Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 Hólmfríður Páls- dóttír — Minning Fædd 29. júlí 1923 Dáin 14. júní 1992 Margir muna hana Hólmfríði Pálsdóttur, þegar hún gekk hnar- reist um götur, grannvaxin, smekk- lega klædd, fremur fölleit, með dökkrautt hár, sem myndaði um- gjörð um andlitið. Fríða var ein af þeim, sem skar sig úr fjöldanum og setti svip á umhverfi sitt. í leikritinu um Pétur Gaut eftir Henrik Iþsen er hann látinn koma að beði Ásu móður sinnar, nú skuli þau skrafa saman sér til skemmtun- ar, hafa engin harmatöl, og þau halda í huganum til múranna vestan við mána og austan við sól. Þessi mynd leitar sterklega á hugann, þegar minnst er Hólmfríðar eða Fríðu frænku minnar. Hún vildi síst af öllu hafa nein harmatöl, þótt hún ætti við alvarlegan sjúkdóm að stríða um átján ára skeið. Hólmfríður Pálsdóttir fæddist á Spítalastíg 6 í Reykjavík 29. júlí 1923 og bjó þar fyrstu árin. Páll faðir Hólmfríðar var sonur Lárusar Pálssonar smáskammtalæknis og Guðrúnar Þórðardóttur frá Höfða á Vatnsleysuströnd. Lárus var sonur Páls á Ámardrangi í Landbroti, en foreldrar Páls voru séra Jón Jónsson frá Höfðabrekku og Guðný Jóns- dóttir Steingrímssonar eldklerks. Lárus smáskammtalæknir iét tvö elstu böm sín, Pálínu og Pál, bera nafn föður síns, til þess að nafn hans lifði. Þau Lárus og Guðrún eignuðust ellefu börn. Af þeim kom- ust átta til fullorðinsára. Páll sonur þeirra var fæddur á Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, en fluttist með fjölskyldu sinni tæplega tvítugur til Reykjavíkur, að Spítala- stíg 6 í stórt timburhús, sem var aðsetur fjöiskyldunnar um langt skeið. Þar kynntist Páll ungri stúlku, Jóhönnu Þorgrímsdóttur, en hún var nemi í hússtjómardeild Kvennaskólans í Reykjavík. Faðir hennar var Þorgrímur Kristjánsson bóndi á Ormarslóni í Þistilfirði, en móðir hennar var Hólmfríður Pét- ursdóttir frá Oddsstöðum á Mel- rakkasléttu. Þau Páll og Jóhanna giftust 1913 og bjuggu fyrstu árin á Spítalastígnum. Þau eignuðust tvö böm, Lárus og Hólmfríði. Páll var smiður góður og útsjónarsamur og hann reisti sér og fjölskyldu sinni stórt steinhús með þremur burstum og rak þar smábúskap. Húsið stóð í Sogamýri og var nefnt Sjónarhóll eftir fæðingarstað Páls. Tryggð við gamlar hefðir og ættrækni er talin t Frændi okkar, JÓHANN ÞORLEIFUR SIGURJÓNSSON frá Ytri-Á, Ólafsfirði, Hátúni 10, Reykjavík, lést í Landspítalanum 21. júní. Systkinabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, JÓNS EINARSSONAR kennara, Skógum, Austur-Eyjafjallahreppi, fer fram frá Eyvindarhólakirkju laugardaginn 27. júní kl. 14. ingibjörg Ásgeirsdóttir, Einar Jónsson, Laufey Waage, Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Jóhann Friðrik Klausen, Unnur Ása Jónsdóttir, Kristín Rós Jónsdóttir, Óskar Baldursson, og barnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, HILMAR BERNÓDUS ÞÓRARINSSON, Brekkubyggð 30, Garðabæ, lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans 14. júní sl. Útför hans verður gerð frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 24. júní kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á Hjartavemd og Krabbameinsfé- lagið. Fyrir hönd aðstandenda, Valgerður G. Valdimarsdóttir. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, INGI BJÖRGVIN SIGURÐSSON, Réttarholtsvegi 63, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju miðvikudaginn 24. júní kl. 10.30. Björk Sigdórsdóttir, Halldóra Ingadóttir, Páll I. Arnarsson, Lilja Jónbjörnsdóttir, Hafsteinn Guðbjartsson, Björgvin Ingason, Kristrún Skæringsdóttir, Ingibjörg Ingadóttir, Guðlaugur Böðvarsson, Sigríður Ingadóttir og barnabörn. fýlgja þessari fjölskyldu og Fríða, frænka mín, var þar engin eftirbát- ur annarra. Í Sogamýrinni leið fjölskyldunni vel. Vinir og ættingjar komu oft í heimsókn og þeim var tekið með kostum og kynjum. Fríða var táp- mikil, glaðlynd, rauðbirkin telpa, sem kunni best við sig í leik og starfi úti í náttúrunni. Henni fylgdu ein eða tvær telpur sem leikfélag- ar, því að hún var félagslynd eins og Lárus bróðir hennar, sem þá var í menntaskóla, og skólafélagamir vom þar tíðir gestir. Þegar frænd- fólk kom í heimsókn, samlagaðist það þessum lífsglaða hópi, sem allt- af fann sér eitthvað til dægrarstytt- ingar, og glaðværð og notaleg kímni réð þar ríkjum. Enn var hugað að nýrri bygg- ingu. Páll reisti sér og fjölskyldu sinni stórt steinhús á Freyjugötu 34 ásamt Helga lækni Ingvarssyni, en hann átti Guðrúnu systur Páls, og mikill samgangur var á milli heimilanna. Fríða frænka myndaði sér fljótt ákveðnar skoðanir á hlut- unum og átta ára gömul vildi hún ekki flytjast úr sveitinni í Soga- mýri. Það var þó bót í máli, að á Freyjugötunni eignaðist hún sínar bestu vinkonur, Mörtu Pétursdótt- ur, sem bjó á Sjafnargötu og var á líkum aldri. Þær Fríða urðu fljótt óaðskiljanlegar og hélst vinátta þeirra ævilangt. Á æskuámnum var Fríða jafnan sjálfri sér lík og fór sínar eigin götur. Þegar ég sótti menntaskóla í Reykjavík, var jafnan gert hlé um hádegi, og var ég í fæði á Freyju- götunni. Á heimilinu var grammó- fónn, sem var fremur óvanalegt á þeim tímum. Fríða spilaði oft á hann, og raddir frægra stórsöngv- ara ómuðu í dagstofunni, svo að frænkunni þótti stundum nóg um. Fljótlega bættist Fríða í hóp þeirra, sem rölti í hádeginu milli mennta- skólans og Freyjugötu. Móðirin beið með ijúkandi mat, sem alltaf brag- aðist vel. Margt var skrafað og skeggrætt við eldhúsborðið. Fríða hafði lesið mikið af góðum bókum, var ræðin og skemmtileg, og áður en varði var tíminn liðinn. Hugur hennar stefndi þá til náms í norræn- um fræðum. Fríða varð stúdent árið 1944 og eignaðist marga góða vini meðal samstúdenta sinna, sem reyndust henni vel. Sjálf var hún vinföst og trygglynd og naut þess að gleðja vini sína og var mjög útsjónarsöm í því, hvað gleddi þá mest á hátíðis- dögum. Stundum fylgdi gjöfinni hlýleg kveðja, sem var enn verð- mætari en gjöfín sjálf. Það var eng- inn einn sem átti Fríðu að vini. Um haustið innritaði Fríða sig í norrænudeild Háskóla íslands og skýrði oft frá því, hve henni hefði fallið við dvölina í deildinni. Á menntaskólaárunum hafði ýmislegt gerst í lífi Fríðu og fjöl- skyldunnar. Lárus bróðir hennar hafði lokið námi við leiklistarskóla Konunglega leikhússins í Kaup- mannahöfn (1937) og starfaði við það leikhús og víðar, en brotist undan hernáminu í Höfn með hinum svokallaða Petsamo-leiðangri heim til íslands haustið 1940. Lárus hóf strax störf hjá Leikfélagi Reykja- víkur, stofnsetti leikskóla og lék sitt fyrsta hlutverk Celestin í óper- ettunni Nitouche og vann hug og hjörtu áheyrenda sinna. Lárus flutti með sér nýjan og ferskan andblæ í leikhúslíf landa sinna, og systir hans gladdist yfír velgengni hans og sigrum. Fríða var fengin til að leika í Herranótt, þegar hún var í skóla, og áhugi á Ieiklist blundaði alltaf með henni. í ákvörðunum sín- um var Fríða alltaf heilshugar, fátt var henni íjarlægara en meðal- mennska og hálfvelgja. Hún hættir námi í norrænu, heldur af landi burt til að læra leiklist. Hún var við nám um skeið í Svíþjóð og í Danmörku, meðal annars hjá Edwin Tiemroth leikhússtjóra, miklum vini bróður hennar. Árið 1948 heldur hún til Eng- lands og stundar nám við Royal Academy of Dramatic Art í Lundún- um og lýkur þar námi með góðum vitnisburði árið 1950. í fyrsta hlut- verki sínu lék hún Olgu í Flekkuðum höndum eftir Sartre í Þjóðleikhús- inu 1951 undir leikstjórn bróður síns. Þótti henni takast vel og var leikur hennar minnisstæður. Skömmu síðar lék hún ungfrú Dennis í leikriti eftir Somerset Maugham, er nefndist Hve gott og + Faðir okkar, bróðir og systursonur, JÓN VIÐAR ÞORSTEINSSON, lést á hjartadeild Landspítalans föstudaginn 19. júní. Börn, systkini og móðursystir. + Elskuleg móðir mín, tengdamóðir og fósturmóðir okkar, amma og langamma, INGVELDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, er andaðist á Hrafnistu, Reykjavfk, 17. júní, verður kvödd í Foss- vogskirkju fimmtudaginn 25. júní kl. 15.00. Útförin verður gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík laugardaginn 27. júní kl. 14.00. Þorbergur Kristjánsson, Elín Þorgilsdóttir, Ingveldur Kr. Þórarinsdóttir, Sveinn Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Tökum að okkur að rétta og lagfæra legsteina í kirkjugörðum. S.HELGASONHF STEINSMKUA SKEMMUVH3I 48-SiMI 76677 fagurt og var einnig leikið í Þjóð- leikhúsinu. Fljótlega eftir heimkom- una var það ljóst, að Fríða gat ekki lifað af leikstörfum sínum fremur en margir aðrir. Hún hóf störf í Landsbanka íslands 1953 og gegndi þar störfum til loka marsmánaðar 1986. Flest næstu árin eftir leiklist- arnámið lék Fríða ýmis hlutverk í Þjóðleikhúsinu og í Iðnó jafnframt störfum sínum í bankanum. Fríða var leikstjóri, aðallega úti á landi. Hún var í leikstjórafélaginu, setti m.a. á svið leikrit á Siglufírði, í Hveragerði, tvisvar sinnum í Vest- mannaeyjum og í fjögur skipti hjá Ungmennafélagi Hrunamanna, og er hér ekki allt upp talið. Fríða þótti góður leikstjóri, naut sín vel og var röggsöm og vinsæl. Hún var jákvæð og uppötyandi, valdi oft létt og gamansöm leikrit og naut þess, þegar fólkið hló og skemmti sér. Á árunum 1975-1978 var Fríða leik- stjóri hjá Leikbrúðulandi við Frí- kirkjuveg, eignaðist þar góða vini og tók þátt í leikgleðinni. Fríða var gædd þeim hæfíleika að hæna að sér böm og unglinga. Hún var ógift og bamlaus, en lífskrafturinn og hreinlyndið slógu í takt við barns- hjartað. Böm ættingja hennar og vina áttu í henni góðan málsvara, sem vakti yfír velferð þeirra. Fríða tók vel á móti vinum sín- um. Heimili hennar var listrænt, prýtt fallegum málverkum og list- munum, gömlum og nýjum hús- gögnum var komið fyrir af smekk- vísi. Á veggjum og orgeli vom margar mannamyndir, ekki í vana- legum hefðbundnum stíl, heldur teknar í hita augnabliksins og sýndi vel svipmót og einkenni einstakl- ingsins. Þannig vildi hún muna vini sína. Á kringlóttu borði í stofunni lágu bækur, innan um kort og myndir og stundum lifandi blóm í vasa, að ógleymdu ljósi í stjaka. Allt var gert til að gestunum liði vel. Ekki mátti hjálpa henni við kaffiborðið. Hún kunni alltaf best við sig í hlutverki veitandans. Unun var að heyra hana segja frá. Rödd- in var skýr og blæbrigðarík. Hún brá upp lifandi myndum og var furðu nösk á hið skoplega í tilver- unni. Þannig er gott að muna hana. Nú þegar tjaldið hefur verið dreg- ið fyrir, bið ég algóðan guð að vemda hana og þakka Fríðu minni hlýjuna og væntumþykjuna, sem hún átti svo auðvelt með að sýna. Guðrún P. Helgadóttir. AIl the world’s a stage and all the men and women merely players. (Öll veröldin er leiksvið. — Og aðeins leikarar hver karl og kona.) Þessi orð, sem Shakespeare legg- ur í munn Jaques í leikriti sínu „As you like it, (Sem yður þóknast), komu upp í hug minn þegar ég frétti lát Hólmfríðar Pálsdóttur. Hólmfríður hafði óvenjulega per- sónutöfra. Framkoma hennar bar það með sér að þar fór listakona, leikkona, sem kunni sitt hlutverk. Þegar leikari Ter þannig með hlutverk sín á sviði að þau verða sannari en sjálfur raunveruleikinn má vissulega segja að nokkuð vel hafí tekist til. Hólmfríður Pálsdóttir fór þannig með sín hlutverk í lífínu að áhorfendur jafnt sem meðleikan- BLOM SEGJA ALLT Mikið úrval blómaskreytinga fyrir öll tækifæri. Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími689070. « i i i i € I í í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.