Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPnAIVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 29 Flug SAS datt í lukkupott- inn með Jackpot kerfinu Þegar SAS-flugfélagið sá sig til- neytt til að taka upp afsláttarfar- gjöld í líkingu við önnur flugfélög var í besta falli vonast til, að þau yrðu ekki til að íþyngja félaginu. Reyndin er hins vegar sú, að þau hafa aukið tekjur þess um nærri 100 milljónir ÍSK. á mánuði. Afsláttarfargjaldakerfið, sem SAS tók upp, kallast Jackpot og það býð- ur til dæmis upp á ferðir fram og til baka milli Stokkhólms og Kaup- mannahafnar fyrir tæpar 10.000 ISK. Síðan byijað var á því snemma í vor hafa verið seldir 380.000 far- seðlar, 3.500 á dag, og Vagn Sörens- en, yfirmaður farseðladeildarinnar hjá SAS, segir, að ánægjulegast sé, að tveir af hveijum þremur farþegum séu nýir viðskiptavinir. Sá þriðji hefði að öðrum kosti keypt venjulegt far- gjald. Þá sagði Sörensen, að ekki hefði orðið sá samdráttur í dýrari fargjöldunum, sem óttast var. „Ekkert flugfélag getur lifað af afsláttarfargjöldum einum saman en með því að bjóða vandlega útreiknað magn höfum við svo sannarlega dott- ið í lukkupottinn með Jackpot,“ sagði hann. 11 O AFSLATTUR — Jackpot afsláttarfargjaldakerfi SAS-flugfé- lagsins hefur reynst vel í samkeppninni og aukið tekjur félagsins um 100 milljónir íslenskra króna á mánuði. Flug Lufthansa ogAero- flot ræða samstarf Þýska flugfélagið Lufthansa á nú í viðræðum við rússneska flugfélag- ið Aeroflot um samstarf og er búist við jákvæðri niðurstöðu úr þeim á næstu mánuðum. A samstarfsfyrirtækið að vera með aðalstöðvar í Moskvu og yrði í beinni samkeppni við annað rússnesk-breskt fyrir- tæki, sem British Airways beitti sér fyrir. Júrgen Weber, stjórnarformaður Lufthansa, telur víst, að af samstarf- inu verði en með því yrði tekinn upp aftur þráðurinn þar sem frá var horf- ið með Deruluft, rússnesk-þýsku flugfélagi, sem var með ferðir á milli Berlínar og Moskvu á þriðja áratugn- um. Eiga höfuðstöðvamar að vera á Sheremetjevo-flugvelli í Moskvu en þar stendur samsteypa margra fyrir- tækja með Lufthansa í broddi fylk- ingar fyrir mikilli endumýjun, sem mun kosta rúmlega 45 milljarða ÍSK. Fyrirhugað er, að nýja flugfélagið fljúgi á alþjóðlegum flugleiðum og hugsanlega eitthvað innan samveld- isríkjanna og þá í samkeppni við Air Russia, sem British Airways gekkst fyrir. Colin Marshall, aðalfram- kvæmdastjóri BA, segir, að það eigi að taka til starfa 1994 eða jafnvel fýrr en bæði félögin munu notast við vestrænar flugvélar. Eftir sameiningu þýsku ríkjanna hefur Lufthansa stóraukið umsvif sín í Berlín og er nú það stærsta á mörkuðunum í Austur-Evrópu. Auk fyrirhugaðs samstarfs við Aeroflot á Lufthansa hlut að hótelframkvæmd- um í Moskvu og annast þjálfun rúss- neskra flugliða. Þá er einnig verið að huga að samstarfi við flugfélög í öðrum samveldisríkjum. Bílar Vaxandi samstarf hinna þriggja stóru Stóru bílaframleiðendurnir þrír í Bandaríkjunum hafa ákveðið að stór- auka samvinnu sína vegna samkeppninnar við útlendinga og eru nú að ráðast í smíði nýs mengunarvarnabúnaðar, sem á standa allar ströng- ustu kröfur. Óttinn við að bijóta lög um hringamyndanir hefur lengi valdið því, að bílaverksmiðjurnar hafa verið að bauka hver í sínu horni og i mesta lagi apað hver eftir annarri. Mengunarvarnabúnaðurinn er raunar áttunda samstarfsverkefni General Motors, Ford Motor og Chrysler og fyrirtækin hafa stofnað með sér sérstakt rannsóknaráð, sem á hafa eftirlit með samstarfsverkefn- unum og benda á ný. Japönskum bílaframleiðendum Laxfjall- verður ekki boðin aðild að þessu sam- starfí en Bandaríkjamennirnir segj- ast bjartsýnir á, að það muni gefa þeim nokkurt forskot á Japanina, bæði hvað varðar verð og nýja tækni. Samstarfíð um mengunarvamabún- aðinn er það mikilvægasta, sem fyrir- tækin hafa ráðist í, og tekur ekki aðeins til búnaðarins sjálfs, heldur einnig til hönnunar vélanna og breyt- inga á samsetningu bensínsins. TILKYNNING UM SKRÁNINGU A VERÐBREFAÞING ISLANDS [>§3 HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS kt. 640169-0289 Suðurlandsbraut 24, Reykjavík HUSNÆÐISBREF 1. FLOKKUR 1992 Heildarljárhæð kr. 3.000.000.000.- Utgáfudagur 15. júní 1992 Lánstími húsnæðisbréfa er 20 ár. Húsnæðisbréf verða seld í allt að 7 mánaðarlegum áföngum, í fyrsta sinn Skuldabréfmerumeðjöfnumgreiðslum þann 23.júní 1992. (annuitet) trisvar á ári, 15.06. og 15.12. Greiðslurerualls 39, súfyrsta 15.06.1993. I hveijum áfanga er öllum heimilt að gera bindandi, tilboð sem tilgreini Skuldabréfin eru verðtryggð skv. ávöxtunarkröfuognafnverðþeirrabréfa lánskjararísitölu. Grunnvísitala er 3210. sem óskað er efdr. Húsnæðisbréfbera6,25%fastavextisem UMSJON: reiknast frá útgáfúdegi. Verðbréfamarkaður Islandsbanka hf. VÍB VERÐBRÉFAIÖIÁRKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF. Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 68 15 30. Telefax 68 15 26. ið norska að hverfa RENOLD KEÐJUR, TANNHJÓL OG ÁSTENGI Norðmenn eru búnir að losa sig við meira en 90% af frysta laxfjall- inu en það var alls 37.500 tonn þegar mest var. Hefur salan geng- ið framar vonum að sögn tals- manns Aquastar, dótturfyrirtækis BP Nutrition. í nóvember sl. fengu norskir bank- ar og ríkisstjórnin Aquastar til að annast sölu á frysta laxinum, sem Samtök norskra laxeldismanna skildu eftir sig þegar þau urðu gjald- þrota, en hann svaraði til 20% af ársframleiðslunni. Eru nú aðeins eft- ir um 4.000 tonn. Ingó Skúlason, framkvæmdastjóri Aquastar, segir, að tekist hafí að selja laxinn án þess að spilla í neinu markaðinum fyrir ferskan lax en frysti laxinn hefur farið til meira en 30 landa, aðallega til Austur-Evrópu og Austurlanda fjær. HOGG- OG TITRINGSPUÐAR Drifbúnaður hvers konar og rafmótorar eru sérgrein okkar. Allt evrópsk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á drifbúnaði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta (FflLKINN' SUÐURLANDSBRAUT 8 SiMI 814670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.