Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.06.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚNÍ 1992 Þingið lýsir kjöri Ramos sem forseta SAMEINAÐ þing á Filipps- eyjum lýsti Fidel Ramos rétt kjörinn forseta í gær og kvikmynd- astjarnan John Estrada var útnefndur varaforseti. Forsetakosningar fóru fram 11. maí sl. en endanleg úrslit lágu þó ekki fyrir fyrr en í síðustu viku. Fram voru settar ásakan- ir um kosningasvindl en með ákvörðun sinni hefur þingið ákveðið að taka ekkert tillit til þeirra. Ramos hlaut 23,5% at- kvæða og er talinn eiga erfitt verk fyrir höndum að sameina þjóðina í kjölfar kosninganna. Hann tekur formlega við emb- ætti 30. júni. Framleiðslu- fall í Rússlandi Iðnaðarframleiðsla í Rúss- landi dróst saman um 13,2% á fyrstu fimm mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra og ræður þar einna mestu mikill samdráttur í olíuframleiðslu, að sögn /nterfax-fréttastofunn- ar. í maí dróst iðnaðarfram- leiðsla saman um 15% miðað við sama mánuð fyrir ári. Að sögn Irtterfax dróst framleiðsla stálröra, áburðar, byggingar- efna og ýmiss konar efnafram- leiðslu mjög saman auk olíu og olíuafurða. 51 milljarður til endurreisn- ar í Kambódíu HEITIÐ var 880 milljónum dollara, jafnvirði 51 milljarðs ÍSK, til endurreisnarstarfs í Kambódíu á ráðstefnu 33 ríkja um framtíð landsins er fram fer í Tókíó. Sameinuðu þjóðirnar höfðu sagt 595 milljónir dollara þurfa til uppbyggingar í Kambódíu og eru samskotin því meiri en búist var við. Li Xiannian látinn í Kína LI Xiannian fyrrum forseti Kína og einn helsti áhrifamaður úr röðum kínverskra harðlínu- manna í seinni tíð lést í gær. Hann var á 84. aldursári og deyr mitt í hatrammri tog- streitu átta helstu leiðtoga landsins um framtíð Kína. Li var talsmaður þess að hug- myndafræði kommúnista yrði haldið til streitu og greindi því á við Deng Xiaoping sem sagð- ur er hafa talað fyrir skjótum efnahagsumbótum. Li var for- seti í fímm ár eða þar til honum var bolað úr starfí fyrir fjórum árum. Stjómmálaskýrendum ber saman um að áhrif hans á bak við tjöldin hafí verið mikil fram til dauðadags. Níjazov hlaut rússneska kosningu Saparamúrad Níjazov hlaut „rússneska" kosningu í forseta- kosningum sem fram fóru í Túrkmenístan í fyrradag, að sögn /níerfax-fréttastofunnar. Hann var einn í framboði og hlaut 99,5% atkvæða en kjör- sókn var 99,8%. Níjazov er 52 ára og varð leiðtogi Túrkmen- ístans 1985 er hann var settur til forystu í kommúnistaflokki þessa fyrrum sovétlýðveldis. Reuter Múslimskur hermaður með hendur á lofti gefst upp fyrir serbneskum hermönnum, sem standa hjá líki fallins félaga síns. Myndin er tekin í Dobrinja-hverfinu í Sarajevo en þar hefur verið barist hús úr húsi. Samið um efnavopn: Drögin að verða til eftir 24 ár Genf. Reuter. FYRSTIJ drögin að samningi um bann við efnavopnum eru nú loksins tilbúin eftir 24 ára samningaviðræður. í samningnum er ekki aðeins kveðið á um bann við notkun efna- vopna — sem er þegar í gildi — heldur líka við framleiðslu slíkra vopna og birgðasöfnun. Þótt sendi- nefndir á afvopnunarráðstefnunn- ar, sem 39 ríki eiga aðild að, geti óskað eftir breytingum á drögun- um verður lagt að þeim að gera það ekki. Heimildarmenn, sem hafa tekið þátt í viðræðunum, segja að búist sé við að hægt verði að undirrita samninginn í París snemma á næsta ári. Grimmilegar árásir Serba á óbreytta borgara í Sarajevo Sprengjurnar sprungu innan um börn og fólk í leit að mat Belgrad, París, Washington. Reuter. AÐ minnsta átta óbreyttir borgarar týndu lífi og um 60 særð- ust í gær þegar Serbar létu sprengjunum rigna yfir Sarajevo, höfuðborg Bosníu-Herzegovínu. Kom árásin á óvart, nokkru eftir að mestu stórskotaliðshrinunni lauk, og voru þá margir borgarbúar á ferli í örvæntingarfullri leit að einhveijum matar- bita. Jacques Delors, forseti framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins, EB, viðurkenndi á sunnudag, að bandalaginu hefðu orðið á mörg mistök varðandi átökin í Júgóslavíu en sagði, að í raun gæti það ekkert gert fyrr en Maastricht-samn- ingurinn væri í höfn. Árásin í gær er ein sú grimmi- legasta, sem Serbar hafa gert á borgina á þeim tíma þegar íbúarn- ir eru að reyna að verða sér úti um einhveija björg. Kom ein sprengjan niður innan um hóp af fólki og önnur sprakk skammt frá börnum að leik. Er vitað um átta menn fallna en talið víst, að þeir Tass-fréttastofan; Upplýst um fanga Moskvu. The Daily Telegraph. LEYNISKJAL sem nýlega fannst í borginni Tambov í Rússlandi bendir til að stríðs- fangar frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Lúx- emborg kunni að hafa verið fluttir til fangabúða í Rússlandi í lok síðari heimstyrjaldarinnar, að sögn Tass-fréttastofunnar. Þessar upplýsingar koma í kjöl- far yfírlýsinga Borís Jeltsíns Rúss- landsforseta um að bandarískir stríðsfangar frá Kóreu- og Víet- nam-stríðunum hafi verið fluttir til Sovétríkjanna og að bandarísk- ir flugmenn sem skotnir voru nið- ur í sovéskri lofthelgi í kalda stríð- inu hafi Iíka verið sendir í fanga- búðir. í skjalinu sem fannst eru fang- elsisyfirvöld í Tambov, sem er 250 kílómetra suður af Moskvu, beðin um að undirbúa komu 2.500 út- lendinga, sumra úr fangabúðum nasista. Heimildarmaður Tass hafði eftir fyrrverandi föngum að auk þýskra hermanna hefðu Bandaríkjamenn verið í hópi þeirra sem komið var með. séu fleiri. Um 300.000 manns eru innlokuð í borginni, sem er vatns- og rafmagnslaus og matarbirgðir litlar sem engar. Hafa Serbar fall- ist á að afhenda flugvöllinn í borg- inni í hendur friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna en flug með hjálpargögn getur ekki hafist fyrr en kyrrð kemst á í tvo sólarhringa samfellt. Virðast litlar líkur á, að af því verði. Jacques Delors, forseti fram- kvæmdastjórnar EB, sagði á sunnudag, að bandalaginu hefði mistekist flest í tilraunum sínum til að stilla til friðar í Júgóslavíu og mætti aðallega rekja það til ágreinings með aðildarríkjunum. Bandalagið hefði heldur ekki stjórnarskrárbundinn rétt til af- skipta, ekki fyrr en Maastricht- samningurinn hefði verið sam- þykktur. „í skjóli hans gætum við sent herlið til að ijúfa umsátrið um Sarajevo, ekki til að taka þátt í stríðinu, heldur til að koma fólk- inu til hjálpar," sagði Delors. Haft er eftir vestrænum stjórn- arerindrekum, að sveitum Króata hafí orðið mikið ágengt í átökun- um við Serba í Bosníu að undan- förnu. Hafa þeir hrakið þá frá ýmsum svæðum og komið í veg fyrir tilraunir til að opna leið frá Serbíu til serbnesku byggðanna í Króatíu. Rússar hóta hemaðaríhlut- un í Moldovu og Georgíu VAXANDI líkur eru nú á því að Rússar beiti hervaldi í tveimur fyrrverandi lýðveldum Sovétríkjanna, Moldovu og Georgíu, í kjölfar harðorðra yfirlýsinga Borís Jeltsíns Rússlandsforseta og annarra háttsettra yfirmanna í Rússlandi. Þær koma í kjölfar harðra bar- daga milli rússneskra og moldovskra sveita í borginni Bendery í Moldovu um helgina, og hertrar sóknar Georgíu-hers á hendur Ossetum, sem vilja sameinast kynbræðrum sínum norðan landamær- anna í Rússlandi. „Þegar tugir manna eru drepnir og stríð geisar getum við ekki set- ið og horft aðgerðalausir á,“ sagði Jeltsín þegar hann kom úr ferð sinni til Bandaríkjanna og Kanada um helgina. Alexander Rútskoj, varaforseti Rússlands, kvað enn sterkar að orði og sagði að loknum neyðarfundi um ástandið í lýðveld- unum tveimur að heimurinn yrði að stöðva „þjóðarmorð" þar og þeir sem gerðu árásir á rússneskar hersveitir eða óbreytta borgara myndu fá ofbeldið borgað tífalt til baka. í Moldovu eigast við rúmenski meirihlutinn, sem fer með stjórn Iandsins, og aðskilnaðarsinnar Slava, sem eru einkum af rússn- esku eða úkraínsku þjóðerni. Land- ið var eitt af lýðveldum Sovétríkj- anna og telst nú sjálfstætt ríki inn- an samveldisins. 14. her Sovétríkj- anna, sem er að mestu leyti skipað- ur Rússum, er enn í landinu, en lýtur nú beinni stjórn frá Rúss- landi. Mircea Snegur, forseti Moldovu, hefur sakað herinn um að draga taum aðskilnaðarsinna ■álillJHI.II.MW Tugir manna hafa fallið í bardögum um borgina Bendery, aðra af tveim helstu borgum í héruðum Rússa og Úkraínumanna við ána Dnéstr. Þau hafa lýst yfir sjálfstæði frá Moldovu þar sem meirihluti pr rúmenskumælandi ÚKRAÍNA Slava, en talsmenn hans og Rúss- lands hafa neitað því. Stærsti hluti Moldovu tilheyrði Rúmeníu fýrir síðari heimstyijöld- ina, en var þá innlimaður í Sovét- ríkin. Stalín bjó til sjálfstjórnarlýð- veldið Moldavíu úr hinum her- numda hluta, sem er vestan Dnéstr-árinnar, og landræmu aust- an árinnar, sem áður tilheyrði Úkraínu. Um hálf milljón rúmenskumælandi fólks var flutt nauðungarflutningum eftir stríðið til Rússlands og Kazakhstans og reynt var á margvíslegan hátt að uppræta menningu og tungu þeirra sem eftir voru. Margir íbúar Moldovu vilja nú sameinast Rúmeníu, en sá þriðjungur lands- manna sem talar rússnesku eða úkraínsku er andvígur því. í Georgíu eru aðstæður ólíkar þeim sem eru í Moldavíu að því leyti að þar er ekki rússneskumæl- andi fólk sem á f útistöðum við stjórnvöld, heldur þjóð Osseta, sem er skyld írönum og Kúrdum og aðhyllist íslam. Ossetar búa á landamærum Rússlands og Georg- íu og bjuggu við takmarkaða sjálf- stjóm innan beggja lýðveldanna á meðan þau tilheyrðu Sovétríkjun- um. Nú vilja íbúar Suður-Ossetíu í Georgíu sameinast kynbræðrum sínum norðan landamæranna við Rússland, en Georgíumenn hafa barist gegn slíkum tilraunum með hervaldi. Edúard Shevardnadze, sem tók við stjórnartaumunum í Georgíu í janúar, hefur sakað rúss- neska herinn um að beita herþyrl- um í aðstoð sinni við aðskilnaðar- sinna Osseta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.