Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 45
11(1 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 45 Flagga hinar Norðurlanda- þjóðimar fyrir okkur? Frá Auðuni Braga Sveinssyni: EKKI er langt síðan þjóðhátíðar- dagar þriggja Norðurlandaþjóða voru haldnir hátíðlegir: Norðmanna 17. maí, Dana 5. júní og Svía 6. júní. Gaman er að sjá fána þessara þjóða blakta á strætisvögnum okkar ágætu höfuðborgar nefnda daga. Eg man ekki hvenær þessi siður var upp tekinn hér hjá okkur, enda skiptir það ekki miklu máli. Aðalat- riðið er, að við munum eftir frænd- þjóðum okkar að minnsta kosti einn dag á ári. Þeim erum við skyldust að máli, menningu og sögu. Við megum aldrei gleyma því, að Norð- urlandaþjóðirnar einar láta okkur einhveiju skipta. Reynslan sannar það. Á alþjóðavettvangi standa þær venjulega saman, þeim rennur blóð- ið til skyldunnar. Skyldi ég ekki fara að komast að efninu? Ég minntist á fána- skreytinguna á strætisvögnum okk- ar. Mér er spum: Skyldu hinar Norðurlandaþjóðimar flagga á sín- um strætisvögnum, þegar við eigum þjóðhátíðardag? Ég held ekki. En ef svo skyldi vera, þætti mér afar vænt um að fá það upplýst. Mér finnst að hinar Norðurlandaþjóðirn- ar eigi skilið að fá vitneslq'u um þennan ágæta sið okkar. Viss er ég um, að fengju þær hana, yrði strax tekinn upp okkar ágæti sið- ur. Ég hefi reynt að fá þessu fram- gengt við vissan aðila, því ekki fannst mér við hæfi, að ég hefði hér forgöngu, en verið tekið mjög fálega. Ég spyr: Er norræn sam- vinna og vinátta henni tengd, eitt- VELVAKANDI HVOLPUR Svartur hvolpur, Labrador blendingur, fæst gefins. Upplýs- ingar í síma 675031. EYRNALOKKUR Gylltur eyrnalokkur með rauð- um steini tapaðist 13. þessa mánaðar við Dalbraut 27 eða nágrenni. Finnandi ervinsamleg- ast beðinn að hafa samband við Oddfríði í síma 39402. Fundar- laun. LANDSKIKITIL UPPGRÆÐSLU Þóra Gunnarsdóttir: Við emm hér nokkrar saman sem erum að velta því fyrir okk- ur hvort hægt sé að fá landskika til að græða upp. Landgræðsla er mikið í umræðunni um þessar mundir og væri gaman að fá að taka til hendinni við að græða upp landið. Landskikinn sem hveijum væri úthlutað þyrfti ekki að vera stór, aðeins þannig að þar væri hægt að rækta nokkur tré og blóm, en það þyrfti að sjálfsögðu að vera öruggt að sauðfé kæmist ekki að ræktar- landinu. Ég vil því koma þeirri fyrir- spum á framfæri hvort hægt sé að fá úthlutað litlum landskika til að græða upp. JAKKI Á Duushúsi aðfaranótt 17. var brúnn leðuijakki tekinn í mis- gripum en annar svipaður skilinn eftir. í jakkanum var veski með ökuskírteini o.fl. Sú sem jakkann tók er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 678912. KETTIR Gulbröndóttur fresskettlingur, kassavandur, fæst gefins. Upp- lýsingar í síma 656760 eftir kl. 17. Þriggja mánaða kettlingur tapaðist á Mánagötu síðdegis á fimmtudag. Hann er sandbrönd- óttur á baki en gulbröndóttur á bringu. Vinsamlegast hringið í síma 11909 ef hann hefur ein- hvers staðar komið fram. Hinn 14. júní týndist kötturinn Loppi frá Þverási 49. Hann er mjög stór og bústinn, svartur með hvít trýni loppur og bringu. Annað augað brúnt en hitt gult. Hann var með bláa ól þegar hann fór að heiman. Þeir sem hafa séð hann vinsamlegast hringi í síma 672937. MYNDAVÉL Myndavél tapaðist 17. júnl, sennilega við Tryggvagötu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 11282. hvað sem kemur okkur ekkert við? Því miður gera margir lítið úr sam- vinnu norrænna þjóða, og telja hana lítið meira en skálaklið og orða- flaum. En ótalmargt hefur áunnist vegna þess að norrænt samstarf hefur verið tekið alvarlega. Þess skyldu þeir minnast, sem eru ann- aðhvort neikvæðir eða hlutlausir á þessum vettvangi. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON Hjarðarhaga 28, Reykjavík Pennavinir Frá Ghana skrifar 22 ára gömul stúlka með áhuga á atónlist, kvik- myndum o.fl.: Mavis Anja, P.O.Box 235, Agona Swedry, Ghana. Fimmtán ára japanskur mennta- skólanemi með áhuga á langhlaup- um: Hazime Usuki, 5-9-10 Wakakidai Fukuma- machi, Munakata-gun, Fukuoka-ken, 811-32 Japan. Átján ára bandarísk stúlka með áhuga á leiklist, söngleikjum, dansi, söng og sundi: Roxanne Baker, 969 Walnut Drive, Oakley, California 94561, U.S.A. * M E M 8 E 8 0 F 9ÆTIÐ ENSKUKUNNATTUNA A SUMARNAMSKEIÐUM MEADS SCHOOL OF ENGLISH, ihgush in britain 2 OLD ORCHARD ROAD, EASTBOURNE, ENGLAND Nómskeið fyrir fullorðna í júnf til september. Námskeið fyrir börn/unglinga (10-17 ára). Aðstaða til íþróttaiðkana, upphituð sundlaug, tennisvellir. sfmbréf: 90 44 323 649512. Sími. 90 44 323 34335 Halló, hallö! Verð í Kolaportinu 27. júní með fullt af skartgripum og dóti. Sjáumst! Jóna Bjarkan. mmssfisiRDUii vatnabátar EvmRUDE ^ utanborðsmótorar ÁGÚST ÁRMANN Stórkostlegt sumartilboð á heimilisvörum í verslunum um allt land Vegna sérstakra samninga getum við boðið þessa vöru á verði, sem enginn getur látið fram hjá sér fara, m.a. handklæði, þvottapoka, dúka, diskamottur, sængurverasett, svuntur, eldhúsgardínur, teppi og margt fleira. Útsölustaðir: Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki. Skagaver, Akranesi. Kaupfélag V-Húnvetninga, Hvammstanga. Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. Verslun E. Guðfinnssonar, Bolungarvík. Kaupfélag Steingrímsfjarðar, Hólmavík. Dalakjör, Búðardal. Kaupfélag Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi. Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík. Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði. Kaupfélagið Fram, Neskaupstað. Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar, Fáskrúðsfirði. Verslunarfélag Austurlands, Egilsstöðum. Höfn, Selfossi. Kaupfélag A-Skaftfellinga, Höfn, Hornafirði. Mosart, Vestmannaeyjum. Kaupfélag ísfirðinga, ísafirði. Blómsturvellir, Hellissandi. Þríhyrningur Þór, Hellu. Amaró hf., Akureyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.