni af að lifa með parkinsonssjúk-
lingi.
Fulltrúar hinna ýmsu félaga
sögðu frá starfi þeirra á liðnu ári.
Kom þá í ljós að starf Dansk Parkin-
sonsforening er orðið mjög öflugt.
Starfa sérstök félög í öllum ömtum
Danmerkur sem hafa bryddað upp
á ýmiss konar nýbreytni í starfi, svo
sem að efna til sérstaks parkinsons-
dags og koma á fót klúbbum og
samfélagshópum, auk þess sem þeir
eru mikilvirkir í útgáfumálum. Full-
trúi frá Færeyjum gat þess að
parkinsonsveiki væri algengari á
Færeyjum en í öðrum löndum og
stæði til að rannsaka hvernig á því
stæði.
Til næstu ráðstefnu er boði í
Stokkhólmi á árinu 1993.
Áslaug Sigurbjörnsdóttir hjúkr-
unarfræðingur, formaður Park-
insonssamtakanna á ísiandi.
(Úr fréttatilkynningu.)
------» ♦ ♦--------
Systir Lov-
ísa sextug
SYSTIR Lovísa, eins og við Hólm-
arar segjum, átti 60 ára afmæli
14. júní. Við það tækifæri heim-
sóttu hana margir vinir og
kunningjar, bæði úr Hólminum
og úr Reykjavík, sem hafa yfir
20 ár notið líknar hennar og þjón-
ustu, en hún kom hingað 1969 til
að taka að sér ieikskóla barna sem
systurnar höfðu starfrækt og var
í örum vexti.
Þetta starf hennar hefir gefið
bæjarbúum mikið og eru þeir þakk-
látir fyrir að vita börnin sín á leik-
skólanum í umsjá systranna. Auk
heimabama hafa einnig verið hér
böm úr Reykjavík.
Fyrir þetta óeigingjama starf var
hennar nú minnst á afmælisdaginn
og héldu systurnar veglega upp á
það.
Þrátt fyrir erfitt starf er systir
full af áhuga og ákveðin að halda
áfram meðan kraftar leyfa. Guð
gefur mér styrkinn og hann ræður
sagði hún við fréttaritara, brosti og
fór að ræða við gestina.
— Arni
Hin síðari ár hefur athygli manna beinst í
auknum mæli að vannýttum fisktegundum
í hafinu við ísland. Fjöldi fisk-
tegunda eru lítið veiddar, þrátt
fyrir að vera góður matfiskur
og afar eftirsóttar, til dæmis í
Frakklandi, Englandi og á Spáni.
Nú gefst landsmönnum kostur á
SÆLGÆTI ÚR SJÓ, að "hætti kokksins" á
20 veitingastöðum víða um land. Langhali,
stinglax og háfur . Þrír sjaldgæfir sælkerafiskar
og sannkallað "delicatessen".
A F LAKAU PABAIMKIIXI l\l
Aflakaupabanklnn er verkefnl á vegum Aflanýtlngarnefndar SJðvarútvegsrábuneytlains
og Rannsóknastofnunar flsklðnabarlns. Banklnn er vlðsklptavakl fyrlr vannýttar
flsktegundlr hér vlð land og hefur meðal annars það hlutverk að stuðla að nýtlngu,
vlnnslu og markaðsathugunum fyrlr vannýttar flsktegundlr og í samstarfl
vlð landsmenn fá fram vlðhorfsbreytlngu gagnvart slfkum náttúruverðmœtum.
A. HANSEN Hofnorfirði
FtÐLARINN Á ÞAKINll Akureyrí
FOSSNESTI Selfossi
GAUKUR Á STÖNG
GtÓÐIN Keflovik
GULLNIHANINN
HÓTEl DAGSBRÚN Skagaströnd
(oðeins T 9. júní)
HÓTEL EGILSBÚÐ Neskaupstað
HÓTRHOLT
HÓTELHÖFN Hornofirðí
HÓTELISAFJÖRÐUR
HÓTEL MÆLIFELL SouAórkróki
JÓNATAN LIVINGSTONE MÁVUR
KNUDSEN Stykkishólmi
ÓÐINSVÉ
PERLAN
RESTAURANT MUNINN Veslmannaeyjum
SKÓLABRÚ VEITINGAHÚS
VEITINGAHÚSIÐ VK) TJÖRNINA
ÞRÍR FRAKKAR HJÁ ÚLFARI
E S S E M M