Morgunblaðið - 28.06.1992, Page 10

Morgunblaðið - 28.06.1992, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JÚNÍ 1992 HAFRANNSOKNASTOFNUN eftir Guðna Einarsson/Myndir: Bjarni Eiríksson H AFRANN SÓKN ASTOFNUN hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarið og viðbúið að svo verði meðan íslendingar byggja afkomu sína á sjávarfangi. A upp- hafsárunum var Hafrannsóknastofnun í hlutverki frumheijans og landnámsmannsins. Fiskifræðingar fóru um hafið og fundu ný mið og meiri afla. Stofnun- in naut óskertrar hylli sjómanna. egar íslandsmið töldust fullnýtt og stjómvöld fóru að hlutast til um stjórnun fiskveiða settist stofnun- in í sæti örlagagyðjunnar sem segir fyrir um vel- megun eða vesöld þjóðarbúsins. Skýrslur Hafrann- sóknastofnunar um ástand fiskistofna eru harðlega gagn- rýndar þegar þær boða samdrátt en hljóta samþykki og lof þegar þær boða betri tíð og aukinn afla. Hafrannsóknastofnunin er á meðal stærstu rannsókna- stofnana hérlendis og veltir yflr 600 milljónum króna á þessu ári. Fastir starfsmenn eru um 70 en fjöldi lausráðinna fer eftir verkefnum. Alls eru unnin um 120 ársverk hjá stofnun- inni. Höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunarinnar eru að Skúlagötu 4 í Reykjavík og útibú eru í Ólafsvík, á ísafírði, Akureyri, Vestmannaeyjum og á Höfn í Hornafirði. Utibúið á Akureyri er rekið í samvinnu við Háskólann þar í bæ. Á Stað við Grindavík rekur stofnunin seiðaeldisstöð. Hafrann- sóknastofnun gerir út þtjú rannsóknaskip, „Bjarna Sæ- mundsson", „Árna Friðriksson" og „Dröfn“, 34 menn eru í áhöfnum skipanna og úthaldsdagar verða um 650 á þessu ári. Starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar er skipt í tvö meginsvið. Sjó- og vistfræðisvið fæst við rannsóknir á ástandi sjávar, bæði hvað varðar hitastig, seltu og fleiri þætti, einn- ig heyra rannsóknir á þörungum og átu undir þetta svið. Nytjastofnasvið fjallar um þau sjávardýr sem nytjuð eru við landið og er viðamesta deild stofnunarinnar. Áðrar deildir eru reiknideild, raftæknideild, bókasafn, rekstrarsvið og veið- arfæraverkstæði. Bókhald og fjárvarsla er á sameiginlegri skrifstofu Rannsóknastofnana atvinnuveganna. Morgunblaðið skyggndist á bak við ópersónulega ásjónu Hafrannsóknastofnunar og tók nokkra sérfræðinga tali. Okkur lék hugur á að vita í hveiju störf þeirra eru fólgin og hvað þeim finnst um gagnrýnina sem dunið hefur á stofn- uninni. Hvað segja sérfræðingarnir um þau miklu áhrif sem tillögur þeirra hafa á afkomu þjóðarinnar? Ríkir einhugur meðal starfsmanna um tillögurnar eða eru mótmælendur kveðnir í kútinn? Er Hafrannsóknastofnun hætt að leita nýrra leiða í nýtingu sjávarafla eða hillir ef til vill undir nýja og arðvænlega möguleika í sjávarútvegi? JAKOB JAKOBSSON FORSTJÓRI Menn verða að horfast í augu við veruleikann GUNNAR STEFÁNSSON TÖLFRÆDINGUR Það er erfítt að telja fiska í sjó GUNNAR Stefánsson tölfræðingur er verkefnisstjóri nefndar um fiskveiði- stjórnun. Nefndin ráðleggur stjórnvöld- um um hversu mikið megi veiða úr ein- stökum fiskistofnum og er liklega sam- nefnari Hafrannsóknastofnunar í hugum margra. Gunnar var í forsvari þegar nýjustu tillögur um skertar þorskveiðar voru kynntar á dögunum. „Auðvitað var ég búinn að hugsa um það í marga mánuði hvemig kynningin kæmi'út og vita að hveiju stefndi. Þótt tillögur Haf- rannsóknastofnunar virðist alltaf koma jafn mikið á óvart þá erum við búin að vinna í þessu í marga mánuði. En það hefur ríkt góð samstaða um að opinbera ekki niðurstöður fyrr en endanleg útkoma er fengin, enda fengjum við vart vinnufrið annars. Eg vil líka taka það fram að ég hef aldrei orðið fyrir pólitískri pressu varðandi niðurstöður okkar, það er viðurkennt að héðan á að koma óháð og fagleg ráðgjöf." Gunnar hefur mikla reynslu af að beita tölfræði á staðtölur sjávardjúpanna og hefur iðkað fræðin bæði heima og erlendis. Hann hefur tekið þátt í samvinnuverkefnum Alþjóða hafrannsóknaráðsins og í vísindanefnd Al- þjóða hvalveiðiráðsins. Gunnar var inntur eft- ir því hvemig væri að verða fyrir gagnrýni á borð við þá sem dunið hefur á stofnuninni undanfarið. „Ég hef ekkert á móti gagnrýni. Ef hún er vel rökstudd getur hún ekki leitt til ann- ars en góðs. Þeir sem eru gagnrýndir vanda sig meira við vinnubrögðin og svo kemur allt- af fyrir að menn detta niður á eitthvað sem skiptir máli. En það er erfítt að sitja undir skítkasti sem maður verður stundum fyrir. Ef ég tek dæmi um áhugaverða gagnrýni vil ég nefna hugmyndir Einars Júlíussonar eðlisfræðings. Hann vill meina að hugsanlega skipti eldri fiskurinn miklu meira máli við hrygningnuna en áður var talið. Sú kenning er raunverulega það eina sem stenst þegar maður fer að rýna í gögn þeirra sem gagn- rýnt hafa stofnunina undanfarið. Við leitum eftir faglegri gagnrýni á okkar störf og förum mikið utan á fundi til að fá umfjöllun fag- manna um það sem við erum að gera.“ - Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar fara höndum um fjöregg þjóðarinnar. Hvernig líð- ur tölfræðingnum sem veit að útkoma reikn- ingsdæmisins skiptir sköpum fyrir þorra fólks? „Við viljum vera sæmilega vissir og maður fer ansi oft yfir útreikningana áður en gerðar eru tillögur um mikinn niðurskurð. Auðvitað vitum við hvaða áhrif ti.llögurnar hafa, en ef allar niðurstöður benda í sömu átt er ekki um neitt annað að gera en að setja þær fram. Þessi mál eru mikið rædd hér innan veggja. í nefndinni sem gerir tillögur um fiskveiði- stjórnun er reynt að fara vandlega í hvern einasta stofn og ástand hans. Það er nú yfir- leitt ekki rifist, en menn eru sendir aftur til að reikna betur, ef nefndin er ósátt við úr- vinnsluna.“ - Hvers konar starf er að vera tölfræðing- ur hjá Hafrannsóknastofnun? „Það liggur í hlutarins eðli að það er erfitt að telja fiska í sjó og þess vegna er þetta spennandi starf. Faglega séð er þetta afskap- lega áhugavert viðfangsefni og það eru fáar stofnanir á íslandi sem hafa jafn mörg skenimtileg rannsóknaverkefni og Hafrann- sóknastofnun. Hér eru menn að fást við al- menna umhverfísþætti, hafstrauma, hrygn- ingu, vöxt fiska og samspil fiskistofna. Verk- efnin eru endalaus.“ JAKOB Jakobsson fiskifræðingur hefur gegnt starfi forsljóra Hafrannsókna- stofnunar frá árinu 1984. Sérsvið hans innan fiskifræðinnar eru síldarrannsókn- ir og er Jakob ótvírætt helsti sérfræðing- ur okkar á því sviði. Jakob segir þokkalega búið að Hafrann- sóknastofnun miðað við aðrar rannsókna- stofnanir á Islandi. Hlutur hennar hefur frek- ar farið vaxandi en minnkandi. Samt hefur mannfæð háð rekstrinum og oft verið erfið- leikar með að reka rannsóknaskipin. - Getur þú lýst því hvemig Hafrannsókna- stofnun kemur inn í mótun fiskveiðistefnunn- ar. „Við emm eingöngu ráðgjafastofnun. Okk- ar hlutverk er að gera úttekt á fiskistofnunum og ástandi þeirra. Við komum með útreikn- inga sem sýna áhrif mismunandi fiskveiði- stjómar. Þá höfum við verið beðnir um að leggja fram tiltekna leið að skynsamlegri nýtingu fiskistofnanna, en ýmsar aðrar geta verið færar eins og kemur fram í nýjustu skýrslu okkar. Það er að sjálfsögðu sjávarút- vegsráðherra sem ákveður í samráði við ríkis- stjómina hvað gert er.“ - Hvað finnst þér um gagnrýnina sem hef: ur beinst að Hafrannsókn og þá hugmynd að það þurfi reynda fiskimenn við hlið fræð- inganna til að meta ástand fiskistofnanna? „Ég held að það sé vel athugandi að efla samskipti Hafrannsóknastofnunar og sjó- manna á einhvern hátt. Það hefur alltaf ver- ið á stefnuskrá þótt það hafi tekist misjafn- lega vel. Öll frekari samskipti við sjómanna- stéttina eru af hinu góða. Gagnrýnin finnst mér oft ósanngjöm. Eg bendi á þá staðreynd að þegar úttekt okkar sýnir slæmt ástand er henni ekki treyst. Enginn efast hins vegar um mælingu sem gefur til kynna stóran stofn og mikinn afla. Meðan á þorskastríðinu stóð voru allir sam- mála Svörtu skýrslunni frá 1975 en urðu ósammála henni strax og útlendingamir voru famir. Menn voru fegnir að nota okkar gögn málstaðnum til framdráttar meðan hægt var að lemja á Bretum með skýrslunni. I þeim slag sem við stöndum nú í um ástand þorsk- stofnsins eru sjómenn alls ekki allir sammála í gagnrýni á Hafrannsóknastofnun. Kunnir aflamenn hafa komið fram í fjölmiðlum og stutt okkar málstað, menn sem telja sig finna það að ástandið á miðunum sé mjög í sam- ræmi við okkar niðurstöðu." Hefur Hafrannsóknastofnun alltaf verið jafn umdeild og nú? „Nei, upp úr 1970 gjörbreyttist hlutverk okkar. Fram að því höfðum við verið að kanna fiskislóðir og líffræði fiska, leita að síld, finna ný fiskimið og auka afla. Þá vorum við oft mjög vinsælir meðal sjómanna. Þetta breytt- ist þegar flestir fiskistofnar við landið voru fullnýttir. Þá fórum við að gera úttektir á ástandi stofnanna og tillögur um leyfilegan hámarksafla. Eftir útfærsluna í 200 mílur breyttist afstaðan til stofnunarinnar. Þá fóru tillögur okkar að ganga nærri íslenskum sjó- mönnum. í skýrslunni sém við lögðum fram núna er ástand fiskistofna yfirleitt gott, með einni undantekningu. Það má auka veiði á ýsu, ufsa, grálúðu, væntanlega loðnu til mikilla muna og einnig síld. Eftir þessu var ekki tekið. Enginn gagnrýnir úttekt okkar á stofn- unum sem má veiða meira af, allir sammála um að það hljóti að vera rétt.“ Jakob segir að Hafrannsóknastofnun hafi ekki hætt leit að nýjum miðum og möguleik- um í hafinu. Menn töldu sig hafa fundið megnið af fískimiðum við landið þar sem hefðbundir nytjafiskar héldu sig. Könnun á djúpfískum hefur alltaf verið sinnt að ein- hveiju marki. Mestu máli skipti að markaður var ekki fyrir þessar fiskitegundir. „Jakob Magnússon fann úthafskarfann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.