Morgunblaðið - 23.06.1992, Síða 42

Morgunblaðið - 23.06.1992, Síða 42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 42 --Sf H OANir.IS 16 500 ÞRIÐJUDAGS- TILBOÐ MIÐAVERÐ KR. 350,- Á ÓÐ TIL HAFSINS, KRÓK OG STRÁKANA í HVERFINU BUGSY STÓRMYND BARRYS LEVINSON. WARREN BEATTY, ANNETTE BENING, HARVEY KEITEL, BEN KINGSLEY, ELLIOTT GOULD OG JOE MAN- TEGNA. MYNDIN, SEM VAR TIL- NEFND TIL 10 ÓSKARS- VERÐLAUNA. MYNDIN, SEM AF MÖRG- UM VAR TALIN BESTA MYND ÁRSINS. MYNDIN UM GOÐSÖGN- INA BUGSY SIEGEL. MYNDIN, SEM ENGINN MÁ LÁTA FRAM HJÁ SÉR FARA. ★ ★ ★DV. ★ ★★★AI. MBL. ★ ★ ★BÍÓLÍNAN Sýnd kl. 5,9 og 11.30. Bönnuð bömum i. 16 ára. ODURTIL HAFSINS Sýnd kl. 7.05 og 9.15. Bönnuð i. 14ára. KRÓKUR STRÁKARNIR í HVERFINU Sýnd kl. 11.35. Bönnuð i. 16ára. BÖRN NÁTTÚRUNNAR Sýnd kl. 7.30 í A-sal. 11. sýn.mán. I i .trgiiwl Metsölublað á hverjum degi! STÆRSTA BIOIÐ ÞAR SEM ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS rnrrmnT HASKOLAbIÓ SÍMI22140 The iittlB far peass bðs ta BARATTAN FYRIR FRIÐI ER HAFIN. STJÖRNUSTRÍÐ VI ER NÝJASTA ÆVINTÝRAMYNDIN í ÞESSUM VIN SÆLA MYNDAFLOKKI. STÓRGÓO MYNO FOLL AF TÆKNIBRELLUM Sýndkl. 5,7, 9, og 11.10. KONA SLÁTRARANS Háspennumynd frá upphafi til enda með RUTGER HAUER (HITCHER) í aðalhlutverki. Sýnd kl. 5.05, 7.05, 9.05 og 11.10. Bönnuð innan 16 ára. STÓRMYNDIN ' Taugatryllirinn STEIKTIR GRÆIMIR TÓMATAR Lukku Láki: HETJA VILLTA VESTURSINS. LukkuLáki: SÁEINI.SEM DALTON-BRÆÐUR OTT- AST. Sýndkl. 5,7, 9og11. Sýndkl. 5og7. Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. ★ * *G.E. DV. Synd kl. 9 og 11.10. Bönnuð i. 16 ára. Morgunblaðið/Sverrir Gífurlegur fjöldi tók þátt í Kvennahlaupi ISÍ sl. laugar- dag. Kvennahlaup ISI: Gríðarleg aukn- ing í þátttöku GRÍÐARLEG aukning var í þátttöku í Kvennahlaupi ÍSÍ er fór fram laugardaginn 20. júní sl. I Garðabæ voru þátttakendur um 5.500 og er það 2.500 fleiri en á síðasta ári. Hlaupið var á 18 stöðum víðsvegar um landið og er talið að heildarþátttaka hafi verið um 10.000-12.000 konur. Gunnar Einarsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Garða- bæjar, sagði að miklu meiri þátttaka hefði verið heldur en búist hefði verið við og hefði þessi fjöldi í Garða- bænum sprengt allar áætlanir. Gunnar sagði að ekki hefðu verið til verð- launapeningar fyrir alla þátttakendur og þess vegna yrðu um 1.200 konur að bíða í nokkra daga með að fá verðlaunapening. iGunnar sagði að 2.000 konur hefðu tekið þátt í hlaupinu í Garðabæ þegar það hefði verið haldið í fyrsta skipti árið 1990 og á síðasta ári hefðu 3.000 konur tekið þátt. Að sögn Gunnars hefur þátttaka aukist mikið hjá eldri konum. Hann taldi þessa aukningu í eldri ald- ursflokkum stafa m.a. af því að nú væri það almennt vitað að í hlaupinu ráða þátttak- endur hvort þeir skokka eða ganga. UR DAGBOK LÖGREGLUNNAR - 22. júní 1992 REYKJAVIK: Tíu ökumenn eru grun- aðir um ölvun við akstur um helgina. Tveir þeirra höfðu lent í umferðar- óhöppum áður en til þeirra náðist. Á sama tíma voru 80 ökumenn kærðir fyrir að aka of hratt, 10 fyrir að virða ekki rautt ljós við gatnamót og jafnmargir fyrir að virða ekki stöðvun- arskyldu. í 24 umferðar- óhöppum sem tilkynnt voru til lögreglunnar slasaðist einn ökumaður lítils háttar. Ungur drengur sem var að leik við Nesveg hljóp út á götuna án þess að líta í kringum sig og lenti þá á hlið bíls sem í því var ekið hjá og kastaðist í götuna. Talið er að reiðhjólahjálmur sem hann var með hafi komið í veg fyrir meiðsli, því hann hlaut aðeins smá- skrámur á enni. Um helgina stöðvaði lög- reglan akstur bifhjóls vegna þess hve hratt því var ekið. Ökumaðurinn brást illur við afskiptum löreglunnar og sagði það vera sitt einkamál hvort hann dræpi sig á því að aka of hratt. Aðrir ættu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því. Sjaldgæft er að heyra svo einlitan og eigin- gjaman málflutning. Aðfaranótt laugardags var ölvaður maður hand- tekinn við Grímsbæ við Bústaðaveg eftir að hafa unnið þar skemmdir á bíl og brotið rúðu í nærliggj- andi húsi. Á laugardagsmorgun kom í ljós að bortist hafði verið inn í Seljaskóla. Auk rúðu í útihurð höfðu þrjár aðrar rúður í skólanum ver- ið brotnar. Skömmu síðar var tilkynnt um að brotist hefði venð inn í Árbæj- arskóla. Á föstudagsmorg- un hafði verið tilkynnt um að brotist hefði verið inn í leikskóla í Grafarvogi. Nokkrar skemmdir voru unnar á skólanum. Þrátt fyrir sérstaka gæslu einka- aðila með skólum og barna- heimilum borgarinnar virð- ist alltaf vera nokkuð um skemmdarverk og innbrot í þær stofnanir. Ástæða þótti til að kalla til hluta af sérsveitinni að húsi í Kópavogi á laugar- dagsmorgun. Tilkynnt hafði verið um skothvell í einni götunni, en við athug- un kom í ljós að maður hafði verið þar á gangi með loftbyssu fyrir utan heimili sitt og skotið einu skoti út í loftið. Þegar lögreglan kom að heimili mannsins hafði faðir hans tekið byss- una og afhenti hann lög- reglunni hana. Ástæða þótti til að handtaka mann- inn og vista hann í fanga- geymslum um stund. Tilkynnt hefur verið nokkrum sinnum um græn- an pickup-bíi og ferðir tveggja manna sem hafa stundað það að stela gróðri úr görðum fólks. Síðast sást til hans á Bárugötu skömmu fyrir kl. 11.00 á sunnudagsmorgun. Á sunnudagsmorgun ráku vegfarendur auga í hvíta froðu á Elliðaánum skammt fyrir neðan Árbæj- arkirkju. Um var að ræða einhvers konar sápufroðu sem kom út um 30 m breitt rör þar við bakkann og fauk jafnóðum út í ána. Athygli Hollustuvemdar ríkisins var vakin á málinu. Aðfaranótt laugardags var tilkynnt um að bíl hefði verið stolið frá húsi í Graf- arvogi. Lögreglumenn stöðvuðu skömmu síðar akstur hennar og kom þá í ljós að ökumaðurinn, 16 ára gamall, virtist undir áhrifum áfengis. Með hon- um í bílnum var jafnaldri hans. Ökumaðurinn hafði tekið bíl foreldra sinna traustataki. Á föstudag var lögreglan kölluð að húsi við Framnes- veg vegna gruns um fíkni- efnaneyslu. Þar gat að líta tvo unga drengi liggjandi á dýnum í einu herbergi. Annar þeirra var með sprautunál í handlegg og var að klára að sprauta sig. Inni í öðru herbergi voru nokkrir aðrir krakkar á unglingsaldri. Greinilegt var að einhver neysla fíkni- efna hafði farið þarna fram og litu öll ungmennin mjög illa_ út. Á föstudag var fullorðin kona gripin í Kringlunni með vörur í innkaupapok- um að andvirði 18.000 kr., leikföng og fatnað sem hún hafði farið með út úr einni versluninni þar án þess að greiða fyrir. Konan viður- kenndi að hafa hnuplað einu sinni áður og þá einnig verið staðin að verki. í Hraunbæ veittu íbúar fjúkandi ávísunum og pen- ingum athygli. Þeir stukku til, náðu verðmætunum og komu þeim til skila. Pen- ingana hafði vindurinn þrif- ið af ungum dreng sem hafði verið að safna áheit- um fyrir íþróttafélag sitt. Kona nokkur ákvað að heimsækja kunningja sinn um helgina, en sá býr í fjöl- býlishúsi. Er hún hafði kall- að nafn hans fyrir utan dyrnar án þess að nokkur gerði sig líklegan til þess að svara tók hún sig til og sparkaði upp hurðinni. Síð- an stökk konan inn, en þeg- ar þangað var komið áttaði hún sig á því að hún hafði farið íbúðavillt. Við nánari athugun kom í ljós að kunn- ingi konunnar bjó í íbúðinni á móti. Hún verður væntan- lega að bæta skemmdan hurðarkarminn. Af tæplega 30 einstakl- ingum sem gistu fanga- geymslur lögreglunnar um helgina voru nokkrir færðir fyrir dómara að morgni. Það voru aðallega þeir sem voru ölvaðir og höfðu fund- ið hjá sér hvöt til þess að segja lögreglumönnum fyr- ir verkum, slökkva í vindl- ingum á enni lögreglu- manna eða lýsa yfir frið- helgi sinni með skírskotun til tengsla háttsetts foreldr- is við áhrifamenn innan lögreglunnar. Til slíks er ekki tekið tillit til hér á landi. Það er verknaðurinn sem segir til um afgreiðslu mála. Hér verður hver og einn að taka afleiðingum gerða sinna, án tillits til stöðu eða tengsla.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.