Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPn/AIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 ✓ Kröftugur límpenni sem gefur aöeins einn dropa í einu. Límið þornar á 3 til 30 sekúndum. Snyrtileg leiö til aö líma gler, gúmnú málma, leirmuni, og fleira. J.S. Helgason Draghálsi 4 S: 68 51 52 1 FÆSTÍ MATVÖRUVERSLUNUM Dreifingaraöili Þýzk- Islenzka hf. TT 675600 -til blettahreinsunar- Markaðsmál Styrkir FLUGLEIÐIR, Ferðamálaráð og Útflutningsráð hafa tekið ákvörðun um sameiginlegt kynn- ingarátak í Bandaríkjunum sem mun hefjast 1. ágúst næstkom- andi. Markmið þess er að auka almenna umfjöllun í fjölmiðlum, þekkingu á íslandi og sérein- kennum þess. Þeir aðilar sem standa fyrir. þessu átaki hafa á undanförnum árum unnið að þessum málum sitt í hvoru lagi en munu nú snúa bökum saman og sameina krafta sína. I byrjun hafa verið lagðir fram 60 þúsund bandaríkjadalir (3,4 m.kr.) í þetta átak og skiptist sú upphæð jafnt á milli aðila. í fréttatilkynningu frá þeim aðil- um sem að átakinu standa segir að megináhersla verði lögð á skipu- lagningu heimsókna blaða-, út- varps- og sjónvarpsmanna til ís- lands með það fyrir augum að umfjöllun verði sem víðtækust. Þetta verkefni miðist ekki að ■ ákveðnum málaflokkum enda sé lit- ið svo á, að öll almenn umfjöllun Verslun KYNNIIMGARÁTAK — Hin nýskipaða þriggja manna nefnd sem mun stjórna átakinu í Bandaríkjunum er skipuð þeim (f.v.) Jóni Sigurðssyni frá Útflutningsráði, Einari Gústafssyni frá Ferðamála- ráði og Sigfúsi Erlingssyni frá Flugleiðum. Kynningarátak um Island í Bandaríkjunum um t.d. sögu og menningu íslands nýtist. Á það er bent að kynningarstarf- semi erlendis sé dýr og því nauðsyn- legt að ná sem víðtækastri sam- vinnu til að nýta sér hana til mark- aðssetningar. Hins vegar sé til mik- ils að vinna og sá þjóðarauður sem felist í vitneskju annarra um ísland verði seint metinn til íjár. Flugleiðir, Ferðamálaráð og Út- flutningsráð hvetja til frekari sam- vinnu um kynningarmál. Þeim aðil- um sem telja að jákvæð umfjöllun um verksvið þeirra gagnist við markaðsfærslu í Bandaríkjunum er því boðið að taka þátt í verkefninu. ERASMUS-styrkir til náms íríkjum EB Bílanaust hef- ursamstarf við Háberg VERSLUNIN Bílanaust hf. hefur keypt hlut í Hábergi, Skeifunni 15. Er stefnt að samstarfi fyrir- tækjanna með það að markmiði að auka hagkvæmni í rekstri þeirra. Þráinn Þorvaldsson, annar fram- kvæmdastjóra hjá Bílanausti, sagði í samtali við Morgunblaðið að fyrir- tækin yrðu rekin sem tvær aðskild- ar einingar og hafi gengið mjög vel að koma því heim og saman. Hins vegar yrði um að ræða ýmsa hag- ræðingu í tengslum við innkaup, stjórnun o.fl. Að sögn Þráins má reikna með því að vöruúrval verði fjölbreyttara en áður og það verði einhver til- flutningur á vörum sem eru seldar á báðum stöðum. Markmið fyrir- tækjanna með þessu sé að auka og bæta þjónustu við viðskiptavini enn frekar í nánustu framtíð. Það sé þó ekki um að ræða beina sérhæf- ingu heldur sé tilgangur Bílanausts með samstarfi við Háberg að færa þjónustuna meira út til viðskipta- vina eða nær þeim, þar sem Háberg sé staðsett á öðrum stað en Bíla- naust. Eigendur Bílanausts eru Matthí- as Helgason og fjölskylda hans, en eigandi Hábergs er Kolbeinn Pét- ursson. ÚTHLUTAÐ hefur verið styrkj- um í fyrsta sinn til íslenskra námsmanna á vegum ERAS- MUS-áætlunarinnar. Alls var nú úthlutað styrkjum til 34 náms- manna, samtals tæpum 8 milljónum króna og halda náms- mennimir til ýmissa ríkja inna EB í haust til þess að stunda þar tímabundið háskólanám. Islendingar ásamt öðrum EFTA-ríkjum gerðust aðilar að ERASMUS-áætlun Evrópu- bandalagsins í lok síðasta árs. Áætlunin miðar að því að gera sem flestum námsmönnum á háskóla- stigi kleift að stunda hluta af námi sínu í öðru aðildarríki áætlunar- innar. ERASMUS-áætlunin byggist á því að gerðir séu samn- ingar milli háskóla og einstakra háskóladeilda í EB og EFTA-ríkj- unum um rekstur samstarfsneta, svokallaðra ICPS („Inter-Univers- ity cooperation Programmes"). Þátttaka íslenskra skóla og há- skóladeilda í slíkum samstarfsnet- um er fremur stutt á veg komin, en Tækniskóli Islands^ og Myndl- ista- og handíðaskóli íslands hafa þegar gerst aðilar að samstarfs- netum. Átta stúdentar fara á þeirra vegum til náms næsta haust til ýmissa EB landa. Innan Há- skóla fslands og fleiri skóla á há- skólastigi er unnið að undirbúningi slíks samstarfs. Þótt ERASMUS-áætlunin byggist að mestu leyti á starfsemi Vaskhugi Bókhald sem spararfé og fyrirhöfn Ný stórglæsileg útgáfa af forritinu er komin á markað. Auk hefðbundins bókhalds sér forritið um að prenta út reikninga, gíróseðia og yfirlit, reiknar út dráttarvexti, skráir stöðu ávísanaheftis og margt fleira. Sjón er sögu ríkari. Þú ert velkomin tii okkar á Grensásveg 13 eða hringdu og við sendum bækling um hæl. Vaskhugi hf. Grensásvegi 13, sími 682680. samstarfsneta háskóla og háskóla- deilda gefst nemendum einnig kostur á að sækja um þátttöku á eigin vegum og er því þannig var- ið um flesta íslensku styrkþegana að þessu sinni. ERASMUS-styrkur felur í sér að námsmenn hafa fengið felld niður skólagjöld erlendis. Styrk- þegum er greiddur ferðastyrkur sem getur numið allt að 92.500 ísl. króna. Gert er ráð fyrir að styrkþegar geti sótt tungumála- námskeið sem greidd eru sam- kvæmt reikningi frá skóla. Enn- fremur verður þeim greidd staðar- uppbót sem nemur tæpum 15.000 íslenkra króna á mánuði. Þá verð- ur tekið tillit til þess ef námsmenn fara utan með börn. ERASMUS- styrkur hefur ekki áhrif á rétt manna til námslána frá LÍN. Næsti umsóknarfrestur um styrk á vegum ERASMUS rennur út 15. september. Það er Alþjóða- skrifstofa Háskóla íslands sem annast þessi mál hér á landi í umboði menntamálaráðuneytisins. Fréttatilkynning frá Alþjóða- skrifstofu Háskólans. Bókaútgáfa Bók um fijáls- hyggju komin út FRJÁLSHYGGJAN er mannúð- arstefna er heiti nýútkominnar bókar eftir dr. Hannes Hólm- stein Gissurarson. Bókin er safn erinda og greina 1986-1992 eftir höfundinn. í frétt frá Stofnun Jóns Þorlákssonar, sem gefur bókina út, segir að Hannes geri þijár tillögur til úrbóta í ís- Iensku atvinnulífi, að eignarétt- ur sé viðurkenndur á kvótum, að Seðlabankinn sé lagður niður og íslenskur gjaldmiðill festur við erlendan og að atvinnufyrir- tæki í eigu opinberra aðila séu öll seld einstaklingum og sam- tökum þeirra. Bókin skiptist í tvo megin hluta. í fyrri hlutanum eru meðal annars ræða, sem Hannes Hólmsteinn flutti fyrir dómi, þegar hann ásamt tveimur öðrum var ákærður fyrir að reka Fijálst útvarp haustið 1984, erindi á Varðarfundi 1986 og greinar um Pálma Jónsson í Hagkaup, Jónas Haralz banka- stjóra og Friðrik Ágús von Hayek. í seinni hlutanum eru tvö erindi, sem höfundur'hefur flutt á ensku á fundum Mont Pelerin-samtak- anna, en þau eru alþjóðleg samtök frjálslyndra fræðimanna. Annað erindið þar er um heimspekilegar forsendur fijálshyggju, hitt um samrunaþróunina í Evrópu frá sjónarmiði frjálslyndra manna. mannúðarstefna KrittdU greimir 1986 * 1992 FRJÁLSHYGGJA — Bókarkápa hinnar nýútkomnu bókar Fijálshyggjan er mannúð- arstefna eftir dr. Hannes Hólm- stein Gissurarson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.