Morgunblaðið - 23.06.1992, Síða 4

Morgunblaðið - 23.06.1992, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 Kona og fjögur börn komust naumlega úr brennandi húsi: Eg flýtti mér og vakti mömmu - segir Sigurbjörn ÞÓr 8 ára Keflavík. „ÉG VAKNAÐI við hvell og þá logaði eldur út úr sjónvarpinu. Ég flýtti mér út úr herberginu og vakti mömmu,“ sagði Sigurbjöm Þór Benediktsson 8 ára sem náði að vekja móður sína þegar eldur kviknaði í húsi þeirra í Sandgerði snemma á laugardagsmorgun. Heimilisfaðirinn hafði þá nýverið haldið til vinnu, en húsmóðirin, Siguijóna Sigurbjörnsdóttir, var sofandi í svefnherberginu ásamt þriggja mánaða syni sínum, en tvö önnur börn, tveggja ára dreng- ur og sex ára stúlka sváfu í öðru herbergi. Siguijónu og börnunum tókst með naumindum að komast út úr húsinu, sem var úr timbri, áður en það varð alelda og mátti þar ekki miklu muna. „Það fyrsta sem mér datt í hug þegar Sigurbjörn kallaði í mig var að BjörgVin Haraldur, sem er tveggja ára, hefði kveikt á eldavél- inni. En þegar ég kom út úr her- berginu kom mikill reykur á móti mér. Ég kallaði til barnanna, hljóp og vafði Kristinn Frey í sæng og síðan flýttum við okkur út nánast öll í náttklæðunum. Ég hjóp að næsta húsi, opnaði dymar og setti Kristinn Frey á gólfið og sneri mér því næst við til að gá að hinum bömunum sem höfðu forðað sér inn í bílinn okkar. Þá var húsið nánast orðið álelda og ég sá mikinn reyk 9 Morgunblaðið/Björn Blöndal Siguijóna Sigurbjörnsdóttir ásamt börnunum sínum. Lengst til vinstri er Sigurbjöra Þór Benediktsson, þá Siguijóna sem heldur á Kristni Frey Olafs sem er þriggja mánaða, við hlið þeirra er svo Björgvin Haraldur Ólafs sem er tveggja ára og lengst til hægri er Vilborg Telma Benediktsdóttir, sex ára. koma út um svefnherbergis- gluggann. Húsið fuðraði nánast upp á augnabliki og ef Sigurbjöm hefði ekki verið svona fljótur að átta sig er ekki víst að við værum tii frásagnar," sagði Siguijóna í samtali við Morgunblaðið. Ekki tókst að bjarga neinu út úr húsinu sem brann að innan á svipstundu og missti fjölskyldan þar með allt innbú sitt sem var óvátryggt. Siguijóna sagðist vilja koma á framfæri þakklæti til ná- granna sinna í Sandgerði sem hefðu sýnt mikinn hlýhug og vin- áttu þennan örlagaríka morgun. VEÐUR Græn kort SVR: Silfurlax hf.: Heimtur mun meiri en í fyrra HEIMTUR á hafbeitarlaxi hjá Silf- urlaxi hf. í Hraunsfirði á Snæfells- nesi eru mun betri það sem af er sumri miðað við í fyrra. Að sögn Harðar Harðarsonar stöðvar- stjóra er laxinn nokkuð fyrr á ferðinni nú, og auk þess er hann talsvert vænni. Þegar er búið að slátra 4.000 löxum hjá Silfurlaxi, en 25. júni í fyrra hafði 400 löxum verið slátrað. „Þetta þýðir þó ekki að tífait meira magn nú miðað við í fyrra, heldur er þetta fyrr á ferðinni. Það er þó ljóst að heimturnar verða mun meiri í ár, en á þessari stundu get ég ekki sagt hve mikill munurinn verður," sagði Hörður. Fyrstu laxarnir byijuðu að ganga hjá Silfurlaxi 23. maí, og sagði Hörð- ur að tveggja ára iaxinn væri í há- marki þessa dagana. Eins árs laxinn yrði síðan í hámarki um 20. júlí. I fyrra var sleppt 3,3 milljónum laxa- seiða frá Silfurlaxi, og 2,8 milljónum árið 1990. Heimtumar á eins árs laxi voru 1,5% í fyrra og þá heimtist 0,5% af tveggja ára laxi. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl veöur Akureyri 12 alskýjað Reykjavik 8 súld Bergen 12 léttskýjað Helslnki 13 léttskýjað Kaupmannahöfn vantar Narssarssuaq 6 þokuruðningur Nuuk 1 léttskýjað Osló 17 hálfskýjað Stokkhólmur 16 léttskýjað Þórshöfn vantar Algarve 22 þokumóða Amsterdam 18 skýjað Barcelona 17 heiðskirt Berlín 21 léttskýjað Chicago vantar Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 23 skýjað Glasgow 18 léttskýjað Hamborg 18 hálfskýjað London 19 skýjað Los Angeles 16 þokumóða Lúxemborg vantar Madrtd 23 skúr Malaga 23 skýjað Mallorca 20 skýjað Montreal 12 alskýjað NewYork 13 skýjað Orlando 25 þokumóða París 22 léttskýjað Madelra 20 alskýjað Róm 27 skýjað Vín 25 skýjað Washington 14 skýjað Winnipeg 12 skýjað Hagstæðarí en stað- greiðsla séu faraar 30 ferðir á mánuði STJÓRN Strætisvagna Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku að hefja notkun á ópersónulegum mánaðarkortum, svokölluðum grænum kortum, næsta haust. Samþykkt stjórnar SVR verður væntanlega lögð fyrir borgarráð í dag. Kortin munu kosta 2.900 krónur án afsláttar og verða þau miðuð við handhafa. Samhliða þessari breytingu samþykkti stjórn SVR að hækka staðgreiðslufar- gjald úr 70 í 100 krónur eða um 42,8%. Farþegar, sem hyggjast not- færa sér græn kort, munu greiða eftirfarandi fyrir hveija ferð sé miðað við að kortið kosti 2.900 krónur: Sé miðað við 80 ferðir á mán- uði eða 4 ferðir á dag virka daga, mun hver ferð kosta 36,2 krónur. Sé miðað við 70 ferðir á mán- uði mun hver ferð kosta 41,4 krón- ur. Sé miðað við 60 ferðir á mán- uði eða 3 ferðir á dag virka daga, mun hver ferð kosta 48,3 krónur. Sé miðað við 50 ferðir á mán- uði mun hver ferð kosta 58 krónur. Sé miðað við 40 ferðir á mán- uði eða 2 ferðir á dag virka daga, mun hver ferð kosta 72,5 krónur. Sé miðað við 30 ferðir á mán- uði mun hver ferð kosta 96,7 krón- ur. Sé miðað við 20 ferðir á mán- uði eða 1 ferð á dag virka daga, mun hver ferð kosta 145 krónur. Þorgeir Josefsson framkv.stjóri látinn ÞORGEIR Jósefsson fyrrum framkvæmdastjóri og heiðurs- borgari Akraness lést í Sjúkra- húsi Akraness sl. sunnudag tæp- lega níræður að aldri. Þorgeir var fæddur að Eystra Miðfelli í Hvalfjarðarstrandahreppi 12. júlí 1902 og voru foreldrar hans hjónin Jósef Jósefsson bóndi þar og Jóreiður Jóhannesdóttir. Þorgeir kom til Akraness ásamt Ellert bróð- ur sínum 1918 og lærðu þeir vél- smíði hjá Ólafi Olafssyni í Deild. Þeir bræður stofnuðu fyrirtækið Þorgeir & Ellert hf. á Akranesi 1928. Fyrirtækið hefur verið með þeim stærstu í landinu á sínu sviði. Þorgeir tók mikinn þátt í félags- málum á langri starfsævi, einkum á sviði sveitarstjórnarmála og mál- efnum iðnaðarmanna, bæði Iðnað- armannafélagi Akraness, Félagi dráttarbrauta og skipasmiðja og Landssambandi iðnaðarmanna og var heiðursfélagi þess um árabil. Þorgeir sat í hreppsnefnd Ytri Akraneshrépps á árunum 1935- 1941, var varabæjarfulltrúi á Akra- nesi 1942-1946. Bæjarfulltrúi á Akranesi var Þorgeir 1946-1958 og 1962-1966 og í bæjarráði 1951-1953. Hann sat lengi í stjórn Sjúkrahúss Akraness og átti mikinn þátt í uppbyggingu. þess. Þorgeir var kjörinn heiðursborgari Akra- ness árið 1982 fyrir mikil og óeigin- gjöm störf hans í þágu heima- byggðar sinnar. Eiginkona Þorgeirs var Svanlaug Sigurðardóttir og voru börn þeirra fimm talsins. Elsta bárnið, drengur, dó ungt en hin eru Jóhanna, Jónína, Jósef og Svana. Svanlaug lifir mann sinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.