Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992
fclk í
fréttum
SKOLASTARF
Góður námsárangrir
verðlaunaður
VÁKORTALISTÍ
Dags. 23.6.1992. NR. 88
5414 8300 3052 9100
5414 8300 0362 1116
5414 8300 2890 3101
5414 8300 2717 4118
5414 8300 2772 8103
5414 8301 0407 4207
5421 72“
5422 4129 7979 7650
5412 8309 0321 7355
5221 0010 9115 1423
Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
KREDITKORT HF.
Ármúla 28,
108 Reykjavík, s ími 685499 j
Grunnskólanum í Búðardal var
slitið laugardaginn 23. maí
sl. Það er venja í skólanum að
skólaslit fari fram með hátíðar-
brag enda líta nemendur og kenn-
arar á þau sem eins konar upp-
skeruhátíð.
A skólaslitum er ævinlega ein-
hver tónlistarflutningur til að lífga
upp á daginn og að þessu sinni
léku tvær stúlkur á blásturshljóð-
færi við undirleik skólastjóra Tón-
listarskólans, Kjartans Eggerts-
sonar, en stúlkumar heita Jónína
Guðmundsdóttir og Guðrún Ein-
arsdóttir. í Búðardal er góð sam-
vinna milli þessara tveggja skóla.
í Grunnskólanum í Búðardal
voru í vetur um 70 nemendur.
Mikill stöðugleiki er í kennara- og
starfsliði skólans og góður starfs-
andi hefur ævinlega ríkt þar milli
nemenda og kennara.
Við skólaslit afhendir skólinn
verðlaun fyrir góðan námsárangur
ft
Bigfoot á íslandi 1992
STÓRBROTIN SÝNINGARKEPPNI0FURHUGA
FYRSTA SIIMN Á ÍSLANDI -
BEINT FRÁ BANDARÍKJUNUM - HINN EINI SANNI BIGFOOT
Tímaáætlun
Dagsetn. Tími Völlur Staður
23.6. 20.00 Fótboltavöllur Njarðvík
24.6. 20.00 ÍA völlur Akranesi
25.6. 20.00 Leiknisvöllur Reykjavik
26.6. Leiknisvöllur Reykjavík
27.6. Leiknisvöllur Reykjavík
28.6 Leiknisvöllur Reykjavík
29.6. 20.00 Fótboltavöllur Selfossi
01.7. 20.00 Fótboltavöllur Fellabær
Aðgangseyrir: Fullorðnir 1.000,- kr., börn 6-12 ára 500,- kr. + sæti 200,- kr.
.
Morgunblaðið/Kristjana Ágústsdóttir
Nemendur starfa að listsköpun í skólanum.
og hlutu að þessu sinni þrír nem-
endur slík verðlaun, þeir Jóhannes
Rögnvaldsson, Eyjólfur Guð-
mundsson og Tryggvi Lárusson.
Tveim nemendum var veitt viður-
kenning fyrir félagsstörf, en það
vom Sigurður Sigurbjörnsson og
Arnar Svansson. Foreldrafélagið
sá um kaffiveitingar af myndar-
brag. Sýning var á vinnu nemenda
eftir skólaslitin.
- Kristjana.
Morgunblaðið/Haukur Ingólfsson
Listamaðurinn Jón Sigurpálsson, Þórdís Þórhallsdóttir formaður
kvenfélagsins og Þórður Stefánsson formaður Lionsklúbbsins við
minnisvarðann, en á minni myndinni afhjúpar Jón Stefánsson í
Miðgörðum minnisvarðann.
GRENIVIK
Minnisvarði um látna
sjómenn afhjúpaður
Ojórnannadagurinn var haldinn
Ö hátíðlegur svo sem venja er
á Grenivík. Dagskrá var með
hefðbundnu sniði, messa á bryggj-
unni og íjölskyldudagskrá á tún-
inu við sundláugina.
í skólanum var kvenfélagið
Hlín með kaffihlaðborð og þótti
mörgum gott að setjast inn í hlýj-
una og njóta kræsinganna, enda
kalt og hráslagalegt. Eftir kaffið
var farið í siglingu um fjörðinn.
Sjómannadagurinn var þó
merkilegastur fyrir það að eftir
messu á bryggjunni var haldið upp
í kirkjugarð þar sem afhjúpaður
var minnisvarði um látna sjó-
menn, mikið og fallegt listaverk
eftir Jón Sigurpálsson mynd-
höggvara á ísafirði. Það voru Li-
onsklúbburinn Þengill og Kvenfé-
lagið Hlín sem stóðu að kaupum
á listaverkinu.
Sjómannadeginum á Grenivík
lauk svo með því að slett var úr
klaufunum á dansleik sem stóð
eitthvað fram á næsta dag.
Haukur
COSPER
- Hvers vegna opnarðu ekki, fyrst þú ert búinn að
átta þig á hvernig þetta virkar?