Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 Lok kirkjutónlistarmóts ________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Varla var orðið hljótt í höfuð- borginni vegna nýgenginnar lista- hátíðar, er norrænir kirkjutón- listarmenn hófu að hafa í frammi alls konar fyrirgang, bæði við guðs- þjónustur og með tónleikahaldi og lauk þessari „víkingainnrás" með tónleikum sl. sunnudag í Dómkirkj- unni. Samkvæmt efnisskrá var hér haldið viðamikið tónlistarmót, þar sem fram kom fjöldi Norrænna tónlistarmanna, er fluttu kirkju- og tónlistargestum það sem nýjast er í gerð kirkjutónlistar á Norður- löndunum. Á lokatónleikunum voru flutt verk eftir Jón Nordal, Knut Ny- stedt, Peter Moller, Ágnete Kin- man, Trond Kvemo, Johan Kvand- _________Tónlist______________ Jón Ásgeirsson Þriðju tónleikamir á Norræna kirkjutónlistarmótinu voru haldnir í Kristskirkju sl. föstudag. Á efn- isskránni vora verk eftir Kurt Wik- lander, Peter Braun, Leif Thybo og Hjálmar H. Ragnarsson. Loka- verkið átti að vera Triptykon eftir Trond Kvemo en orgelleikarinn, Teije Winge, mætti ekki til leiks. Fyrsta verkið var Scherzo Ost- inato eftir Wiklander og lék Mary Chard Petersson með miklum til- þrifum á orgel og auðheyrt að hún er góður orgelleikari. Verkið er ágætlega samið fyrir orgel en er hins vegar ekki sérlega áhugavert, þar sem ýmsu ægir saman í eins konar fijálsum spuna (improvisati- on). De Profundis heitir annað verkið sem flutt var á þessum tónleikum, og er það fyrir orgel, óbó og sópranrödd. Flytjendur vora Asger Troelsen á orgel, Merete Hoffmann á óþó og sópransöngkonan Ingelise Suppli. Flytjendur, sem kalla sig Trio Danica, fluttu verkið ágæt- lega. Verkið er eins konar kammer- verk, þar sem óbóið og orgelið era mikið notuð en söngurinn verður fyrir bragðið hálfpartinn útundan al og Hermann Rechtberger. Fyrsta verkið var Tokkata eftir Jón Nordal er Marteinn H. Friðriksson dómorganisti lék ágætlega. Verkið er skýrt í gerð og mætti sem best vera hraðar leikið, þó þar ráði auð- vitað smekkur manna, hversu með skuli fara. íslensku þátttökunni í þessum tónleikum lauk með flutn- ingi Dómkórsins, undir stjóm Mar- teins H. Friðrikssonar, á Ádoro Te, eftir Knut Nystedt. Kórinn söng þetta ágæta verk vel, enda flutt það oft áður á tónleikum. Þrír trúarlegir dansar fyrir orgel eftir Peter Moller vora Ieiknir af Grethe Krogh. Þetta er sérkennileg tónlist og bera dansamir nöfn eins og Dauðadans, Sorgardans og Upprisudans. Þama fór saman fjar- stæðukennt tónmál, eins og t.d. í dauðadansinum og beinar tilvitnan- sem og textinn, svo að í heild var það ekki sannfærandi söngverk, þar sem fjallað er um átakanlegt bænakall örvinglaðrar sálar. Sjö mósaíkmyndir eftir Leif Thybo er viðburðarík, vel samin fyrir orgel og á köflum skemmtileg tónsmíð. Verkið var glæsilega flutt af Grethe Krogh og hefði verið gaman að heyra meira til þessa ágæta orgeleikara. Það sem reyndist vera síðasta viðfangsefnið á tónleikunum var flutningu Mótettukórs Hallgríms- kirkju á tveimur þáttum úr messu eftir Hjálmar H. Ragnarsson en stjómandi kórsins að þessu sinni var Berhard Wilkinson. Kaflarnir vora Kyrie og Sanctus. Ymislegt skemmtilegt ber fyrir eyra í þessu frábæra verki eftir Hjálmar og var flutningur kórsins í heild mjög góð- ur, þegar þess er gætt að verkið er mjög erfitt, bæði margskipt í raddir og krefjandi hvað snertir tónferli og hljómskipan. Það er fróðlegt að bera saman stjómendur og þær áherslur sem koma fram í flutningi en eitt af því sem ein- kenndi stjómina hjá Bernhard var hrynræn nákvæmni og fyrir bragð- ið var textaframburður einstaklega skýr og söngur kórsins í heild mjög vel útfærður. ir í sálma sem vora síðan umunnir samkvæmt nútímahljómfræði. Heilsteyptasti kaflinn var dauða- dansinn, sérkennilegur og allt að því krampakenndur, en í seinni köflunum var meira um venjuleg vinnubrögð, t.d. ostinato og til- vitnanir sem geta orkað tvímælis,. hvort bót sé að og raunveralega gegni því hlutverki, að vísa til ein- hvers sem hlustendur eiga að þekkja og þar með skilja hvað tón- skáldið er að segja. Om jag án vandrar, eftir Agnete Kinman, er samið fyrir flautu, tón- band og upplesara og vora flytjend- ur Anna Kristín Einarsdóttir og Jessica Erixon. Tónbandsvinnan er að mestu upptökufiljóð í anda „concrete“-manna fyrir rúmum fjörutíu áram og var miður skemmtiiegt áheyrnar, þó tilvísunin væri svo sem ekkert ómarkviss. Flauturöddin var í heild tónö! frem- ur venjubundin og var ágætlega leikin af Önnu Kristínu Einarsdótt- ur. Upplesturinn hafði lítið að gera með verkið sjálft og textinn aðeins lesinn í upphafi og undir lokin. Þetta er eitt af þeim verkum, þar sem hlustendur bíða sífellt eftir því að eitthvað muni gerast. Fyrir misskilning féll niður flutn- ingurinn á verki Trond Kverno sl. föstudag og var því verki aukið við dagskrána en þetta verk nefnist Triptykon og það var Teija Winge sem lék verkið með miklum tilþrif- um. Þetta er á margan hátt reisu- legt verk, sérstaklega upphaf og niðurlag fyrsta og þriðja þáttar, þó oft væri leikurinn spunalegur í gerð. Það var margt fallega gert í miðþættinum og ljóst að Teija Winge er býsna slyngur orgelleik- ari. Það verk sem gaf mest, var kór- verkið Underet eftir Johan Kvan- dal, ekki að það væri svo nýtísku- legt, heldur einfaldlega af þeirri gerðin sem stendur af sér „tím- ann“, er einfaldlega vel gert. Dóm- kórinn frá Bergen, undir stjórn Magnar Mangersnes, flutti verkið mjög vel og flutningur þess há- punktur tónleikanna. Lokaverkið var Clausulas eftir Hermann Rechberger og lék Sixten Enlund verkið. Clausula var formtilraun sem tónlistarmenn við Notre Dame-kirkjuna gerðu á mið- öldum og tengdust nýjungum í hrynskipan og síðar hljómskipan og útfærslu tónmynda. í Klásúlu Rewchberger hefst tónbálkurinn á einföldu tónferli og svo sem eins og í tílbrigðum, vex tónbálkurinn og nær hámarki undir lokin. Ekki er þetta skemmtilegt verk en var á köflum þokkalega leikið af Sixten Enlund. Svo virðist sem á þessari nor- rænu kirkjutónlistarhátíð hafi nær eingöngu verið flutt norræn nútím- akirkjutónlist og er það til marks um gróskuna í norrænni kirkjutón- list. í sögu tónlistar hafa nýjar hugmyndir oft verið meðteknar nokkuð seint og er nútímavæðing kirkjutónlistar eitt dæmið, því hún nær hámarki um það er menn era teknir að sjá, að nýjungin má ekki leiða til höfnunar á því gamla og að óhamin framsókn manna til _________Tónlist Ragnar Björnsson Kirkjutónlistarmótið hélt áfram í Háteigskirkju föstudaginn 19. júní. Kórinn frá Dómkirkjunni í Uppsölum, mun vera einn af átta kóram við kirkjuna, hóf tónleikana með Sálmasónötu eftir Roland Forsberg, heilsteypt verk, og nú sýndi kórinn, undir stjórn Lars Angerdal, að hér var um mjög góðan sönghóp að ræða. Ekki era raddimar í kórnum reyndar neitt áberandi góðar og hljóma stundum svolítið mattar og þá frekar kven- raddirnar, en kórinn sýndi að hann var vel æfður. Aale Lindtren óbóleikari og Erikkillá orgelleikari léku Es sang- en drei Engel eftir Harri Wess- mann, fallegt verk, og sýndi Lind- gren að hann er ágætur óbóleik- ari. Eftir Axel Borup-Jörgensen lék Eva Feldbæk á orgel og Kalligrafi- er nokkrar stuttar myndir, vel skrifaðar en hefðu notið sín betur á stærra orgel. Lindgren og Erkk- ilá komu nú aftur og léku Sónötu nr. 2 eftir Conrad Baden, gott verk en einskonar blanda af síðróman- tík, Htndemith, Schönberg og Mat- óskilgreindrar framtíðar hefur skil- ið eftir sig sár eyðingar, sem erfitt og ógerlegt er að endurgræða. Framþróun huginyndanna verður ekki stöðvuð en er nauðsynlegt um leið, að brenna aliar brýr að baki sér, kasta gömlum amboðum eða í besta falli koma þeim fyrir á söfn- um. í tótemtrú er kennt að sérhver „hlutur" náttúrunnar sé skapðaður af anda, sem við sköpunina deyr en fær að tala í gegnum hljóm- grann hans. Sé „hluturinn“ eyði- lagður tortímist andi hans að eilífu og því ber mönnum að umgangast náttúrana með virðingu og taka sér aðeins það, sem guðirnir ætla að hann þurfí sér til lífsviðurværis. Ef til vill má rekja alla fírringu nútímans til þess að maðurinn hef- ur gleymt þessum gömlu boðorðum og stendur því hugsanlega í miðjum loga tortímingarinnar. Þegar að því kemur væri ekki úr vegi að slá saman nokkrum nútíma orgelverk- um og leika þau öll samtímis „con tutta forza“. hias Hauer, þarna sýndi og Erkkilá að hann er góður organleikari. Eftir Þorkel Sigurbjömsson léku þau Kjartan Óskarsson (basset- horn), Inga Rós Ingólfsdóttir (selló) og Hörður Áskelsson (orgel) Kirkjusónötu samdr 1984. Verk í fimm atriðum, sem tengjast mjög hvert öðra. Hreyfist í tvíundum, ferandum og fimmundum um tón- sviðið, dálítið þjóðlegt og mjög að- gengilegt áheyrandanum. I lokin var Sónatan þó á mörkunum með að verða of langdregin og kosið hefði ég meiri uppbrot í smíðið. Tónleikunum lauk á En ny himmel och en ny jord frá 1981, eftir Sven- David Sandström, sem kórinn Kol- legium Cantorumupsaliensis flutti og aftur undir stjóm Lars Angerd- al. Sandström tekur textann úr Opinberunarbókinni: „Og ég sá nýjan himin og nýja jörð - og sá sem í hásætinu sat sagði, sjá, ég gjöri alla hluti nýja.“ Svo sem vænta mátti af Sandström var hér um magnað verk að ræða, sem reyndar er mjög erfítt í flutningi, en kórinn undirstrikaði ágæti sitt með því að skila verkinu eftirminni- lega, og þar með lauk ágætum tónleikum. Kirkjutónlist Norræna Kirkju- tónlistarmótið FALLEGAR LINUR Civic hefur verið endurhannaður með nýjar kröfur samtímans í huga. Nútímabílar þurfa að vera kraftmiklir og þægilegir, en jafnframt taka tillit til umhverfisins. Efnin sem notuð eru í Civic eru 80% a endurvinnanleg sem hefur mikið að segja H þegar horft er til framtíðarinnar. VTEC er nýjung í Civic sem opnar ventlana í hlutfalli við snúningshraða vélarinnar. Þessi tækni dregur mjög úr mengun og eyðslu en eykur kraft vélarinnar. Civic er búinn skemmtilegum innrétt- ingum. Hver hlutur er á hinum eina rétta stað. Sætin eru mjúk og þægileg. Civic fellur undir reglugerð um virðis- aukaskatt og fæst því einnig án vsk. Til sýnis núna að Vatnagörðum 24, mánudaga til föstudaga kl. 9:00 - 18:00 Nánari upplýsingar í síma 68 99 00 Verð frá: 969.000,- stgr. Verð frá: 778.313,- stgr. án VSK Greiðslukjör við allra hæfi. 0 HONDA Hugnr kominnút TÍMARITIÐ Hugur, 3.-4. ár, 1990-1991, er komið út. Hugur er tímarit um heimspeki, gefið út af Félagi áhugamanna um heimspeki. Ritinu er ætlað að vera vettvangur fyrir skrif um heim- speki á íslensku. Hugur er að þessu sinni helgaður bandaríska heimspekingnum W.V. Quine, sem hefur haft mikil áhrif á svokallaða raunhyggju á þessari öld. í heftinu er birt þýðing Þorsteins Hilmarssonar á einni frægustu grein Quines, „Tvær kreddur raunhyggju- manna“. Auk þess er þar ritgerð um Quine og kenningar hans um merk- ingu eftir Árna Finnsson og viðtal sem Mikael Karlsson tók við Quine meðan á Íslandsheimsókn hans stóð í júní 1980. Ennremur er í ritinu grein eftir Atla Harðarson um frelsun viljans og tveir fyrirlestrar sem fluttir voru á vegum Félags áhugamanna um heimspeki síðastliðinn vetur: Hlutur ímyndunar í þekkingu, eftir Skúla Pálsson, þar sem hann fjallar um ákveðna þætti í þekkingarfræði Kants, og Járnbúr skrifræðis og skynsemi, eftir Ágúst Hjört Ingþórs- son, sem fjallar um hugmyndir Max Webers um skynsemi og lýðræði. Loks eru birtir tveir ritdómar eftir Skúla Sigurðsson. Hugur er 120 bls. að stærð. Rit- stjóri er Ágúst Hjörtur Ingþórsson. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.